17.12.2007 | 01:09
Svo svakalega langt á milli mín og mín
Ég bara get ekki bloggað í einni bunu eða daglega núna þar sem mér finnst eitt í dag og annað á morgun og skipti um skoðun hraðar en nærbuxur og er þá mikið sagt!! Er það ekki merkilegt með lífið og tilveruna að þegar maður heldur að maður sé komin með sitt allt á hreint..svona nokkurn veginn.... að þá breytist allt og umturnast og það sem var í gær er ekki til í dag?? Ég er bara stöðugt að koma sjálfri mér á óvart með því sem ég geri og hef gaman af. Sumt af því hefði ég svarið fyrir að mér þætti eitthvað varið í en núna er ég skemmtilega glöð og ánægð með allt þetta sem ég er að gera og hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti til að gera. Hún þessi hin ég sem skyndilega ryðst fram á sjónarsviðið og lætur eins og hún heyri ekki mína eigin fordóma og gömlu raddir sem segja..."En þetta er bara svo ekki ég" Hin nýja ég sæki t.d reglulega kirkju á sunnudagsmorgnum og borða svo súpu og brauð með öðrum safnaðarmeðlimum og finnst það bara algerlega frábærlega góð og skemmtileg upplifun, fór á jólaball í dag og skellihló að stórskemmtilegum jólasveinum, söng og trallaði og borðaði súkkulaðiköku með þeyttum rjóma og knúsaði barnabarnið sem var hræddara við jólasveinana en ég er við bankastjóra.
Ég er líka búin að liggja í skáldsögum og krimmabókum sem ég les aldrei.... og núna rétt áður en ég skríð í ból velti ég fyrir mér hvað það verður á morgun sem mun koma mér stórfenglega á óvart í hegðun minni og atferli. Hvað hún hin ég ætlar að upplifa og prufa þrátt fyrir að ég segi það hátt og skírt að það sé bara ekki við mitt hæfi og "svo ekki ég"
Er ég dæmigerð tvíburakona eða er ég búin að tapa glórunni minni litlu einu og sönnu???
Jussumía...en ég viðurkenni það alveg að ég er spennt að vakna á morgun og sjá hvað bíður mín af óvæntum og sérkennilegum lífsupplifunum..hef það á tilfinningunni að það verði eitthvað sem vert er að skrifa um.
Hafiði lent íessu???
Einhver??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Þú ert nú bara stórkrútt Katrín mín, um að gera að fara svolítið út fyrir kassann.
Hef ég lent í þessu? Fruuuuuuusssss Ækúldtelljústorís.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 01:18
það hefur fréttst hingað að allt gerist hratt á íslandi, svo sannarlega
AlheimsLjós til þín mín kæra
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 06:37
Þú ert svo innilega eðlileg skal ég segja þér, að mínu mati minnsta kosti, þetta er eins og ég hefði skrifað um mig.... Ég vona bara að allir upplifi sig svona eins og þú lýsir þér
Jónína Dúadóttir, 17.12.2007 kl. 08:22
Þið eruð yndislegar Katrín!
Dásamlegt að vera í góðu sambandi við sjálfan sig og njóttu daganna, kirkjunnar, súpunnar og beggja þinna kvenna eða er það þrenna ...
Ást í poka sem ekki má loka ....
www.zordis.com, 17.12.2007 kl. 08:24
Dóttir mín, líka tvíburi er að reyna að "fara svolítið út fyrir kassann" eins og Jenný orðar það.
Það fer henni ekki.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.12.2007 kl. 08:48
Þú ert frábær eða á ég að segja þið eruð frábærar báðar tvær, Katrín og Katrín. Frábært að heyra að þú nýtur þín vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 09:00
Þú ert nú svo yndisleg Katrín mín. Risastórt knús.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.12.2007 kl. 10:13
Hmmm hef ég lent í þessu.............oft, kem sjálfri mér ansi oft á óvart! sammála Jenný, um að gera að fara út fyrir kassann annars slagið
Huld S. Ringsted, 17.12.2007 kl. 11:29
Já er ekki dásamlegt að vera stöðugt að breytast?
Þegar þú ert hætt því þá geturu eins farið að undibúa kistulagningu.. "go with the flow".. áin breytist stöðugt..
Æðislegur pistill, takk
Björg F (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 12:16
Jóna Ingibjörg ..nei ég trúi því ekki að þú hafir ekki lent íessu... en það sem ég er að reyna að segja er að ég er alltaf að læra og skilja betur hvað manns eigin forpokuðu hugmyndir kunna að stija fyrir manni sjálfum. Hugmyndir sem maður veit ekki einu sinni að maður er að burðast með og þaðan af síður hvaðan þær eru sprottnar. Getur verið að ýmsar afkárlegar hugmyndir geti bara tekið sér far með okkur og við höldum svo að þessar hugmyndir eða skoðanir séu algerlega okkar þó svo að þær eigi í raun alls enga samleið með okkar raunverulega sjálfi??
Ég verð örugglega farin að baka fyrir basar kvenfélags Neskirkju áður en ég veit af...og það þrátt fyrir að ég baki ekki og finnist kvenfélög hallærisleg!!! Og það þrátt fyrir að ég sé alls ekki kirkjurækin og sé á móti trúarbrögðum en samt með trú.... það er bara eitthvað svo yndislegt við ljósið og tónlistina og þessa tilfinningu um samfélag sem ég er að upplifa svo sterkt. Kannski sitja bara í mér litlu sunnudagakólafræin sem sáð var í barnshjartað þegar ég var lítil og troðfull af trú og bjartsýni. Núna er ég ekki lengur lítil orðin einnsextíu og áttaog hálfur en sem betur fer ennnþá troðfull af trú á hið góða og uppfull af bjartsýni..svona á köflum allavega.
Knús til ykkar allra...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 12:40
Aldeilis gaman að vera þú, njóttu þess. Örugglega gott að vera í svona fíling.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 14:05
skilðig.....
Lendi stundum í því að eitthvað sem mér hefur í gegnum tíðina fundist ferlega lummó og þá náttúrulega alls ekki ég er bara akkúrat ég.....
....hvað segir það ykkur um mig?
tíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 14:08
Mér hefur oft fundist að í mér búi ekki tvær persónur heldur margar. Ég á meira segja stundum í vandræðum með að tala ekki um sjálfa mig í fleirtölu en maður er alltaf að bagsa við að aga siða þessi ólíku sjálf, sameina og hagræða.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 16:39
Skemmtilegur pistill Katrín. Ég er alveg sannfærð um að í mér búa minnst tvær persónur og ég tala við þær báðar en þær heita Martan og hin Martan
Þær eru mjög ólíkar, önnur er jarðbundin og skynsöm, hin er rómantísk draumóramanneskja, elskar dagdrauma og allt það milda og fallega í tilverunni.
Varðandi trúna. Barnatrúin kom til mín aftur, þegar ég lenti í erfiðleikum fyrir xxx árum síðan... og hefur ekki farið. Ég er henni þakklát.
Njóttu lífsins Katrín mín, á hvern þann hátt sem er gefandi fyrir þig hverju sinni.
Marta B Helgadóttir, 17.12.2007 kl. 21:44
Þetta sýnir bara að þú ert að þroskast og vaxa..og kynnast nýjum hliðum á sjálfri þér. Í okkur öllum búa alls konar brot og brotabrot...Hef ég sagt þér söguna af Sigga byttu og Sigga saint? Það var einn og sami maðurinn með tvo aðalkaraktera í sér, byttuna og heilagleikann....! Er ekki lífið stórkostlegt?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.12.2007 kl. 22:07
Hallgrímur Óli Helgason, 17.12.2007 kl. 22:55
Kata mín. Þú ert tvíburi..og þetta er bara normal ástand hjá okkur:)
Vigdís Stefánsdóttir, 18.12.2007 kl. 16:03
Vertu bara glöð með stelpuna Katrínu, sama hvað hún er að bauka.
Þetta minnir má á söguna um hann bauka Jón, hann fékk ekki viðurnefnið af því að hann var alltaf eitthvað að bauka, heldur vegna þess að hann skar tóbak á bauka á þeim tíma er menn tuggðu tóbak fyrir óralöngu síðan.
Það minnir mig aftur á söguna um prestinn sem varð uppiskroppa með tóbakið sitt, hann varð fljótlega viðþolslaus og því var strákur á bænum sendur til að ná í tóbak á næsta bæ fyrir prest. Prestur átti erfitt með biðina, gekk út með jöfnu millibili til að gá hvort ekki sæist til stráksins. Eftir allanga bið kom vinnustúlka hlaupandi inn og hrópaði, "það sést til hans, það sést til hans, hann verður kominn innan stundar." Þá varð presti á orði, "það er verður gott fyrir þá sem þá lifa". Hann var nokkuð viss um að það yrði ekki hann sjálfur.
Og það minnir mig svo á söguna um munkana sem voru á ferð um landið. Þeir tilheyrðu reglu sem bannaði allt samband við konur. Þeir mátti ekki svo mikið sem snerta slíka skaðræðisgripi. Þeir koma að á sem var mörgum illfær, við bakkann sat ung kona og beið þess að einhver kæmi og hjálpaði henni, annar munkurinn gengur að konunni, tekur hana í fangið og ber yfir ána. Þegar yfir er komið þakkar konan fyrir sig og þeir félagar halda sína leið. Munkurinn sem ekki hafði snert konuna gat ekki orðað bundist yfir því hvernig félagi hans hafði brotið þessa mikilvægu reglu munareglunnar, hann talar yfir hausamótum félaga síns í langa stund eða þangað til félagi hans taldi nóg komið af svo góðu, hann sneri sér þá að félaga sínum og sagði rólega, "ég bar hana einungis yfir ána, þú ert enn að burðast með hana". Og þar með lýkur sögunni áður en mér dettur önnur í hug.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:16
Sjálfsagt búa tvær manneskjur í okkur flestum. Ég er engin undantekning.
Í krefjandi vinnu er gamli reynsluboltinn oft í ýmsum hlutverkum. Eftir vinnu brýst út hinn innri maður. Í mínu tilviki er það barnið í sjálfum mér. Það er barnið sem dáist að fegurð náttúrunnar, dundar við að smíða flugvélar og fljúga þeim, það er barnið sem er stjörnuglópur sem horfir til himins á stjörnubjörtum nóttum, það er barnið sem nýtur þess að setja niður plöntur í guðsgrænni náttúrunni á sumrin, það er barnið innra mér með sem smíðar úr orðum á bloggsíðum, og síðast en ekki síst er það gamli maðurinn með barnshjartað sem dáðist að lita- og birtudýrðinni á málverkasýningu þinni um daginn. Gústi gamli og Gústi litli eru góðir vinir.
Ágúst H Bjarnason, 20.12.2007 kl. 23:11
Af mörgum, sem aðhyllast meðvirknikenningar, værum við öll talin þræl-meðvirk, ég þar með! Hvað segir Katrín vinkona okkar? (Þessi meðvirkniumræða er dálítið interessant, - ég get æst mig talsvert í henni....)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.12.2007 kl. 00:11
Ég er heilmikill tvíburi í mér, þó að sé samt aðallega ljón.
Svava frá Strandbergi , 21.12.2007 kl. 00:23
Fyrirsögn pistilsins "Svo svakalega langt á milli mín og mín" hefur virkilega staðið í mér undanfarið. Áðan reyndi ég að gera grein fyrir því sem ég skynjaði á því augnabliki sem ég las pistilinn, en það var líklega yfirklór að hluta. Katrín; þú spyrð "Er ég dæmigerð tvíburakona eða er ég búin að tapa glórunni minni litlu einu og sönnu??? ".
Ef ég segi þér eins og er, þá var ein af mínum bestu upplifunum á árinu sem er sem er að líða þegar ég stóð fyrir framan tvíburakonurnar. Þá fór hugurinn virkilega á flug. Ég leit til vinstri og horfði á fiðrildastelpuna, snéri mér við og sá ljós í myrkri, og síðan tók við allt sólkerfið í allri sinni mynd. Hvílík upplifun!
Þessi hugsun, að það sé "svakalega langt á milli mín og mín" hefur stundum flögrað um hugann. Kannski er það fiðrildastelpan sem lætur mig ekki í friði. Eða tvíburakonan? Hvað heldur þú?
Ágúst H Bjarnason, 21.12.2007 kl. 01:18
Langar til að óska þér gleðilegra jóla Katrín mín. Takk fyrir frábæra "viðkynningu" á blogginu.
Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 18:13
Gleðileg jól kæra Katrín!
Vona að þú sért með jólarósina í hárinu og jóla andann í hjartanu!
www.zordis.com, 21.12.2007 kl. 19:12
Mikið er gefnadi að lesa færslur eins og eftir þig Ágúst...greinilega maður sem segir ekki bara eitthvað útí loftið heldur skilur og skynjar....Þessu tók ég svo eftir í rithringnum hj+a Mörtu. Þú gefur þér tima til að upplifa..það er flott!!! Takk!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.