Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
28.1.2007 | 15:04
Kerlingarótti og köngulær.
Einu sinni var ég skíthrædd við köngulær. Og auðvitað lögðu þessi kvikindi mig í einelti. Þó ég byggi á þriðju hæð í blokk um hávetur á íslandi og allar eðlilegar köngulær í dvala var alltaf ein sem vakti og sprangaði um á koddanum mínum eða í hárinu á mér. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að ég hafi argað og gargað, hoppað og skoppað ef eitthvað hreyfðist nálægt mér og gæti verið könguló. Innri terrrorrinn sem fóbíunni fylgdi var sko ekta.
Man þegar ég lagði land undir fót og heimsótti ameríku í fyrsta sinn. Sat í bíl á hraðbraut og krakkagemlingar í aftursætinu. Bílstórinn var að spjalla við mig þegar hann skyndilega steinhætti að tala og starði skelfingu lostinn á minn langa og fagra háls. " Ekki hreyfa þig "stamaði hann. Það er risastórt köngulóarkvikindi á hálsinum á þér og ég veit ekki nema það sé baneitrað.
Ég fylltist ótrúlegri skelfingu en hlýddi því að hreyfa mig ekki, þar sem ég átti enn eftir að sjá ýmislegt í ameríkunni og vildi ekki enda ferðina nýkomin og vera send heim steindauð með köngulóarbit á hálsinum. Man bara að innra með mér argaði ég hljóðlaust af skelfingu og tærnar á mér voru í tryllingskasti í skónum. " Oj" sögðu krakkagemlingarnir í aftursætinu og störðu hugfangin á skrímslið. "Hún er brún" sagði annað þeirra. "Og loðin" bætti hitt þeirra við. Og við á miðri hraðbraut þar sem hvergi var hægt að stoppa. Bílstjórinn var svo hræddur sjálfur að hann var með svitadropa á efri vörinni og allt í einu greip hann hálsklút sem lá í kjöltu minni og henti honum á köngulónna sem rann beinustu leið niður hálsmálið á kjólnum mínum. Þarf ég eitthvað að lýsa því hvernig mér leið? Haggaðist ekki því ég trúði því algerlega að ég mætti ekki hreyfa mig því þá myndi kvikindið bíta mig og drepa. Innri tryllingurinn bara jókst og það var alveg að steinlíða yfir mig af streitu og skelfingu. Loksins, loksins gátum við stoppað og ég hentist út úr bílnum út á engi og argaði og gargaði og öskraði og dansaði trylltan stríðsdans og hristi mig frá hvirfli til ylja. Gat ekki hætt að öskra í langan tíma. Veit ekki hvað flaug í gegnum huga þeirra sem keyrðu framhjá þessari snarbrjáluðu konu enginu..hehe.
Ekki skemmtileg lífsreynsla get ég sagt ykkur.
Núna er ég ekkert hrædd við köngulær. Maður venst þeim hangandi í hverju horni og meðan þær skríða ekki beint upp í munninn á mér er mér nokk sama um þær. Las líka áhugaverða kenningu um að köngulær tákna innri styrk og ástæðan fyrir að flestar konur séu svona óstjórnlega hræddar við þær þýði að þær óttist svo mikið sinn eigin styrk. Þessu trúi ég algerlega. Núna er ég alveg óhrædd við minn innri styrk og hætt að hræðast köngulær. Það er örugglega engin tilviljun og nú get ég allt sem ég vil. Myndi meira að segja skreyta afmæliskökuna mína með könguló og fagna því að með aldrinum verði ég stöðugt vitrari og sterkari.
Já svona er nú lífið oft skrítið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vitiði það að ég þurfti að skrópa í fimmtugsafmælinu í kvöld svo ég gæti verið hér og haldið áfram að blogga. Hefði nú hugsað mig tvisvar um eða oftar hefði ég haft grænan grun um hvert þetta myndi leiða. Hún er nú örugglega ekki mjög glöð afmælisstelpan með skrópið en ég mun bara segja henni á morgun hvað kom fyrir mig. Moggabloggið! Hún jafnar sig vonandi fljótt enda orðin HÁLFRAR ALDAR gömul og þroskuð eftir því.
Ég er ekkert mjög reið eða fúl yfir að fólk sé ekki að kvitta heima hjá mér. Þykir það ekki eðlilegasti hlutur í heimi að fara inn hjá öðrum og fá sér allt sem mann langar í og fara svo bara án þess að spjalla við húsráðanda eða þakka fyrir veitingarnar. Jafnvel þó manni hafi ekki líkað heimabakaða kakan?
Það er bara kurteisi. Og eins og ég sagði áðan er ég ekkert móðguð þó þið nennið ekki að gera athugasemdir. Mun bara refsa ykkur harðlega á minn hátt. En ekki hafa áhyggjur því ég er komin í hjúkkubúninginn minn og mun auðvitað hjúkra ykkur vel á eftir. Svo gestrisin er ég nefninlega og kurteis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.1.2007 | 17:46
Þetta er allt í lagi elskurnar ég er ekki að kafna úr kynþokka.
Var orðin svo fjólublá á litinn á myndinni sem ég var með af mér hérna að ættingjar vinir og aðrir aðdáendur voru farnir að fá smá áhyggjur. Þetta var auðvitað bara þreyta . Ég var orðin yfir mig þreytt af leti. Mér líður miklu betur núna þegar ég er búin að taka til og gera fínt hjá mér. Ætla meira að segja að fara í stórmarkað og kaupa mat og elda áður en ég fer út með stelpunum.
Var að hugsa þetta áðan þegar ég var að velja mynd við hæfi. Ég vil alls ekki að fólk haldi að ég sé eitthvað kyntákn og hugsi lítið. Ég er svo miklu meira heldur en leggjalöng og fagurbúbbuð fjólublá kona. Ég er líka með heila sem ég nota voða mikið til að hugsa með. Þess vegna fannst mér svart hvít mynd af höfðinu á konu með hatt í krús hæfa mér einstaklega vel. Os sjáiði varalitinn. úúúú.....ekkert smá sexí..ha?
Jæja verð að drífa mig að kaupa leggi. Já ég veit..... það fyrsta sem ykkur dettur í hug eru löngu leggirnir á mér. Ég er auðvitað að fara að kaupa kjúklingaleggi. Munið það sem ég var að segja ykkur rétt áðan. Ég er með heila.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 16:08
Eggjaást og laugardagshreingerning letigúrku.
Egg eru dásamleg. Ég elska egg. Soðin eða spæld, hrærð eða hrist, alltaf jafngóð. Þau má líka nota til að láta í ljós gleði og hamingju með því að nota þau í sæta súkkulaðiköku handa ástinni sinni eða grýta þeim í fólk sem syngur verulega illa. Ég myndi samt aldrei gera slíkt.
Hér sit ég og reyni að láta mér detta allt í hug svo ég þurfi ekki að taka til og þrífa heima hjá mér. Meira að segja skrifa ég pistil um egg. Hversu langt leiddur er hægt að vera í hreingerningar og tiltektarandúð?
Hér þarf að laga til. Veit ekki einu sinni hvar börnin eru í þessari hrúgu hérna. En fyrst ætla ég að búa til orð.
Letigúrka.
Letigúrka er samnefni fyrir fólk sem nennir ekki neinu. Hreyfist ekki heldur liggur bara eins og græn gúrka á borði. Í dag er ég ein af þeim. Nei ekki lengur!!!! Nú fer ég og geri fínt hjá mér. Verðlauna mig með yndislegu forðubaði og fer svo og hitti stelpurnar á sæta kaffihúsinu. Ein þeirra er nefninlega fimmtug í dag. Og hvað ætla ég að gefa henni í afmælisgjöf?
Nú auðvitað dásamlegt egg..en ekki hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 12:56
Hversu vel brýnd er samviskan þín?
Eitt sinn var indíáni spurður að því hvort hann vissi hvað samviska væri.
"Já" sagði hann og benti á brjósið á sér. Samviskan er hérna inni og er þríhyrningur með afskaplega beitt horn. Þegar ég geri eitthvað rangt snýst þessi þríhyrningur og sker hold mitt svo mér blæðir. En ef maður gerir rangt aftur og aftur þá rúnnast beittu hornin af með tímanum og maður hættir að finna til þegar samviskan snýst."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.1.2007 | 10:08
Ansans. Vaknaði klukkan 5 í nótt með rosalega ræðu í kollinum...
.....sem ég held að verði tímamótaræða og muni breyta öllu pólitísku landslagi á íslandi og jafnvel víðar. Verst að ég man ekki alveg í smáatriðum núna hvernig hún hljómaði, man bara að þetta var þrusuræða. Svo hef ég heldur ekki tíma til að hamra því inn sem ég þó man því ég þarf að fara og horfa á Net ball þar sem dóttir mín er að fara að keppa. Hvað ætli margar umbyltingar hafi hreinlega farist fyrir og verið settar aftar í röðina en móðurlegar skyldur okkar heimshugmyndafræðinganna?
Maður spyr sig stundum að því. Gerði reyndar ágætis verkefni þegar ég var að nema Social sculpture um hvernig konur þurfa að taka sér sitt pláss og gera það sem hugur þeirra stendur til. Set inn eitthvað meira um það verkefni síðar.
Best að setja sig í gírinn og fara að æfa raddböndin fyri hvatningarópin. En þegar ég rekst á þann sem fann um þennan Net ball leik mun ég ekki vanda honum kveðjurnar. Hef sjaldan vitað önnur eins leiðindi. Nota bara tímann og reyni að rifja upp ræðuna sem getur bjargað íslenskri þjóðarsál ef ég man rétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 23:56
Færsla um svo sem ekki neitt sérstakt.
Hún er bara um að láta sig varða og segja satt. Ekkert voðalega mikilvægir hlutir í okkar samfélagi endilega. Setur bara pressu á að vera maður sjálfur og ekki í neinum tískubúningi. Sjá í gegnum pólitíkina sem telur manni trú um að hún skipti máli. Auðvitað vita allir að það eina sem skiptir máli er hver þú ert og á hvað þú raunverulega trúir. Að þú látir engann hafa þig að fífli eina ferðina enn og standir með því sem þú veist innst inni að er rétt. Ekki kjósa bara út frá gamalli minningu eða draumi að allt hafi verið gott. Taktu ábyrgð á framtíðinni og leyfðu engum að segja að þú hafir gullfiskamynni. Vertu. Og gerðu það sem er rétt. Núna er tími til að breyta.
Ehh smá kosningaræða með von um að framsóknarféð skili sér ekki í réttirnar í vor þó það sé vel eyrnamerkt.
Bloggar | Breytt 27.1.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 21:57
Hí hí...heilafrumur fara í partý.
Einn bloggvina minna varpar upp spurningum um heilafrumur og sæðisfrumur og það minnir mig á uppákomu hérna heima.
Eitt kvöldið sátum við hjónin í sófanum að horfa á sjónvarpið. Heyri ég þá eitthvert uml koma úr kolli karlsins. Legg betur við hlustir og heyrist þá" Djö...er ógeðslega leiðinlegt hér. Alltaf bara ég og þú tveir saman og ekkert að gerast. Ég rétti úr mér og hlustaði betur og heyri þá að þetta eru heilafrumurnar hans að tala saman.. "Segi það nú bróðir við alltaf bara tveir hér og lítið fjör" Heyrist þá á mjög skýran hátt úr kolli karls langt andvarp og uml. "Hvað getum við eiginlega gert til að hafa gaman saman"?
Kom svo löng þögn úr hausi karls meðan heilafrumurnar lögðu heilann í bleyti.
Svo gellur við í annari heilafrumunni.
Hey ég veit. Förum niður í pung. Það eru allir alltaf þar!!!
Bloggar | Breytt 27.1.2007 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.1.2007 | 17:26
Er ég orðin fjólublá??? Örlagaspurningar konu á föstudegi.
Þegar ég skoða myndina af mér sýnist mér ég vera fjólublá á litinn. En bara á blogginu. Frummyndin er alveg eðlileg. Haldiði að það sé óhollt fyrir mann að vera hérna?
Lítur út eins og ég sé að kafna eða kannski er ég bara orðin svona svaðalega andleg? Er ekki fjólublái liturinn tákn fyrir eitthvað merkilegt. Ætli það séu mín örlög að verða kannski kaþólskur biskup?. Jésús Pétur og ég sem kann ekki stakt orð í latínu.
Ég verð að segja að ég er mjög forvitin um þetta allt saman svona á föstudagssíðegi.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.1.2007 | 10:22
Maddama kerling fröken eða frú? Hver er ég??? Hjálp!!
Hefur einhver farið í Debenhams og fengið klæðaburðsráðgjöf? Svona sérfræðing sem velur liti og snið og stíl. Gerir mann gasalega lekkera dömu á no time og dregur fram allt það besta í fari manns?
Ég er alveg týnd og tröllum gefin með stílinn. Er að fara í gegnum fataskápinn minn og taka uppúr töskunum síðan ég var á íslandi síðast (sem var í nóvember minnir mig) Ekki skrítið að ég hefi ekki átt neitt til að fara í. En staðreyndin er sú að þesssi föt sem þarna hanga eru ekki ég. Veit ekki hvað breyttist en mig langar ekkert að eiga neitt af þessum flíkum en hef ekki græna glóru um hvað ég vil heldur í staðinn.
Það var verið að opna nýja búð í bænum þar sem fást svona kjólar og skór eins og gömlu kvikmyndastjörnurnar klæddust, fjaðraslár og sokkabönd. Mér finnst það soldið smart. En samt ópraktískt þegar maður er ekki kvikmyndastjarna og er aldrei boðið neitt flott út og er bara að gera allt sem venjulegt fólk gerir dagsdaglega. T.d þurfti ég að setja ruslið útfyrir í morgun. Hefði ekki passað að vera með fjaðraslá þá..ha?. Plús það að það hefur aldrei gerst að fólk sitji um að taka af mér myndir. Ég þarf alveg að snúa upp á hendurnar á mínum betri helmingi svo hann taki myndir af mér. Fattaði allt í einu að það var eins og ég væri ekki í þessari fjölskyldu því það voru engar myndir til af mér . Bara börnum karli og gæludýrum og svo fysta bílnum okkar.
Æ er þetta kannski bara svona miðaldurskrísa. Kannski hefur það líka eitthvað með það að gera að ungpæju sniðin eru ekki alveg að smellpassa mér núna. Ætli ég verði ekki bara að horfast í augu við að það sé komið að því.
Að fá sér kvenfatnað. Í dröppuðu. Og Velúr heimagalla.
Hjálp!
Bloggar | Breytt 27.1.2007 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari