1.9.2008 | 14:01
Stoppistöð
Það er nú einu sinni svo í lífiinu að eitt tekur við af öðru og stundum er lítið stopp á milli lífsins uppákoma. Núna erum við að pakka og undirbúa flutinga fyrir mægðurnar fallegu sem hafa búið hjá okkur sl 10 mánuði, Litla Alice Þórhildur ömmustelpa og mamma hennar hafa fundið sér hreiður sem er bara hér í næata húsi við okkur stórfjölskylduna og við erum öll alsæl með það. Frábært verkefni eftir opnun sýningarinnar um helgina og ég segi bara takk fyrir frábæra mætingu og svakalega gott andrúmsloft
Mig langar a vekja athygli á einu verki sem ég setti upp í Ráðhúsinu og er ekki málverk heldur einhvers konar gjörningur sem ég hef kosið að kalla Stoppistöð. Þar koma við sögu tveir veglegir bekkir frá Reykjavíkur borg og með þeim fylgja 3 sögur. Tilvalið að tylla sér á bekk og staldra aðeins við í lífsins amstri og hverfa á braut inn í sagnaheim. þessar sögur eiga það allar sameginlegt að vera óraunverulegar en samt alveg dagsannar og gerðust í raun. Þið veljið ykkur bara spilara og smellið a ykkur heyrnartólum og ýtið á play og hlustið. Og til að þið hafið það bara enn betra á meðan þið hlustið eru hvít mjúk skinn á bekkjunum sem færa ykkur hlýju og notalegheit.
Njótið vel og ég er farin að kaupa málningarrúllu og hvíta málningu því ég hef ákveðið að gefa nokkrum mublum andlitslyftingu í tilefni komu haustsins og gera fínt og flott fyrir Herra vetur konung. Set inn myndir síðar..er svo upptekin núna...má reyndar líka segja uppnumin yfir þessari bráðskemmtilegu og töfrandi veröld.
Jiiii ekki segja mér að þessi mynd sé um það sem ég held að hún sé um. Ég verð að fara að láta athuga í mér sjónina..sá ekki fyrr en eftir á að það má líklega misskilja textann um það að vera uppnuminn þegar maður skoðar þessa mynd í almennilegri stærð..hehe.
En þetta er allavega hippaleg apaynja með eyrnalokk að dunda sér við sitt. Hvað sem það nú er.
Muna að setja á "To do" listann minn að fá mér betri gleraugu.
p.s Í sambandi við myndina... Ég sá apaynju með flotta eyrnalokka snyrta á sér neglurnar og eintóm bros í kring...en þegar ég var búin að setja inn myndina í réttri stærð kom nú eitthvað annað í ljós. En ég ákvað að láta hana standa.
Hvet ykkur eindregið að koma við á stoppistöðinni...og segja mér hvað þið upplifðuð því það er framhald af þessum gjörningi og hvað hann framkallar. Einhverskonar rannsóknarverkefni. Og skiptir máli fyrir framhaldið. Hvaða máli skiptir að deila reynslu og upplifun með öðrum?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
já kæra katrín, ég er alveg viss um að við þvælumst oftast á sömu víd dunum og á nóttinni erum við í vísdóminum að læra og læra.
til hamingu með að fá þær svona nálægt, það er svo yndislegt.
knús til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 14:42
Annríki hjá þér kona! TAkk fyrir góða stund og yndislegan tíma um helgina.
www.zordis.com, 1.9.2008 kl. 16:53
Æi vesen að komast ekki á opnunina hjá ykkur skvísur. Algjörlega föst í fjölskyldumálum þessa dagana
Heiða B. Heiðars, 1.9.2008 kl. 20:17
Apaynjan er flott, og það er sannarlega forvitnilegt með þennan gjörning þinn, ég vildi að ég væri í borginni og gæti farið og hlustað á dularfullar rökkursögur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2008 kl. 21:08
Ég mæli með stoppistöðinni þinni og sögustundinni. Ég hlustaði á sögu sem þú last með þinni rólegu, fallegu raustu, - og vildi að ég hefði haft miklu lengri tíma til þess! Frábær hugmynd og falleg upplifun. Gaman væri að fá sögurnar þínar á sérlink á síðunni.
Gott er að mæðgurnar fara ekki lengra en í næsta hús.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:25
Heiða vinkona sem var með mér á sýningunni gaf sér tíma á stoppustöðinni, henn fannst það ánægjulegt. kveðja frá mér og mínum
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 21:27
Takk fyrir siðast!
Ég kém aftur - til að fara á stoppistöðinni.
Heidi Strand, 1.9.2008 kl. 23:35
Takk fyrir helgina Katrín, þetta var virkilega gaman . Við Zordís plönum ferð þangað í hádeginu á morgun þriðjudag, sjáumst ef þú verður við .
Elín Björk, 2.9.2008 kl. 00:02
Þetta er nú dálítið skondinn api og þykist sá gamli sjá hvað hann baukar með vísan til "fyrra lífs" að sjálfsögðu.
Sannarlega flýgurðu í listinni stelpa
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 01:02
Takk öll fyrir falleg orð og heimsóknir.kæru bloggvinir..þið eruð bæði gefandi og góð
Zordís og Elín ég kemst vonandi í hádeginu. Væri bara frábært að hittast þar..og þið hinar líka ef þið eruð á ferðinni.
Sjáumst!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 07:44
Frétti af frábærri sýningu ykkar, leitt að hafa misst af þessu. Innilega til hamingju með framtakið Katrín mín.
Ía Jóhannsdóttir, 2.9.2008 kl. 08:02
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 10:32
Er á staðnum núna!
Var að hlusta á sögurnar í ró og næði á meðan fólk frá ymsum löndum tók púlsinn á sýningunni.
Það vantar sennilega rafhl. í litla creative spilarann ......
www.zordis.com, 2.9.2008 kl. 12:12
Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.