Leita í fréttum mbl.is

Perú kallar....íslenska gaddfreðna jörð.

 

peru_786202.jpgSvona geta sumir dagar verið skrítnari en aðrir. Fékk þá flugu í höfðuðið að skreppa til Perú í dularfulla ævintýraferð. Hún kostar þrjúþúsundáttahundruð og eitthvað dollara sem finnast ekki enn í mínum grunna vasa og ekki hef ég hugmynd um hvernig þeir dollarar verða búnir til.

Ferðin verður farin í lok apríl og fram í miðjan maí þannig að það eru alveg tímar fyrir smá töfrabrögð svona í harðnandi kreppu. Eða ekki.

Kannski að á fjallstindum Perú leynist fornir viskubrunnar sem geta komið okkur hér á norðurhjaranum til góða á einhvern hátt eða að konu langi bara í litríka handofna tösku til að bera í bækurnar sínar og húfu í stil.

Það hafa svo sem verið skrifuð um það ævintýri að viskubrunnar hafi verið fluttir milli landa og komið þjóðarbrotum skemmtilega á óvart með fornri nýung. Forn nýung er svona sannleikur sem alltaf er og ekki breytist. Kannski lögmál.

Jæja best að hita sér kaffi og vakna almennilega og takast á við veruleikann.

Ætla samt að senda út beiðni til skapandi ævintýraafla fyrir þessum dollurum öllum ..svona just in case ef Perú hættir ekki að kalla á mig.

Eigið góðan dag og munið að það má..nei það á að leyfa sér að dreyma á svona tímum eins og við lifum núna. Það gerir þetta allt bærilegra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ef við töfrum saman þá sé ég þig með húfuna og handofna töskuna, safnandi ævintýrum í konuhaus sem þú spinnir síðar fyrir þjóðinni þinni.

Ég er að töfra Italíu í mitt líf og hef ágætis plan að fara í smá sköpunarskóla til Feneyja .... Alltaf pláss fyrir töfradísir í mínum draumum.

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dagdraumar geta verið svooooo góðir

Sigrún Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óska þér þess að draumurinn rætist Katrín mín, og að þú farir til Perú í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 09:09

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.2.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Katrín! Vissurðu að Tinna er á ferðalagi um Suður-Ameríku og einhvern tímann eftir 5. apríl verður hún nákvæmlega á þessum stað sem þig dreymir um núna? Hún er nú ekkert sérstaklega duglega að blogga um ferðalagið sitt en ef þú vilt kíkja þá finnur þú bloggið hennar hér.

Ég stillti slóðina þannig að þú lendir inn í ferðaplaninu hennar. Síðast þegar hún bloggaði var hún í Venesúvela en skv. Facebook er hún komin til Brasilíu núna.

En ég vona að draumar þínir færi þér Perú fyrr en varir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.2.2009 kl. 23:51

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk Rakel mín..en spennandi hjá Tinnu og vinkonum hennar. Núna bara streymir blóðið í mér út í heim á forna staði..ég bara verð að komast  í eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Finna nýja lykt, anda að mér öðruvísi lofti og menningu og hlaða þessa nýju konu sem er að verða til í mér... og þessi ferð er auðvitað þannig ævintýri að það er varla hægt að sleppa því sko. Nema ef maður á ekki fyrir henni..ehh.ætla ekki að hugsa neitt um það núna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 12:01

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þegar draumur þinn er orðinn svo raunverulegur að hann er kominn með hljóð og lykt þá það til marks um það að hann verði að veruleika! Spái því að það verði fyrr en seinna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.2.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband