Leita í fréttum mbl.is

Húsmóður í vesturbænum rænt af róttækum byltingarsinna.

Ég veit ekki hvað hefur komið yfir mig. Eins og allir vita sem mig þekkja hef ég ekki áhuga á stjórnmálum og kýs aldrei neinn flokk þar sem ég trúi einlæglega að það sé sama rassgatið undir þeim öllum saman og aðeins eiginhagsmunir og græðgi sem ráði för. Ég hef bara allt aðrar hugmyndir um samfélög og lýðræði en það sem hefur verið iðkað hér á landi of lengi.

En nú er eitthvað undarlegt að gerast. Hvort það tengist undarlegum ljósagangi á himnum undanfarið skal ósagt látið, en húsmóðir er farin að haga sér furðulega og vekja undrun hjá þeim er að henni standa og ekki síst henni sjálfri.  Innra með henni bærir nú á sér gamall byltingarsinni...sem lætur öllum illum látum, hertekur hinn fínlega húsmóðurlíkama og þrammar með hann á mótmæli og borgarafundi um allan bæ og skrifar ódauðlegar ræður í höfuð hennar og plantar þar alls kyns hugmyndum um breytt og bætt þjóðfélag. Annars konar samfélagsgerð . gildi sem halda manngildinu á lofti og situr svo og bloggar í gegnum fima fingur hennar daga og nætur eins og það sé no tomorrow!!!

Jahérna ..öðruvísi mér áður brá.

En ég held að bæði byltingarsinninn og húsmóðirin séu bara búin að fá sig fullsödd af bulli og bræðralögum sem eru bara fyrir fáa útvalda og heimta nú að þó öllu öðru sé frá þeim rænt muni þau aldrei gefa frá sér sjálfsvirðinguna sem er eitt það dýrmætasta sem svona par getur átt.

Já þið getið tekið hús og bíl, peninga og stöður, en sjálfsvirðinguna okkar fáið þið ekki kæru stjórnarhjú.  Ég fer ekki óspriklandi niður með hriplekri þjóðarskútu með ávísun upp á það að börnin mín og barnabörn..þetta vel gerða og fallega fólk mitt... verði múlbundin á galeiðunni næstu áratugina.

Nei...það verður ekki svo svo lengi sem ég anda og hugsa. Þess vegna er ég komin úr gráköflótta hagkaupssloppnum mínum, búin að rífa úr mér rúllurnar og sit hér rjóð í kinnum og rökræði við byltingarsinnann í mér um hvar við komum að sem mestu gagni  þessa dagana. Vð erum sammála um að gamli góði eldhúsvaskurinn verði að sætta sig við einmanaleika og afskiptaleysi..því við ætlum út að breyta, bæta og gera byltingu og  bölva  svo eins og gamlir sjóarar því hvernig farið er með fólkið okkar. 

Við horfum á hvert annað..ég og byltingarsinninn.. og sammælumst um að vanda vel til verka og vera bæði skynsöm og prúð, kjarkmikil og kærleiksrík óg láta engan segja okkur að við eigum ekki erindi.  En gefa samt ekki tommu eftir í sannfæringu okkar um að hér verði að verða til nýtt samfélag..sem er fyrir okkur öll.

Best að hella sér upp á kaffitár og hugsa málin. Það er nefninlega svo gott að gefa sér tíma til að finna hvað manni sjálfum raunverulega finnst og hvað maður er tilbúinn að láta bjóða sér og hvað ekki. Og fara svo og gera eitthvað íði. Annars fer bara sjálfsvirðingin ofan í klósettið með öllu hinu draslinu. Og það bara má ekki gerast.

p.s Gunnar sem stóð fyrir borgarafundinum í Iðnó í gær sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að honum fyndist komin tími til að gefa okkur stelpunum pláss.

Girl-on-a-Bridge-Print-C10279309

Hann sagði eitthvað á þá leið að við  værum svo jarðbundnar, klárar og meðvitaðar.. og það væri tímabært að gefa okkur tækifæri til að láta ljós okkar skína.InLove Mér fannst þetta bæði sætt og satt hjá manninum.

Það má ekki á milli sjá hvor  skín skærar..ég eða ljóssúla Yoko Ono ...sem ég horfi á út um eldhúsgluggann minn. Gott ef ég hef ekki bara vinninginn  Ég er allavega með orku á við þúsund milljarða..ath milljón er ekki lengur tala... vatta jólaperu og samt er enn bara október.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sjáumst á Austurvelli á laugardag.

María Kristjánsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já KLUKKAN 15.00Hef hlerað að kannski verði heitt á könnunni fyrir svellkalda íslendinga..en það eru þó enn sem komið er óstaðfestar fréttir...eða mig dreymdi það. Það kemur í ljós!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þarna er ástæðan fyrir því að þú fórst heim kæra bloggvinkona !

kærleiksknús frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hef aldrei verið mjög pólitísk heldur en ég er næstum viss um að ég mundi bætast í flokkinn þinn ef ég væri heima en í göngur og fánabrennur fengir þú mig ekki til að mæta í  og líka er ég á báðum áttum með innanhúsfundi en ég mundi fylgja þér í huganum alla leið vegna þess að nú er ég sár, reið og svekt og veit ekki hvort  þorandi er að trúa þessum eða hinum.  Algjört kaos í litla heilabúinu mínu.

Ía Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er ekki í neinum flokki  nema hópi almennings sem er búinn að fá nóg að því að láta særa sig og lítilsvirða.

Fánabrennum tek ég heldur ekki þátt í en ég geng gegn óréttlæti og mæti á borgarafundi þar sem það er styrking á lýðræði að tala saman. Pöpullinn  alþingismenn og ráðamenn. Við verðum að tala saman og skoða hvað við viljum gera og hvernig. Öðruvísi breytist ekkert. Og við verðum að efla samkenndina og samstöðuna meðal okkar. Það þýðir ekkert að vera hvert í sínu horni með þessar vondu tilfinningar, ótta og vantraust. Enn sem komið er er ég bara húsmóðir í vesturbænum, að skrifa um það sem mér liggur á hjarta og er ekki í neinum hópi eða félagasamtökum. Er bara að standa með mér og minni sannfæringu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú lýst mér á þig kæra vinkona.  Svona eigum við að vera fyllast andakt og láta til okkar taka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Verður þú ekki bara í framboði í næstu kosningum Katrín mín? Við hefðum þá góðan kost til að haka við í kjörklefanum. 

Marta B Helgadóttir, 28.10.2008 kl. 17:53

8 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Ég las ræðu Einar og hún er afar ruglingsleg og ekki til þess að skýra hvað það er sem þið viljið ná fram,samkvæmt þessari ræðu eru þið að mótmæla stjórnvöldum, auðmönnum, fjármáleftirlitinu og bara öllum og að óháðir aðilar rannsaki málin með því að hafa þetta svona óskýrt og óraunhæfar kröfur því þið hljótið að sjá að það verður aldrei gengið að þessum kröfum og því mótmælin tilgangslaus.

Til þess að mótmæli virki og margir mæti verður að vera yfirskrift á þeim og skýrar kröfur meðan það er ekki mun bara þessi fámenni hópur mæta og mótmæla út í loftið, þið sáuð bara hverju DO svaraði í fréttum gerði bara grín að þessum fámenna hópi.

Það væri frekar að standa við það sem Hörður lagði upp með en að snúa við á miðri leið og breyta um stefnu eins og Hörður virðist hafa gert.

Kreppa Alkadóttir., 28.10.2008 kl. 18:52

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvenær getum við hist?  er farin að bíða eftir því mjög spennt. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 19:42

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þetta kallast á latínu "fiat lux"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:26

11 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þó ég sé af vitlausu kyni (í þessum hópi) má ég til að lýsa ánægju með að hafa hrist upp í gömlum glæðum.

Ég hef mikið verið skammaður af kynbræðrum mínum fyrir að tala um nauðsyn þess að kvennorkan verði virkari í þjóðfélagi okkar. Þið hafið dalað svolítið stelpur, á því hve margar ykkar gangast upp í því að reyna að beita karlorkunni, en slíkt skilar ekki árangri; ruglar einungis jafnvægið í heildarorkuflæði umhverfisins.

Og við það vantar það dýrmætasta í hvert samfélag, sem allir karlar falla fyrir, nefnilega hina hljóðu stjórnun konunnar, þar sem hún strýkur karlinum og segir honum hvað honum eigi að finnast.

Aðferð sem gengið hefur upp svo lengi sem elstu sagnir herma.

Við höfum mjög gott af því að þurfa að ávinna okkur virðingu konunnar.

UPP MEÐ MAKKANN:: ÁFRAM GAKK. Þú hefur margt að gefa þjóðinni. 

Guðbjörn Jónsson, 28.10.2008 kl. 22:15

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guðbjörn minn þú ert sko ekkert að röngu kyni kallinn minn...þegar upp er staðið er bæði kven og karlorkan innra með okkur öllum og þar þarf jafnvægið að nást.

Aðalatriðið er að vera með hjartað á réttum stað í sínum kven eða karlbúk.

Gott að sjá þig og hafðu það gott Guðbjörn vinur minn

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 23:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott hjá þér upprennandi töffari og fyrrverandi passívisti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 23:31

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

ha ha ha Jenný...svona geta bestu mannverur umbreyst. Ég var að hugsa þetta með málið og orðanotkun. Ætli það passi ekki betur að tala um umbreytingu frekar en byltingu??

Bylting kallar fram mjög agressívar myndir af bardaga og oft blóðugum átökum, fánabrennum og slíku. Kannski erum við að fara að gera umbreytingu á samfélginu okkar..umbreyta hugarfari og framkomu okkar sjálfra..umbreyta því hvernig við gerum og hugsum. Transformation....já Umbreyting gæti verið betra orð yfir að sem þarf að gerast hér. Það þarf t.d algerlega að skoða alla stjórnskipan, flokkarkerfið er náttla löngu úrelt fyrir nútímasamfélög og svona klíkiskapur og vinvæðingarhugarfar hreinlega hallærislegt. Já ég held að við þurfum að fara finna allt öðru vísi þenkjandi fólk en hingað til hefur valsað uppi...svona  fólk sem þorir að fara út fyrir boxið og hugsa upp á nýtt. Ég er sannfærð um að það er einmitt það sem verðu. Hið nýja ísland mun vekja athygli enn og aftur um allan heim..en að þessu sinni fyrir það samfélagslega módel sem hér verður smíðað. sem byggir á manngildi, samkennd, sköpun, djarfri hugsun og bara öllu því sem okkur finnst að eigi að einkenna flott samfélag. Ég veit að þetta er hægt..veit ekki enn alveg hvernig en sé skýrlega að íslendingar sem eru troðfullir af hugviti og mannviti geta gert þetta. Við skulum nota þetta tækifæri og þessa opnun vel sem er að verða til við þessar erfiðu aðstæður okkar. Og hverju höfum við svo sem að tapa þegar vinnan, heimilið og traustið er farið???. Akkúrat engu!!!! Gerum þetta!!! Setjum í gang hugmyndahópa og vinnuhópa og förum að tala saman og viðra alls kyns hugmyndir og okkar sýn á hvernig við viljum hafa hlutina. Samfélag er nefninlega ekkert annað en fólkið sem það byggir. Við.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.10.2008 kl. 08:10

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vel mælt... ég er einmitt líka svona húsmóðir í Vesturbænum. Hef reyndar alltaf verið pólitísk en ekki virk á því sviði mjöööög lengi.

Er ekki kominn tími á nýjan Kvennalista fyrir kosningarnar í vor? Það hljóta að verða kosningar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:30

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Er þetta ekki góð byrjun... Lára Hanna og Katrín stofna saman flokk og fá til liðs við sig konur, kannski karlmenn líka, sem eru sammála um það grundvallaratriði að nú þarf gott og gengt fólk að bindast samtökum um að bjarga landi og þjóð. Ég styð ykkur og ég er viss um að það verða miklu fleiri...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:53

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ef þú bara vissir hvað ég er pólitísk það eru allir í Fjölsk að vera brjálaðir út í mig en ég tjái mig ekki í blogginu bara rausa við mína

Kær kveðja Katrín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband