Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
25.1.2007 | 23:32
Eitt orð fyrir svefninn
Eftir annasaman dag er bara eitt sem situr í huga mínum.
Að leggjast á koddan sátt við Guð og menn og trúa því að þegar sólin kemur upp á morgun kemur hún upp með dagsbirtu og von. Að allt sem í dag gekk ekki upp verði leyst og lagað meðan þú sefur.Settu óskina þína út og treystu að hún verði þinn veruleiki.
Þessi veröld er nefninlega troðfull af kraftaverkum hvern einasta dag. Það er bara þitt að sjá það og njóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2007 | 20:11
Amma breytir heiminum!
Rosalega langar mig til að fara út í heim og laga hann svolítið til þegar ég horfi á þig litla mannvera.
Hreinsa burtu allt það ljóta og hörmulega og setja bara niður blóm og eplatré svo þú getir notið þessarar jarðar. Biðja allt mannfólkið sem á eftir að verða á vegi þínum um að sýna þér allt það besta sem býr í þeim og lýsa upp tilveruna þína með umhyggju, skilningi og gæsku.
Æ já. Það er stórt hlutverk að vera amma. Það hreyfir við hjartanu í manni og mann langar svo mikið að geta fært fjöll og búið í haginn fyrir ykkur litlu mannverur. Í þínu lífi ætla ég að leika hlutverk góðu álfkonunnar og segja þér skemmtilegar og fallegar sögur sem gefa þér kjark til að verða allt það besta sem í þér býr. Og baka handa þér pönnukökur og prjóna hlýja flík.
Jamm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2007 | 11:26
Þið þarna bloggarabrjálæðingar
..nenniði að hægja aðeins á ykkur????
. Ég sit hér sveitt við að skrifa mjög merkilega pistla svo ég geti fengið að vera á forsíðunni á Moggablogginu í smá tíma en þið eruð alltaf að eyðileggja þetta fyrir mér. Það eru nú takmörk fyrir hvað maður getur fengið margar góðar hugmyndir til að skrifa um á dag!!!!! Nú er ég t.d búin að skrifa um íslenska tilfinningatréhesta, grenjuskjóður,guðdómlega snjókomu í útlöndum og mína innri fegurðardís og mér finnst það bara nóg í bili og að það ætti nú að halda mér á forsíðunni a.m.k fram yfir hádegi.
En nei..þið þurfið svo mikið að troðast og láta á ykkur bera að ég dett mjög fljótt út. Og svo eruð þið ekki einu sinni að skrifa neitt skemmtilegt. Bara röfla allir um það sama og halda að það sé eitthvað spennandi. Pólítík???
Dettur ykkur ekkert skemmtilegra eða frumlegra í hug..ha? Það er búið að þrasa um pólitík í mörghundruð ár og hún hefur ekkert batnað þrátt fyrir það. Og svo verðið þið vinsælust og takið allt plássið hérna. Skil þetta bara ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2007 | 10:43
Guðdómleg snjókoma og innri fegurðardís
Þegar maður er íslendingur á útlenskri grundu þar sem næstum aldrei snjóar fer um mann sælu og gleðihrollur þegar það kemur snjór. Og akkúrat núna falla til jarðar dúnmjúkar snjóflögur og minna mig á landið mitt. Er ekki merkilegt að engin þeirra er eins? Að hvert einasta snjókorn er einstakt í lögun og hefur sitt munstur?
Alveg eins og við mennirnir. Algerlega einstök eintök hvert og eitt einasta okkar. Ég er t.d alveg einstök kona. Það er engin önnur mannvera nákvæmlega eins og ég til í allri veröldinni. Reyndar var fólk að rugla mér saman við Ellu Sveins á stöð 2 forðum daga en það telst ekki með.
Sá einu sinni myndir af snjókornum sem maður tók sem hafði ferðast um allan heiminn í yfir tuttugu ár og hann hafði ekki fundið eitt einasta sem átti sér tvífara í sjnókornafjölskyldunni. Þetta voru fallegar myndir og minna um margt á vatnsdropamyndir Emotos.
Vissuð þið að vatnið breytir sér eftir því hvernig þú hugsar til þess og hvernig orka er í kringum það? Bregst meira að segja við orðum og tónlist? Og þar sem að uppistaðan i okkur sjálfum er að mestu vatn þá er eins gott að hafa hemil á því hvað maður er að hugsa og segja. Ekki vill maður vera með eitthvað gruggugt skrímslavatn innan í sér? Þess vegna hef ég nú tekið upp þann góða sið að tala fallega við vatnið í sjálfri mér og hugsa bara fallegar og jákvæðar hugsanir til hennar einstöku mín.
Og ég ímynda mér að ég sé að taka stökkbreytingum hið innra og breytast í stórkostlega fegurðardís. Ég meina það getur bara ekki annað verið þegar ég kyrja t.d í hvert skipti sem ég fer í bað orðin...fegurð, heilsa, hamingja, kærleikur og jafnvægi. Og ég bíð spennt eftir að þessar innri breytingar nái alla leið í gegnum skinnið á mér og birtist í mínu ytra formi líka. Þann dag set ég inn stóra mynd af mér á bloggið mitt svo þið getið kommentað á hvað allt svona virkar dásamlega vel.
Bloggar | Breytt 28.1.2007 kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 09:14
Íslenskur tilfinningatréhestur og breskur táradalur
Ji hvað konur gráta mikið hérna. Yfir öllu og alls engu. Svei mér þá. Mér líður bara eins og tilfinningaheftum tréhesti meðal þeirra og get ekki fyrir mitt litla líf kreist fram tár þeim til samlætis.
Fór með vinafólki mínu á kaffihús um daginn þar sem við hittum dóttur þeirra hjóna sem var að koma úr fyrstu sónarmyndatökunni. Gleðilegur atburður. Öll fjölskyldan grét og snýtti sér í kaffihúsasérvíetturnar. Ekki ég. Bara brosti og þurrkaði mér um munninn með sérvíettunni minni.
Mömmurnar á skólalóðinni eru svo alveg í sérflokki. Einn drengur kom úr skólanum með marblett á enninu. Móðirin tók andköf og hágrét. Gat varla spurt soninn hvað hafði gerst fyrir ekkasogum.
Eða þegar börnin sýna leikrit eða syngja saman fyrir okkur mæður. Það er sko táradalur.Maður heyrir varla í krakkagreyjunum fyrir snökti og verður hreinlega votur í fæturnar.
Og þetta gera grenjuskjóðurnar hvar sem er og hvenær sem er um hábjarta daga og skammast sín ekki neitt. Og þegar ein byrjar þá er þetta eins og með beljurnar og pissustandið á þeim. Allar konur sem eru viðstaddar byrja að gráta líka. Nema ég. Þeim finnst ég svakalega sterkur karakter.
Ekki að mér finnsit eitthvað að því þegar fólk grætur. Það er bara hollt og gott fyrir sálina að gráta. Líka fyrir karlmannssálir. En það má alveg vera alvöru ástæða fyrir því að kreista fram tár. Eins og t.d fallegur söngur. Þá getur íslenski tréhesturinn sko grátið.
Snökt.
Lét meira að segja næstum glepjast forðum daga þegar mér var boðið á samkomu hjá Krossinum. Þegar ég grét yfir söngnum þá héldu allir að ég hefði frelsast.
Og sumt í veröldinni er bara sorglegra en tárum taki og því sýg ég upp í nefið og harka af mér staðráðin í því að einn góðan veðurdag muni ég finna lausnir sem munu leysa vandmál okkar mannanna í þessum táradal. Þann dag mun ég sko gráta hátt og í dagsbirtu.
Bloggar | Breytt 28.1.2007 kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2007 | 17:51
Er eitthvað bilað?
Fólk hefur verið að koma að máli við mig á msn og segja mér að það sé ekki nokkur leið að setja inn athugasemdir á bloggið mitt og ekki bara hjá mér heldur fleirum. Það gerist líka oft að ég er að gera athugasemdir hjá ykkur hinum en þá kemur upp villumelding sem segir að ég þurfi að vera innskráð til að geta skipt mér af...en samt er ég innskráð???
Teljarinn yfir heimsóknir dagins er heldur ekki inni og bloggvinir mínir allir horfnir af síðunni. Og mér sem var farið að þykja svo undurvænt um þá alla.
Kann einhver einhverjar skýringar á þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2007 | 11:20
Að búa til vélmenni úr manneskjum svo kerfið megi virka
Ég er ekki enn búin að jafna mig eftir fæðingu dóttur minnar. Ekki þegar hún fæddist fyrir heilum 23 árum,heldur þegar hún fæddi sína dóttur núna í janúar. Þá varð ég vitni að því hvernig þessi kerfi og system sem við mennirnir erum búnir að búa til í fáfræði okkar og ótta við mistök koma í veg fyrir að við högum okkur eins og manneskjur með heila sem virkar og hjarta sem slær.
Ég verð enn reið og hálfhrædd þegar ég hugsa um þetta allt saman. Málið er að það eru allir orðnir svo hræddir við að gera mistök í starfi og vera svo súað fyrir, að fólk getur ekki lengur sinnt störfum sínum á eðlilegan hátt.
Ljósmóðirin sem átti að vera með okkur í gegnum fæðinguna skrifaði heilan doðrant af upplýsingum og niðurstöðum úr alls konar mælingum sem hún gerði í gegnum ferlið sem fæðingin er. En hún gerði heldur ekkert annað. Sat og skrifaði og leit á klukkuna og mældi og skrifaði og horfði á mónitorinn og skrifaði og mældi og leit á klukkuna og skrifaði þetta allt samviskusamlega niður. Líka þegar dóttir min kastaði skyndilega upp og ég greip æluskál til að láta hana fá sem varð full og þurfti aðra..stóð þarna ráðalaus og skimaði í kringum mig og reyndi um leið að hlúa að verðandi móðurinni sem hélt áfram að kasta upp...þetta varð hálfgert ástand og ég þurfti greinilega aðstoð. En ljósmóðirni sem sat við hliðina á mér hélt áfram að stara á mónitorinn og skirfa og mæla og blikkaði ekki einu sinni auga hvað þá að hún liti í átt til okkar. Hún hefur örugglega skrifað.."Sjúklingur kastar upp..móðirin réttir æluskál. Æluskálin fulll og ekki önnur til staðar. Móðirin kemst ekki til að finna aðra skál . Þarf að hlúa að verðandi móður. Er greinilega ráðalaus og vonast eftir að einhver komi þeim til hjálpar. Þetta gerist klukkan 22. 03 og stendur enn yfir þegar ég skrifa þessar upplýsingar. Ástandið fer versnandi og hríðar greinilega mjög harðar og verðandi móðir heldur áfram að kasta upp. Mun líklega bara æla yfir móður sína, sængurföt og sjálfa sig ef ekkert verður að gert. Klukkan er nú 22. 14."
Þetta var eins og að vera í návist vélmennis sem hafði engar mennskar tilfinningar og gaf ekkert af sér en sinnti upplýsingaskráningu um ferlið á fullkominn hátt.
Þegar nóttin hafði liðið nokkurn veginn svona kom bara að því að ég fékk nóg. Snéri mér að ritaranum í hjúkkubúningnum og spurði hvort hún gæti aðstoðað mig við að aðstoða verðandi móður við að koma barnabarninu mínu í heiminn og sagði henni um leið að ég skyldi ekki í hverju starf hennar væri eignlega fólgið. Og að mér þættu þetta undarleg vinnubrögð vægast sagt og að ég saknaði mannlegrar nærveru hennar og umhyggju fyrir okkur fólkinu á fæðingarstofunni.
Ritarinn horfði á mig eins og ég væri galin og spurði ofurrólega hvort mér væri ekki annt um að það væri allt í lagi með ófædda barnið. Það væri hennar hlutverk að fylgjast með að allir mælar sýndu svo. Og hvort ég gerði mér ekki grein fyrir að ef eitthvað færi úrskeiðis þá yrði að vera til skýrsla svo hægt væri að sjá hverjum eða hverju væri um að kenna. Og þar með rigsaði hún út. En var mætt skömmu síðar til að halda áfram með skýrslugerðina sína.
Sagan endar vel. Barnið fæddist heilbrigt og fallegt og móður og barni heilsast vel.
En eftir situr í mér þessi óhugur. Tilfinning um að við erum að búa til kerfi og reglur og system í kringum okkur sem er yfirfullt af ótta við mistök og fólk sem kann..þorir ekki að vera manneskjur í starfi. Skapa vélmenni sem gera allt "rétt" og láta kerfið ganga en hafa enga mannlega nánd eða pláss fyrir raunveruleg mannleg samskipti. Því miður er þetta bara eitt lítið dæmi um þennan veruleika þar sem reglur og reglugerðir eru settar ofar mannlega þættinum. Er það nema von að fólk verði stundum frústrerað og ringlað í þessum samfélögum okkar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 15:36
Sérhannaðar prjónasokkabuxur og nýtt útlit
Er búin að fara úr einum búningi í annan í dag og endalausa hringi. Er að reyna að ákveða lúkkið á síðunni og líkar best við formatið sem ég er með núna en finnst athugasemdaformið frekar ruglingslegt og samanþjappað.
Setti inn mynd efst á síðuna sem Sunneva listakonan mín tók og notaði sem þema í hönnun á sokkaverkefni sem hún var að gera í skólanum sínum. Hönnunarfyrirtæki hafði svo samkeppni um bestu hönnunina og auðvitað varð Sunneva í öðru sætinu. Það var ekki að því að spyrja. Systir mín sagði þegar hún heyrði það "Já þetta eru asnar, hún hefði átt að vinna þetta" Ég hlakka til þegar hún verður búin að læra alllt sem máli skiptir í hönnun og getur farið að hanna mömmu sína frá toppi til táar. Ég get alveg hugsað mér að vera sérhönnuð og falleg dama svona á efri árum.
Sjáið þið mig fyrir ykkur að ganga um tignarlega í sérhönnuðum prjónasokkabuxum og vera ferlega spes??? Eins og vatnadís og með vatn í poka sem gutlar og sullast í svo maður sé í stíl við vatnsþemað á myndinni.
Nú fer ég í bað. Væruð þið til í að kommenta svo í ruglingslega athugasemdadálkinn. Ég hef nefninlega svo gaman af að leysa ráðgátur og finna út hver skrifaði hvað.
Svona lítur eitt sýnishorni út..mjög flott!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2007 | 11:00
Listaverkaþjófnaður á aðeins 10 mínútum fyrir framan alþjóð
Hrikalegt. Setti inn mynd af málverki hér fyrir neðan og það var búið að ræna því eftir aðeins 10 mínútur og það beint fyrir framan augun á ykkur. Hvað voruð þið eiginlega að hugsa?
En sem betur fer átti ég aðra alveg eins og setti hana inn í staðinn. Verst hversu hjarta mitt titrar þegar eg horfi á gapið þar sem hin myndin var. Ég hef því miður ekki efni á að bjóða þrjótunum sem stálu myndinni af Móður Jörð neina peninga svo þeir skili henni en ákalla bara afmælisbörn þjóðarinnar um að hjálpa í þessu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2007 | 10:09
Draumastund með Móður Jörð
Þessa mynd málaði ég 1998 eftir að ég hitti Móður Jörð í draumi. Við vorum staddar í sérkennilegu landslagi þar sem tré uxu upp úr eplum og hún hélt á stórri leirkrús sem uppúr flugu marglit fiðrildi. Hún bað mig að mála sig eftir minningu draumsins þegar ég vaknaði.
Ég vinn mikið með drauma og innri tilfinningu þegar ég mála og flestum myndum minna fylgja sérkennilegar sögur sem spretta fram alskapaðar þegar myndin hefur verið gerð. Ég veit aldrei hvað ég er að fara að mála. Byrja bara með lit sem talar til mín og leyfi svo viðfangsefninu að verða til og elti bara pensilinn og tilfinninguna. Það er eins og hugmynd sé til á einhverju sviði og það sé hlutverk listamannsins að ná tengingu við hana og hjálpa henni að fæðast inn í veröldina. Og hún er ekki hans heldur öðlast sjálfstætt líf og heldur sína leið til þeirra sem bíða hennar.
Æ það er svo gott að fá lit í tilverunna svona um morgun. Finnst ykkur það ekki?
Smá svona listapælingar i morgunsárið fyrir þá sem hafa gaman af litum og formum og skrítnum sögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari