Leita í fréttum mbl.is

Þetta æðislega ísland.....

Vá hvað landið okkar er smart og kröftugt!!!  Verð bara að viðurkenna að sumt sem fór í taugarnar á mér hér áður fyrr er fokið út í veður og vind enda ekki annað hægt í svona djúpum og kröftugum lægðum sem ganga yfir reglulega og kenna okkur að kúra saman og standa saman þegar á reynir. Og eftir þannig veðurofsa kemur hvítur og hreinsandi snærinn og leggur mjúka og hreina sængina yfir okkur öll og gerir allt bara fallegt og hreint. Hindrar okkur  á stundum að fara of hratt..að æða áfram án þess að vita fótum okkar forráð. Lætur okkur hægja ferðina og stundum að festast...og svei mér þá ef það er ekki bara hollt fyrir þessa ofur-kröftugu þjóðarsál að slappa af í hundaslappadrífu endrum og sinnum. Ísland er bara FLOTT!!!

Í dag þurfti ég að fara með dósir og gler og flöskur í Sorpu því sonurinn er að safna fyrir ferð til spánar svo þeir strákarnir geti sparkað bolta á spáni í sumar. Á móti  mér tóku menn sem töluðu bjagaða íslensku en það fyrsta sem þeir sögðu svo sætt var..Velkomin í sorpu..get ég hjalpad?? Og þeir voru svo hjálpsamir og fallegir og í hjarta mínu bauð ég þá hjartanlega velkomna til landsins.

527867447_7d4a1fbe71

Svo týndumst við dóttirin og ég uppi á Höfðum.Fundum ekki rétta Höfðann enda búið að breyta og bæta vegakerfið þannig að maður endar einhvernveginn alltaf á vitlausum stöðum..sá þar ungann mann með ljóst liðað hár undan húfu og spurði...Hey hvar er Stórhöfðinn staðsettur núna??

Hann vissi það ekki alveg og ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur við myndum bara keyra og leita þar til við finndum. Hann gekk alveg að bílnum okkar og brosti svo fallega og sagði svo með einlægni í rómnum..Góða skemmtun!!!  Og vitiði bara hvað..þessi orð hans urðu áhrínisorð dagsins...Við skemmtum okkur konunglega að taka vitlausar beygjur, keyra rangar götur og enda einhversstaðar allt annars staðar en við ætluðum. Eitt lærðum við...ef þú ætlar vestur beygir þú og tekur götuna sem sýnist snúa í austur og þá kemstu vestur. Slaufurnar fallegu leiða alltaf í þá átt sem þú ætlar ekki. Magnað!!! Og ferlega skemmtileg gestaþraut að leysa svona í dagsins önn.

fjallið

Svo fórum við Theodóra yngsta dóttir mín í bíó í kvöld og sáum Brúðgumann. Jesús minn hvað ég ætla að senda þessa mynd til bestu vina minna í Englandi...Algerlega stórkostleg landkynning og kynning á löndum mínum.  Kom heim með bros í hvarmi og titrandi hjarta yfir hvað við erum stór þó við séum fá og hvað við erum dugleg og sterk og skemmtilega klikkuð þjóð. Já hér á ég Heima.

Bara elskaHeart þetta land og þessa þjóð...þó að misvitrir ráðamenn fari ekki alltaf að lögum og reglum...eða kannski frekar rétt að segja að gildum okkar hinna...þá hef ég tru á því að svona kerlingar og karlar sem byggja svona eyju láti á endanum ekki allt yfir sig ganga. Íslendingar reyna meira að segja að stjórna náttúruröflunum og sprauta bara vatni á iðandi hraun sem ógnar þeirra veruleika og sveigja náttúruna sér í hag. Það geta ekki allir. Bara í gallharðir íslendingar. Og engum öðrum myndi detta í hug. að reyna slíkt.

193

Ekki í eitt einasta augnablik halda að við getum ekki byggt hér dýrðar dásemdar samfélag sem stendur uppúr......bara þora að láta í sér heyra og aldrei gleyma þessum eyjarkrafti sem gerir okkur engum öðrum lík. Íslendingar eru Náttúruandar sem munu skapa eitthvað einstakt. Ryðja burtu hindrunum þegar þeir muna hverjir þeir eru og láta ekki einhverja kafsoðna karla og kerlingar sem hafa gleymt gildunum taka yfir. Við þekkjum og skiljum hvert annað....eigum eitthvað sem er svo dýrmætt og einstakt að við bara eigum að standa vörð um gjöfina okkar. Og vera um leið megnug að deila henni með öllum öðrum...sem vilja við henni taka.

Blue-Horizon-Print-C10293915

 

Segi það og skrifa.

Algerlega einstök þjóð!!!! Aldrei gleyma þvíWizard

Enn kem ég til þín íslenska þjóð 

sem átt þér sagnaminningar og ljóð

og byggt hefur þetta blessaða land

í ellefu hundruð ár

Goldið afhroð , glaðst og sigrað 

grátið svo þín tár eru perlum öllum dýrri

okkur þeim sem hafa lifað.!!! 

 

 Þetta er 1. erindið af ljóði  sem ég flutti 12 ára gömul standandi á kókkassa bak við risastórt ræðupúlt sem fjallkonan í Hafnarfirði og ég gleymi aldrei!!!

 

Undir okkar heiðskýra yfirborði blundar kraftur sem þarf útrás...... út í þessa veröld. Margt býr í vetrarmyrkrinu og björtu sumarnóttunumWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Katrín mín nú ruglaðirðu algjörlega upp í mér Íslendingnum og fékkst mig til að hugsa

Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég held að þú hittir naglann á höfuðið í þessum vel orðaða pistli. Þrátt fyrir allt er þetta besta land í heimi. Auðvitað mætti veðrið stundum vera betra en sólin í hjarta okkar er það sterk að vindar úthafsins sem gnauða yfir landið ná ekki inn í sálina, en gera okkur sterk og óhrædd við að bjóða hindrunum byrginn. Þess vegna erum við svona sérstök og ohrædd við að beygja í austur með bros á vör þegar við ætlum í vestur. Óhrædd við að storka náttúruöflunum og gera hið ómögulega eins og að móta land sem er í sköpun. Hjálpa skaparanum, eða þannig...



  

Ágúst H Bjarnason, 24.1.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta er frábær pistill og frábærar hugleiðingar hjá þér Katrín mín.  Gott að þú skulir vera að reyna að vekja okkur sem sofum á vaktinni. 

Kannski förum við að rekast hvor á aðra á röltinu.

Kveðjur. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Maður verður svo glaður eitthvað eftir svona lestur.  Já, er það ekki bara;  Ísland er langbest. 

Anna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 21:16

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, þakka þér fyrir Katrín, mikið er gott að lesa svona pistil. Maður þarf áminningu, þetta er gott land og þetta er góð þjóð,..... við bara gleymum því alltof oft.

Takk

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.1.2008 kl. 21:16

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábær pistill. Bætti skapið til mikilla muna.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.1.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband