23.2.2008 | 16:03
Ég elska lúxusbúff..núna þegar ég veit hvað það er!!
Heyrðu mamma, næst þegar þú ferð í búðina viltu þá kaupa Lúxus búff handa mér spurði sonurinn mig um daginn.
Lúxus búff...ha hvað er það?? Ég hef nú aldrei heyrt þetta áður...er þetta eitthvað nýtt.
Nei það eru allir í skólanum alltaf að borða svona Lúxus búff, það er ógeðslega gott, bara geðveikt gott.
Nói minn ,ég bara kveiki ekki..búff?? Ertu kannski að meina buff??
Já ...buff..Lúxusbuff!!
Er þetta matur..svona hakkabuff sem þið fáið í mötuneytinu eða...??
Nei..þetta er svona brúnt þunnt súkkulaði utan um hvíta karamellu eða svona hvítt stíft krem..ótrúlega gott nammi. Í grænu bréfi.
Loksins kviknaði á perunni hjá mömmunni..."Aha..Þú meinar Lindu buff er það ekki"!!!!
"Je whatever..allavega viltu kaupa svoleiðis næst þegar þú ferð í búðina"?
Síðan þá erum við búin að borða nokkur Lúxusbúff hér á heimilinu. Mamman að rifja upp sín unglingsár og sonurinn að ganga inn í sín.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 311443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Lindu buffið með sterkt come back, gaman að heyra það. I love it
Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 16:05
Buffið hennar Lindu í grænu umbúðunum
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 16:25
Þú ert sem sagt á kafi í Lindu buffum og kókosbollum
Bíddu þangað til að þú sérð eftirréttin sem ég ætla að gefa þér í kvöld eftir að við höfum snætt saman og setið á NÝJU STÓLUNUM
Hlakka til að hitta ykkur
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:54
Já Lindubuffið klikkar ekki - verst hvað það er erfitt orðið að fá gömul og ólseig eintök af þessu nammigotti. Eins er með eldgamlar og grjótharðar lakkrísrúllur - bara fást ekki!
Soffía Valdimarsdóttir, 23.2.2008 kl. 17:51
Heheheh var farin að geta mér til um að þetta væri gamla góða Lindubuffið. Mér fanst nú alltaf Mónu betri en þau Lúxusbuff fást víst ekki lengur.
Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2008 kl. 19:02
Zad gat varla verid kjöthakk .... Buffin voru gód, man zad!
Buffkvedjur til ykkar maedgina!
www.zordis.com, 23.2.2008 kl. 20:52
Hvað ætli Lindu lúxusbúffið hafi fengist lengi? Stundum (örsjaldan þegar enginn sér til) stelst ég til að fá mér eitt og læt mig dreyma um gömlu góðu dagana
Ágúst H Bjarnason, 24.2.2008 kl. 07:46
MMMM já nammi namm, þetta er náttúrulega algjört lúxusbuff.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 13:58
Ég er meira fyrir hakkbuffið. Það finnst mér hinn mesti lúxus... með sultu og grænum baunum. Slef.
Anna Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 16:09
Bloggknús og innlitskvitt :)
Hólmgeir Karlsson, 24.2.2008 kl. 22:21
Ummm, Lindubuff og kókosbollur eru algjört lúxusfæði.
Svava frá Strandbergi , 24.2.2008 kl. 23:39
ég hef ekki samkkað lindu buff í mörg ár! en að setja það í nestispakkann, það er ekki voða hollt, kannski á föstudögum
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 17:39
Lindubuffið klikkar aldrei!
Huld S. Ringsted, 25.2.2008 kl. 20:32
Lindubuff og staurar, tvenna og kókosbolla. Guð, ó, ljúfa líf. Bragð er að, þá barnið finnur.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.