Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
20.1.2007 | 11:02
Listagyðjan tekst á við dekraða fótboltasnillinga
Andinn kemur ekki yfir mig á laugardagsmorgnum.
Listagyðjan forðar sér á harðahaupum þegar hún sér dagskrá laugardagsmorgnanna hjá mér. Fótbolti með syninum og Net ball með dótturinni sem er furðulegt fyrirbæri. Boltaíþróttin net ball...ekki dóttirin sko!
Net ball er íþrótt sem ég skil ekkert í. Eins og körfubolti fyrir penar puntudúkkur. Bannað að hlaupa, þegar þær fá boltann má ekki taka skref. Allir stoppa á vellinum. Bannað að stíga á strik og svo standa allar grafkyrrar og athuga hvort sú sem er með boltann hittir í körfuna. Ég er máttlaus sem styðjandi móðir á svona leikjum..hef enn ekki hugmynd um hvort liðið er að vinna eða hver er að standa sig vel eða illa og get því ekki argað neitt hvetjandi.
Miklu skemmtilegra að fara á fótboltann. Við fótboltamömmur mætum með heitt kaffi á brúsa, kexkökur og fína græna veiðistóla til að sitja í og spjalla á milli þess sem við æpum þegar okkar menn skora. Ég er með plan ef mér mistekst að verða heimsfræg listakona og rithöfundur. Þá verð ég líklega að koma stráknum á mála hjá einhverju af ensku liðunum. Ekkert smá sem strákar sem kunna að sparka bolta geta fengið í vasann..ha? Ekki verra að það séu íslenski kappar farnir að stjórna og eiga sum þssara liða. Mun betra að gera kaupsamningana við þá sem tala íslensku svo það verði nú örugglega enginn misskilningur um upphæðina sem við ættum að fá fyrir boltasnilli sonarins.
Hann er nú krútt og alltaf góður við mömmu sína. Sagði við mig um daginn að þegar hann væri farinn að spila fyrir Chelsea myndi hann gefa mér 5000 pund á mánuði. Mér fannst það bara góður díll. Svo spurði hann.."Hvað er það aftur mikið á einu ári" Tja ..ekki nema 60.000 pund kallinn minn" sagði ég og var farin að eyða í minkapelsa og slíkan óþarfa jafnvel þó ég gangi ekki í dánum dýrum.
Hann hugsaði sig um smá stund og sagði svo.."Mamma væri þér ekki sama þó ég gæfi þér bara 200 pund á mánuði?
Hamraborgirnar mínar háu og fögru hrundu samstundis til grunna og ég stundi upp úr mér.."Jú elskan auðvitað..ég get allavega keypt olíuliti, pensla og striga fyrir þann pening og haldið áfram lífsgöngunni sem fátæk listakona. Bláfátæk listakona". Haltu bara áfram að æfa þig með boltann þinn.
Ef þið viljið uppgötva mig þá er gallerí hérna við hliðina. Endilega kíkiði við og gefið mér komment. Hlýtur að hleypa listagyðjunni í ham eftir hádegið þegar sportið er búið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 11:24
Er ok að talk íslensku together with ensku and bara feel cool með that?
Þegar maður er búin að vera í útlöndum í nokkuð mörg ár þá vill það gerast að maður fer að verða óendnlega hallærislegur og "sletta".
Man hvað mér fannst fólk asnalegt sem kom frá útlöndum og þurfti stöðugt að blanda útlenskum orðum inní íslenskuna og var viss um að það væri eifaldlega til að hreykja sér hátt yfir okkur mölbúunum sem heima sátum og kunnum ekki að tala tungumál önnur en íslenskuna.
Núna sletti ég stöðugt. Bæði þegar ég tala ensku set ég inn íslensk orð og þegar ég tala íslenskuna bæti ég vel völdum og rammútlenskum orðum inní. Veit alveg að maður á að vanda sig og huga vel að ylhýra málinu sínu og alls ekki að blanda því neinu blóði sem ekki hefur runnið um víkingaæðar.
En þetta er ekkert auðvelt.
Sumt hreinlega kann ég ekki að skýra á íslensku sem ég lærði og nam í fyrsta skipti á ensku. Eins er með börnin mín. Þau eru að læra margt í fyrsta skipti á enskunni og vita oft ekkert hvernig það hljómar á íslensku.
Það kemur undarlegur svipur á afgreiðslufólk á íslandi þegar ég kem og segi.."Góðan dag. Get ég fengið topp up fyrir fimm pund?"
Þá er ég auðvitað að meina..Ég ætla að fá símakort fyrir 500 kall.
Velti stundum fyrir mér í sambandi við alþjóðavæðinguna..hvort einn góðan veðurdag munum við fara að blanda saman tungumálum og setja t.d íslensku og ensku saman í eina setningu. Með fullri vitund að skutla þessu bara öllu saman í einn pott og hræra vel í.
Hversu stupid myndi that vera??? I meina...When tungumálið would ekki have nein limits?
Held samt að við myndum ekkert skilja hvort annað neitt ver eða minna...því þó samskipti snúist um að skilja hvert annað í gegnum tungumálið þá er það líka deginum ljósara að það er margt annað sem spilar jafnmikilvæga rullu ef ekki mikilvægari í skilningi og samkennd. En það er efni í annan pistil.
P.s
Þessi knappi og fáorði stíll hentar mér ekki sem ég reyndi hér fyrr i dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.1.2007 | 09:49
Að segja sem mest í sem fæstum orðum
Fólk eins og ég sem getur bara ekki hætt að tala..skrifa það sem því liggur á hjarta þarf að temja sér ákveðna kurteisi gagnvart meðbræðrum sínum og systrum og sýna tillitssemi með því að nota fá en skýr orð til að koma meiningu sinni á framfæri. Ekki hægt að drekkja almennum lesendum og betri borgurum í kjaftavaðli og rausi langt fram eftir degi. Orðskrúð er einungis ætlað þeim sem hafa það eitt að fela að þeir hafa ekkert sérstakt að segja.
í tímalausumheimi þar sem allt þarf að gerast núna og strax verður fólk að fá allt beint í æð. Ég ætla að temja mér tillitssemi og vera knöpp kerla. Er kallað að vera minimalisti í Húsa og hýbýlablöðum. Heimili sem líta út fyrir að þar búi enginn. Hér verður blogg sem lítur út fyrir að vera bloggaralaust.
Stormurinn er genginn yfir.
Kaffi og ristað brauð í morgunmat.
Vaknaði.
Hugsaði um bloggið.
Fer með pappíra á skrifstofu.
Þarf að greiða sér daglega?
Má alls ekki blanda saman enskum og íslenskum orðum í einni setningu?
Farin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 20:46
Maddaman, Bangsímon og Eikin lenda í stormi.
Jæja.
Bloggsíðan komin upp og enn eitt atriði til að haka við á listanum yfir loforðin sem ég hef verið að gefa sjálfri mér undanfarið. Verð alltaf svo spennt og ofvirk í upphafi nýs ár og þetta ár leggst vel í mitt móðurlega hjarta. Yfirskriftin á blogginu er Maddama Kerling Fröken Frú sem var heiti á útvarpsþætti á Aðalstöðinni sálugu sem ég hafði umsjón með endur fyrir löngu. Mér fannst gaman að vera Maddaman og reisi hana hér með úr öskustónni aftur til lífsins og vona að það sé ekki úr henni allur vindur.
Mér skilst að það sé engin kona með konum né maður með mönnum sem ekki bloggar þarna heima. Svo sannarlega ætla ég að slást í hópinn og skrifa og skrafa um hvaðeina sem vekur áhuga minn og fangar athygli mína,bæði hér í Landi Elísabetar drottningar og heima á skerinu kalda. Það sem þvælist þó fyrir mér hvernig týpa maður á að vera svona opinberlega. Á ég að reyna að koma fyrir sem virðuleg miðaldra menntafrú eða litaglöð listakona. Það er erfitt að vera tvíburi og vita sjaldnast í hvorn fótinn maður á að stíga. Ætli lesendur fái ekki bara innsýn inn í þann heim og togstreituna þar á milli með lestri á ólíkum og óskipulögðum pistlum. Ég veit nefninlega aldrei hvor okkar er við stjórnina þegar ég vakna á morgnana. Sú geggjaða og kærulausa eða sú skipulagða og alvarlega. Set það í ykkar hendur að þekkja þær í sundur.
En núna er svo mikið rokið og stormurinn að trén stóru brotna og allt fýkur svo ég ætla að haska mér í bólið og sitja þar sem fastast þar til hægist um. Vona að risastóra tréð í garðinum okkar sem nær marga metra upp til himna haldi sig á sínum stað og taki ekki upp á því að fara að halla sér yfir húsið og hrella okkur með nærveru sinni.
Meðan stormurinn geysar leggst ég undir feld og hugsa vel og vandlega um hvaða efni á erindi á veraldarvefinn. Finnst líklegt að hér finni sér pláss alvöru ævintýri og sögur úr daglega lífinu ásamt spennandi þorpsbúasögum þar sem ég er að flytja í næsta nágrenni við Hinn heimspekilega sinnaða Bangsímon og vini hans. En eins og allir vita þá gerast oft undur og stórmerki í agnarlitlum þorpum og þar finnast skrítnar skrúfur i mannlífinu. Undir stórum hundrað ára eikum á engjum fæðast líka frumlegar hugmyndir sem gætu átt erindi í nútímasamfélög. Mun ég gera mitt besta til að koma þeim skýrt og skilmerkilega til skila.
Hneygi mig og beygi og kveð að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari