20.1.2008 | 20:42
Gubba gribba og öfugsnúin orka
Er búin að skúra og múra eldfastan vegg úr efa um að orkan fari réttsælis þessa dagana.
Afrakstur helgarinnar er einhvern veginn svona....
Litla Barn að gubba og segja "ammamín".... litla barn að gubba meira og þvottahúsið upptekið!
Elsta dóttirin að baka pönnukökur af því henni leiðist að vera með flensuna og brennir puttann, yngsta dóttirin stendur á höndum og dettur á hnéð sem grætur og er hálfskakkt.
Sonurinn með magakveisu og húsfaðirinn lystarlaus og slappur í sófanum. Íslendingar teknir í nefið af frökkum og sænsku kjötbollunum. Og núna gubbar sonurinn.....augnablik!!!!
Jæja..Gubba gribba greinilega mætt í hús...Svo vont þegar hún hreiðrar um sig og ruggar sér í mallakút og dregur burtu allan mátt.. geysist svo af öllu afli beint upp í munn og ofan í klósettskál..ef við erum heppin. Hún má ekki fara að læðast um húsið okkar Ólukkan Svarta.
Annars bara fín helgi.
Í henni rúmaðist líka ökutúr um Heiðmörkina sem var í sunnudagsfötunum sínum, skjannakvítum kjól, sokkum og skóm, krakkarnir renndu sér á rassaþotum niður brekkur og við kíktum í heimsókn eftir kirkjuferð með fermingarstráknum í morgun. Þetta var sko áður en Gubba gribba kom óboðin í húsið í Vesturbænum.
Ég hef það svona á tilfinningunni hvernig nóttin verður hér á bæ og kannski einhverjir næstu dagar líka. Gott að ég er búin að kaupa meira þvottaefni og mýkingarefni sem lyktar eins og blómstrandi engi um sumar!!
Þessi vika verður bara frábær.
Hver dagur eins og litfagur blómvöndur í fallegri munstraðri könnu.
Hvert lauf ber í sér lukku og vatn í krukku sem segir...."Láttu lífið flæða og reyndu að græða sem mest á reynslu þinni kona".
Fólkið mitt hefur lofað að reyna að gubba ekki útfyrir skúringarfötuna.
Það lofar góðu
"Hvað ertu að glápa eins og eldgömul sápa" spyr örlaganornin þegar ég stari á hana hvössu augnaráði..
"Ég ætla bara rétt að vona að þú hafir heyrt hvað ég sagði" segi ég þá.
Það lofar GÓÐU Mundu það!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Það eru víða veikindi sé ég á blogginu. Vona að heilsa heimilsfólksins komist fljótt í lag og allir verði hressir. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 20:53
Gubbuhittni lofar mjöööööööööööög góðu!
Gangi ykkur vel í slappleikanum!
www.zordis.com, 20.1.2008 kl. 21:00
Mér verður nú bara svolítið flökurt á að lesa um þetta gubbustand
Held að blómailmurinn lagi það
En vonandi hressist heimilsfólkið sem fyrst og við sendum þeim okkar kveðju.
Ég er að hugsa um að halda mig hér
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:21
Já ég mæli með að fólk haldi sigf fjarri þessu gamni..drengurinn er búinn að gubba 5 sinnum í kvöld greyið og þessi pest fer upp og niður..hinir í fjölskyldunni eru frekar grænir í framan og vilja ekki heyra ORÐ um bláberjasúpuna sem ég keypti áðan til að eiga fyrir þau á morgun..hún er nefninlega stemmandi!!! Þessi Gubba Gribba er SKÆÐ
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.1.2008 kl. 22:51
Góðar bataóskir til allra! Sjaldan er manneskjan aumari en í gubbustandi....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.1.2008 kl. 23:13
Úff, svona uppogniðurpestir eru hræðilegar. Æ fíl jor pein! Góðan bata á línuna. Vona að þið verðið öll orðin eldhress á morgun!
Hugarfluga, 20.1.2008 kl. 23:50
Vonandi er Gaubb subba búin að yfirgefa húsið þitt
Ía Jóhannsdóttir, 21.1.2008 kl. 09:45
Átti auðvitað að vera kerlingin hún Gubba subba, er ekki alveg vöknuð. Eigðu góðan dag
Ía Jóhannsdóttir, 21.1.2008 kl. 09:47
Sendi innilegar batakveðjur til fine familien ... Næst þegar þið farið í bíltún ... ekki fara í Heiðmörk, komið á Skagann. Ef ég fæ fyrirvara/aðvörun yrði eitthvað nýbakað á boðstólum og ég ekki sveitt í netabol með bjór í annarri og pítsu í hinni að horfa á box ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2008 kl. 11:04
Æ Katrín mín þetta er alls ekki gott að heyra elskuleg. Sannarlega slæmt þetta gubberí. Knús til þín og þinna með ósk um bata.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2008 kl. 11:11
Eruði ekki að skríða saman?
Batnaðarkveðjur!
www.zordis.com, 21.1.2008 kl. 17:46
Góðan bata til ykkar krúttafjölskylda.
Marta B Helgadóttir, 21.1.2008 kl. 20:30
Þetta er versta pest sem ég hef nokkru sinni vitað um..Öll fjölskyldan nema Teddy erum rúmliggjandi og algerlega bakk eftir átök næturinnar og dagsins. Ég hef varla kraft til að pikka...og ætla rétt að vona að þetta sé bara "once in a lifetime experience". Svona fer maður ekki í gegnum tvisvar ógrátandi. Jæks.
Þetta hlýtur að vera eitthvað nýtt afbrigði af gömlu gubbunni..svei mér þá!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.1.2008 kl. 21:42
Alltaf jafn leiðinlegt þegar hún Gubba gribba kemur í heimsókn.
Vona að þið jafnið ykkur fljótt
Bryndís R (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 08:44
Jæja, mitt heimili var þá ekki eitt um ferlegheitin uppogniður þessa helgina. Ég er sammála; þetta hlýtur að vera eitthvað nýtt afbrigði.
Ef þið heyrið af einhverjum með þennan vibba, hlaupið í hina áttina!
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.1.2008 kl. 21:14
Segðu Ragnhildur..okkar fjölskylda er nú sem ný algerlega hrein að innan og vonandi utan líka eftir þessar sprengingar....Bara allsherjar þvottadagar á öllum sviðum...ha??
En það er alltaf svo goooootttt að byrja með hreint borð og ég er ekki frá því að þessi gjörningur hafi bara haft góð áhrif þegar upp er staðið. Fáttt er svo með öllu illt að ei boði gott...ekki satt?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.