Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá byrjar hið íslenska uppeldi fyrir þræla framtíðarinnar.....

 ..hugsaði ég áðan þegar krakkarnir störðu óttaslegin á mig og héldu fast utan um hvort annað.

Ég færði þeim nefninlega þær fréttir að við værum að fara í sviðahausa og soðna lifrarpylsu hjá ömmu.

"En við borðum ekki svona brennda lambahausa" snökktu þau og leituðu í ákafa eftir pizzutilboði á ískápsshurðinni. Ég horfði kalt á þau og sagði svo " Þið hafið ekkert val greyin mín...þetta er matseðillinn næstu áratugina. Komiði svo hér til mömmu og fáið  stórt knús.....þá verður allt gottHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, verði ykkur að góðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Slurrrbbb

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:29

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æi ekki láta þau éta augun eða eyrun, svo ógeðslegt eitthvað.  Tungan er OK síðan segir þú bara eins og hún amma mín sagði, þetta venst og ykkur á eftir að finnast þetta gott með tímanum hehehehe.... farin fram að æla.

Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: www.zordis.com

Þú átt hörkubörn en ég hefði nú frekað valið pizzu ef þaað hefði verið í boði.

Já, nú veitir sko ekki af mömmuknúsi.

www.zordis.com, 22.10.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég fékk skammir í morgun af eldri syni mínum vegna viðbragða minna yfir yngri syninum sem var að kvarta yfir vondum mat í skólamötuneytinu. Hann sagði mig endalaust tönnlast á kreppu og að nú yrðu allir að borða innmat osfrv. BÖH. Hann sagði þann yngri hafa spurt í sakleysi sínu um daginn hvenær að maturinn yrði búinn á Íslandi og að hann væri svo feginn að ég kæmi aftur af því að ég hafði gleymt vekjaraklukkunni minni heima, þegar ég var erlendis í tvo daga um daginn. Maður þarf að passa sig hvað maður segir við blessuð börnin. Sá yngri hélt sennilega að ég væri líkleg að flýja land og skilja hann eftir með matinn sem senn kláraðist í ísskápnum. Við þurfum að knúsa börnin okkar þessa dagana á meðan á þessu fréttafári stendur, það er ljóst.

Anna Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað sem þessum tilvísuðu dæmum líður þá er ljóst að það ástand sem nú vofir yfir neyðir marga til að endurskoða sitt fyrra gildismat. Út af fyrir sig var það eiginlega nauðsynlegt og af hinu góða. Hitt er verra að það er útilokað að allir komi óskemmdir út úr þeim snöggu umskiptum sem verða í lífskjörum margra. Bilið milli fátækra og þeirra sem búa við traustan efnahag breikkar enn og því fylgja þjáningar fjölmargra barna og foreldranna líka.

Aldrei sem nú þarf að vakta eineltið í skólum og vinahópum sem undrafljótt sýkjast vegna vanþroska einhvers eins foringja.

Árni Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband