Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Bara rétt að kíkja........

dooropeners

.......og sjá hvernig þið hafið það hérna. Hjá mér er komið vorið og eftir frábæra göngu um akur og engi og skemmtilegt spjall hérna úti á götuhorninu skelli ég mér í sturtu og held svo áfram með mitt

Má ekkert vera að því að koma út að leika á blogginu núna en vona að þið hafið það fínt.

Segi svo að lokum fleyga setningu sem flaug um í góða veðrinu og settist í hausinn á mér...og á kannski erindi í þinn haus líka...

If you don´t go within...you will be without!

Bless

butterfly12


Sniglast

sniglar

Hvað eru þeir að sniglast þarna uppi???


Sjálfsrækt og vökvun mannsins

 Hvað gerir þú til að rækta sjálfa/n þig?
so small
Hvað veldur vexti og þroska mannsins? Er það eitthvað sem kemur að sjálfu sér í gegnum lífið og reynsluna eða er það eitthvað sem við þurfum að gera meðvitað og stunda vel til að ná árangri og vaxa í okkur sjálfum? Kannski bara góða blanda af báðu?
Hvernig sjálfsrækt stunda bloggarar?
Mælið þið með einhverjum góðum aðferðum sem hafa virkað vel fyrir ykkur, námskeið eða hugleiðslutækni?
Góðar og gefandi bækur??
Stunda menn og konur sjálfsrækt daglega eða sjaldnar...aldrei?
Þarf að stunda sjálfsrækt og þá af hverju?
Bara nokkrar spurningar sem leita á konu á mánudegi
sjálfsrækt
Hvað nærir sálina þína og andann best?

Von og bjartsýni

 Fyrir nokkrum dögum fann ég þennan link á síðu Neale Donald Walsch www.nealedonaldwalsch.com og í morgun þegar ég var að skoða hana rakst ég á eftirfarandi og hef ákveðið að vera í Birmingham þann 10 apríl og fá að vita allt um þetta frábæra framtak Humanity´s team!!!! Sé alveg fyrir mér að taka þátt í hreyfingu sem hefur titilinn...Around the world in oneness og hvatningu Gandihs.."Be the changes you want to see"

Vona að þetta bréf sem é eftir fer gefi ykkur eins mikla von og bjartsýni og það gaf mér þegar ég las það. Það er nefninlega svo margt frábært að gerast í henni veröld og fullt af fólki þarna úti sem er alveg eins og ég og þú sem vill sjá betri og mannvænlegri heim.Og er tilbúið að láta gott af sér leiða.

eitthvað

My Dear Friends…

I am so happy to tell you that I am going off on a WORLD TOUR to tell people everywhere about Humanity’s Team! We are launching a global Civil Rights Movement for the Soul, freeing humanity at last from the oppression of its beliefs in a violent, angry, vindictive, and exclusive God.

Fulfilling the promise of an idea first expressed in the CWG book Tomorrow's God, Humanity's Team is a spiritual movement whose purpose is to communicate and implement one profoundly simple belief: We Are All One. We know that if we come from this place of mind, we can create the compassionate and sustainable world for which we have so long yearned – a world we will be happy to leave to our children. This idea has already inspired over 15,000 teammates in more than 90 countries on six continents.

Last year the Humanity's Team Global Council met in Kyoto, Japan and we decided to create the first Humanity's Team World Tour, titled Around the World in Oneness, as an exciting announcement to people everywhere that Humanity's Team is moving to the next level in its global activities.  I wanted to travel across the globe to personally ask people to accept Gandhi's famous invitation to "be the change you wish to see."  The goal of Humanity’s Team is to raise group consciousness everywhere, in a hundred different ways.

On this World Tour I will be stopping on many continents and participating in events in major cities of 10 countries.  Each event will be as unique as the city in which it is celebrated.  Our idea is that if people everywhere can recognize that we are all part of the same Team, we may begin to play the game of life in a new way -- a way that promises mutual benefit, not mutual destruction.

Won’t you please participate in this global event with us? What we seek to create here is the harmony of the possible. There is so much disharmony right now in our world, yet I know this is not who we really are. Human beings seek harmony wherever they go. Yet they also yearn for leadership. And you can be part of providing it for them.

Please consider joining me at one location on this tour. It could make such a difference to us and to the world. The tour cities and dates follow...


"AROUND THE WORLD IN ONENESS"
The Humanity's Team 2007 World Tour

* NEW ZEALAND -- March 22-24, Auckland and Wellington
* JAPAN -- March 27, Tokyo
* PORTUGAL -- April 4, Estoril (Lisbon)
* MOLDOVA -- April 7, Chisinau
* ENGLAND -- April 10, Birmingham
* GERMANY -- April 12-13, Offenbach (Frankfurt)
* SOUTH AFRICA -- April 15, Pretoria
* ARGENTINA -- April 22-23, Buenos Aires
* UNITED STATES -- April 27-29, Atlanta
* CANADA -- April 29, Vancouver

Also, please consider supporting this tour with a small financial gift. Just $5 per person could make an extraordinary difference. For more information on times, locations, and ticket availabilities for these events, go to www.htworldtour.org. To make a timely and important contribution to this work, go to www.HumanitysTeam.com.

Thank you for being who you are – helping the world help itself.

                                                                                    You inspire me!

                                                                                    Neale Donald Walsch

 



Kvöldjógað mitt

ekkert að fela 

Ég geri jóga á kvöldin til að losa um stress dagsins. Stressið er versti óvinurinn og best að hafa sem minnst af því í eftirdragi. Föt þvælast bara fyrir þegar maður þarf að teygja sig og reygja og ekkert mál að sitja bara eins og maður kom í þennan heim í rökkrinu og anda í takt við nóttina.

Hugsa svo um eitthvað sætt og yndislegt þegar maður leggst á koddann. Og fara svo á flug með Óla í draumalandið. Óla Lokbrá sko.

Sofiði vel og reynið að lifa kosningabaráttuna af þarna heima. Ohhh...muna að hugsa um eitthvað sætt og yndislegt. Anda og gera jóga í rökkri.  Fljúga á vængjum vitundar með Vinstri grænum.....

Arg....Hugsa um eitthvað sætt og yndislegt.  Náttúru, fossa og virkjanir...Pouty

Ok góða nótt. Hugleiðsla þykir góð til að ná valdi á huganum og stjórna því sem maður hugsar um. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar......Shocking

 

HJÁLP!

bunny18
Ahhh...þarna kom það.
Bíum bíum bambaló bambaló og dillidillidó.
Vini mínum vagga ég í ró og úti bíður andlit á glugga.

 

 


Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá

Eru ekki þessi stjórnmál bara öll af sama meiðinum? Allir vilja láta kjósa sig til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðina og ekki vantar hin fögru loforð og frábærar framtíðarsýnir í framboðsræðum þeirra sem vilja valdið

ákall

Kjóstu mig og kjóstu mig og treystu mér og trúðu mér og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að breyta bæta og laga. Ef eitthvað fer svo úrskeiðis og ég klúðra málum rækilega bið ég þig að muna að það var ekki mér að kenna. Það var hinum að kenna og ég get ekki verið ábyrg/ur á þessum skandal og yfirsjónum. Auðvitað ber mér að fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem fylgir störfum mínum og tek við þeim með gleði en ábyrgðinni varpa ég hins vegar á hina.

það var ekki ég...það var hann
Og hverjum skal trúa
og hverjum skal treysta
 til að búa
í haginn
spyr maginn
 Og hugsar um matarskatta
og aðra skatta
sem menn með hatta
eru að fatta
skila öllu þínu og mínu í stærri vasa.
Af áxöxtunum skuluð þér þekkja þá
 sagði maðurinn með viskuna.
af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá
"Er ekki bara sama .....undir þeim öllum?
 spurði þá kerla og snýtti sér.

Ömmubörnin og framtíðin þeirra.

100_2843

Alice Þórhildur ömmustelpan litla vex vel og dafnar og er mesta gleðikrútt í heimi. Held að hún eigi eftir að upplifa stórar breytingar í þessari veröld. Liggur í fangi afa síns og hlustar á hjartað hans segja henni sögur og ævintýri um veröldina sem hún enn ekki þekkir svo mkið. Hvað gerðist áður en hún kom og afi bara veit.

Trúi því að við sem erum að ganga á undan núna eigum að skilja vel við jörðina og framtíð þeirra litlu barna sem eiga að taka við. Og þar þurfum við virkilega að skoða menntamál og hvað er gott að kenna framtíðarmanneskjunum og hvers vegna. Gefa þeim gott og þarft veganesti.

Alice þórhildur mun ásamt Mary Margareti vinkonu sinni sem fæddist á þriðjudaginn eflaust takast á við margskonar verkefni sem eru okkur óþekkt í dag. Vona bara að við berum gæfu til að taka ákvarðanir sem opna framtíðina þeirra og gefa þeim frábær tækifæri. Þær eiga það bara skilið þessi litlu krútt. Kannski ekkert skrítið að hún sé hugsi á myndinni. Skilur örugglega ekki allt sem við stöndum fyrir og trúum á en ég veit að hún mun gera sitt vel.

Þessi litla fallega ömmumús.

ég get

Megi sólblómin ykkar vaxa og verða stór og ná alla leið til himna.Heart


Þegar örlaganornin fer í frí......

töfrakona í bleiku 

Æ örlaganornin er orðin þreytt á að vera alltaf að spinna einhvern örlagavef og reyna vefa saman atburði og fólk svo að úr verði ævintýri endalaus. Hún er farin í smá frí með tveimur góðum vinum sínum og sagði mér að ég gæti bara gert þetta sjálf á meðan. Henti í mig sprotanum og sagði mér að fá mér góða skó og labba svo bara af stað. Hætta að hugsa og láta rökin vera að þvælast fyrir mér og taka nú hendurnar frá augunum og fara í alvöru að sjá alla þessa óendanlegu MÖGULEIKA!

Þetta ætti allt venjulegt fólk að vita og kunna enda löngu komin tími á að við færum að nota okkar eigin töfrasprota og hafa hlutina bara eins og við viljum. Vera ekkert alltaf að bíða eftir einhverjum töframeyjum til að bjarga öllu. Hún fussaði og sveijaði um leið og hún reimaði á sig strigaskóna og hélt af stað í frí frá því að bjarga lífi mínu og vefa mér þann örlagavef sem ég bið um á hverju kvöldi. Frú Katrín Snæhólm sagði hún svo og brosti pínu..svona eins og Móna Lísa...Þetta er hér með í þínum höndum. Ég er farin til Parísar. Og svo bara hvarf hún. Situr örugglega á bekk með gæjunum sínum og hlær með sjálfri sér og nýtur langþráðar hvíldar. Verð að viðurkenna að ég hef líklega haldið henni mjög við verkið...að töfra fram lausnir fyrir mig í tíma og ótíma og nú á hún bara skilið að fá sér rauðvínsdropa og eldheitt ástarlíf í París. Hva...héldu menn að töframeyjar vilji ekki líka lifa lífinu og njóta sín?

 

mælistikur og prósentur

Ég heyri samt enn hvíslið frá henni sem hún andar yfir til mín. 

Það sé ekki hægt að reikna allt út og vigta í gulli og prósentum. Að maður eigi fyrst og fremst að hafa gaman af þessu lífi sínu og leyfa því að gerast. Allt það besta er ómælanlegt í þessu mælibrjálæði ykkar mannanna.

Draumar eru fyrirboðar um hver þú raunverulega vilt vera.

Ætti maður að þora? Kíkja þarna út og bara láta það vaða? Vera ekkert að spá í neinu nema því að framkvæma alla draumana.

kona vill ekki sjá´

Hvað er það sem maður er hræddastur við. Nick Williams vinur minn sem hefur skrifað bækur á borð við "The work you were born to do" og  "Unconditional success" segir að flestir séu hræddastir við velgengni. Og að við eigum að vinna við það sem við elskum að gera. Ég er búin að vera að gera það en nú er tímabært að fara að taka stærri skref og virkilega láta á hlutina reyna...nei ég meina auðvitað láta verkin skína, tala og bara syngja ef þarf.

Hvert er draumajobbið þitt....hvað myndir þú elska mest að starfa við í lífinu?


Tilviljun??? Ó nei held nú ekki.

Fólk segir að eitthvað hafi komið þeim algerlega á óvart og að það hafi verið svo mikil tilviljun. Hugsaðu þér..ég var búin að vera hugsa svo mikið um hana Jónu systir og hvað heldurðu ekki...Rekst ég ekki bara á hana í Kringlunni í gær? Alger tilviljun ha?

 Eða.....Mig vantar svar við áleitinni spurningu. Hugsa mikið um hvert svarið geti verið en fæ engin svör. Sest upp í bílinn og ræsi hann keyri af stað og opna fyrir útvarpið. í útvarpinu er lag sem segir mér nákæmlega með textanum svarið sem ég var að leita af. Alger tilviljun...ha? Að ég skyldi einmitt hafa verið að hlusta á útvarpið akkúrat þarna. Ó nei held nú ekki.

Sumir segja að eina sem er tilviljun er orðið sjálft.

En ef við skoðum nú aðeins þetta orð...og leikum okkur með það þá þýðir það að hafa vilja til. Tilviljun er að hafa vilja til..ekki satt? Þannig að allt sem við erum svona hissa yfir að gerist og köllum tilviljanir er í raun bara vilji okkar að störfum. Undirvitundin sendir út skilaboð í alheiminn um hvað við viljum og það kemur til okkar á svona margvíslegan og frábæran hátt..stöðugt og alltaf. Við erum bara ekkert alltaf að taka eftir því sem streymir endalaust til okkar. Og alltaf í samræmi við það sem við höfum raunverulegan vilja til.

Já tilviljun!!!!  Þess vegna er svo mikilvægt að setja ætlunina, hugann og tilfinninguna í allt sem við raunverulega viljum en ekki í það sem við viljum ekki. Það er nefninlega engin TILVILJUN hvað verður á vegi þínum í lífinu elskið mitt. Eða hvað?

catching the light

Og haldiði að það sé svo einhver tilviljun að það sé einmitt laugardagur hjá okkur öllum í dag? Ó nei held nú ekki.


Útsýnið og draumlífið

grænt ljós og fjöður

Lífið er bara jafn létt og fjöður ef maður getur látið sér líða þannig.

Hvað er það sem léttir lund og líf?

Hverjir eru hlekkirnir sem halda aftur af öllu því sem leyfir manni og þér að fljúga?

Hugmyndir?

Fly baby fly!!!!!!

kofinn minn

Í draumum þýðir hús alltaf þú sjálfur. Hvernig er húsið'?

Eru kjallarar fullir af drasli..háaloft af ókönnuðum leyndarmálum...opnir og bjartir gluggar eða myrkvaðir salir huldir þungum gluggatjöldum? Allt opið og bjart..ljósið skín inn og þú horfir út?200130146-001

 

Um hvað er húsið þitt í draumi?

Vatn er svo alltaf merki um tilfinningar og eldur um innri tilfinningar. Svoleiðis má lesa margt úr undirvitundarverundinni. Hundar eru tryggir vinir og snákar um ótrygga vini sem bíða eftir að bíta og meiða. Undirferli og lygi. Okkar að vita og finna út hvað er hvað. Man þegar mig dreymdi ógeðissnákinn sem reyndi að bíta af mér tærnar ....nagaði eins og hann gat með opið ginið skóna mína....vissi ekki að ég var með stáltá!!!! Þann dag gat illgjörðarmaður minn ekki gert mér neitt mein. Nagaði sig bara í hel.

Eigið góða drauma.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband