Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Krúttlegt hús fyrir tíunda takk og magnaður máttur hugans.

Úpps, gleymdi næstum að blogga í dag. En það er bara af því að ég er búin að vera svo upptekin við að bíða. Hrikalega pirrandi þegar fólk er ekki að vinna vinnuna sína  og lætur mig og aðra bara bíða og bíða og bíða. Æ ég ætla ekki að ergja mig meir á þessu í bili og tala frekar um eitthvað skemmtilegra en vinnuhalta vanvita. Afsakið orðbragðið!

Ok. Okkur fjölskylduna vantar hús til að búa í næstu 6 til 12 mánuðina. Leigumarkaðurinn er mjög dapur þessa dagana og varla neitt í boði sem mér líst á. Svo nú verð ég að bretta upp hugarorkuermarnar og láta orku standa út úr haus út um allan geim og láta húsnæðisenglana finna fyrir mig draumahúsið á lítinn pening, hratt!!! Þeir eru sko ekki vinnuhaltir eða að vandræðast með svona smáræði eins og eitt lítið hús. Ó nei!!! Og hvernig gerir maður svo?

Byrjar á því að sjá fyrir sér auðan skjá eða tjald. Lokar svo augunum og býr til hina fullkomnu mynd af húsinu sem maður vill fá. Þarf að sjá hana mjög skýrt fyrir sér og finna gleðina og vellíðanina innra með sér yfir að þetta hús sé þitt. Finna hvað manni á eftir að líða vel þarna og hversu skemmtilegt verði að búa þar. Það eru engin takmörk fyrir hvað maður má finna til mikillar innri kæti.

Það sem ég vil kæru húsnæðisenglar er eftirfarandi og verið nú snöggir að framkalla þetta til mín takk! Athugið að alheimsenglar þekkja engar takmarkanir þannig að maður þarf ekkert að vera praktískur.

Krúttlegt hús , helst með hliði og boginni trégirðingu í kring. Garður með íkornum og gamalli eik og jafnvel lítilli tjörn. Við þurfum 3 rúmgóð svefnherbergi, geggjað baðherbergi með frístandandi koparbaði(munið maður má biðja um allt sem mann langar mest í), eldhúsi með gaseldavél og öllum græjum, stofu með frönskum opnanlegum hurðum út í garðinn og  stóra skrifstofu. Brakandi tréfgólf og alvöru arin  svo ég geti kveikt upp á köldum vetrarkvöldum, setið við eldinn og samið rómantískar ástarsögur. Mér skilst að maður geti orðið trilljónamæringur af því að skrifa vondar ástarsögur og það er til skotheld formúla sem maður notar bara aftur og aftur. Snilld. Kellingin í bleika gerir það.

Ég er vissum að þetta er byrjað að virka því ég er orðin svo glöð inní mér og bara veit að þetta verður svona.  Er svona og á bara eftir að birtast mér hér. Bara muna að setja inn allt sem maður vill hafa. Magnaðir þessir alheimsenglar. Alltaf reiðubúnir að aðstoða litlar manneskjur sem vantar smá hjálp til að lifa af í flóknum heimi. Voða sætt af þeim. Svo núna er bara að leyfa þeim að skapa þetta allt fyrir okkur og eina sem ég þarf að gera núna  er að treysta og slappa af. Og ég vil ekki heyra neitt sem felur í sér vantrú á að þetta virki. Því þetta virkar. Þessi heimur sem við lifum í er svo rosalega sniðuglega hannaður. Og þetta er örugglega skemmtilegasta plánetan til að vera á því hér eru óendanlegir möguleikar og ekki nema örfáir búnir að fatta það. Sé fram á mikið fjör næstu árin þegar allir hinir fara að gera þetta. Að skapa sinn eigin raunveruleika er auðvitað málið í dag. Mest í tísku!

Mikilvægast af öllu er svo þakklætið. Muna að segja takk og þakka daglega fyrir allt það góða sem er í lífi manns. Þarf að skrifa heilan bloggara um takklætið við tækifæri.sofandi engill


Gleymdir draumar í glerperlum....Aldrei of seint!

einn og gamall

Og gamla manninn dreymdi draum um konuna með tárin.

Þegar hún grét hrundu tár hennar í grasið og ummynduðust í glerperlur. Glerperlur fylltar af litum drauma hennar og þrám.

Hún geymdi þær í svuntuvasanum og lék sér með þær þegar enginn sá til.

Þegar hann fór gaf hún honum eina perlu sem hann setti í vasann, þorði ekki að horfa eða skoða betur það sem í henni var.

Hvað ef draumar hans og þrár færu að birtast honum.

Hann stakk henni djúpt í vasann í myrkrið þar sem engir litir sáust.

Þó hann þyrði ekki að taka hana upp í dagsljósið fannst honum gott að strjúka sléttan flötinn og hugsa um hvaða leyndardóma hún kynni að geyma.

Löngu gleymdar minningar fóru að bæra á sér. Minningar um opið hjarta og viljugan huga. Tilfinning um að vera stór en ekki lítill og aumur eins og núna. Lífið hafði kennt honum á óvæginn hátt að það borgar sig ekki að láta sig dreyma.Það var bara ávísun á vonbrigði og feilspor.

Betra að vera öruggur í því sem hann þó þekkti.

Að hver dagur rennur eins og allir hinir dagarnir. Hljóður í ærandi hávaða sálarinnar.

Í ómi fréttanna af því hvernig þessi heimur var orðinn..ómennskur og kaldur, grimmur og duttlungafullur. Það var betra að reyna að gleyma þessum földu skilaboðum hjartans sem vildi meira.

Þegar hann horfði í spegilinn á morgnana sá hann andlit sem hann kannaðist ekki lengur við. Tómleg augun störðu á hann..virtu fyrir sér lífsins rúnir í andliti hans. Eins og eyðimerkur sandar þar sem vindar blása og forma línur og form, þar sem hvorki er hægt að finna skjól fyrir næðingi lífsins né brennheitum sólargeislunum sem brenndu upp hvern vott af lífi.

Hann rámaði í stundirnar á ströndinni. Þar sem ferskur vindur blés utan af hafinu og færði honum sögur og ævintýri úr veröldinni þarna úti. Og hann hafði látið sig dreyma um að sigla burtu til fjarlægra landa og verða sæfari og finna ástina og lífið sem myndi bíða hans þar.  Þá höfðu augu hans verið full af fjöri og birtu og sannleikanum um að lífið væri gott, að lífið væri fagurt og fullt af földum fjársjóðum.

En það var langt, langt síðan. Með tímanum höfðu öldurnar skolað burtu draumum hans, tilfinningar hans orðið eins og rúllandi steinarnir í fjöruborðinu sem komu og fóru í hverjum andardrætti sjávarins. Og sæfarinn verðandi byrjaði að gleyma ævintýrunum og sögunum frá veröldinni þarna úti, og með tímanum og öldufallinu gleymdi hann líka ævintýrinu um ástina og hinn fagra heim sem beið hans.

Þess í stað hafði raunveruleikinn tekið við. Raunveruleikinn þar sem hver verður að strita hvern dag til að lifa og svo að deyja með draumum sínum.

Hann leit á lúnar hendur sínar, snjáð fötin og fann hvað hann var þeyttur, svo óendanlega þreyttur.

Hann stóð hægt á fætur, kvaddi félagana á knæpunni og hélt út í myrkrið. Regnið lamdi auðar göturnar en honum var ekki kalt. Hann var vanur veðrinu, hann fann bara kuldann í sálinni. Hann gekk niður að ströndinni. Hafið, máninn og vindurinn. Hann andaði að sér ferskri sjávarlyktinni og hlustaði á öldurnar gæla hver við aðra um leið og þær komu við og heilsuðu honum. Eins og þær vissu að þetta væri hann..maðurinn sem hafði ætlað að taka sé far með þeim fyrir mörgum áratugum og láta draumana rætast.

Settis á veðurbarða trébekkinn  þar sem elskendur hittust á fögrum sumarkvöldum í litla þorpinu. Og hugsaði um lífið og raunveruleikann. Og fann í hjartanu söknuðinn.

Hann laumaði hendinni í vasann..strauk ljúflega um glerperluna sem konan í draumnum hafði gefið honum.

Hún var slétt köld og hættuleg. “Merkilegt” hugsaði hann með sjálfum sér að glerperlan hefði verið í vasanum á buxunum hans þennan morgun. Hann var viss um að þetta hafði bara verið draumur. Þegar hann leit í spegilinn  hafði honum brugðið þegar hann sá löngu gleymdum glampa bregða fyrir í augum sínum.

Hann strauk perluna aftur. Huldi hana í hendi sér og hélt fast um hana.

Hún hafði verið falleg þessi kona.

Með ljósgullið liðað hár, tindrandi augu og svolítið bústin undir svuntunni.

Hún hafði tekið hendi hans í sína og haldið henni að hjartanu. Leyft honum að finna sláttinn og hann skynjaði lífið og fannst hann vera ungur aftur.Og honum fannst hann hugrakkur og sterkur. Og hún hafði hvíslað í eyra hans ljóði um að það væri aldrei of seint. Hann vissi ekki alveg hvað hún átti við en samþykkti orð hennar.

Þegar kvöldaði og sólin gekk til náða bak við fjallið sagði hún honum sögur sem hún las úr perlunum. Hún hélt þeim í hendi sér og las úr litum þeirra.

Sagði honum sögur af ferðalögum á fjarlæga staði sem menn þekktu ekki. Þar sem konur ófu örlaganet úr silfruðum þráðum mánans. Gerðu úr þeim möguleika og tækifæri sem biðu þess að verða á vegi mannvera sem vildu lifa og læra. Og sem þorðu að fylgja hjartanu.

Hún strauk hrjúfan vanga hans blíðlega og grét með honum þegar hann sagði henni frá óttanum, frá því að hafa ekki þorað að vera hann sjálfur og hvernig hann hefði látið berast með straumnum og hundsað röddina sem hvatti hann til að vera stór.

Hvernig lífið hefði brugðist honum og hversu sorgmæddur hann væri. Frá unnustunni sem yfirgaf þorpið og  hélt á vit ævintýranna með öðrum manni sem var hugaður og hafði birtu í augunum og kjark.

Frá ölllum einamanalegu stundunum, svefnlausu nóttunum og  myrkrinu sem hafði tekið sér bólfestu í huga hans.

Konan í draumnum hafði valið fallegustu perluna sem hún átti og gefið honum.og kvatt hann með þeim orðum að lífið væri gott og lífið væri fagurt en það væri hans að sjá og skilja.

Máninn óð í skýjunum og varpaði fölleitri birtu á manninn í fjöruborðinu.

Hann tók perluna upp úr vasanum, opnaði lófann hægt og horfði á alla litina sem dönsuðu um í glerperlunni sem einu sinni var tár.

Og hann muldraði um leið og hann stóð upp...”aldrei of seint” og það var óvenjulegur glampi í augunum á honum og fótatak hans ómaði um þögul strætin þegar hann hélt léttstígur út í myrkrið.

Það er sagt að enginn hafi vitað með vissu hvað varð til þess að gamli maðurinn tók sig upp og fór en sögur segja að hann hafi farið til fjarlægra landa og selt fagurlitaðar glerperlur á strætum og  alltaf klæðst fötum sem ofin voru úr silfurþráðum. perla

 


Framtíðarland í fjötrum...eða fuglinn Fönix loks að rísa úr öskunni?

Ég var ein af þeim sem sótti stofnfund Framtíðarlandins í sumar. Þar virtist losna úr læðingi falinn kraftur þjóðar sem hafði of lengi orðið fyrir vonbrigðum. Fólk sem þráði raunverulegar breytingar og öðruvísi gildi. Hitti fólk sem var með tárin í augunum yfir þessari sérstöku von sem þarna kviknaði. Sem var búið að fá nóg af þykjustuleikjum og baktjaldamakki sem hefur ekkert með framtíðarheilbrigði þessarar þjóðar að gera á öllum sviðum mannlífs.

Ég kem ekki saman þeirri tilfinningu og því að troða þeim krafti inn í gamaldags kerfi sem allir sjá í gegnum sem eru stjórnmálaflokkar nútímans. Hafði einhvernvegin þá von í hjarta að til væri að verða afl sem gæti knúið í gegn breytt hugarfar með öðrum leiðum. Ber í brjósti óljósa hugmynd og tilfinningu um að það sé komið að tímamótum sem felast ekki bara í að standa loksins saman heldur og að breyta stjórnunarháttum sem þjóna betur nútíðinni.  Fannst einhvern veginn að þarna væri samankomið fólk sem hefði vilja, getu, þor og kjark til að hugsa öðruvísi. Finna leiðir sem væru færar til raunverulegra breytinga. Sem hefði hugmyndaflug til að sjá öðruvísi og plægja nýjan jarðveg og sá fræjum sem skipta þessa þjóð máli. Miklu máli.

Rakst á blogg í dag sem kynnti enn frekar undir þennan neista.

http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/

Lýðræði án stjórnmálaflokka.

Hafði svo vonað að með þessum krafti væri eitthvað mjög mikilvægt að verða til.

Þegar ég heyrði af því að stefnan væri tekin á stjórnmálin sökk hjartað í mér.

Trú því ekki að enn á ný verði til bræðingur sem blandar sér í baráttu sem litlu skilar. Er ekki tímabært að standa upp og fara alla leið í því að skapa þjóðfélag sem ber keim af manngildi, elsku til náttúrunnar og hvers annars? Afl sem skilur miklu meira en bara raungildi og verðmæti metið í gulli?

Íslendingar. Það er tími til kominn að vakna og vera. Vera fulltrúar í alþjóðasamfélaginu sem sýnir hvað raunverulega skiptir máli og hætta að þegja yfir því sem er löngu orðið lýðnum ljóst.   bundið fyrir munninn

Það er ekki verið að bera hag okkar allra fyrir brjósti. Hættum ekki fyrr en því markmiði hefur verið náð. Það getur tekið tíma og mikla vinnu. En ég er vissum að ef við þorum að brjóta upp fortíðina tekst okkur að finna skref til framtíðarinnar. Í því felst hinn sanni þjóðarauður og hið margumtalaða hugvit. Verum það sem býr best innra með okkur. Nemum ókönnuð lönd.

Er einhver til í að heyra það sem ég er að segja eða er hugur ykkar enn rígbundinn fornum hugarformum og því að einungis sé hægt að gera hlutina á einn hátt? Kannski er þetta skýringin á því að við erum enn hér þrátt fyrir allt? Að hugur og verk séu ekki farin að tala sama tungumálið?


Hippaenglar

Hippaenglar Einu sinni voru tveir hippaenglar sendir til jarðar að leita að hreinum og sönnum sálum. Þeir ráfuð um í leit sinni lengi lengi. Að lokum fóru þeir að safna eplum. Það gekk betur.

Lítil fiðrildasaga fyrir börn í stríði. Stundum er bara komið nóg!

aleinn    Ef ég væri fiðrildi og gæti flogið hvert sem væri myndi ég fljúga til barnanna í Írak og segja þeim að við séum ekki búin að gleyma þeim. 

Ég myndi  setjast á eyrað á litla drengnum sem situr í hnipri og heldur skjálfandi höndum utan um sjálfan sig og hvísla í eyrað hans. Elsku vinur veröldin getur verið svo grimm.  Hvers á saklaust barn eins og þú að gjalda?  Hvar eru áhyggjulausu dagarnir sem þú naust svo.  Vinir þínir og þú að hlaupa um með boltann ykkar, hláturinn og kátínan sem einkenndi leiki ykkar?  Mamman sem hélt utan um þig og sagði þér að þú værir besti strákurinn og bakaði svo handa þér pönnukökur með sultu, fór út í búð og kom ekki aftur.  Ég skil angist þína elsku hjartans vinurinn minn.  Ég skil ótta þinn við þessa veröld.  En trúðu mér, hún er ekki bara svona. Ég er bara lítið fiðrildi komið alla leið frá Íslandi .  Á leið minni sá ég margt ljótt en líka margt fallegt, og ég geymdi allt það besta og fallegasta handa þér undir vængjum mínum. 

Hér er kærleikur í lítilli krukku, þegar þú ert einmana og hræddur skaltu opna krukkuna og lykta uppúr henni.  Hjarta þitt fyllist þá kærleika og ást til allra, líka þeirra sem vita ekki hvað þeir gjöra.  Hafðu ekki áhyggjur af því að þú klárir kærleikann, hann vex eftir því sem þú notar hann meira.  Ég færi þér líka flösku fulla af von og trú og þú skalt fá þér sopa þegar þú getur ekki meir.  Ég  vildi óska að þú gætir komið með mér heim og fengið hlýja mjúka sæng sem ég myndi vefja þig inní, sungið fyrir þig vögguvísuna blíðri röddu eins og mamma þín gerði alltaf og halda þér þétt upp að mér.  Ég vildi geta sagt þér að þetta yrði allt í lagi, að bráðum yrði allt gott og bráðum yrði allt hljótt.  Elsku hjartans vinur.  Ég ætla vera hjá þér á meðan þú þarft á mér að halda. Fljúga í kringum þig og gleðja þig með litunum mínum.  Sjáðu ég á gulan, ég á rauðan og ég á bláan.  Hvaða lit viltu?  Við skulum teikna stiga sem nær alla leið til himna.  Himnastiga.  Já elsku vinur þú mátt klifra upp alla leið, hún mamma þín bíður þín þar uppi.  Hún ætlar að faðma þig og halda þér fast í fanginu sínu á meðan hún segir þér að þú sért besti strákurinn hennar. 

Og svo ætlar hún að baka handa þér risastóra pönnuköku með sultu. 

Farðu nú, hún bíður.Þessi veröld sem við höfum skapað er enginn staður fyrir börn.

GÓÐA FERÐ ANGINN MINN. Fiðrildastelpa
 


Jónatan Livingston Mávur. Lítill fugl með stóra ætlun

Man alltaf þann dag sem þesssi litla bók varð á vegi mínum. Lá bara á gólfinu fyrir utan dyrnar á herbergi mínu á heimasvistinni á Ísafirði og sáði fræi í hjartað á mér þegar ég var bara 17 ára.

Var að lesa hana aftur núna og boðskapur hennar á enn erindi til okkar. Fjallar um máv sem vill ekki lengur vera partur af flokknum sem skrækir hátt og berst blóðugri baráttu um ætið. Hann skynjar tilgangsleysi þessarar endalausu baráttu og fer að æfa flugið sitt.  Að geta flogið hærra, hraðar og náð valdi á flugi sínu. Skoða hvað skiptir raunverulega máli. Að þora að feta leiðina og kanna hvað bíður. Auðvitað snýst flokkurinn á móti honum og fuglafjölskyldan leggst öll á eitt að letja hann. Það má enginn vera öðruvísi og skera sig úr.

Mæli með þessari bók. Er einhver bók sem hefur haft meiri áhrif á ykkur en aðrar?

mávur Eigið góðan dag og fljúgið hátt, hátt!


Frábært að eignast nýja bloggvini um allan heim.

Ég var að eignast nýjan bloggvin í Ameríku sem heitir Bush. Ég þekki hann ekkert mikið en skilst að hann sé einhver stórkall sem telji sig vera útsendara Guðs í fjarlægum löndum. Hann talar mikið um stríð og að bjarga fólki frá vondum köllum. Ég held að hann sé ekki alveg með fulle fem og hef ekkert sagt honum um mig. Hann veit t.d ekki að ég er íslensk. Þegar ég spurði hann hvort hann fengi stuðning við allt þetta stríðsbrölt sagði hann að það væri fullt af fólki sem héldi með honum meira að segja frá litlum eyjum. Ein þeirra héti ísland og að kóngurinn þar og þegninn hans hefðu  báðir algerlega stutt allar hans brjálæðislegu hugmyndir. Held hann haldi að það séu bara til tveir íslendingar.

tcl002blár kóngurtcl002blár kóngur

 

Best að halda sig bara við íslenska bloggvini. Það er eitthvað krípí við suma þarna úti.


Stjórnmálaspekulasjónir Jésús vinar míns og tvöþúsund kall handa bloggvinum mínum.

uss jésú Rosalega var þetta mögnuð nótt. Mig dreymdi jésús vin minn og við áttum  merkilegar samræður eins og okkar er von og vísa. Hann segir mér hvað gerist á himnum og ég reyni að uppfræða hann um lífið á jörðinni eftir hans daga.

Hann byrjaði á að spyrja um veðrið. Veður er alltaf klassísk leið til að opna samtöl. "Úff" sagði ég "það er ansi vindasamt og fokið í flest skjól. Meira að segja fokið í Jón Baldvin." "Já er það vegna ástandsins í stjórnmálunum"? spurði Jésú. "Já ég held það" svaraði ég. "Annars passa ég mig mjög á þeim málaflokki eins og þú kenndir mér. Það er mín geðvernd. Það er svo ferlega vont að láta ljúga að sér og svíkja sig og jafnvel stela frá sér af mönnum sem reyndust þegar upp var staðið ekkert nema úlfar í sauðagærum". Það er sko langt síðan ég sá í gegnum þetta hjá þeim og steinhætti að kjósa. Svo halda þeir fjálglegar ræður fyrir hverjar kosningar að það sé okkar heilaga skylda að standa vörð um lýðræðið og nýta atkvæðisréttinn. Annað sé hrein misnotkun. Asnar eru þeir að halda að ég muni láta þá fá mitt atkvæði. Það eru þeir sem misnota atkvæðin og ekki bara það heldur trú mína og traust á því að þeir séu hér til að laga þetta land svo það megi verða gott fyrir okkur öll. Þeim er sko ekkert heilagt Jésú.

Veistu hvað er það nýjasta?

Borga bara tvöþúsund kall fyrir eitt stykki af atkvæði. Ég meina finnst þér það ekki óréttlátt? Er ekki lágmark að þeir sem eru að drepast úr græðgi eftir valdi og þingsætum fái a.m.k kílóið á tvö þúsund kall? En svona er þetta nú hér. Það er hægt að kaupa allt sem mann langar í. Tókstu eftir að ég er byrjuð að blogga?

Hvernig finnst þér? Er ég ekki soldið kúl?

Mig langar svakalega mikið að komast á topp tíu. Það vilja allir vera á toppnum. Var að spá í hvort bloggvinir mínir væru til í að heimsækja síðuna mína daglega  ef ég æfi þeim tvöþúsund kall fyrir. Það gerir ekki nema 12.000.000 og myndi örugglega koma mér í toppbloggarann. Geturðu nokkuð lánað mér pening fram að mánaðamótum Jésú minn?

 Heyrðu ertu enn flinkur að gera kraftaverk?

Ertu til í að láta rigna rósum yfir Önnu vinkonu mína?. Hún á nefninlega afmæli í dag.rósaregn

Einhvernveginn endar það alltaf svoleiðis að ég tala og hann hlustar. Þannig eiga líka góðir vinir að vera. Hlakka til að hitta hann næst og veit að þeir bíða spenntir á himnum eftir nýjustu fréttunum héðan.

Bless you!


Tillaga um stofnun nýrra stjórnmálasamtaka og dans skógardísanna.

Hvað gerir fólk eiginlega í janúar annað en sofa?? Mér finnst hreinlega allt sitja fast og bara ekkert hreyfast. Er virkilega til fólk sem getur hugsað um vinnu og kosningabaráttu á þessum árstíma? Er það ekki augljóst að janúar er hvíldarmánuðurinn á árinu? Eftir að spennan byggist upp jafnt og þétt yfir árið og nær svo hámarki um jól og áramót ..og ekki láta neinn ljúga að ykkur að hátíðar séu einhver hvíldartími......þá kemur að hvíldinni. Í janúar á maður að fara sér hægt og hugsa. Skoða og skipuleggja og safna orku fyrir komandi átök á árinu. Ég og vinkonur mínar förum út í skóg og dönsum hvítklæddar í kringum tré og áköllum tunglgyðjuna á milli þess sem við tökum okkur fegrunarblundi og syngjum fagra söngva.CA03895 Klikkar aldrei. Ég er nú kannski aðeins að láta hugmyndaflugið hlaupa með mig í gönur hérna og ýkja smá, en samt. Fyrir mér byrjar árið ekki deginum fyrr en í febrúar því janúar er bara ekki minn mánuður. Þess vegna hef ég valið að sitja undir sæng og blogga þar til fer að birta og byrja þá á öllum góðum fyrirætlunum. Og mig langar að fá ykkar álit á því hvort þetta sé ekki bara alveg hárrétt athugað hjá mér. Ef það eru mjög margir sammála þá væri ekkert vitlaust að við myndum stofna ný stjórnmálasamtök og beita okkur fyrir því að janúar verði hvíldarmánuður. Veit að við myndum fá gífurlegt fylgi og pant vera formaður.


Textar og tré...Sýning fyrir gesti og gangandi.

Tré Rautttré bláttTré Gult

Þessa trjámyndaseríu málaði ég 1998. Textabrotin spruttu svo út frá myndunum. Myndirnar eru 70x70 cm og málaðar með olíu. Því miður varð ég að nota ensku þýðinguna en vona að það komi ekki að sök.

"So I go back home and I am under a spell. I experience that I am a tree with roots that go deep into the earth and with a huge leaf crown. I grow from my home, even when I go to work my roots are at home but I try to spread my branches as far as I can. My children are sitting in my branches, they play, sing, hang, climb and fall and I respond to it all. When the heat becomes to much they crawl under my branches and cool down in my shadow. When the wind is strong and rain comes they crawl under my branches and find shelter and I feel that I am useful and that I am a good tree."

"In the Greek myths there were powerful and strong Goddesses with unlimited energy to create. They did things their way and didn't let anyone, not the Gods or Kings tell them what to do or how to be. But the Gods and Kings did not like that, so they put a spell on the Goddesses and changed them into trees and they had to stand at the same place for century's and couldn't move at all until the Gods decided to free them, which was when it pleased them to do so."

"Is it not time that we cast away the spell and become participants in a world that has been without us for to long? I can feel somewhere deep inside my tree there is a Goddess about to awake from her long sleep, and God help the Kings when she rips up her roots and shakes her leaves and walks into the world in all her glory, coming to stand powerfully in her rightful place."

 

Kveðja, Katrín

 


Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband