31.12.2007 | 00:20
Set hér inn eldri færslu um umferðartungumálið sem íslendingar ættu kannski að tileinka sér á nýju ári
Þessi færsla var skrifuð og birt í janúar á þessu ári þegar ég bjó í englandi og kynntist umferðarmenningu sem mig dreymir um að sjá hér heima.
Með dýróðum dreka eða hæglátum umferðarormi undir stýri
Mér finnst ég alltaf betri manneskja þegar ég kem heim af bæjarrúntinum. Hjarta mitt er fullt af gleði og þakklæti og ég myndi helst vilja taka aukarúnt og fylla aðeins meira á þessa tilfinningu um samkennd og góðvilja, bæði míns og annarra.
Ég gengst upp í því að gefa öðrum sénsa, hægja á mér og hleypa öðrum bílum að og stoppa fyrir vegfarendum sem þurfa að komast yfir götur. Líka þó það séu ekki gamlar eða óléttar konur. í staðinn fæ ég falleg bros að launum, sumir veifa mér og jafnvel blikka mig, sumir með augunum og aðrir með ljósunum. Og mér finnst ég fínn bílstjóri og vanda mig enn betur næst þegar ég fer á rúntinn. í þessum litla bæ sem ég bý í þykir flott að vera kurteis og sýna tillitssemi. Sérstaklega í umferðinni.
Það er eins og einhver samvitund sé að verki þegar við keyrum um á morgnana þegar umferðarþunginn er hvað mestur. Eins og allir sem sitja undir stýri skilji að með því að hliðra til og gefa séns þar sem hægt er, komumst við öll fyrr á áfangastað og að öllum líkindum áfallalaust. Og að það hjálpi engum..hvorki þér né neinum öðrum að vera frussandi af geðvonsku, blótandi og jafnvel berjandi aðra ökumenn í huganum undir stýri til að troðast þangað sem þú þarft að komast.
Þetta snýst allt um hugarfar og innri tilfinningu. Umferðarmenning er ekkert annað en persónuleiki þinn að eiga samskipti við aðra persónuleika sem eiga það allir sameiginlegt að vera að stýra ökutækjum um fjölfarnar leiðir og eftir ákveðnum reglum.
Það er næstum hægt að kalla þetta umferðartungumál. Mér finnst þegar ég kem heim til Íslands að ég sé ekki lengur hlekkur í góðum umferðarormi sem liðast um göturnar með bros á vör heldur sé ég sést a bak bandóðum dreka sem vill helst allt og alla éta lifandi eða steikja í geðvonskueldi. Og hann bara kemst ekki nægilega hratt fyrir öllum fávitunum sem eru að þvælast fyrir honum svo hann refsar öllum hægri vinstri sem hindra för hans. Hann ætlar sko ekki að láta neinn segja sér hvernig hann kemst fyrstur heim.
Minnir mig á einn íslenskan frænda sem aldrei gefur stefnuljós. Þegar móðir hans gerði athugasemd við þá hegðan sagði hann með banvænum íslenskum umferðarhrokahroka "Það kemur engum það andskotans við hvert ég er að fara og reykspólaði af stað"!!!!
Og að lokum vil ég benda á að í mínum litla bær eru afskaplega litlar og mjóar götur. Það er ekki einu sinni pláss til að breikka þær eða tvöfalda og eftir þeirri staðreynd reynum við bara að keyra.
Megið þið öll eiga geðgóðan dag í umferðinni og leyfa kurteisi, tillitssemi og geðprýði að skína út frá ykkar persónuleika þar sem hann situr undir stýri og veit hvað skiptir máli svo þið megið öll komast heil heim. Og allir saman nú...Veifa, blikka brosa og bjóða greiða leið á götum úti !!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311369
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Það væri óskandi að Íslendingar gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar, stundum sakna ég mikið tillitsseminnar í umferðinni í Bretlandi.
Huld S. Ringsted, 31.12.2007 kl. 00:38
Ég hef oft sagt að umferðin hér á Spáni sé í takt við frumskógarlögmálið. Allt virðist vera á annan veg og umferðin gengur klakklaust og vel fyrir sig. 3 og 4 breiðar akreinar eru í fyrstu hrollur en venst og það vel!
því miður verða slys og það er vegna þeirra sem hugsa ekki lengra en nef þeirra nær, því miður. Við getum byrjað á sjálfum okkur og heilað svo heiminn með okkur í kærleika umferðarinnar.
Síðastadagsknús inn í daginn .....
www.zordis.com, 31.12.2007 kl. 08:34
kæra katrín, frábær lestur og svo sannur. ég er svo heppinn að ég keyri sveitavegi til og frá vinnu klukkutíma hvora leið og ég næstum því alein í umferðinni. geri það heldur að fara þessa löngu leið en aðra styttri sem er með brjáluðum bílstjórum í þvílíkri röð að það er næstum fyndið.
á leiðinni hlusta ég á fyrirlestra, blindrabækur og góða músík. yndisleg stund sem ég gæti ekki verið án. oft er svo fallegt á leiðinni og þá tek ég fullt af myndum.
þegar ég fer til íslands þori ég hreinlega ekki að keyra fyrir það fyrsta rata ég orðið ekkert og svo eru allir í frekjukeppni!
hafðu falleg áramót með íslendingum !
AlheimsLjós til þín og þinna
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 09:54
Ég er mjög svo sammála þér hvað varðar breska umferðarmenningu, þar gefur maður sénsa og fær þá strax til baka. Hér á landi tekur fólk bara af einskærri frekju og smákóngahætti.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 10:39
Tek heilshugar undir þetta. Ég bjó erlnedis þegar ég lærði að keyra og það tók mig mörg ár að átta mig á umferðinni hérna heima, hvernig hevr bílstjóri virðist vera einn í sínum heimi einhvernveginn, eins og enginn annar sé sem þarf að taka tillit til....
Vil bara óska gleðilegs árs Katrín mín og þakka fyrir frábæra viðkynningu á árinu.
Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 10:48
Gleðilegt ár elsku Halla mín og fjölskylda.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 16:27
Gleðilegt ár elsku Katrín fyrirgefðu mistökin það átti að vera Katrín.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 16:31
sjáumst á nýju ári. Kær kveðja og gleðilegt ár mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 22:38
Sæl Katrín og gleðilegt ár.
Þetta er góð grein og aldrei of oft kveðin. það er svo sannarlega satt að við getum gert miklu betur,og miklu fleiri komast á áfangastað, án þess að vera yfir sig, af stressi.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.