13.12.2008 | 11:03
17 mínútna þögn gegn 17 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins með hrikalegum afleiðingum fyrir okkur öll.
Ef þú ert enn að leita að ástæðu til að sýna samstöðu og mótmæla spillingu valdhafa og gagnsleysi ráðamanna þá eru hér t.d nokkrar mjög magnaðar ástæður sem eru um leið sjokkerandi svo ekki sé sterkar til orða tekið. . Hvet ykkur til að lesa nýjustu færsluna hjá Kreppunni. http://kreppan.blog.is eins færslurnar hjá www.raksig.blog.is
Eftir síðustu aðgerðir stjórnvalda trúi ég ekki öðru að nú sé fólk búið að fá Nóg og þyrpist út á göturnar gegn þessu alræðisvaldi sem tekur sér hreinlega stöðu gegn fólkinu í landinu.....og með auðmönnum og svindlurum sem eru enn ekkert að hægja á sér í spillingarleiknum. Við erum að tala um 17 mínútur fólk..17 mínútur frá einhverju öðru sem þið eruð að gera.
Sjáumst og látum þögnina tala fyrir okkur núna og svo boðum við sterkt og markvisst andóf strax eftir jólin. Þá mun ég ekki þegja og ekki standa kyrr. Þá er fresturinn útrunninn fyrir þessi stjórnvöld og hrokafulla framkomu þeirra til að hundsa okkur meira.
Sjáumst.
AUSTURVÖLLUR KLUKKAN 15.00.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Það væri mikið nær að hrópa hástöfum "ÞINGROF STRAX!" sautján sinnum frekar en að þegja og ala á gremjunni í heilar 17 mínutur.
Gremjan þarf útrás. Eðlilegur farvegur er hávær krafa í mótmælum. Ef gremjan og reiðin er byrgð inni eða bæld svona áfram á hún eftir að brjótast út með hvelli í formi brennandi bygginga eftir jólin.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 11:27
Mér finnst þessi 17 mínútna þögn hljóma bæði sterk og táknræn. Vildi alveg fá að upplifa þá stemmingu sem skapaðist inni í hópnum á meðan á henni stendur. Ég trúi því að þetta flotta og sterka baráttufólk sem ég sá á Austurvelli virkji hugarorkuna sína í þögninni. Ég trúi því líka að hugurinn búi yfir afli, að ég tali ekki um þúsundir sameinaðir hugir, sem við ættum ekki að vanmeta og síst þeir sem hafa hrint okkur út í þessi mótmæli.
Katrín gaman að sjá að þú vísar í bloggið mitt til að hvetja fólk til sameinaðs átaks á Austurvelli í dag en ég hugsa að hin tilvísunin hafi átt að vera í http://kreppan.blog.is Sögurnar sem Jakobína rekur þar urðu kveikjan að minni.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 13:25
Gangi ykkur vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 13:26
17 mínútna þögn - gott mál - næg hafa öskur ykkar verið.
Öskurapakór Harðar Torfasonar kemur líka til með að stuðla að þögn ef kommúnistar taka hér völdin - þá verður hvorki talað né skrifað enda samrýmist það ekki stefnunni. Ef hún er þá til.
Skoðið orð og efndir kommúnistanna Ólafs Ragnars Grímssonar - Ragnars Arnalds og Svavars Gestssonar - o.fl. á árunum 1978-1983 - þeir hafa ekkert lagast síðan þá - 50% skerðing á rúmum 4 árum - þá var kreppa - þá var fólk keyrt í viðjar verkalýðshreyfingar sem laut boðvaldi Alþýðubandalagsins - Núverandi leiðtogar kommúnistanna - hvort sem þeir eru innan vébana VG eða annarsstaðar eru enn við sama heygarðshornið og forverar þeirra. Skoðið viðbrögð ÓRG við útrásarliðinu sem hann vann fyrir ljóst og leynt og ruddi brautir fyrir þá aðila og frúin flaug líka á vængjum útrásarinnar - bæði heiman og heim.
Hugsið ykkur um gott fólk áður en orðafátæktin hleypur með ykkur út í fúkyrðaflauminn.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2008 kl. 19:37
Fín mótmæli í dag Katrín. Ég held að einn af öskuröpum stuttbuxnaliðs sjálfstæðisflokksins hafi slæðst inn á kommentin hjá okkur. Ólafur það er ekki nóg að kunna mörg orð. Menn þurfa líka að læra merkingu þeirra og kunna að fara með þau.
Bendi þér að fara á námskeið í félagsfræði.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:54
Það þarf alltaf að hafa Grýlu með sérstaklega núna þegar jólin koma. Kommúnistagrýlan dugar ekki lengur í hræðsluáróðrinum. Réttlæti og alvöru lýðræði er krafan. Fólk getur svo setið sveitt við að flokka það hægri vinstri eins og það vill. Fyrir mér er stefnan tekin beint áfram upp úr hjólförum græðgisspillingar og valdafíknar á betra samfélag fyrir alla þar sem manngildið verður í fyrirrúmi en ekki einkavinavæðing og klíkuskapur. Svo einfalt er það. Svona ummæli eins og Ólafur viðhefur dæma sig sjálf.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.12.2008 kl. 21:01
Ertu virkilega það nautheimsk að kenna 17 ára setu D í ríkisstjórn um alþjóða fjármálakreppu?? Eigum við þá að kenna sósíalistum á Spáni? Frakklandi?
Reyndu nú aðeins að virkja heilabúið!
Guðmundur Björn, 13.12.2008 kl. 22:14
Völd spilla...og líttu bara í kringum þig með opin augun og sjá...Allt vaðandi í spilllingu og samtryggingu. Það gerist þegar sami flokkur er við völd of lengi og hefur ekkert að gera með alþjóðafjármálakreppu. Hún hins vegar getur hafa flýtt fyrir því að ástandið hér er að koma í ljós...vont fyrir stjórnarflokkana og gott fyrir almenning. Ef það tekst að hreinsa hér út. Annars ólíft á þessu landi.
Og ef þú lest hægt getur þú séð að ég kenni ekki sjálfstæðisflokki og langri setu hans um aþjóðlegu fjármálakreppuna heldur vísa ég í ofansagt..græðgi, valdafíkn og spillingu.
Einfalt og hefur ekkert með mitt heilabú að gera.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.12.2008 kl. 23:59
Eru virkilega til fólk sem trúir því enn að sjálfstæðismenn séu ekki ábyrgir fyrir skítnum sem þjóðin er lent í. Afleiðingar kreppunnar eru hvergi í heiminum eins alvarlegar og á Íslandi. Guðmundur Örn það er vegna þeirrar stefnu sem ríkisstjórnir síðustu 17 ára hafa fylgt og vegna þess að áðurnefndar ríkisstjórnir hafa verið strengjabrúður auðvaldsins.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 01:08
en það var kalt..........var hissa hve margir mættu í kuldanum
Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 01:37
Spurning hvernig útkoman af þessum rannsóknum verður þegar frumvarpið gerir ekki ráð fyrir að rannsaka tengsl stjórnmálamanna og bankanna....
Skoðið þetta!!!!
Rannsóknarnefnd á ekki að rannsaka ekki samvinnu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja.
Nú hefur Alþingi samþykkti lög um rannsóknarnefnd á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna.
Ljóst er að þingmenn ætla ekki að láta rannsaka tengsl stjórnvalda og bankanna,
því samkvæmt lögunum á að skoða: "fjármögnun og útlánastefnu þeirra, eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið."
Samt eru það einmitt tengsl ráðamanna við bankana sem þarf helst af öllu að rannsaka!!!
Samkvæmt grein Björgvins Sigurðssonar stóð til að auka enn á samvinnu ráðamanna og bankanna.
Í greininni má lesa hvernig ráðherrann skipar sér gagnrýnislaust í lið með bönkunum og kallar gagnrýnendur "grátkórinn".
Ekki var við því að búast að ráðherra með þessa afstöðu færi að taka á spillingunni í bönkunum.
Þetta ætlar Alþingi ekki að rannsaka - af hverju ekki ?
Hér eru lögin.http://www.althingi.is/altext/136/s/0348.html
Frumvarp um rannsóknarnefnd samþykkt.
Samtryggingin er algjör og engar líkur á að neitt komi út úr svona skripaleik. Heldur þetta fólk að við séum fávitar???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.