Leita í fréttum mbl.is

Fegin er ég að vera ekki flökkukona og geta bara setið sem fastast með allt mitt drasl

Enn og aftur kemst ég að því að ég á allt of mikið af dóti og drasli sem safnast upp i einhverjum ósýnilegum skúmaskotum þar til stóru tiltektirnar fara fram og þá kemur sko ýmislegt í ljós. Ég er svo guðslifandi fegin að vera ekki förukona sem ferðast um með allt sitt..þó það segi sig auðvitað sjálft að þá væri ég löngu hætt að draga svona dót heim til mín ef ég þyrfti að ferðast um með það á bakinu.

200147625-00242

Ég hef þess vegna ákveðið að vera svona minimalismi í vetur og hafa bara það allra nauðsynlegasta uppi við. Ekkert óþarfa smádót eða krúttmola hér og þar, krúsir eða krukkur sem yfirfyllast af óskrifandi pennum, klinki og ógreiddum stöðumælasektum. Ekkert punt og prjál sem þarf að lyfta upp til að þurrka af og í kring.  Nei...aldrei meir.

Nú er það bara stóll, sófi, borð og sjónvarp. Rússnesk ljósapera í hvert herbergi og dívan. út með allt draslið og dótið sem ég er að drukkna í og þarf ekkert á að halda. Bara alls ekki neitt. MINIMALISMI skal það vera eins og í alvöru húsbúnaðartímariti. Allt spikk og span og alls engin merki um mannaferðir eða móðu á rúðum eftir andardrætti fólks.

Nú er ég tilbúin til að láta allt fara og fara að lifa eins og nútimakona í alvöru rými!!!

xo0YIc7oaCrt0Mo1Hj4tDvSp7ynqozwD

Held þær verði þó áfram hjá mér bækurnar mínar...það lætur engin heilvita manneskja frá sér bækur..ha?.... og litlu sætu krúttlegu kistlarnir sem innihalda alls kyns verðmætar minningar í formi ljósmynda, orkusteina, fjaðra og fuglshjarta. Og það er ekki séns að ég láti litakassana og marglitu blöðin flakka..hvað þá öll flottu og skemmtilegu póstkortin sem ég hef safnað á ferðum mínum hingað og þangað.  Að ég tali nú ekki um mínar mörghundruð glósubækur..ekki fer ég að setja lærdóminn og það sem ég gæti þurft að muna eða kunna í einhvern kassa í kjallarann..nei held ekki. Og aldrei að vita nema ég þurfi svo að nota lakkið sem lætur neglurnar vaxa svaðalega hratt og vel...eða allar þessar prufur af andlitsmöskum, heklaðar húfur og úrvinda yfirhafnir sem gætu komið sér vel ef illa árar.

Já ég sé það núna að ég kæmist ekki spönn frá rassi væri ég förukona með flakkaraeðli.

Set hér með myndir af sjálfri mér síðan á einhverjum áratug svo þið getið dáðst að húsmóðurlegu útliti mínu og yfirbragði.

9ejENekklsbviOHRV5BVkLH8C42lMyg7

Haldið ykkur fast...rokið sem spáð var er komið og það hreinlega hvín í öllu. Og ég sem þarf að fjúka í konupartý á eftir.... eins gott að ég er alltaf með tuðruna mína með. Hún er svo full af drasli að ég haggast ekki þó vindstigin verði yfir 18.

Það væri munur ef þetta væru fimmtíukallar sem gerðu hana svona þunga....Kissing

....og fimmtíu kallar sem gerðu mig svona unga!!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

En gaman hjá þér, rýma til fyrir rýminu og njóta fyllingu tómsins.

Það verður sko rokið í rokinu. 

www.zordis.com, 16.9.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Aprílrós

Gaman að taka til og hreinsa hjá sér, losa sig við það sem mar þarf ekkert á að halda. ;)

Aprílrós, 16.9.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Að mínu áliti eru heimili heimilisleg þegar það sést á þeim að þar búi fólk sem hefur eitthvað í kringum sig af minningum og viðfangsefnum. Það getur vel verið að það sé gott að taka til í minningunum við og við til að hafa rými fyrir nýjar. Það þarf líka að taka saman dótið í kringum viðfangsefnin ef þau eru farin að dreifa sér um alla íbúðina. Stundum þarf líka að rýma til fyrir nýjum en það gerir heimilið heimilislegra þegar það sést að íbúarnir gefa sér tíma til að dúlla og dútla eitthvað í skjólinu sem þeir hafa búið sér. Þess vegna get ég ekki ímyndað mér annað en að heimilið þitt sé mjög heimilislegt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég þekki þetta með tiltektirnar og að vera minimalist, gefst alltaf upp og næ í allt út í skúr, því mér líður vel með fallegu.

hafðu fallegan sunnudag, og bara svo þú vitir það þáklukkaði ég þig á minni síðu í morgun hehe

Kærleikskveðja frá mér.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 21.9.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband