Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Jedúddamía...næstum 10 milljón heimsóknir...

....ehhhh...ég meina 10 þúsund heimsóknir á bloggið mitt sem er það sérvitrasta ever í bloggheimum. Er ekki dásamlegt hversu mörg við erum sem erum svona sérvitur inn við beinið??? Man fyrst þegar það var sagt við mig að ég væri sérvitur þá varð ég bara móðguð. Núna finnst mér gott að vera sérvitur. Veit semt ekki alveg hvað það orð þýðir samkvæmt orðabókinni en kýs að trúa að það þýði að vera vitur í sér..sjálfum sér. 10196852 kona með hatt

Og leyfa hinum að vera sérvitrir í sér sjálfum. Sérvitringar koma nú oft upp með eitthvað sér-stakt ...eða sér-kennilegt. Jafnvel sér-lundað eða sér-hmmmm. Þarf aðeins að búa til eitt enn orð sem byrjar á sér eitthvað. Ahhha...sérviskulegt.

Hver er þín sérviska????? Og upp nú þar til við komumst í 10 milljón heimsóknir...

Afsakið óskhyggjan að gera útaf við mig. Meina auðvitað 10 þúsund. Hitt kemur seinna.Cool Nema það sé alger sérviska að vilja fá 10 milljón heimsóknirWizard


Garðálfar og góð orka yfir og allt um kring!

garðálfargarðálfar

Meðan garðálfarnir vinna í garðinum hjá mér um helgina ætla ég að njóta þess að vera með fjölskyldunni minni.

Horfa á Little Miss Sunshine sem ég hef heyrt svo margt frábært um.

Elda kjúkling fahitas

Finna ilminn af Madagaskar vanillu ilmkertunum.

Njóta nýju lífgefandi orkunnar sem ég fékk úr dásamlegu Reiki hjá nýja nágrannanum eftir göngu um akra og lendur englalandsins með Kalla hundinum hans. Gott að hafa aðgengi að óendanlegri endurnærandi orku og trú á hið góða sem umlykur okkur allsstaðar og alltaf.

Hugsa um fréttina sem ég las í blaðinu í dag. Hún fjallaði um að samtök kvenna gegn heimilisofbeldi sem eru að setja upp neyðarskýlli fyrir ofbeldismenn til að dvelja í og fá þar meðferð gegn ofbeldishneygð sinni. Móðirin þarf þá ekki að yfirgefa heimilið með börnin og leita í skýli heldur sá sem beitir ofbeldinu. Mér fannst þetta frábær hugmynd sem fjarlægir þann sem er að valda skaðanum af heimilinu í neyðarathvarf sem unnið er markvisst með viðkomandi til að stoppa ofbeldið. Það er eftir allt fullt af góðum hlutum að gerast í veröldinni.

Horfa á túlípanana sem eru í öllum vösum um allt hús og kúra við kertaljósin með meðan það rignir svona. Elska kallinn minn mest eins og alltaf.Heart

Góða helgi bloggvinir og gestir.

túlipanartúlipanartúlipanartúlipanar

 


AthuGuN 12

think

Um hvað hugsar þú mest?

Um hvað hugsar þú oftast?

Um hvað hugsar þú best?

Um hvað hugsar þú helst aldrei?

Svör við þessari athugun eitt eða fleiri færist vinamlegast í athugasemdir.


Sófakartafla og orkubúst handan við hornið.

sófakartafla Jæja..nú er maður bara sófakartafla

Það er að hellast í mig flensa eða eitthvað..er búin að vera að lullast áfram undanfarið en núna bara gefst ég upp og leggst.  Er með frunsu og kvef, hálsbólgu, magaverk og beinverk.

Og framsóknarverk. Lýsir sér með svima og tilfinningu fyrir að vera ekki alveg með sjálfum sér. Og vera ókurteis í tali. Stundum held ég að þeir sem eru að taka "framfararskref í nafni þjóðarinnar" séu með tærnar afturábak og hælana fram.  Það er sem ég segi...pólitíkin er heilsuspillandi og nú heiti ég sjálfri mér að hugsa ekki um hana meir og vera þannig með fyrirbyggjandi geðheilsuvarnir.  Er samt spennt að sjá listann hjá Íslandshreyfingunni sem á að koma fram á morgun. Skrítið..hélt ég væri löngu búin að skutla byltingarsinnanum í mér eitthvert útí hafsauga en svo hangir hann bara í hárinu á mér. Verð að fara að komast í almennilega klippingu.

í gær hitti ég mann sem ég er búin að heyra um í 7 ár. Við erum búin að vera á sama punktinum læra lifa og starfa í sama litla þorpinu allan þennan tíma og ég er alltaf að hitta fólk sem er að segja mér frá honum og að við ættum nú að hittast og vinir mínir þekkja hann og ókunnugt fólk sem ég rekst á hingað og þangað segir mér frá honum.

En það var ekki fyrr en í gær að við hittumst og getiði hvað? Hann býr hérna handan við hornið svona tveggja mínútna gangur á milli. Er íslenskur Reikimeistari sem hefur lifað hér og starfað í yfir 15 ár og kennt hundruðum manna reiki. Best ég hringi í hann á morgun og athugi hvort hann geti ekki gefið mér spá orkubúst og heilun. Hann er voða skemmtilegur og minnir mig á Leo Sayer söngvarann góðkunna.  maður og jörð 

Já Heimurinn er stundum lítill og stundum stór.

Jæja...nú tek ég mér hvíldartíma og safna kröftum fyrir næstu verkefni og hlakka til að stíga tvíefld á fætur aftur og taka þetta líf með trompi.

california

Þetta er örugglega bara sólarskortur að hrjá mig eftir langan og dimman vetur. California hljómar lokkandi núna fyrir kellu sem tekur sig einstaklega vel út í hælaskóm. Þeir eru frábærir til að sparka fast í rassg...á pólitíkusum sem....Úpps.!!!!Undecided  Muna eftir að panta mér klippingu sem fyrst og taka magnýl við þessum framsóknarverk.

Verð að fara núna. Gera nokkrar hugleiðsluæfingar og muna hvað ég vel og hverju ég hafna og af hverju.

Bæ elskurnar.Kissing.


Stjórnmálamenn og frambjóðendur...Ákall!!!

Það er kallað hátt eftir svari frá ykkur á blogginu hjá Dúu Dásamlegu um úrbætur í geðheilbrigðismálum og stefnu ykkar í félagsmálum. Þar er orðið laust ef þið hafið eitthvað fram að færa. Ég bíð spennt eftir viðbrögðum ykkar og vona að aðrir fylgist líka vel með hvernig þið bregðist við.

Takk fyrir.


Mömmu og ömmudagar...og fyrsta kvitt á jörðu.

Fékk tvö umslög í póstinum í morgun. Annað þeirra bleikt og hitt ljósgult. Verið alveg róleg, þetta er ekki um pólitík. í Ljósgula umslaginu var kort með mynd af konu að slappa af og eftirfarandi texti.

   MUM

How lovely it is

to do nothing at all

an then sit back

and relax

red shoes

Innan í kortinu stóð svo.......Elsku mamma mín. Happy mothers day. Kær kveðja Þín Karen

P.s sorry hvað kortið kemur seint. Alice greyið..litla ömmustelpan sem er tveggja mánaða...reyndi að minna mig á það en ég skildi bara ekkert hvað hún meinti þegar hún hjalaði til mín "guaodi" sem auðvitað þýðir "Sendu kortið"!!!

 Svo opnaði ég bleika umslagið og þar var annað kort og á því stóð......

For my wonderful Grandma

a Grandma so special

in every way

deserves a special

Mother´s day!blómahaf     Innan í því korti stóð svo...

Elsku Amma mín. Til hamingju með mömmudaginn!Heart

Sorry að kortið kemur seint, sagði mömmu að senda það fyrr en hún skildi mig ekki.

With lots of love...elska þig mest amma. Litlir kossar og lítl knús

Og svo kemur það sem bræddi algerlega í mér hjartað. Lítil undirskrift Alicar Þórhildar. Hennar fyrstu skrif...óljós lína með litlum boga..hennar fyrsta undirskrift sem mannvera á þessari jörð. Ahhhhhh.....


Hin augljósa bandvitleysa......

Þetta hefur verið meira eins og grunur í fjarskanum. Þessi tilfinning um að það sé verið að leika allt annan leik en borinn er á borðið. Orðagjálfur og plat um að það sé verið að vinna að því hörðum höndum að jafna kjörin og gefa fólki tækifæri til að lifa með virðingu og reisn í þessu samfélagi. Og flest vildum við trúa því að svo væri. Á meðan byggðist upp valdastrúktúr sem tók sér sæti við kjötkatlana og fékk sér að snæða.pig and fruit 2

En augu almennings hafa verið að opnast. Og það sem við blasir er hroki og virðingarleysi við mannfólk sem er í fjötrum kerfis sem hefur búið sig til fyrir sig og ætlar ekki að sleppa tökum af allsnægtaborði sínu. Situr sem fastast og kætist yfir hagfræðilegum árangri sínum. Fyrir sig og sína.

Ég trúi því að það eina sem hefur viðhaldið þessari blekkingu er trú okkar hinna á að þetta kerfi sé að virka. Þegar það svo blasir við hvað er raunverulega hvað..þegar tiltrúin og traustið hverfur mun þetta kerfi ekki geta viðhaldið sér. Getur það ekki án þáttöku okkar og trúgirni.

Núna verðum við að sækja aftur virðingu okkar og stolt og taka til baka landið okkar og auðlindir. Réttinn til mannsæmandi lífs. Bara ekki hægt að loka augunum fyrir því hvers kyns er. Enda eru menn orðnir svo sjáflumglaðir að þeir reyna ekki einu sinni að fela lengur fyrirætlanir sínar. Og þegar maður loksins vaknar upp frá vondum draumi er ekki lengur hægt að draga mann áfram á asnaeyrum. Hef hreinlega ekki geð í mér að afhenda mitt dýrmæta atkvæði til þessa ósóma. Traustið er farið og með því hver einasti virðingarsnefill fyrir þessari augljósu bandvitleysu. Háu herrar. Leiknum er lokið.

pig and fruit


Að halda jafnvægi innra og ytra...orð dagsins.

Ég vaknaði eitthvað svo úthvíld og hress í sinni. Dreymdi að ég var í partýi með gömlum bekkjarfélögum í barnaskóla og enginn vildi tala við mig og ég vissi að það var út af blogginu mínuPouty  Bara rétt kinkuðu til mín kolli og héldu svo áfram með sitt. Ég var frekar leið yfir þessu því ég hafði hlakkað til endurfundanna. 

Ég fór þá bara að sinna ungabörnum sem virtust vera skilin eftir eða að bíða eftir heimsóknartíma foreldra sinna á einhvers konar stofnun eða kaffihúsi. Mundi að þetta kaffihús hafði verið velsótt vegna heimilislegrar hlýju og góðra veitinga en núna var bara ódýrt sælgæti í hillum og ég man að ég hugsaði af hverju ætli þetta góða og nærandi þurfi alltaf að víkja og fólk alltaf að skipta út gæðum fyrir drasl?.  Svo snéri ég mér aftur að litlu börnunum. Breiddi yfir þau og gaf þeim að drekka og í einni barnakörfunni var barn og svo annað barn svona 15 centimetrar. Kúrði í hlýjunni í handarkrika hins barnsins. Pínu agnar lítið. Og ég handfjatlaði það með svo mikilli nærgætni því það var eitthvað svo viðkvæmt og lítið.

Svo var ég allt í einu komin aftur í partýið og var mjög upptekin að hreinsa einhvern vökva í vél sem sigtaði og síaði ákveðin efni frá og út kom alveg tandurhreinn vökvinn án allra aukaefna. Brasaði við þetta hálfa nóttina og vaknaði svo bara í góðu formi.  Jafnvægi.  Jafnvægi er orð dagsins.

jafnvægi

Draumheimar eru góðir heimar heim að sækja. Finnst líklegt að flokkunin og hreinsunin sem ég er að gera í öllu í ytra lífinu sé líka að gerast í undirvitundinni. Allsherjar vorhreingerning bæði að utan sem innan. Svo finnst mér líklegt að það sé komið að því að hreinsa líkamann. Detoxa.


Gullfiskar með kosningarétt?

gullfiskar 

Hver skyldi svo halda á færinu og reyna að fiska sér atkvæði hjá gullfiskunum sem eru þeirri heppilegu gáfu gæddir að muna ekkert lengur en í heilar 7 sekúndur. Kemur sér heldur betur vel fyrir atkvæðaveiðarann. Hann veit nefninlega eins vel og við hin að ekki myndu margir bíta á agnið munandi hvaða loforð hann gleymdi að efna sl 4 árin. 

Svo það hlakkar í honum yfir þessu minnisleysi og hann hugsar sér gott til glóðarinnar. Vantar bara nokkra í viðbót og þá er honum borgið. Geðveikt kúl þetta minnisleysi hugsar hann með sjálfum sér. Best ég lofi upp í báðar ermarnar á mér núna svo ég sé öruggur inn. Það sem maður leggur ekki á sig til að þurfa ekki að lifa eins og sumir hérna niðri. Ekki einu sinni með almennilegt útsýni hér. Munur að geta horft yfir allt úr nýsteyptum álturninum okkar. Svona bítiði nú á greyin mín.


Að hafa allt í röð og reglu og forgangsraða sjálfum sér.

Það er mjög mikilvægt að hafa allt í röð og reglu og geta gengið að hlutum og dóti á sínum stað. Þetta er ég að læra núna.

Maður!!!! æpir kona sem enn og aftur er týnd og tröllum gefin í frumskógi folders and something in her computer. Veit ekki einu sinni hvað þetta allt heitir sem er að gera mig brjál.

 Á maður ekki að stofna nýjan folder á staðnum þar sem maður ætlar að geyma allt sem flokkast sem ritverk? Hjálp. Ég er búin að gleyma hvernig ég kemst aftur til baka. Hva...bara allt horfið? Ætli ég hafi eytt heimsbókmenntinni sem ég skrifaði 2001? Röð og regla. Þá er betra að koma hlutum í framkvæmd. Raða og flokka. Allt á sínum stað.

appelsínur og epli

Gott að læra og takast á við nýtt. Svo er ég búin að raða litum og pennslum og blöðum í skúffur. Þetta hefur alltaf staðið mér fyrir þrifum að vera með allar hugmyndirnar og allt se ég er að skrifa og skapa og mála út um allt og í óreiðu. Núna er ég 43 ára og tími til komin að skipuleggja. Fyndið..eins og kona er flink og kúl í að skipuleggja fyrir aðra og heilu vinnustaðina getur hún skipulagt en ekki dótið sitt. 

Jæja pásan búin. Ætla að halda áfram að flokka og raða í foldera í þessari dásemdar tölvu. Sú hefur sko nóg pláss.

Út úr þessu öllu mun svo gerast ævintýri sem verður RISASTÓRT og skemmtilegt. Bara muna að flokka og raða og sjá hvað passar hvar.  Forgangsraða sjálfum sér. Fyrst að vinna og svo að blogga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband