8.12.2008 | 09:07
Dásamlegur jólasnjór, morgunkyrrð og minna dásamlegt Ruv sem hefur bara efni á beinum handboltalýsingum en ekki beinum útsendingum frá Borgarafundum. Smart!!!
Dagurinn byrjað svo vel og fallega...dúnmjúkur jólasnjór og morgunþrammið bara eins kyrrlátt og fallegt og það gat orðið. Marraði í mjöllinni undir fótunum og jólaljósin á trjánum verða alltaf eins og mystísk undir snjóhulu.
Moggarnir tróðu sér ákafir inn um lúgurnar í vesturbænum eins og þeir væntu þess að fá nýbakaðar piparkökur um leið og þeir féllu fagurlega..nei segjum jólalega..á gólfið. Orðstýr húsmóðurinnar í vesturbænum hvefur farið víða!!
Það var samt smá rok í höfðinu á mér. Var að láta mig hlakka til BORGARAFUNDARINS í kvöld í Háskólabíói klukkan 20.00 en um leið að ergja mig á þeirri ákvörðun Ruv að sjónvarpa honum ekki til landsbyggðarinnar. Þarna verða mjög mikilvæg mál rædd, verkalýðshreyfingin situr fyrir svörum og lífeyrissjóðsmálin brenna á mörgum núna.
Rúvarar bera fyrir sig að þeir hafi ekki fjármagn fyrir svona beina útsendingu. En gátu samt verið með beina frá leik FH og Hauka í gær.
Hvers konar forgangsröðun er þetta eiginlega á ögurtímum???
Þegar ég hnippti í öxl eins tæknimanns Rúv á síðasta Borgarafundi sem var sendur út beint...og þakkaði fyrir að þeir væru að standa vaktina..var hann bara glaður og sagði.."Auðvitað erum við hér. Það er okkar HLUTVERK að koma svona fundum til allra landsmanna".
Hvað breyttist síðan þá???
Hvet bara alla til að mæta snemma. Síðast þegar ég og minn ektamaki komum í hús tuttugu mínútum fyrir átta var húsið orðið nær fullt og setið í öllum sætum. Anddyrið var svo troðið líka og þurftu noikkur hundruð manns frá að hverfa.
Skora svo á Pál Magnússon að splæsa bensínstyrk sínum af stóra jeppanum næsta árið og nota frekar í beina úsendingu fyrir landsbyggðina frá fundinum í kvöld. Við sem borgum launin þín kjósum heldur þá forgangsröðun Palli minn og ef það væri einhver töggur í þér þá myndir þú gera ALLT sem hægt væri til að Ruv standi vaktina og sinni HLUTVERKI sínu eins og einn starfsmaður ykkar orðaði það svo fallega um daginn.
Yndislegur þessi jólasnjór..ha?? Frábært ef samviska og siðferði ráðamanna væri eins hrein og hvít og nýfallin mjöllin. Maður má nú óska sér svona rétt fyrir jólin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Fegurðin býr í snjókorninu, ekki spurning. Gang ykkur vel í kvöld.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 10:16
Elsku besta þeim er bannað að sýna frá fundinum. Einfalt mál.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 10:32
Allar óskir rætast, við skyldum sameinast í óskinni !!!!
Knús í daginn og vonandi verður fundurinn góður í kvöld.
www.zordis.com, 8.12.2008 kl. 10:39
knúsakveðjur !
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 13:40
Það er gullinsnið í snjókornunum eins og í húsinu mínu, sama hugsun. En ég er sárreið yfir því að það skuli ekki vera útvarpað frá fundinum í ÚTVARPI ALLRA LANDSMANNA!!! Ótrúlegt að þeir skuli velja þá leið að þjóna valdinu. Ætli Páll hafi fengið beina tilskipun, eða verið gefið í skyn að það væri ekki æskilegt að sýna oftar af svona fundum? En við eigum ekki að þegja yfir þessu. VIÐ VILJUM LÁTA ÚTVARPA FUNDINUM.... OG HANA NÚ!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2008 kl. 14:17
Knúskveðjur Já mjög svekkjandi að sjóvarpa fundinum ekki.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 14:23
Snjórinn er svo dásamlegur og leggur fegurð yfir borg og bý. Verst að hann hreinsar ekki alveg í gegn, leggst bara ofan á allt sem undir er...
Einhverra hluta vegna datt mér ýmsir og ýmislegt í hug þegar snjóaði svo fagurlega yfir hundaskítinn í bakgarðinum hjá mér í morgun.......
En snjórinn er samt jólalegur, friðsæll og fallegur
Ragnhildur Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 15:26
Mér er óhjáhvæmilegt að spyrja hvort að það sé einhver fjölmiðlastýring í gangi ? Ég var með það á hreinu að aðalfréttin á kvöldfréttum Ruv væru kaup bakkarvararbræðra á Exista og fjallað yrði ítarlega um þau kaup, því mér skilst að ekki séu öll kurl komin til grafar í því máli og eru þau í dúr við það sem ungur hagfræðingur aðvaraði við í Silfri Egils.
Í stað þess byrtist mjög hlutdræg frétt um hóp ungs fólks sem er með háreisti á þingsölum. Ekki fanst mér þessi upphróp neitt sérstaklega fréttnæm ef ég segi eins og er og þegar aðeins önnur hlið mála var dreginn upp en ekki hlið mótmælanda fóru að renna á mig tvær grímur. Það var ekki einu sinni hlutlaus manneskja spurð álits á því sem gerðist þarna heldur þingmenn sem komu margir með hálf ótrúverðuga frásögn eins og t.d Siv Friðleifsdóttir
EKki það að ég stið ekki svona ólæti af hálfu unga fólksins en það breitir því ekki að mér þykir þessu fréttafluttninga röð algjörleg út í hött. Það er engu líkara en það hafi komið fyrirskipun um að það ætti að hátta fréttarfyrirkomulagi með þessum hætti. Að kenna krökkunum ærlega lexiu til þess að lækka niður í þeim.
Brynjar Jóhannsson, 9.12.2008 kl. 02:31
Mig rak líka í rogastans í gær þegar ég kom heim af borgarafundinum og sá plús fréttirnar á Rúv. Fréttako0nan sem sagði fréttina sagði fummælendur hafa verið tvo..en þeir voru þrír og sleppti því að nefna Véstein sem var með flotta ræðu um það hvers vegna hann hefur kosið að borga ekki meir í vonlaust íbúðardæmi...veit að hann er umdeildur og yfirvöld ekki par hrifin af hans aðgerðum. Það var hreinlega gengið framhjá því að hann hefði verið þarna og svo klikkti hún út með því að spyrja aðstandendur fundarins eftir fundinn.."AF hverju eruð þið eiginlega að þessu...hvers vegna heldurðu að það hafi komið sviona fáir"?? Ég fer mjög varlega í að trúa einu einasta orði í fjölmiðlum okkar eftir að hafa verið viðstödd sjálf flest alla mótmælafundi og borgarafundi og séð með eigin augum hversu afbakaður fréttaflutningurinn er í raun og fréttir hreinlega settar upp með það fyrir augum að búa til ímyndir fyrir fólkið sem það á svo á trúa. ..erlenda pressan hlær að íslenskri fréttamennsku. Enda voru þarna á borgarafundinum í gær fréttamenn frá bretlandi, danmörku og frakklandi..en íslenska ruv gat ekki sent út frá fundinum vegna auraleysis, Enda dýrir forkólfarnir sem fá borgað fyrir að hlýða.
Háskóla bíó var reynar nokkuð þétt setið og líklega um 800 manns í húsinu og lokapunkturinn var svo eins og úr hinum daglega farsa íslenskra stjórnmála...Björgvin viðskiptaráðherra fékk spurningu. Finnst þér Björgvin..ekkert furðulegt að í aðdraganda bankahruns og ástandsins eins og það hefur verið sl mánuði að það sé ár síðan þú hittir seðlabankastjóra???? Og svarið??
"Jú það er furðulegt!!!
Svo var ekki orð um það meir.
Já leikritið heldur áfram..tjöldin löngu fallin og poppið orðið kalt en leikendurnir á sviðinu neita að fara heim. Þjóðin situr læst inni í leikhúsinu og grætur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 08:12
Ráðamenn hafa verið varaðir við af sálfræðingum að ef þeir ekki bergðist við friðsamlegu ákalli fjöldans geti komið til átaka síðar þegar reiði og örvinglan fólks verður meiri og meiri. Ráðamenn hafa skellt við skollaeyym við því eins og öðru. Hvet ykkur eindregið til að lesa fréttina hér fyrir ofan sem kreppukall hefur sett link á. Þar má lesa um hverjir það eru í raun sem beita hrikalegu ofbeldi. Ef fólki finnst í lagi að lögregla hreinlega hvetji til þess að keyra yfir fólk sem liggur í götunni...þá er bara orðiinn stigsmunur á því sem hér er að gerast og því sem gerðist á torgi hins himneska friðar. Ef einhverjir eru ábyrgir hér eru það rheyrnalausir og skilningslausir ráðamenn sem halda endalaust áfram að níðast á þjóð sinni. Svo einfalt er það. Og sorglegt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 14:43
Skoðið þetta
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.