Leita í fréttum mbl.is

Snýst jörðin hraðar eða er þetta bara hausinn á mér?

Ég er búin að vera með svima í heila 3 daga. Held að miðjupunkturinn í mér hafi verið færður og ég sé nú að læra nýtt jafnvægi.Geta staðið á einni tá ef þarf í nýrri veröld og haldið höfði. Kannski er þetta bara af því að ég hef snúist í endalausa hringi undanfarna daga og haft svo margt gott að gera að mig svimar af gleði og eftirvæntingu.200121607-001

Ætla að vera með smá sýningu á morgun menningarnótt í grasivöxnu galleríi á laugavegi 66 ásamt öðrum listamönnum og konum. Görótt vídeóbrot sem átti að prýða brot af salnum finnst hvergi. Ég er búin að fara yfir allar spólur sem til eru á heimilinu og vídeóið er gufað upp, farið, horfið að eilífu ..eða allavega þar til það finnst á einhverjum afar góðum stað.

Líklega of seint. En það er aldrei neitt of seint..allt hefur sinn tíma og ef ég hef lukkuna með mér þá verður það komið í leitirnar fyrir Ráðhúss-sýninguna sem við ráðsettar bloggkonur erum nú að undirbúa svo vasklega að pilsaþyturinn gárar tjörnina og endurnar vaka og kvaka.

En litlu sögurnar mínar eru brenndar og komnar á diska  tilbúnar að galdra fram stemmingu ásamt leikmunum fyrir gesti og gangandi Menningarbúa sem trúa á að allt er mögulegt, bara ef maður gefur sér tíma til að hlusta.

En ég er samt á því að þessi svimi er galdur sem mun endast um aldur...þyrlar burtu gömlum hindrunum og hugarformum sem eiga ekki heima í nýjum heimi opnunnar, sköpunar.....og alvöru ævintýra. En nú verð ég að halda áfram. Leita dauðaleit af greiðu eða einhverju tóli til að tjónka við hárið því það er víst lokkandi ljósmyndari á leið til mín í dag að mynda konu sem myndast ekki. Gangi honum vel.

scanned paintings 2 email

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ímyndaðu þér bara að þú sért að horfa á fallegan mann og brostu daðurslega í myndavélina ;)

Kíki kannski á þig á Laugarveginn á menningarnótt. Hvenær opnarðu? 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Farðu vel með þig, svimi getur verið afleiðing streitu.  Þekki það vel.  Gangi þér vel á morgun með sýninguna Katrín mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: www.zordis.com

Ég á sæta mynd af þér!  En ég ætla að nota hana þegar ég set upp sýningun galdradúkkur árið 2009 .... 

Eg var að ganga í miðbænum áðan og liður ógnarvel í sjálfri mér og finn svo gott og gaman nálgast!  ég kem til þín en mig vantar tímasetningu hjá þér?

www.zordis.com, 22.8.2008 kl. 16:05

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við verðum bara opin frá morgni til kvöld ..held ég. Er einmitt á leiðinni niðureftir á laugaveginn með stöff og svo verður það bara gjörningavinna í kvöld að finna út hvernig og hvar verður stillt upp.

Nú er ég að fá svima í magann... oh my ohh my!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta er rosaspennandi Katrín, vildi að ég gæti komið að sjá, verð hjá þér í huganum. Þú baðst um email mitt, ég get tekið á móti pósti en ekki sent á meðan ég dvel á Borgó(ég er ekki mjög tæknisnjöll og snillingurinn minn "uppetkinn við annað" ) ragjo@internet.is 

Tu tu fyrir morgundaginn, anda djúpt, þetta verður alveg frábært, ég er sannfærð um það.

bestu kveðjur - RagJó 

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god hvað ég hlakka til.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 00:18

7 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert flott í Fréttablaðinu í dag, kona!!   Vonandi gengur allt með sóma og blóma hjá ykkur.

Hugarfluga, 23.8.2008 kl. 21:24

8 Smámynd: Elín Björk

Vona að vel hafi gengið í dag, já sammála Hugarflugu, þú varst flott í blaðinu í dag!

Elín Björk, 23.8.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk fyrir innlitið á sýninguna mína. Ég komst ekki út fyrr en 01.30 svo ég náði ekki þinni. En ég mæti í Ráðhúsið. Það er pottþétt. Kv.

Bergur Thorberg, 24.8.2008 kl. 02:49

10 Smámynd: halkatla

þú ert algjör gella - gangi vel með sýninguna

halkatla, 24.8.2008 kl. 07:44

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vona að ykkur hafi gengið vel, ég var ekki í bænum svo ég komst ekki til að skoða sýninguna ykkar, en mæti í ráðhúsið.

Marta B Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 13:09

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...svimi er oft vegna streitu 

farðu vel með þig sæta mín 

Marta B Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 13:10

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Æ, elskan mín, missti af þessu ... eins og ýmsu þessa dagana. Well, well, vonandi hefur gengið vel og flest verið fullkomið.

Batni þér sviminn, heillin mín.  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.8.2008 kl. 15:08

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Leitaði að þér en sá þig hvergi! Því miður- gengur betur næst!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 15:58

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman að heyra hversu gaman það er hjá þér og að þú nýtur þess. fallegar myndirnar þínar og einlægar !

kærleikur tll þín kæra katrín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband