Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
22.1.2007 | 21:22
Fræknir sigrar í Janúarmánuði og 5 kvenskörungar í beinan legg
Já þetta var stórkostleg stund í kvöld og það hríslaðist um mig gamlakunnur þjóðarrembingur þegar strákarnir okkar fengu sér "franskar" að borða.
En samt...það besta sem gerðist í Janúarmánuði var þegar þessi litla ömmustelpa kom í heiminn 5. janúar. Ég var viðstödd fæðinguna hennar sem var stórkostleg upplifun. Mér finnst ömmuhlutverkið alveg magnað og þessi litla Princess Hazelnut eins og hún er kölluð þar til hún fær nafnið sitt... bara flottust. Um æðar hennar rennur skosk íslenskt blóð og ég efast ekki um að það sé merkileg blanda.
Svo nú erum við 5 kvenskörungar í beinan kvenlegg. Amma, mamma ,ég, dóttir mín og princess Hazelnut!!! Og ég er akkúrat í miðjunni við að tengja þetta allt saman. Magnað.
Bloggar | Breytt 23.1.2007 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gat nú ekki annað en skellihlegið þegar ég heyrði þessi uppörvandi ummæli í útvarpinu áðan þegar einhver geðheilsusamtök voru að kommenta á þennan versta dag ársins fyrir bretana.
Við getum með gleði sagt að þetta er ekki eini ömurlegi dagurinn í janúar!
Bloggar | Breytt 23.1.2007 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2007 | 12:18
Versti dagur ársins segja sérfræðingar! Láttu ljós þitt skína!
Var að lesa í blaðinu í morgun að dagurinn í dag er versti dagur ársins hjá bretum. Þar eru týnd til alls konar atriði sem eiga að gefa þessari vitleysu gildi og hjálpa fólki að láta sér líða enn ver en því gerir á venjulegum vondum dögum. T.d að þetta mörgum dögum eftir jólin hellist yfir áður óþekkt þunglyndi.
Mér er alveg sama hvað sérfræðingar segja og hversu vel þeir geta rökstutt þessa vanlíðan sem á að hellast yfir okkur í dag. Geri bara eins og apabræðurnir og held fyrir augu nef og munn og neita að hleypa neinu af þessu bulli inn í minn hugarheim. Því minn hugarheimur er mín einkaeign og ég þvertek fyrir að einhver og einhver geti skutlað þar inn dóti og drasli sem gerir mér ekkert gott.
Ég er hálfgerð dekurrófa að þessu leytinu. Horfi t.d helst ekki á myndir bannaðar innan 16 og hlusta ekki á tónlist né les fréttir sem eru yfirfylltar af óhugnaði, illsku og heimsku.Ég vil hafa hreint og gott í mínu hugskoti og hafa pláss fyrir allt það góða og fallega sem hægt er að skapa út frá þeirrri orku sem á sér búsetu í huganum og hjartanu. Vil helst ekki vera með í að auka orkuflæði í áttina að því sem gerir þennan heim hræðilegan.
Held bara áfram að skapa þann raunveruleika sem hentar og hana nú!
Og segi það og meina að það getur þú gert líka. Hvernig væri að snúa þseeum bölbænum sérfræðinganna við og ákveða að dagurinn i dag verði einn sá besti sem við höfum lifað. Höldum huganum hreinum og hjartanu hlýju og látum ljós okkar skína á allt sem á vegi okkar verður.
Eða eins og Nelson Mandela sagði einhverju sinni...kannski ekki alveg orðrétt en eitthvað í þessa áttina..
"Who are you who dare not to let your light shine"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2007 | 10:19
Með dýróðum dreka eða hæglátum umferðarormi undir stýri
Mér finnst ég alltaf betri manneskja þegar ég kem heim af bæjarrúntinum. Hjarta mitt er fullt af gleði og þakklæti og ég myndi helst vilja taka aukarúnt og fylla aðeins meira á þessa tilfinningu um samkennd og góðvilja, bæði míns og annarra.
Ég gengst upp í því að gefa öðrum sénsa, hægja á mér og hleypa öðrum bílum að og stoppa fyrir vegfarendum sem þurfa að komast yfir götur. Líka þó það séu ekki gamlar eða óléttar konur. í staðinn fæ ég falleg bros að launum, sumir veifa mér og jafnvel blikka mig, sumir með augunum og aðrir með ljósunum. Og mér finnst ég fínn bílstjóri og vanda mig enn betur næst þegar ég fer á rúntinn. í þessum litla bæ sem ég bý í þykir flott að vera kurteis og sýna tillitssemi. Sérstaklega í umferðinni.
Það er eins og einhver samvitund sé að verki þegar við keyrum um á morgnana þegar umferðarþunginn er hvað mestur. Eins og allir sem sitja undir stýri skilji að með því að hliðra til og gefa séns þar sem hægt er, komumst við öll fyrr á áfangastað og að öllum líkindum áfallalaust. Og að það hjálpi engum..hvorki þér né neinum öðrum að vera frussandi af geðvonsku, blótandi og jafnvel berjandi aðra ökumenn í huganum undir stýri til að troðast þangað sem þú þarft að komast.
Þetta snýst allt um hugarfar og innri tilfinningu. Umferðarmenning er ekkert annað en persónuleiki þinn að eiga samskipti við aðra persónuleika sem eiga það allir sameiginlegt að vera að stýra ökutækjum um fjölfarnar leiðir og eftir ákveðnum reglum.
Það er næstum hægt að kalla þetta umferðartungumál. Mér finnst þegar ég kem heim til Íslands að ég sé ekki lengur hlekkur í góðum umferðarormi sem liðast um göturnar með bros á vör heldur sé ég sést a bak bandóðum dreka sem vill helst allt og alla éta lifandi eða steikja í geðvonskueldi. Og hann bara kemst ekki nægilega hratt fyrir öllum fávitunum sem eru að þvælast fyrir honum svo hann refsar öllum hægri vinstri sem hindra för hans. Hann ætlar sko ekki að láta neinn segja sér hvernig hann kemst fyrstur heim.
Minnir mig á einn íslenskan frænda sem aldrei gefur stefnuljós. Þegar móðir hans gerði athugasemd við þá hegðan sagði hann með banvænum íslenskum umferðarhrokahroka "Það kemur engum það andskotans við hvert ég er að fara og reykspólaði af stað"!!!!
Og að lokum vil ég benda á að í mínum litla bær eru afskaplega litlar og mjóar götur. Það er ekki einu sinni pláss til að breikka þær eða tvöfalda og eftir þeirri staðreynd reynum við bara að keyra.
Megið þið öll eiga geðgóðan dag í umferðinni og leyfa kurteisi, tillitssemi og geðprýði að skína út frá ykkar persónuleika þar sem hann situr undir stýri og veit hvað skiptir máli svo þið megið öll komast heil heim. Og allir saman nú...Veifa, blikka brosa og bjóða greiða leið á götum úti !!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 17:02
Orkusparnaður og nýting hugarorku
Ég er að spara orku og sit með kalda putta og lekandi nef hérna við tölvuna sem er keyrð á batteríunum sínum núna. Mun ekki hita neitt upp með gasinu dýrmæta fyrr en eftir klukkan 6. Hvorki vatn né hús. Hef kveikt á einu kerti til að sjá til því það er farið að rökkva. Er búin að læra margt undanfarið um gildi þess að spara orku og þvæ t.d allt á 30 í stað 40 gráðum áður, því það sparar hellings orku. Mæli með að allir fataframleiðendur breyti merkingum í fatnaði og segi að það EIGI að þvo allt á 30 og leggi þar með lóð á vogarskálar orkusparandi aðgerða.
Eina orkan sem ég nota ótakmarkað er hugarorkan enda er hún eitthvað sem eyðist ekki þó maður noti mikið af henni og hún er líka ókeypis. Hugarorku má nota í svo margt. Senda vinum sínum hugskeyti svo þeir fái það á tilfinninguna að þurfa að hringja í mann. Sparar manni helling í símreikninga. Hugarorku má líka nota til að senda frumunum í líkamanum skýr skilaboð um að maður sé heilbrigður og hraustur og þannig má spara sér læknis og lyfjakostnað auk þess að heilbrigt og hraust fólk sparar atvinnurekendum veikindakostnað vinnuafls. Svo maður tali nú ekki um sparnaðinn í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Einnig má nota þessa stórfenglegu hugarorku til að trufla þann sem maður teflir við eins og rússnenskur skákmeistari gerði hér áður fyrr. Ætli maður geti ekki bara sent hinum ýmsu stjórnmálamönnum hugskeyti og látið þá halda að þeir séu bara að fá svona framúrskarandi hugmyndir sjálfir þannig að þeir fari raun að vinna fyrir almenning í landinu???
Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað má gera með hugarorkunni fleira en að spara. Mætti halda að ég væri farin að vinna hjá einhverju sparnaðarráði en það þætti eflaust mörgum skrítið þar sem ég hef aldrei verið þekkt fyrir sparnað. Spyrjið bara bankann minn.
Kannski að þetta séu einhverjar hliðarverkanir af því að eiga skoskan tengdason???
Bloggar | Breytt 22.1.2007 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.1.2007 | 13:00
Að fara að heiman og koma vellrík heim
Vildi bara deila með ykkur gleði minni. Er loksins búin að fatta leyndóið um hversvegna sumir verða vellríkari en aðrir. Maður á bara að fara úr landi og gera eitthvað í einhvern tíma. Svo kemur maður heim aftur og er þá vellríkur íslendingur.
Og ég er einmitt búin að gera allt af þessu nema koma heim.
Best að athuga hvort það sé ekki ódýrt far á netinu núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 12:01
Barnastjörnur, blíðar jésúmyndir og blogg.
Barnaminningar mínar um sunnudagsmorgna innihalda sunnudagaskóla í skúr á fótboltavellinum og við systurnar með klósettpappír í hárinu. Laugardagskvöldin voru flest sett þannig upp að við fengum að trítla í sjoppuna og kaupa litla kók í gleri og kókosbollu. Svo meðan við horfðum á svarthvíta kúrekamynd eða Shirely Temple barnastörnu, rúllaði mamma upp á okkur hárinu með klósettpappír. Tilgangurinn var jú sá að vera með krullur og líta út eins og barnastjörnur á sunnudögum. Eftir að hafa móttekið boðskapinn í sunnudagaskólanum og fá jésúmynd skokkaði maður heim yfir leðjuna á fótboltavellinumog fékk hrygg með sultu í matinn. Svona liðu sunnudgarnir í mörg ár, krullað hár og oftast sunnudagsbíltúr um bæinn.
Núna vakna ég á sunnudagsmorgnum með úfið hár og skeyti ekkert um að láta kristna mig eða bera í mig blíðar Jésúmyndir. Það er ekki hryggur í hádegismatinn og enginn bíltúr um bæinn.Bara blogg. Allavega í bili. Svo eru stórar fyrirætlanir um undirbúning fyrir flutninga og tiltekt á öllum hæðum, pakkanir og hreingerningar en þegar ég lít í kringum mig núna fallast mér hreinlega hendur yfir verkefnunum sem bíða mín og ég geri mér grein fyrir að ég þarf hjálp.
Best ég reyni að grafa upp gömlu Jésúmyndirnar og athugi hvort ég biðji bara ekki um styrk og hjálp frá almættinu á þessum sunnudegi. Ætli það hjálpi að líta út eins og sannkrulluð barnastjarna með spenntar greipar?
Maðurinn minn er komin af stað með ryksuguna svo mér virðist ég hafa verið bænheyrð og ætla nú að hjálpa til....En samt ekki fyrr en ég er búin að blogga. Maður verður að vera með forgangsröðunina á hreinu í lífinu ef maður ætlar að ná hamingjuhæðum og árangri í hlutabréfakaupum.
Amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2007 | 18:50
Lífsstíllinn minn.... að lifa og leika í rúminu eftir kvöldmat
Besta sem mér hefur dottið í hug lengi. Borðum snemma og förum svo uppi rúm . Helst ekki seinna en um hálfsjö. Fartölvan fær að koma með, nokkur skemmtileg blöð og tímarit..kveikjum á litla sjónvarpinu og hrúgumst öll uppí stóra hjónarúmið. Allir í góðum náttfötum og með eitthvað gómsætt að narta í á náttborðinu. Þegar það er svona dimmt og kalt er þetta best í heimi. Krökkum og kalli finnst þetta frábær hugmynd hjá mömmunni.
Kjöftum og kúrum og horfum á góða þætti ef þeir eru á dagskrá og maður þarf ekki að gera neitt þó maður sofni. Bara halda áfram að sofa vært í stað þess að skreiðast úr sófanum, upp að bursta og hátta og leggjast svo glaðvakandi til svefns eftir allt þetta brölt.
Mæli með þessu allavega fram á vorið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 15:58
Með vitring á annarri öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni.
Mætur maður hallaði sér yfir öxlina á mér áðan og rýndi á bloggið mitt. "Ef þú ætlar að ná árangri á blogginu verður þú að tala um það sem allir hinir eru að tala um" sagði hann.
Held honum finnist ég ekki nægilega pólitísk eða þenkjandi á stjórnmálasviðinu. Og hvað er það að "ná árangri" á blogginu? Ég held ég verði bara árangurslaus bloggari og haldi mig við það markmið mitt að halda geðheilsu langt yfir áttrætt og skipta mér ekkert að því sem er greinilega að gera ykkur hin gráhærð og skrifa bara um það sem mér liggur á hjarta hveru sinni óháð öllum vinsældarlistum.
Þetta segir vitringurinn sem situr á öxlinni á mér..og ég tek fullt mark á honum. Ætla samt að tala um einn mann sem allir hinir eru að tala um. Hann gerir mig neninlega alls ekki gráhærða. Hann gleður mitt litla hjarta og gefur mér von. Og þannig fólk nenni ég að tala um og hugsa um.
Við Ómar eigum okkur nefninlega langa sögu.Kynntumst fyrst þegar ég var aðeins fjögurra ára og afi kom heim einn daginn með litla vínilplótu sem hann setti á fína grammófóninn í stássstofunni. Þar lærði ég að baka og loka og læsa allt í stáli..eða var það áli.? Man ekki alveg. Svo kenndi Ómar mér það að það er allt hægt þegar hann söng um bílinn sem sem skrölti áfram þó hann væri bara á þremur hjólum. Og Ómar hefur haldið áfram að gera allt sem öðrum hefur þótt óhugsandi.
Núna er hann t.d að gera allt sem hann getur til að vekja upp sofandi stjórnmálamenn sem gera venjulegt fólk gráhært langt fyrir tímann og rænir það geðheilsu. Ómar passar líka uppá allt sem er raunverulega dýrmætt. Það að hafa skoðun og kjark og fylgja því eftir sem manni finnst rétt sama hvað hver segir. Hann stendur líka vörð um landið og náttúruna meðan sumir aðrir lita á sér hárið.
Ég held að ég sé bara vel sett með vitring á annarri öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni. Set hér inn ljóð eftir sjálfa mig sem Vitringurinn hvíslaði eitt sinn í eyra mér og tileinka það hér með baráttunni fyrir landinu okkar, náttúrunni og plánetunni.
Því bænin svo heit
brennandi biður
um líkn þína, Móðir.
Á krossgötum stendur
rennandi á
kitlar þar ókunnar strendur.
Stattu þar einn
og horfðu þar á
fegurstu ljóðlínur heims
er á heljarþröm stendur
og bíður þess eins
að þú vaknir
og þvoir þínar hendur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2007 | 12:05
Er eðlilegt að elska kaffihús???
Bara spyr. Tíu trylltir hestar geta ekki haldið mér frá kaffihúsinu mínu. Ég elska CJ´s.
Rjúkandi kappúsínó, rauði sófinn uppi við vegginn svo ég geti horft yfir alla hina kaffihúsagestina og út um gluggann. Alveg sama hvort ég sit þar ein eða með einhverjum vina minna. Þetta er partur af mín daglega lífi og ég vil ekki heyra orð um hvað maður geti sparað með því að drekka hryllilegt kaffi aleinn heima hjá sér.
Hefði örugglega sómt mér vel á Borginni hér í den með listaspýrunum yfir vangaveltum um lífið og tilveruna. Verst að ég var ekki fædd þá annars hefði ég mætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari