19.3.2008 | 10:33
Hin óspilaða tónlist....
Hér máttu semja lag eða ljóð um hvað sem þér dettur í hug. Jafnvel setja inn ósagða sögu af lífinu.
Núna þegar páskarnir ganga í garð og nógur tími til að anda hvíla sig og hugsa..þá er nú oft gott og gaman að setjast við sköpun og skriftir.
Ég sit hér og bíð eftir að hárið á mér þorni eftir yndislega gott morgunbað svo ég geti haldið áfram að undirbúa fermingu sonarins sem verður núna annan í páskum.
Það er bara ekkert á To Do listanum!!!
Ég bara hlýt að vera að gleyma einhverju??? Það er ekkert normalt að vera búin að öllu og varla byrjuð að gera neitt???
Ætla allavega að bruna og sjá "Þakflísarnar" hennar Zordísar sem eru svo skemmtilega fallegar og litríkar á Föstudaginn Langa í Þorlákshöfn. Og sjá hana Zordísi sjálfa líka með eigin augum. Mikið hlakka ég til!!
Þið getið séð hana Zordísi hérna til hliðar hún er á bloggvinalistanum mínum og það er þess virði að skreppa til hennar og skoða dásamlegu listaverkin hennar.
Hef hingað til bara hitt hana í draumum og á ferðalögum til annarra pláneta sem gera yngismeyjum eins og okkur það kleift að hittast í andanum og draumnum. Og tala saman á ósýnilegu tungumáli sem búið er til úr orkustraumum.
Í guðanna bænum ekki gleyma samt að skrifa sögu eða ljóð þó ég hafi farið að tala um ferminguna og sýninguna þarna á milli. Sköpunin er aðalatriðið!!! Ykkar sköpun.
Þegar maður byrjar að virkja sköpunarkraftinn eru engin takmörk fyrir því hvað er hægt að búa til. Trúið mér. Veröld hinna ótakmörkuðu möguleika er okkar. Hér og nú.
Og ekkert krepputal eða neikvæðnishjal.
Lífið er okkar megin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Sá þetta ljóð hjá honum Þóa vini mínum Gísla og finnst það svo flott, að ég set það hér inn, það er eftir Ingibjörgu Sigurðardóttir.
Af gnægðum hjartans mælir munnur, mynda orðin sálargerð Öll þau speglar andans brunnur. eru þau hugans dýra sverð. Orðin birta eðli manns, illt og gott í fari hans.
Góður maður gott fram setur góðum sjóði hjartans frá. Göfugleikans gull hann metur grandvör orð og sannleiks-þrá. Tungan hlýðir hugsun manns, hún er lykill sálar hans.
Vondur maður orðin illu ávallt lætur fús í té. Sína eykur syndavillu saurgar heilög andans vé. Hver sem iðkar orðin ljót, allri blessun vinnur mót.
Því er vert að vanda tungu, varhyggð rétta temja sér. Gróðursetja í eðli ungu allt,sem manni þroska ber Orðsins gildi gullvægt er, ef göfug hugsun saman fer!
Gangi þér vel við fermingarundirbúninginn duglega kona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 11:52
Ég ætla bara ekkert að vera skapandi inni á annara manna síðum. Hehe, gangi þér vel með ferminguna. Jökull fermdist um síðustu helgi og það var yndislegt.
Knús á ykkur
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 12:02
Ætla að láta mér nægja mína síðu en tek mér í munn orð Ólafs Kárasonar
..Það er miklu erfiðara að vera skáld og yrkja um heiminn en vera maður og lifa í heiminum.
Gangi ykkur vel með ferminguna
Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:54
Nú er úti veður vott
verður allt að klessu
ekki fær hún Katrín gott
að ferma son í þessu..
veðriKatrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 15:56
Land og kona.
Fossar.
Fossar eru
fallegir.
Orð mín eru fossar.
Hugurinn fossar.
Stjörnusteinar.
Standa í fossum.
Augun þín eru fossar.
Stjörnusteinar.
Sindrandi.
Fossar og landið
tala til mín.
gleðilega
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:31
páska (átti þetta að vera)
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:31
Gangi ykkur vel í fermingarundirbúningi og eigiði góðan fermingardag öll.
Það er svona með þessa óspiluðu og ókomponeruðu tónlist. Við þurfum að mynda tengsl við the collective consciousness til að geta raðað saman nótum í réttum dúr og/eða moll. Ég er eitthvað slök í þessari tengslamyndun þessa dagana.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.3.2008 kl. 22:21
ég spila á píanó
heyri samt engan tón
þegar ég spila á píanó
fá allir nóg
En þurfum að heyrast út af fermingu múss og klemm
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.3.2008 kl. 22:26
Hlakka til að hitta þig á föstudaginn langasta. Ætla að semja eitthvað hér inn um helgina. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 23:10
Í ljóssporum daganna
Í ljóssporum daganna
liggur vængbrotin
bernska
á húmhimni kvölds
bærast hvíthærð ský
hjúpuð hálfrökkri nætur
hvíslar sorgin.
Svava frá Strandbergi , 20.3.2008 kl. 01:34
Dagur yndisfagur,
kvöld, alein köld.
nótt einmana,
morgunn, bjartur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2008 kl. 02:42
Tónar lífsins hljóma um heiminn,
senda góða strauma út um allt.
Heima sit ég hugsandi og dreymin,
með hlýju í hjarta þótt úti sé kalt.
Vilborg, 20.3.2008 kl. 20:49
Páskakveðja héðan frá Stjörnusteini
Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:21
Gleðilega páska, Katrín mín og hamingjuóskir til drengsins á mánudaginn. Gangi ykkur vel í undirbúningnum!
Hugarfluga, 20.3.2008 kl. 23:53
Gleðilega páska.
Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 11:26
Þrátt fyrir teljast lélegur bloggari verð ég eftir þennan dag bara að kvitta og segja; gaman að hitta þig í eigin persónu Katrín
Elín Björk, 21.3.2008 kl. 21:31
Sömuleiðis þið öll sem þarna voruð. Þetta var svo skemmtilegt og gaman að sjá alla og auðvitað fallegu listina hennar Zordísar. Það stendur ein gullfalleg flís á borðinu mínu með mynd af konu að kyssa fisk. Algert yndi bara. Blogga um það síðar..núna er ég að bíða eftir Sunnevu sætu stelpunni minni sem er að koma frá London og ætti að vera nýlent í Keflavík.
Vúúúú..það er svo gaman að vera til stundum..finnst ykkur ekki???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 23:38
Elsku Katrín, frábært að hitta þig í Þorlákshöfn í gær og alla þessa frábæru bloggara líka.
Til hamingju með fermingardrenginn.
Marta B Helgadóttir, 22.3.2008 kl. 13:54
Til hamingju með fermingardrenginn og gleðilega páska Katrín mín. Er andlaus vegna notalegheita og því færðu ekkert ljóð frá mér.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:43
til hamingju með fermingjuna kæra katrín.
Blessi þig í Ljósi
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 09:04
Elsku Katrín gleðilega páska og til hamingju með fermingarbarnið
Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:51
Andinn er ekki kominn enn yfir mig og er ég farinn að hafa af því áhyggjur . Hvorki lag né ljóð...
Gleðilega páska og til hamingju með drenginn.
Ágúst H Bjarnason, 23.3.2008 kl. 20:52
Innilegar hamingjuóskir með fermingardrenginn
Vilborg, 24.3.2008 kl. 19:44
Hamingjuóskir með stóra strákinn í dag.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.3.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.