Leita í fréttum mbl.is

Ég er bara að hugsa og spá í hvert ferðinni sé heitið

vk2006b-morningblossum

 

Sit í knúpi blóms sem lætur mig ekki niður. Ekki strax. Þarf að virða fyrir mér hið nýja útsýni og máta hugsanir mínar við umhverfið og hvar ég vil staðsetja mig í því. Hvaða leið ég vel að fara.  Það er ekkert eins og það var.

Og eftir 7 ára fjarveru er ekki ein einasta fruma í mér enn til staðar..ég kem heim sem splunkuný kona sem hefur sagt skilið við fyrri hugmyndir um líf og tilveru og er með nýjar hugmyndir og sögur um lífið í farteskinu. Þarf að hugsa um hver vill heyra hvað og hvenær. Og í hvaða formi. 

Maður er stöðugt og alltaf að skapa sér nýja tilveru hvern einasta dag. Máta nýju frumurnar við hina íslensku tóntegund. Þar til ég hef fundið út úr því mun ég sitja í krónu knúpsins og horfa vel til beggja hliða. Líka upp og niður. Á þig og mig.

En ég verð að segja að útsýnið er fagurt!!!Heart

Nýtt blóð og ný bein. Sterkari en um leið brothættari. Þessi veröld sem ég horfi á er veröld sem bíður. Og tíminn líður. Líka þegar hann er ekki til.

Ætla að sitja hér örlítið  lengur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Láttu þér líða vel í blóminu.

Svava frá Strandbergi , 28.10.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ertu komin heim? Vertu velkomin til gamla landsins.

Svava frá Strandbergi , 28.10.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Vilborg

Velkomin heim! Hlakka til að sjá ykkur aftur eftir langan tíma

Vilborg, 28.10.2007 kl. 23:36

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir, elskan, sjáumst vonandi sem fyrst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 23:48

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

líð þér vel í blóminu, hljómar svo notalega.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 07:25

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er örugglega afskaplega skynsamlegt að sitja um stund í blómi og virða lífið fyrir sér, skoða hvað það hefur upp á að bjóða, finna samhljóminn og velja vel elsku Katrín mín, en það er gott að vita að þú ert komin heim á gamla frón.  Við þurfum á fólki eins og þér að halda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 10:08

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Megir þú blómstra sem aldrei fyrr hér heima.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 12:42

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Á íslensku: Ert sem sagt komin heim og ert að venjast nýjum aðstæðum

Á inni kaffibollahitting hjá þér góða! Aðeins að leyfa þér að "blómast" svo rukka ég af harðfylgi;)

Heiða B. Heiðars, 29.10.2007 kl. 12:47

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Bíður nú innaní blóminu

biður um óminn í tóminu

Katrín sem er nú á Klakanum

og kætist í blessuðum rakanum.

Ívar Pálsson, 29.10.2007 kl. 15:05

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Njóttu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.10.2007 kl. 16:03

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég væri alveg til í að sitja í þessari rós og á þessum stað og hugleiða.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 16:31

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Og líka eins og Ásdís. Takk fyrir mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 17:48

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er um að gera að lenda mjúklega og gera hlutina "með sínu nefi".

Marta B Helgadóttir, 29.10.2007 kl. 23:03

14 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sitjum hér bara svolítið lengur

Og þú fékkst það sem þú baðst um ?

ÍSLENSKAN SNJÓ

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.10.2007 kl. 23:33

15 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu tyllunnar!  að unna er að kunna og þú kannt það mín kæra!  Þessi mynd sem er hér að ofan minnir mig á hvernig hún Elín Björk málar og englana hennar!

Njóttu verunnar og þegar kona er brothætt er hún mun varkárari með allt og alla ....

Snjóenglar eru fallegir

www.zordis.com, 30.10.2007 kl. 00:25

16 identicon

Verið þið velkomin heim.     Að máta frumurnar við hina Íslensku tóntegund.  MÉR finnst það frábær samsetning.  Kannske innlegg í tónsköpun hjá mér.   Alltaf flottar myndir frá þér. Takk.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband