17.11.2008 | 22:56
Stórkostlegur Borgarafundur á Nasa í kvöld..næsta mánudag fyllum við Háskólabíó!!
Gunnar Sigurðsson leikstjóri sem hefur borið hitann og þungann af Borgarafundunum hvatti fjölmiðlamenn sem sátu fyrir svörum borgaranna í kvöld til að ljá okkur rödd og hjálpa okkur að fylla Háskólabíó næsta mánudag. Hann krafðist þess líka að þangað mættu ráðherrarnir.. þeim hefur verið boðið á alla fundina hingað til en ekki látið svo lítið að koma og tala við okkur fólkið í landinu. Í kvöld mættu einungis 2 eða 3 þingmenn. Þetta er fólkið sem er í vinnu hjá okkur og það minnsta sem þau geta gert er að TALA VIÐ OKKUR UM FRAMTÍÐ OKKAR OG BARNANNA OKKAR. Þau fá tækifæri næsta mánudag til að sýna okkur að þau hafi áhuga á því sem við höfum að segja og svara brennandi spurningum okkar.
Vonandi sjá fjölmiðlar sóma sinn í að útvarpa og helst sjónvarpa frá þessum fundum beint...enda á sú umræða sem þarna fer fram erindi til allrar þjóðarinnar.
Við erum að lifa mjög mikilvæga tíma núna og við eigum öll að taka þátt í að móta stefnu þjóðarinnar og taka okkar ábyrgð á því að svona valdhafar sem hafa níðst á lýðræðinu hrökklist frá völdum og fái aldrei aftur tækifæri til að sýna svona vítavert gáleysi eins og þau hafa sýnt undanfarin ár.
Þessi ótrúlega samstaða fólksins sem er nú að verða til er tæki sem við getum notað til að ná valdinu okkar til baka. Við erum valdið og valdið er okkar. Ekki þeirra.
www.borgarafundur.org
Og mig langar að ÞAKKA Gunnari og hans fólki fyrir framtakið sem og Herði Torfasyni fyrir sitt framlag. Við þurfum svona fólk sem þorir og gerir hlutina af því að það er eins og við hin búin að FÁ NÓG!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Gott að vita að allt gekk vel fram. Það væri líka gott að vita hvaða stjórnmálamenn mættu, bara svona til að vita það. En samstaða fólksins er það mikilvægasta, og ekki bara þeirra sem geta mætt, heldur líka þeirra sem sitja langt í burtu og geta ekki mætt, en vilja þó.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 23:04
Frábær fundur!!
Heiða B. Heiðars, 17.11.2008 kl. 23:12
Var synt frá zessum fundi??
Gott ad fundurinn var gódur og vonandi ber hann árangur.
www.zordis.com, 17.11.2008 kl. 23:15
Heiða..þú varst nú líka frábær með þínar kröftugu spurningar.
"DV er eini miðillinn sem tekur á málum í einhverri alvöru og kemur með upplýsingar sem aðrir gera ekki...hvað segir það um ykkur hina??" sagði hún og hnykkti svo út með það að hún vildi fá að vita hverjir hefðu verið á leynifundinum um daginn og hvað hefði gerst þar.
Þið bara verðið að mæta næst og upplifa sjálf hvað er að gerast kæru landar. Enfyrst fjölmennum við öll á Austurvöll á laugardaginn...fjölmiðlamenn voru einnig hvattir til að láta sjá sig þar og standa með þjóðinni. Held að eftir fundinn í kvöld munum við sjá annars konar vinnubrögð... enda löngu kominn tími til!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.11.2008 kl. 23:18
Fundurinn var æðislegur og í gegnum hann er ég kominn úr vanmættinum. Nú á ég von. Von um að við getum sigrað spillingaröflin og endurvakið lýðræðið í samfélaginu. Baráttan er alls ekki unnin og margt en ógert en mikið er auðveldara að berjast þegar maður hefur von í hjarta.
Þeir sem vilja ljá málstaðnum krafta sína bendi ég á að senda okkur tölvupóst á borgarafundur@gmail.com
Héðinn Björnsson, 18.11.2008 kl. 01:14
Þetta var flottur fundur og svona fundir vekja von með almenningi?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:35
Mér heyrðist í hádegisfréttum Bylgjunnar að fundinum yrðu gerð ítarleg skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld..þriðjudag!! Frábært ef svo er og ég hvet ykkur til að horfa!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.