25.11.2007 | 21:42
Upphaf og endir...og svo aftur upphaf!
Í dag kom ég loksins alkomin heim og gat pússlað hverju einasta broti af mér saman. Fannst hingað til að eitthvað mikilvægt hefði orðið eftir þarna hinu megin við hafið og ég væri ekki fullkomlega lent heilu og höldnu..en svo fauk það allt í einu í fangið á mér. Svo óvænt og svo fallega. Og á ólíklegasta stað. Kannski ekki svo ólíklegum stað þegar grant er skoðað en mjög óvænt. Það verður að viðurkennast. Kenndi mér enn og aftur að best er að ferðast um lífsins veg með opin huga og opið hjarta og dæma ekkert fyrirfram.
Braut niður múra sem höfðu staðið mér fyrir þrifum...og sett mig svolítið til hliðar við hvar og hvernig ég ætti að staðsetja mig. Að halda fast í mitt og sogast ekki inn í hringiðu þar sem ég ætti í raun ekki heima.
Svo ég datt úr hælaskónum með stæl og lenti í mjúkum og hlýjum jarðvegi sem snart hjarta mitt svo sterkt að ekkert er eins og það var. Snjókoman og rokið, gaddurinn og grámóðskan áttu sinn þátt í þessu ævintýri. Í dag er samkvæmt kirkjunnar bókum síðasti dagur kirkjuársins..einskonar gamlársdagur sem þýðir að á morgun er nýtt upphaf og ný byrjun. Fyrir mér er gamlársdagur alltaf yndislegur...ég lít yfir farinn veg og velti fyrir mér hvar ég muni vera stödd að ári liðnu og hvað hið nýja ár muni bera í skauti sér. Hingað til hef ég aldrei haft hugmyndaflug til að sjá fyrir hvar ég lendi...þrátt fyrir að hugmyndaflugið mitt verði á stundum himinhátt... og alltaf hefur lífið haft sitt lag á að koma mér svo mikið á óvart. Lífið er bara óútreiknanlegt.
Dagurinn í dag var óútreiknanlegur..en samt. Einhversstaðar innst í iðrum hjartans var eitthvað sem sagði...."Ó já loksins"!!! Og spurningunni minni var svarað heitt og vel og þá small allt saman. Og ég sá stóru myndina sem var falin undir pilsfaldinum á sjálfri mér. Svarið var þar sem mér hefði aldrei dottið í hug að leita þess og kom úr munni manns sem ég hefði ekki reiknað með.
Kannski einn góðan veðurdag vil ég deila þessu með öðrum en núna vil ég bara halda því fyrir mig.
Nýfædd börn eru stundum svo viðkvæm og þurfa sinn tíma til að koma til jarðar án þess að vera í hælaskóm að reyna að fóta sig á freðinni jörðu.
Moldin er hlý og gjöful.
Eina myndin sem getur fylgt þessum pistli mínum verður að verða til í hugskoti þess sem les.
Góða nótt bloggvinir!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Kartrín, það er makalaust hve þú skrifar vel. Orð þín falla svo vel saman. Orð eru bara orð, en ef þeim er raðað saman á réttan hátt, þá gerist eitthvað. Eitthvað gerist innra með þeim er les orðin. Eitthvað verður til. Eitthvað nýtt fæðist í hjarta þess sem les. Mynd er óþörf, hún fæðist innra með manni. - Upphaf og endir...og svo aftur upphaf. - Auðvitað!
Ágúst H Bjarnason, 25.11.2007 kl. 22:22
Velkomin heim öllþúsjálf
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 00:04
Velkomin heim rest af Katrínu. Gott að þú fannst brotin Katrín mín. Sofðu eins og engill í nótt. hvernig sem þeir nú sofa.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 00:06
Ég er að fara að sofa eins og engill eftir dularfullan dag sem togaði mig til baka....ekki að ég gangi dagsdaglega á hælaskóm en stundum mætti maður vera nær jörðu en 10 cm.
Á morgun bíður dagur sem ekki má fresta. Og ég verð bara að segja eitt..ég elska þetta íslenska vindýlfur sem hvín á gluggunum...úlfar og vættir arga á mig að fara í ból. Yndislega sængin mín..hér kem ég!!!
Sofið rótt með lætin í eyrunum.
P.s
Eitt situr þó í mér.
Gamli illa tilhafði maðurinn sem rakst in á stað þar sem ég var stödd á í dag og bað alla um tvöhundruð kall..svo svangur og kaldur og þreyttur á eigin vesæld. Minnti mig á alla sem ekki hafa hlýtt rúm til að skríða í..jólaskrautið og matarilmurinn þarna missti allt í einu sjarma sinn. Og ég var bara með kort og hann labbaði aftur út í vindinn og feyktist burtu. Samt ekki úr huga mínum. Hann situr þar enn.
Guð blessi hann.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 00:47
Yndislegast af öllu að verða sátt, sæl og halda góðum verkum áfram.
knús á þig í ýlfrandi morgunhúmið!
www.zordis.com, 26.11.2007 kl. 07:59
Fallegur pistill Katrín mín. Knús til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 08:51
Mikið kannast ég við þetta - að færa líkamann úr stað en bíða svo eftir sálinni. Mér finnst stundum eins og það stríði gegn náttúrulögmálunum að hægt sé að ferðast þvert yfir hálfan hnöttinn á innan við sólarhring.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:26
Velkomin öllsömul
Marta B Helgadóttir, 26.11.2007 kl. 19:48
Takk fyrir yndislegu ljóðrænu orðin þín, sem segja svo margt, þau óma og hljóma allt um kring.
josira, 27.11.2007 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.