16.1.2008 | 00:40
Síminn aldeilis frábær í að láta mann gera eitthvað annað en að glápa á sjónvarpið.
Halló er etta síminn..vildi bara láta vita að við höfum ekkert sjónvarp og vitum ekkert hvað við eigum að gera..erum búin að kveðast á um allt sem við kunnum.
Síminn..Aha...þar sem það er föstudagur og helgin að koma þá eru tæknimenn í bilunum í helgarfríi og verða viðbúnir á mánudag...en það tekur sko 1 til 3 virka daga að fá viðgerð.
Ok gott og vel...við förum bara með íslenska fyndni og spilum lönguvitleysu þangað til...
Halló..eretta síminn?
Vildi bara ítreka að það er allt enn bilað og kominn mánudagur.
Já...við erum búin að senda ítrekun og þeir munu hringja. Enginn hringir þó kona vakti símann sinn.
Halló eretta síminn..kominn þriðjudagur og enginn hringt...og við erum að verða biluð á þessari lönguvitleysu..ykkar og okkar!!!
Síminn...þú áttir að hringja sjálf og fá samband við tæknimenn í dag FYRIR klukkan 4..en þeir eru samt aldrei við... alltaf úti að laga skiluru?? Já ég veit..ég hringdi en fékk þau svör að það væri búið að ítreka og þeir myndu hringja.
Og ..á morgun erum við búin að skemmta okkur sjálf í meira en 3 virka daga.....munu þeir þá koma og bjarga okkur frá lönguvitleysunni??
Síminn..því get ég ekki lofað...það er svo löng bið hjá okkur.
Einmitt..og hvar erum við í röðinni??
Ekki hugmynd..get ekki séð það hér..þetta er sko hjá tæknideildinni.
Ok..fáum við þá ekki afslátt af samningum við ykkur fyrir alla þá daga sem við erum að borga þjónustu en fáum EKKI?? Ég meina....það hlýtur að dragast af reikningnum okkar allir sá dagar sem við erum ekki að fá NEITT???
Sorry veit ekki..verður að tala við reikningadeildina um það..held samt ekki.
Held við fáum okkur bara venjulegt loftnet.
Það er ekki á neinn leggjandi að fá ekki að horfa á Gurrí og skagamenn vinna stórsigra í Tívíinu og þurfa bara að spila á meðan. Eða kveðast á og segja hvort öðru íslenska fyndni. Erum bara ekki í rétta skapinu.
Meiri langavitleysan sem sum fyrirtæki eru..ha???
frh. Miðvikudagur 16. janúar
Jæja kæri sími..núna hringi ég fyrir klukkan 4 eins og þú sagðir mér í gær og helst um morgun til að fá samband við týndu tæknimennina.
Já einmitt..fæ samband við tæknimann.
Tæknimaðurinn....Ha hva?? Nei það er enginn á leið til þín enda bilunin að öllum líkindum okkar megin. Við erum að reyna að fá tæknimann til að líta á þetta.
Ha hva meinaru..ykkar megin??? Hvað varð um allar þessar ítrekanir til tæknimanna að koma til mín og hringja til mín??? Það eru svörin sem ég hef fengið undanfarna daga og setið við símann til að vera nú örugglega við þegar kallið kemur. Ertu að segja mér að þið hafið ekki aðgengi að tæknimanni sem getur lagað ykkar megin þegar bilar??
Ha jú..þarf bara að senda beiðni í þjónustuborðið og biðja um að það verði litið á þetta.
Ha...???
Meinaru að það hafi enn ekki borist beiðni frá ykkur um viðgerð..ha ha ha????
Jú það verður farið í það núna en ég veit því miður ekki hvenær þetta verður komið í lag.
Ég hugsa aldrei illa til fólks og geri það heldur ekki núna. Þetta fólk sem þarf að vinna við svona aðstæður eru fórnarlömb furðulegra viðskiptahátta og fyrirtækjaþjónustu sem kannski einhver kleppari setti saman af gamni sínu svona til að gera hálfa þjóðina ga ga. Hvað veit maður.?? En ég hafði svo samband við reikningadeildina og lét skrá að ég vilji fá afslátt af janúar mánuði í samræmi við hversu lengi þessi bilun mun vara. Ég borga ekki fyrir það sem ég ekki fæ. Það verður svo tekið tillit til þess þegar bilunin er komin í lag hvort og hversu mikinn afslátt ég fæ.
Þessi færsla er í boði Örbylgjuloftnets sem er á leið upp á mitt þak eins fljótt og auðið er. Það er sko þegar rafvirkinn kemur næst í bæinn. Hann er í fjölskyldunni svo við treystum honum.
Verð bara að fá mér eina kókosbollu til að ná mér niður.. Goshhhh!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Hahaha ... sama hvar mann ber niður - langavitleysan klikkar ekki ... nú meiri alþjóðlegi andskotinn ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 16.1.2008 kl. 01:26
Nota tímann vel þegar síminn rænir ykkur!
Þetta er sko rétti félagsandinn, vona samt að þetta lagist hjá ykkur!!!
www.zordis.com, 16.1.2008 kl. 07:29
Þjónusta þeirra er stundum með ólíkindum. Ég hef margra ára reynslu af svona samskiptum við þá. Stundum verður maður gjörsamlega gáttaður og orðlaus. Hver vísar á annan og niðursta oftast engin...
Ég er með örbylgjuloftnet fyrir Digital Ísland og hefur það virkað óaðfinnanlega árum saman.
Ágúst H Bjarnason, 16.1.2008 kl. 09:12
Já, það ber að varast svona svikafyrirtæki!
En mig langar að spyrja þig spurninga Katrín Snæhólm, langar þig að vera með í samsýningu á blogginu núna í vor, ásamt mér og Steinu? Þú manst nú eftir framtakinu hjá okkur í fyrra, og lukkaðist það mjög vel.
Nú erum við að leita að fleiri góðum myndlistarfólki með okkur í lið. Ef þú hefur áhuga sendu mér t-póst á gudsteinnb@hotmail.com
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.1.2008 kl. 09:36
Já það getur verið ótrúlega pirrandi þegar tæknin klikkar
..en mér finnst samt ótrúlega vel til fundið að fara að kveðast á og sé fjölskylduna fyrir mér við þá iðju.
Mín yngri dóttir vissi nú ekki einu sinni hvað það að kveðast á þýddi.
Vonandi sjáumst við bráðum,
Kveðja,
Guðrún Árna
Guðrún Árnadóttir, 16.1.2008 kl. 10:31
Já, komdu nú að kveðast á kappinn ef þú getur. Það er með ólíkindum hvað þjónusta stórfyrirtækja getur verið ótrúlega léleg.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 10:43
hahahaha snilldarfrásögn
Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 10:47
góð langavitleysa og ég sem hélt að ég byggi í landi not possible, big problem
Ía Jóhannsdóttir, 16.1.2008 kl. 11:05
ÞÚ ERT ALLT OF ÞOLINMÓÐ ÉG hefði fyrir löngu verið orðin brjáluð og ræst út 112 til að redda málunum, þoli ekki svona. Arg arg arg.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 14:23
Auðvitað er ég þolinmóð út yfir öll mörk...þegar maður á 4 börn lærir maður Þolinmæði..og það var líklega það sem ég þurfti hvað helst að læra..
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 16:10
Áhugavert Katrín, hvar ertu staðsett á landinu ?
Sævar Einarsson, 16.1.2008 kl. 18:15
Ég sé að þið hafið ekki spilað Ólsen ólsen en ég skal kenna ykkur það um leið og ég kem með rafvirkjann í bæinn
Þú færð ÞOLINMÆÐIVERÐLAUNIN þennan mánuðinn
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.1.2008 kl. 18:29
Þekki þetta en samt ekki frá Símanum heldur Hive. Búin að vera algjör pína alveg frá því að við fengum netið hjá þeim.
Bryndís R (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:44
Vá, Katrín. Samstarfskona mín lenti í NÁKVÆMLEGA svona atviki hjá símanum. Þetta var eins og copy/paste frá henni. Ótrúlegt metnaðarleysi ... alveg ótrúlegt!! Grrr....
Hugarfluga, 16.1.2008 kl. 18:46
Ég er staðsett á höfuðborgarsvæðinu..ekki eins og að þurfi að fara yfir fjöll of firnindi til að komast hingað...Kom svo í ljós í morgun að þeir þurftu ekkert að koma til mín og vitiði hvað???
Þegar ég kom heim núna rétt áðan var sjónvarpið komið inn!!! En ég er gallhörð á því að ég vil fá frádregna af reikningi mánaðarins þessa fimm daga sem við erum búin að vera algerlega ótengd.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 20:23
Hvernig væri bara að njóta sjónvarpsleysisins. Það er ekki til meiri tímaeyðsla en sjónvarpsgláp og ekki þess virði að fara á taugum þó að skjárinn lifni ekki við. Hvernig væri að sinna börnunum, í ró og næði frá glamrinu í heilalausu sjónavrpsefninu. Gríptu daginn, þakkaðu fyrir að útsendingin klikkaði.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, 16.1.2008 kl. 23:41
Sæl Katrín.
Það er ekki hægt að gefa betri lýsingu á svona ástandi heldur en þú settir hér á Bloggið.Maður endurupplifði svona ástand nokkra daga vitleysu,en langar ekki í REPEAT. Sæl að sinni.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 06:39
Ég brjálaðist hljóðlega við lesturinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2008 kl. 12:45
Þetta hittir beint í mark, sennilega hjá flestum. Þetta er svona tilfelli sem maður gleymir oft að tala um því maður er svo feginn þegar svona tekur enda.
Takk fyrir kommentið:)
Sandra María Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 13:18
Veistu, að maður heyrir margar svona sögur og á nokkrar sjálf(ur) í handraðanum. Að vísu eru þær ekki svona skemmtilega sagðar!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:17
Frábær frásögn
Marta B Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 01:03
Hahaha, nákvæmlega svona þjónusta sem ég kannast við hjá Símanum. Þegar ég flutti fyrir tveimur árum síðan, tók það Símann meira en þrjár vikur að flytja númerið mitt á nýja staðinn - kom svo í ljós að bilunin var allan tímann í kassa hérna rétt fyrir utan húsið!! En þeir hikuðu samt ekki við að rukka mig fyrir "símamanninn" sem kom til að kíkja á tenginguna......!
Og þegar maður þurfti að hringja til þeirra, þá var það iðulega rödd sem sagði:..... "þú ert númer.... 26 í röðinni..... vinsamlegast bíddu eftir þjónustufulltrúa......." Það endaði allavega með því á mínu heimili, að við færðum allt okkar yfir til Vodafone. Og erum mjög ánægð með það og alla þá þjónustu sem við fáum þar.
Lilja G. Bolladóttir, 18.1.2008 kl. 04:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.