Leita í fréttum mbl.is

Þegar örlaganornin fer í frí......

töfrakona í bleiku 

Æ örlaganornin er orðin þreytt á að vera alltaf að spinna einhvern örlagavef og reyna vefa saman atburði og fólk svo að úr verði ævintýri endalaus. Hún er farin í smá frí með tveimur góðum vinum sínum og sagði mér að ég gæti bara gert þetta sjálf á meðan. Henti í mig sprotanum og sagði mér að fá mér góða skó og labba svo bara af stað. Hætta að hugsa og láta rökin vera að þvælast fyrir mér og taka nú hendurnar frá augunum og fara í alvöru að sjá alla þessa óendanlegu MÖGULEIKA!

Þetta ætti allt venjulegt fólk að vita og kunna enda löngu komin tími á að við færum að nota okkar eigin töfrasprota og hafa hlutina bara eins og við viljum. Vera ekkert alltaf að bíða eftir einhverjum töframeyjum til að bjarga öllu. Hún fussaði og sveijaði um leið og hún reimaði á sig strigaskóna og hélt af stað í frí frá því að bjarga lífi mínu og vefa mér þann örlagavef sem ég bið um á hverju kvöldi. Frú Katrín Snæhólm sagði hún svo og brosti pínu..svona eins og Móna Lísa...Þetta er hér með í þínum höndum. Ég er farin til Parísar. Og svo bara hvarf hún. Situr örugglega á bekk með gæjunum sínum og hlær með sjálfri sér og nýtur langþráðar hvíldar. Verð að viðurkenna að ég hef líklega haldið henni mjög við verkið...að töfra fram lausnir fyrir mig í tíma og ótíma og nú á hún bara skilið að fá sér rauðvínsdropa og eldheitt ástarlíf í París. Hva...héldu menn að töframeyjar vilji ekki líka lifa lífinu og njóta sín?

 

mælistikur og prósentur

Ég heyri samt enn hvíslið frá henni sem hún andar yfir til mín. 

Það sé ekki hægt að reikna allt út og vigta í gulli og prósentum. Að maður eigi fyrst og fremst að hafa gaman af þessu lífi sínu og leyfa því að gerast. Allt það besta er ómælanlegt í þessu mælibrjálæði ykkar mannanna.

Draumar eru fyrirboðar um hver þú raunverulega vilt vera.

Ætti maður að þora? Kíkja þarna út og bara láta það vaða? Vera ekkert að spá í neinu nema því að framkvæma alla draumana.

kona vill ekki sjá´

Hvað er það sem maður er hræddastur við. Nick Williams vinur minn sem hefur skrifað bækur á borð við "The work you were born to do" og  "Unconditional success" segir að flestir séu hræddastir við velgengni. Og að við eigum að vinna við það sem við elskum að gera. Ég er búin að vera að gera það en nú er tímabært að fara að taka stærri skref og virkilega láta á hlutina reyna...nei ég meina auðvitað láta verkin skína, tala og bara syngja ef þarf.

Hvert er draumajobbið þitt....hvað myndir þú elska mest að starfa við í lífinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég myndi gjarnar vilja að vera rithöfundur.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þegar ég var lítil heimsótti ég pabba stundum í vinnuna, fékk að setjast inn á kontórinn og leika mér á reiknivélina..... Þá langaði mig mest af öllu að vinna á skrifstofu..... og voila!!! Ég vinn á skrifstofu - við innheimtu og er bara damn good at it - eins og við mundum segja á frummálinu ;) þannig að ég er bara sátt

Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 21:52

3 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Hefði viljað vera söngvari! Skemmtileg lesning! Maður ætti að vera þorinn meira og bara gera það sem maður vill!! Stókkva og halda fyrir nefinu ;)

Lúðvík Bjarnason, 24.3.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er enn að reyna að komast að því hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: www.zordis.com

Draumajobbið er tvíþætt.  Starfa þar sem innkoman eykst og tíminn er nýttur rétt.

Mála frá sér allt vit, koma orðum á blað og lita tilveruna .....  Ég er að gera bæði stundum hef ég tíma til að sinna því af snilld, stundum ekki

www.zordis.com, 25.3.2007 kl. 08:01

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

að vera hin sanna ég, sem er hluti af öllu hinu, ég vinn hörðum höndum við að finna mig, í mér ! Vera ég sjálfið. það er ekki alltaf að þora

ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 310953

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband