Leita í fréttum mbl.is

Jæja, haustið að koma og tímabært að læðast inn í bloggheima aftur

...enda liggur konu margt á hjarta eftir ævintýralegt og hreint út sagt verulega töfrandi sumar.Þarf að segja ykkur frá þeim ævintýrum og töfrum fyrr en síðar. Mæti nú til leiks í fínu formi með ása í hverri ermi. En þar sem klukkan er að ganga tólf og ég þarf á lappir ekki seinna en 5.30 til að koma mogganum í misþröngar lúgurnar í vesturbænum læt ég þessar innkomu lokið í bili með mynd...og háværu geyspi AghhhhhhhGasp 

p.s Trúiði því að ég er búin að missa 7 kíló á þessum morgungöngum mínum í blíðskaparveðri, njóta fegurðar morgunsins, sólarupprásarinnar og fá svo borgað fyrir í þokkabót??

Judy-and-Marge-Print-C10088141

Hversu heppin getur ein kona verið í Vesturbænum?  Life is GOOD!

Og Lukkan sem sefur í kerlingarkrukku lætur svo stíft og illa þessa dagana að ég er að hugsa um að hleypa henni út því hún krefst þess að fá að leika um líf mitt og fætur næstu 45 árin. Hún ætlar að setja upp með mér sýninguna fyrir ykkur sem við bloggvinkonur verðum með í Ráðhúsinu 30. ágúst.

Það verður sko opnun aldarinnar og þeir sem vilja fá sent boðskort endilega sendið mér línu á  kbaldursdottir@gmail.com með mailinu ykkar eða heimilisfangi eða setjið það hér í athugasemdirnar.

Og það verða ekki bara stórkostleg málverk og fagurmálaðar ástarflísar þarna til sýnis . Ó nei. Undirrituð ætlar að vera með töfrandi gjörninga og mikla gleðiupplifun og......ja þeir sjá það bara sem koma. Maður má ekki segja of mikið og halda dulmögnuninni á sínum stað enn sem komið er. Við verðum þarna Guðný Svava, Katrín Níelsar, Elín Björk, Zordís og ég.....þessi litla hugdetta sem hentist á milli okkar á blogginu fyrir rúmu ári er nú að verða að hreinum veruleika og spennandi verkefni sem andar.

En segi það og meina það frá hjartanu kæru bloggvinir  " I have really missed you all"!InLove

1200-1075~Unique-Posters


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sömuleiðis, ég hef saknað færslnanna þinna, innilega velkomin heim á ný og í bloggheima.  Ég mundi þiggja boðskort bella@simnet.is  eða adr. Ásdís Sig. Fossvegi 2, 800 Selfossi.Hlakka til að halda áfram að fylgjast með þér 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að sakna þín alveg helling.

jenny_anna48@hotmail.com please.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er auðvitað langeinfaldast að senda ykkur það á emaili...geri það á morgun. Því nú er ég farin að sofa minnug þess að tíminn lýtur allt öðrum lögmálum hér í tölvuheimum og rennur mun hraðar framhjá manni en annars staðar. Góða nótt..ég þarf að taka á móti mögnuðum draumi um allt sem er að galdra sig inn í líf mitt þessa dagana

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: www.zordis.com

Dulmögnuð draumsýn og kærleikans von!

Þetta verður hreint yndislegt og gaman, hlakka mikið til að sjá ljóðbrot sýningarinnar okkar. 

www.zordis.com, 18.8.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga aftur Vona að tíminn verði þér miskunnsamur og við sjáum meira af þér hér Gangi þér og vinkonum þínum vel með undirbúning sýningarinnar. Vona að hún verði ykkur til vegs og virðingar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.8.2008 kl. 03:43

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Velkomin aftur Katrín.  Vildi að ég gæti mætt þann 30. en sjálf verð ég með hér í garðinum okkar Blásarakvintett Reykjavíkur sem ætlar að halda konsert fyrir nokkra útvalda gesti.  Ekki amalegt!

Kveðja inn í góða viku.

Ía Jóhannsdóttir, 18.8.2008 kl. 08:09

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra bloggvinkona, gangi ykkur alveg svakalega rosalega vel með sýninguna, verð með ykkur í huganum.

kærleikur til léttu konunnar frá steina göngukonu 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 09:36

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Velkomin aftur! Þú mátt senda mér boðskort á gudnya@regis.is

og mun því tekið með syngjandi sælu. Ætla að mæta á opnunina.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.8.2008 kl. 16:39

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Loksins fer lífið að tikka aftur ... velkomin, elskan.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.8.2008 kl. 16:51

10 identicon

Ég ætla svo sannarlega að kíkja við á ykkar sýningu.

Takk fyrir síðast :) 

Ragga (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:05

11 Smámynd: Hugarfluga

Gott að "sjá" þig, Katrín mín ljúfa. Kíkka pottþétt á sýninguna ykkar!!

Hugarfluga, 18.8.2008 kl. 20:15

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mikið gaman að sjá þig aftur - en sjö kíló? Þá er nú ekki mikið eftir af þér kæra vinkona. Gangi þér og vinkonum þínum vel með sýninguna!

Markús frá Djúpalæk, 18.8.2008 kl. 22:51

13 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Gaman að sjá þig aftur góða mín.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 18.8.2008 kl. 23:10

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ef ég bara hefði tíma til að blogga aðeins meira...og leyfa ykkur að fylgjast með ofurorkuævintýrum og mögnuðu alheimspússli sem nú á sér stað....vúúúú!!! Þá væri nú gaman...en ég er að fara í stúdíó til að taka upp sögur..og ef einhver á gamlan ferðageislaspilara  sem ég má fa að láni í svona 3 vikur væri ég mjög glöð. Mig vantar tvo til viðbótar í verkið.

Og allar líkur eru á að ég verði með gjörning á Menningarnótt í guðdómlegu galleríi á laugaveginum .... en það kemur í ljós very soon.

Ahhh gott og gaman að hafa svona margt skemmtilegt að gera.Sjáumst við fyrsta tækifæri..listagyðjurnar draga mig á milli borgarmarka og gefa ekkert eftir. "Heyrðu kelling" ..segja þær..."haltu þig við efnið á töfrastundu". It´s now or never og ég bara hleyp..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 10:52

15 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Gangi þér vel með sýninguna og velkomin aftur á bloggið.

Sigríður Þórarinsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:01

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vona bara að fjörið og gleðin við undirbúningin gefi þér orku til að segja okkur meira strax eftir sýningaropnun Ég á reyndar svona ferðaspilara eins og þú ert að lýsa eftir en það er sennilega of langt á milli okkar til að það komi þér að gagni Vona bara að þú sért þegar búin að útvega þér þessa tvo sem þig vantar. Hlakka til að lesa ofurorkuævintýrasögur þó síðar verði

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.8.2008 kl. 02:25

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég get ekki annað en dáðst að dugnaðinum. Vakna  eldsnemma til að bera út blöð.  Reyndar er ekki laust við að ég öfundi þig dálítið af þessum morgungöngutúrum í kyrrðinni og fegurðinni, þegar ekkert truflar hugsanir manns nema fallegur fuglasöngurinn og stöku morgunhanar.

Mikið er ánægjulegt að lesa að þú sért að byrja að skrifa bloggpistla aftur. Að lesa pistla þína hefur svipuð áhrif á hugann og góður morgungöngutúr. Hann vaknar til lífsins og fer á flug...

Ágúst H Bjarnason, 20.8.2008 kl. 07:01

18 identicon

Þú verður að láta mig vita ef þú verður með gjörning því þangað mæti ég svo sanarlega. Ætla sjálf að spranga aðeins um bæinn þennan dag/kvöld.

Ragga (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:39

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi ykkur vel með sýninguna mín kæra Katrín.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 14:58

20 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Til hamingju með Ólann þinn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:18

21 Smámynd: Elín Björk

Ég á svona ferðageislaspilara.... vantar þig hann enn?
Knús á þig ljúfust

Elín Björk, 21.8.2008 kl. 19:59

22 Smámynd: Elín Björk

Hæ pæ, var að reyna að láta þig vita að hedfónarnir virka og fínt sánd  Só, verðum bara í bandi á morgun, gangi þér vel að undirbúa þig

Elín Björk, 21.8.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband