Leita í fréttum mbl.is

Hver krotaði eiginlega út alla Reykjavíkina??

Ég fer reglulega um miðbæinn og niður Laugaveginn og mikið rosalega er það sorglegt hversu allt er útkrotað alls staðar. Allar verslanir og veggir er útkrafsað og útatað. Eins og það er nú fallegt og jólalegt þegar öll ljósin eru komin upp og mikið mannlíf og flott kaffhús á hverju horni þá stingur þetta krafs svo í augun.

Gefum kröfsurum strokleður í jólagjöf merkt " Ég hvorki krafsa né krota á eigur annarra"

DSCF0934

 

 

 

 

Borgin þarf ærlegt jólabað fyrir hátiðarnar og sápuskrúbb. Það þarf reyndar líka á svona skemmdarvargahugarfar þeirra sem standa í svona ljótleika. Skamm skamm!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Það væri nú góð hugmynd að fá jafnvel einhverja góða "skemmdarvarga" til að mála jafnvel thema jól á veggina frekar en þetta krafs... Þar er ég sammála.

Bara Steini, 23.11.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: www.zordis.com

Já, sorglegt er þetta krot en það kemur mér töluvert á óvart að virðulegar húsmæður skuli standa í svona kroti!   Sei, sei ....

Góða helgi!

www.zordis.com, 23.11.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Hugarfluga

Alveg sammála!! Þetta er ömurlegt, en virðist vera viðvarandi vandamál. Það er varla búið að mála yfir krotið þegar það er komið aftur. Skemmdarfíknin er ótrúlega sterk fíkn. Knús á þig, sæta.

Hugarfluga, 23.11.2007 kl. 19:32

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Mér líst vel á hugmynd Guðmundar, kannski myndi hún virka. Það er ekkert annað sem hefur virkað hingað til. Það er alveg rosalegt að sjá sum húsin hvernig þau eru útkrotuð aftur og aftur og aftur. Fólk sem á hús í miðbænum er með málningardollu tilbúna til að mála yfir eftir helgar! Hvað er að í þessu samfélagi? algjört agaleysi og virðingarskortur.

En góða helgi elskurnar og njótið lífsins þrátt fyrir krot og skemmdarverk.... en ekki labba ein niður í bæ um kvöld í myrkri .....  

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:02

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hjartanlega sammála Guðmundi.

Svava frá Strandbergi , 23.11.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þú ert farin að taka eftir þessu, ekki skemmtileg eða falleg iðja.  Sammála GUðmundi.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 21:26

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sumsstaðar hefur tekist að virkja þessa sköpunarþörf í jákvæðan farveg sbr veggina innan í Kolaportsbyggingunni, þar fengu ungmenni að gera graffítimyndir sem eru mjög flottar. Mér finnst tillaga "Bara Steina" mjög góð þarna.

Það er sorglegt að sjá sumsstaðar hvernig þetta virðist gert bara til að skemma.

Marta B Helgadóttir, 23.11.2007 kl. 22:29

8 identicon

Það er munur á graffiti og krotinu í miðbænum. Graffiti er listform á meðan þetta eru skemmdarverk. Skemmdarvargarnir eru að merkja sér svæði með merkingum sínum sem eru eins og undirskriftir (tölustafir eða upphafsstafir) eins og hundar sem að míga utan í hús. Svo elta þeir hvorn annan og merkja með þessu kroti. Þetta eru einhversskonar samskipti. Það er víst einungis einn starfsmaður hjá Reykjavíkurborg sem að vinnur við það að halda utan um þessi mál, og hann ræður augljóslega ekki við þessi ósköp.

Ég er íbúi í miðbænum og þarf reglulega að fara út með málningarbustann og mála yfir þessi ósköp á húsinu mínu, og þetta er orðið frekar þreytt, og dýrt. Fyrir utan það að maður þarf að horfa á þetta í nánasta umhverfi manns alla daga.

Ég hefði viljað sjá meiri áherslu lagða á að hafa borgina fallega og að þessir dólgar væru gerðir ábyrgir, eins og Guðmundur bendir á. En þetta er víst ekki forgangsverkefni hjá Reykjavíkurborg.

linda (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 05:08

9 identicon

   KATRÍN  MÍN.  GLÖGGT ER "gestsaugað.                         

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 06:20

10 identicon

Í HONG KONG. ÞAR  ER ÞAÐ VISS SKEMMTUN, FYRIR BORGARBÚA, AÐ MÆTA Á ÞÁ STAÐI, ÞAR SEM REFSIVINNA ER INNT AF HENDI.,,,OG HÁÐUNG FYRIR ÞÁ SEM TIL HAFA UNNIÐ.   EINHVERJIR HAFA SÉÐ MYNDIR AF ÞESSU.     ÞAÐ ER EKKI NOKKUR  VAFI Á ÞVÍ AÐ ALLFLESTIR MUNU HUGSA SIG UM TVISVAR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 06:25

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er þetta ekki spurning um að taka bara á málinu með þannig aðferðum að þeir sem krota verði látnir þvo og þrífa krot og krafs af húsveggjum í svona 50 klukkustundir vel merktir í áberandi þegnskylduvinnugöllum???

Að Reykjavíkurborg geri út teymi sem finni þessa krotara og taki þetta eins og Loðnvertíð í einhvern tíma. Eru bara a+a vaktinni daga og nætur á helstu stöðum og grípi alla glóðvplga við iðju sína. Ég er alveg handviss um að það tæki ekki langan tíma að koma þeim í skilning um að þeir vilji frekar nota þessa skemmdarfíkn í eitthvað annað og uppbyggilegra. Og hver vill vera á laugaveginum í skærgrænum galla merktum skemmdarvargur..eða ef við erum nú ljúf og góð í tilefni jólanna...merktum samfélagsvinnumaður...í heila viku að mála yfir og þrífa af veggjum krotið eftir sig og sína fyrir allra augum??

Það kostar kannski eitthvað að taka svona törn á þessi skemmdarverk en sparar miklu meira þegar upp er staðið. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.11.2007 kl. 09:01

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mæl þú manna heilust.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.11.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband