Leita í fréttum mbl.is

Alls ekki setja hér inn bestu hugmyndina ykkar um nafn á Tónlistarhúsið..

..því ég gæti átt það til að stela henni og senda inn í keppnina og vinna hana. Það væri nú ekki skemmtilegt fyrir ykkur hugmyndasnillingar að láta bestu bloggvinkonu ykkar stela hugmyndinni og hirða verðlaunin..ha???

Er búin að raða í kringum mig alls konar sniðugum orðabókum, tilvitnanabókum og óskrifuðum blöðum ásamt því að búa til orðagaldrapott og það bullar og sýður í honum hugmyndasúpan ...og aldrei að vita hvenær það sýður uppúr!!! Sko annað hvort er maður með eða ekki. Ekkert hálfkák á þessu heimili.

Þar til verðlaunanafnið er komið verður að vera bloggpása meðan konu dreymir dýrðarnafn sem mun daðra fallega við  menningarlega heimsbyggðina .

Water-Serpents-II-c1907-Print-C10073262

 

 

 

 

 

 

En ef þið lumið á snilldarnafni sem ykkur langar alls ekkert að nota og vitið að það er vinningshugmynd, þá getiði alveg sett hana hér í athugasemdirnar.

Og þið hin..ekki voga ykkur að taka neitt úr mínu athugasemdakerfi sem er ekki ykkar.Devil

Þá gæti mín orðið reið...hviss!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Er hugmyndaboxið autt .... ætla allir íslendingar að vinna ??

Ætla að galdra til þín nafn

www.zordis.com, 26.2.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

....þetta var mín tillaga.

Marta B Helgadóttir, 26.2.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Hugarfluga

Ég segi ekki orð. Ekki múkk. Ekki staf. Ekkert.

Hugarfluga, 26.2.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að senda inn þú færð ekki að vita það fyrr en ég vinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skal hugsa málið, er hugmyndasamkeppni í gangi ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég skal segja þér nafnið. Skrifa það á dulmáli svo enginn sjái það nema þú sem kannt að lesa spegilskrift:   ónóT       Ekki segja neinum.

Ágúst H Bjarnason, 26.2.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Cesil mín..ég sá auglýsingu þar sem auglýst er eftir nafni á Tónlistarhúsið sem verið er að reisa. Það eru 4 skilyrði..

Nafnið þarf að hafa rætur í íslenskunni en um leið að vera auðvelt fyrir útlendinga að segja og svona international..

Vera lýsandi fyrir að þarna fari fram tónlistarhald og ráðstefnur og um leið að vera hús fólksins.

Skilafrestur er ti 1. mars  hægt að senda e mail á portusgroup.is

 Held ég sé alveg örugglega með e mailið rétt, ef ekki vinsamlegast leiðréttið mig.

Já best að sofa á þessu og sjá hvort það poppi ekki upp einhver góð tillaga.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér skilst að það fái bara margir einhver verðlaun og allir hinir viðurkenningu..Svona "já elskan..þetta var nú alveg glötuð hugmynd en þú færð svona skjal fyrir að vera með dúllan mín til að hengja upp á vegg"

En segðu okkur í alvöru..finnst þér líklegt að útlendingar geti borið þetta orð fram og sjái fyrir sér tónleikahöll fólksins á Norðurhjara um leið Katrín mín???

Dryndjanditónafólkshöllinviðsæinnsunnanviðvesturbæjarlaugina??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2008 kl. 23:10

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fann nafnið í hvelli þegar ég sá myndina í Mbl. Húsið lítur út að utan eins og hænsnanet!  Hræðilegt á að líta. Vona svo sannarlega að þetta hafi verið mistök í prentuninni.   

Ía Jóhannsdóttir, 26.2.2008 kl. 23:16

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nafnið er þess vegna enn að veltast fyrir mér.  Finnst það ekki viðeigandi fyrir Tónlistahús Reykjavíkur

Ía Jóhannsdóttir, 26.2.2008 kl. 23:19

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er alveg nauðsynlegt að hafa myndina fyrir framan sig..þetta er ekkert smá hús og verður spennandi að sjá hvernig það mun sóma sér þarna. Hlakka líka til að sjá útfærslu Elíasar Ólafssonar listmanns á útlitinu...!!

Ágúst...ég las speglaskriftina og sé að þetta er The Name!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2008 kl. 23:27

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já eða hinns listamannsins hans Ólafs Elíassonar..ehhh.

Örugglega ekki síðri útfærsla..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2008 kl. 23:28

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 09:13

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og ef þið eruð að springa úr hugmyndum þá er líka verið að leita að góðu slagorði fyrir bókasöfnin..skilafrestur til 20 mars.

Aldrei er lestur bestur nema þegar hann er sestur!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 10:05

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér finnst að við ættum að finna eitthvað flott óskiljanlegt nafn úr goðafræðinni til dæmis Bilskilnir.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.2.2008 kl. 10:08

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

..Steingerður nafnið þarf líka að beygjast ljúflega og vera þjált..."Ætlar þú á tónleikana í Bilskilni í kvöld"??

Tillaga Jennýar()er alveg í áttina..Nafnið þarf í raun að vera einhverskonar hjarta sem slær og úsar frá sér einhverju sem lyftir andanum og dregur að sér fólkið með hlýjunni..líka alla leið frá útlöndum. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 10:48

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel að finna töfranafnið !!!

Bless í daginn kæra kona

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:58

18 Smámynd: Ibba Sig.

Rofl, Ágúst, þetta fannst mér fyndið. Þú rokkar!

Ibba Sig., 27.2.2008 kl. 12:46

19 Smámynd: Jóhann G. Gunnarsson

http://baggalutur.is/skrif.php?t=9&id=1409

Baggalútur er búinn að finna nafnið... og allir mega stela henni :)

Jóhann G. Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 12:54

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Baula...er bara alveg ágætt nafn

Raula eða Gaula kannski líka? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 15:23

21 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Aðrar tillögur sem ég hef rekist á eru..Mamma Rósa, Regnboginn eða Strauss. Það er greinilegt að ég hef lítið að gera þennan daginn og er að bíða eftir dotlu miðað við áhuga minn á þessari nafnaleit..hehe

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 15:32

22 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

1. Raul í rjáfri   (ætla að skreppa í raulið ..)

2. Opera   (ætla að skreppa í óperuna ..)

3. Lag í lagi ( ætla að skreppa í lagið ..)

(borið fram lægi= vísar líka til að þarna fyrir utan ku hafa verið skipalægi ... )

 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:11

23 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Þeir ættu nú að gera eitthvað annað við þessa milljarða t,d fara að aðhafast eitthvað í málum fátækra á íslandi í stað þess að eyða þeim í eitthvað athvarf fyrir snobbhænsni landsins. Á meðan þetta gæluverkefni verður að veruleika standa hundruð manna og kvenna í röð fyrir utan mæðrastyrksnefndir.

Svei þessum aðilum sem standa að byggingu þessa húss. Þeir ættu að skammast sín!

Jóhann Kristjánsson, 27.2.2008 kl. 21:16

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 12:32

25 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Saltklumpurinn"legg ég til að þessi montglershaugur heiti. Ætla að stofna gluggaþvottafyrirtæki. Það verður ekki séð út um þennan glerhaug fyrir sjávarseltu, nema vaskir sveinar og meyjar hangi utanveggja með þvottakústa og klúta 24/7, 365 daga ársins.

Halldór Egill Guðnason, 29.2.2008 kl. 23:43

26 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Peningasóunin?

Ingi Geir Hreinsson, 1.3.2008 kl. 10:34

27 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Söngperan  

Viltu koma með mér í "söngperuna"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.3.2008 kl. 15:58

28 Smámynd: Ólöf Anna

Skiladagur í dag, suss annars hefði ég unnið

Ólöf Anna , 1.3.2008 kl. 16:32

29 identicon

Sæl Katrín mín.

Hvert á að senda nafnið,eftir að ég hef hvíslað því í eyra þitt.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 311443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband