Leita í fréttum mbl.is

Að búa til vélmenni úr manneskjum svo kerfið megi virka

Ég er ekki enn búin að jafna mig eftir fæðingu dóttur minnar. Ekki þegar hún fæddist fyrir heilum 23 árum,heldur þegar hún fæddi sína dóttur núna í janúar. Þá varð ég vitni að því hvernig þessi kerfi og system sem við mennirnir erum búnir að búa til í fáfræði okkar og ótta við mistök koma í veg fyrir að við högum okkur eins og manneskjur með heila sem virkar og hjarta sem slær.

Ég verð enn reið og hálfhrædd þegar ég hugsa um þetta allt saman. Málið er að það eru allir orðnir svo hræddir við að gera mistök í starfi og vera svo súað fyrir, að fólk getur ekki lengur sinnt störfum sínum á eðlilegan hátt.

 Ljósmóðirin sem átti að vera með okkur í gegnum fæðinguna skrifaði heilan doðrant af upplýsingum og niðurstöðum úr alls konar mælingum sem hún gerði í gegnum ferlið sem fæðingin er. En hún gerði heldur ekkert annað. Sat og skrifaði og leit á klukkuna og mældi og skrifaði og horfði á mónitorinn og skrifaði og mældi og leit á klukkuna og skrifaði þetta allt samviskusamlega niður. Líka þegar dóttir min kastaði skyndilega upp og ég greip æluskál til að láta hana fá sem varð full og þurfti aðra..stóð þarna ráðalaus og skimaði í kringum mig og reyndi um leið að hlúa að verðandi móðurinni sem hélt áfram að kasta upp...þetta varð hálfgert ástand og ég þurfti greinilega aðstoð. En ljósmóðirni sem sat við hliðina á mér hélt áfram að stara á mónitorinn og skirfa og mæla og blikkaði ekki einu sinni auga hvað þá að hún liti í átt til okkar. Hún hefur örugglega skrifað.."Sjúklingur kastar upp..móðirin réttir æluskál. Æluskálin fulll og ekki önnur til staðar. Móðirin kemst ekki til að finna aðra skál . Þarf að hlúa að verðandi móður. Er greinilega ráðalaus og vonast eftir að einhver komi þeim til hjálpar. Þetta gerist klukkan 22. 03 og stendur enn yfir þegar ég skrifa þessar upplýsingar. Ástandið fer versnandi og hríðar greinilega mjög harðar og verðandi móðir heldur áfram að kasta upp. Mun líklega bara æla yfir móður sína, sængurföt og sjálfa sig ef ekkert verður að gert. Klukkan er nú 22. 14."

 Þetta var eins og að vera í návist vélmennis sem hafði engar mennskar tilfinningar og gaf ekkert af sér en sinnti upplýsingaskráningu um ferlið á fullkominn hátt.

Þegar nóttin hafði liðið nokkurn veginn svona kom bara að því að ég fékk nóg. Snéri mér að ritaranum í hjúkkubúningnum og spurði hvort hún gæti aðstoðað mig við að aðstoða verðandi móður við að koma barnabarninu mínu í heiminn og sagði henni um leið að ég skyldi ekki í hverju starf hennar væri eignlega fólgið. Og að mér þættu þetta undarleg vinnubrögð vægast sagt og að ég saknaði mannlegrar nærveru hennar og umhyggju fyrir okkur fólkinu á fæðingarstofunni.

Ritarinn horfði á mig eins og ég væri galin og spurði ofurrólega hvort mér væri ekki annt um að það væri allt í lagi með ófædda barnið. Það væri hennar hlutverk að fylgjast með að allir mælar sýndu svo. Og hvort ég gerði mér ekki grein fyrir að ef eitthvað færi úrskeiðis þá yrði að vera til skýrsla svo hægt væri að  sjá hverjum eða hverju væri um að kenna. Og þar með rigsaði hún út. En var mætt skömmu síðar til að halda áfram með skýrslugerðina sína.

Sagan endar vel. Barnið fæddist heilbrigt og fallegt og móður og barni heilsast vel.

En eftir situr í mér þessi óhugur. Tilfinning um að við erum að búa til kerfi og reglur og system í kringum okkur sem er yfirfullt af ótta við mistök og fólk sem kann..þorir ekki að vera manneskjur í starfi. Skapa vélmenni sem gera allt "rétt" og láta kerfið ganga en hafa enga mannlega nánd eða pláss fyrir raunveruleg mannleg samskipti. Því miður er þetta bara eitt lítið dæmi um þennan veruleika þar sem reglur og reglugerðir eru settar ofar mannlega þættinum. Er það nema von að fólk verði stundum frústrerað og ringlað í þessum samfélögum okkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband