Leita í fréttum mbl.is

Ég fæ hjartslátt bara af því að hugsa um 1. desember, afmælisdaginn okkar.

Ég er að hugsa hvort það komi nógu margir gestir í afmælið okkar...nógu margir til að afmælisbarnið muni lifa og geta glaðst yfir gjöfunum sínum. Hvað verður í afmælispakkanum? Lýðræði, réttlæti, mannréttindi og manngildi eða.....meira af því sama og við höfum þurft að horfa uppá undanfarið. Rotin spilling, hroki, undanbrögð, rányrkja og lygar?

_dsc0030

Oh hvað ég vona að það verði margir gestir í afmælinu í dag og komi með góðar gjafir sem munu breyta framtíðarsýninni úr myrkri yfir í ljós. Já ég bara vona og vona meðan ég finn til hlýjustu fötin mín og set von í hjartað. 

Og ég vona að þú komir líka á Arnarhól í dag klukkan 15.00 og sýnir samstöðu með kaldri og þjáðri þjóð þinni.

Við verðum að sýna Samtöðuna svo skýrt að ráðamenn velkjist ekki í vafa um hver vilji okkar og von er fyrir framtíðina. Velkist ekki í vafa að við erum valdið.

Við!!!

 

p.s Endilega lesið nýjustu færslu  Rakelar bloggvinkonu minnar.

www.raksig.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tek undir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

þvílík steypa

Jón Þór Benediktsson, 1.12.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er í alvöru með hjartslátt..í dag kemur kannski í ljós hvort íslendingar eru menn eða mýs.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju Ísland.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ætli Rúv sýni beint frá þessum risafundi sem verður á Arnarhóli í dag??

Sá auglýsingu frá Rafiðnaðarsambandinu þar sem þeir hvetja alla sína félagasmenn til að mæta...hefur einhver heyrt frá verkalýðshreyfingunum. Ætla þær að taka þátt?? Vinnuveitendur eru flestir með á nótunum og gefa starfsfólki sínu frí í tilefni dagsins sem er gott mál.

Það verður ganga frá Hlemmi klukkan 14.00 að Arnarhóli.

Þröstur Léo leikari ætlar að vera með gjörning og það verða flottir ræðumenn. Auðvitað sýnir Rúv beint á þessum merkilega degi..annað er óhugsandi. Enda Sjónvarp ALLRA LANDSMANNA!!!

Sjáumst!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 11:52

7 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

 tek undir með þér og til hamingju Island

Margrét Guðjónsdóttir, 1.12.2008 kl. 12:00

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 12:12

9 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju Ísland! Það verður gaman að sjá allar gjafirnar, vonarneistana sem slá í takt!

Bestustu kveðjurnar til þín!

www.zordis.com, 1.12.2008 kl. 13:04

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta mun hafast Katrín mín.  Þetta skíthrædda pakk, reynir að nota allt sem það hefur til að kveðja fólkið í kútinn, en það mun ekki takast.  Við skulum ekki gefast upp fyrir spillingaröflunum.  Þau munu koma sér frá.  Þau geta ekki haldið svona áfram.  Knús á þig duglega baráttukona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband