11.2.2009 | 12:37
Pstt...ég er bara hljóð heima hjá mér núna. Löggan kom með einhvern miða og bað mig að hafa ekki hátt. Davíð þarf frið til að hugsa.
Svo ég pakkaði mér bara ofan í rúm enda með hálsbólgu og kvef. Þeir hafa örugglega séð mig á götum úti æpandi "Vanhæf Ríkisstjórn" og örugglega eitthvað annað sætt líka svona í hamaganginum við að koma reglu á þetta samfélag okkar og ákveðið að færa mér svona miða með beiðni um HLJÓÐ. Suss, uss...þegiðu!!!
Annars æpti ég hátt og öskraði gærkveldi þegar ég horfði á Ingva Hrafn sem setur sjálfan sig á dagskrá stöðugt og alltaf á ÍNN ...þar sem hann kallaði mótmælendur "útsendara kommanna og að það væri alger fjarstæða að nefna byltinguna búsáhaldabyltingu þar sem þessir vitlausu útsendarar kommanna væru ofbeldisfólk sem hefði ekkert gert nema grýta lögreglumenn með björgum...eða grjóti.
Maðurinn fór hamförum í vitleysu og rugli og ég varð bara móðguð fyrir mína hönd og annarra búsáhaldabyltingarsinna sem hafa um leið og þeir unnu það þjóðþrifaverk að koma einhverjum af spillingaröflunum frá kjötkötlunum...að þá stóðu þeir líka vörðinn um að lögreglan væri ekki beitt ofbeldi.
Getur bara hvaða Hrafnsungi sem er opnað sjónvarspsstöð og röflað og ruglað eins og hann fengi auglýsingatekjur fyrir?? Kona spyr sig. Annars er gott að ég er hás og lágróma akkúrat núna. Það er nefninlega ýmislegt sem ég þyrfti að æsa mig verulega mikið yfir..en ég geri það bara næst.
Skemmti mér í laumi yfir ungliðunum í sjálfstæðis sem eru nú að æfa sig í stjórnarandstöðunni og gera sig...ja hvað get ég sagt..hlægilega daglega með afneituninni og blekkingarhulunni sem villir þeim sýn og hefur alltaf gert, gerir og mun gera. En þeir villa okkur ekkert sýn og blekkingarhulunni hefur nú þegar verið svift af þeim með látum en þeir bara fatta það ekki.
Það er það sem gerir þetta allt svo grátbroslegt..finnst ykkur ekki???
En munið að ganga hægt og hljótt um gleðinnar dyr...veit reyndar ekkert hvar gleði hinnar harmi slegnu þjóðar er falin þessa dagana ....en ég veit hvar Davíð og félagar fela sig. Og þess vegna mun ég strunsa þangað um leið og ég er komin með hávaðaframleiðsluna í lag og læt enga minnismiða frá löggunni stoppa mig með að hafa uppi ærandi hávaða þar til við höfum komið þessu samfélagi okkar á rétt ról aftur.
Vona að Davíð finni í þögninni rétta svarið og hverfi hljóðlega af sviðinu.
Þið megið svo hvísla einhverju í athugasemdakerfið mitt ef þannig liggur á ykkur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
BÚM, BÚM, búm, búm, búm, Davíð úr Seðlabankanum!
Sigrún Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 12:49
Dekkið til að lesa!
Hér á að læðast. Hafið hljótt.
Dekkið texta til að lesa hér að ofan. Usssssssssssssssssssssssss
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 12:51
Jenný Anna þetta er snilld..svona eins og að skrifa með appelsínusafa og strauja svo yfir....þá kemur letrið í ljós.
Kannski Davíð sé bara að hita járnið og lesi svo bréfið sem Jóhanna skrifaði með appelsínusafanum og segi svo af sér hið snarasta eða um leið og hann veit hvað stendur í bréfinu...?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 13:05
USSSSSSSSSSS UUUUUUUSSSSSS USSUM SUSS
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 14:10
Jà ekki slæmt þetta.
Væri kanski màl að þù myndir sækja um vinnu hjà hrafnsunganum og màske
yrðu þà einhverjir glaðir, tildæmis èg :)...
Virkilega gaman að lesa orð sem leiftra af kùguðu hugtaki sem við köllum
frelsi :)
Ingi Örn Hafsteinsson, 11.2.2009 kl. 18:01
Firringin magnast segi ég nú bara og hugsa um 88 ára gömlu fallegu konuna sem barði pönnuna sína með okkur á mánudaginn...hún vildi leggja sitt af mörkum gegn valdníðslunni..og lesið svo eftirfarandi pistil og spáið í hugarfarið sem þar býr að baki!!!!
AMX.is.
Miðvikudagur 11. febrúar 2009 kl 14:01
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Friðbjörn Orri Ketilsson.
Davíð Oddsson stendur einn gegn fámennum hópi, sem líkist herskáum skæruliðum og hefur "staðið að myrkraverkum sem eiga sér engin fordæmi í lýðveldissögunni," skrifar Friðbjörn Orri Ketilsson, einn útgefenda AMX.is.
"Ofbeldisverk hafa verið framin á stofnunum lýðræðisins, gengið hefur verið í skrokk á saklausu fólki, embættismenn ofsóttir og úthrópaðir með þaulskipulögðum hætti, börn lögð í framlínu ofbeldis gegn lögreglumönnum og svo mætti áfram telja," heldur Friðbjörn Orri áfram, og virðist vísa til mótmælenda við Alþingishúsið í búsáhaldabyltingunni svokölluðu.
Friðbjörn líkir mótmælendum við fasista á Ítalíu. "Þeir sem þekkja mannkynssöguna sjá hér algjöran samhljóm með uppgangi fasista á Ítalíu þar sem Svartstakkar sáu um ofbeldið eftir kalli stjórnmálamanna. Skálmöld er aldrei langt undan þegar slíkt er viðurkennt."
Friðbjörn sér hins vegarljósið í myrkrinu, brjótast gegnum skýin nærri Arnarhóli, nánar tiltekið í Seðlabanka Íslands. Einn maður stendur gegn þessum uppgangi fasískra skæruliða, eins og líking hans kveður á um. Þessi maður er "skjöldur" friðsamlegs lýðræðisskipulags.
"Einn maður fremur en aðrir hefur staðið í lappirnar í þessu mikla umróti og vakið athygli á því fordæmalausa ástandi sem hér virðist ríkja. Sá maður hefur reynst skjöldur okkar hinna sem styðjum friðsamlegt og manngott samfélag laust við ófrið og ofbeldi sem hinir fáu hafa staðið fyrir að undanförnu. Sá maður hefur ekki látið undan árásum minnihlutastjórnar sem reynir að gera sjálfstæði grunnstofnana að engu og hrekja lagalega skipaða embættismenn úr störfum sínum. Ekki hefur hann látið undan linnulausum persónulegum árásum né látið aðsúg vopnaðs fólks stöðva sig. Sá maður hefur jafnvel staðið svo fast við friðsamlegt og lögmætt skipulag að hann hefur lagt eigið líf í hættu og þarf að hafa lífverði öllum stundum í vinnu og á heimili sínu. Sá maður lætur ekki bugast þegar hópur ofbeldis- og æsingamanna gerir atlögu að stjórnskipulagi landsins með gangstéttarhellur og barefli að vopni í stað málefnalegra röksemda, lýðræðis og friðar. Sá maður minnir mjög á aðra í sögunni sem stóðu fast í fæturna þegar ofbeldismenn, fasistar, kommúnistar, eða hvaða nafni sem þeir nefndust, reyndu að bylta friðsamlegu lýðræðisskipulagi.
Sá maður er Davíð Oddsson, seðlabankastjóri," skrifar Friðbjörn Orri.
Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson hafa báðir ákveðið að segja stöðu sinni lausri í bankastjórn Seðlabankans. Eftir stendur einn Seðlabankastjóri. Sá maður er Davíð Oddsson.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 18:29
Var einhverri ólyfjan bætt í mjólkina hjá þessum unga óreynda manni hér að ofan?
Arinbjörn Kúld, 11.2.2009 kl. 20:19
Gott að sjá að þú hefur ekki misst móðinn. Ég er að fægja pottana fyrir næstu lotu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 21:03
Síðasta stjórn var talin "vanhæf". Nú er það talið of veikt. Prófið að hrópa næst "óhæf" ríkisstjórn undir bumbuslættinum!
Flosi Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 21:09
Æ alltaf svo krúttlegt að fá svona mótmælaverkstjóra...utan úr bæ sem segir næst eigið þið að gera svona eða hin segin. Ég mæti bara og geri það sem mér dettur í hug og kalla það sem mér finnst við hæfi hverju sinni
Eins geta aðrir gert..mótmælt hvar og hvenær sem þeim þóknast og algerlega á eigin forsendum. Er það ekki alveg ljóst?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 22:05
Jú það er alveg ljóst hehehe... það er svo notalegt að sitja heima í sóffa og skipa öðrum fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2009 kl. 11:04
gangi ykkur vel elsku vinkona.
KærleiksLjós frá mér
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 15:34
Mér var sagt að vanda mig af svona sófakalli...vona að það hafi ekki varanleg áhrif. Hef barið bumbur, myndað og sungið í kuldanum með fólkinu sem lætur ekki skít yfir sig ganga, gleymi mér örskotsstund, er þakklát fyrir baráttuandann, er þakklát fyrir að geta mætt...
Farðu vel með þig, láttu þér batna, sjáumst fljótlega. kkv. eva :-)
Eva Benjamínsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.