Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Gaman að glugga á glugga og glugga í bækur.

kona og gluggi

Haldiði ekki að ég sé bara með gluggaþvottamann í húsinu? Hann bara mætti í morgun og dinglaði og er búinn að þvo alla gluggana að utan og er núna í eldhúsinu að þvo eldhúsgluggann að innan. Mér líður eins og hefðarkonu. Einu sinni fylgdu líka tveir garðyrkjumenn einu húsi sem ég bjó í. Komu aðra hverja viku og voru að sperrast berir að ofan fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa hreina glugga. Svo maður geti kíkt á veröldina þarna fyrir utan. Jafnmikilvægt og að pússa stundum gleraugun sín. Ég á það til að gleyma þvi....það er ekki fyrr en Lundúnarþokan skellur á hér að ég fatta að pússa gleraugun og voila! Veðrið snarbreytist og sólin fer aftur að skína...af því að þokan er alltaf bara á gleraugunum mínum.

Gluggar eru annars skemmtileg fyrirbæri. Mér finnst voða gaman að keyra framhjá húsum og rýna upp í gluggana hjá öðru fólki, spá og spekúlera hvernig gardínur þau eru með eða ljós og birtu. Ég er eins og drakúla..dey ef ég þarf að vera í hvítu ljósi..æpi og emja. Vil bara fölleita birtu eins og kertaljós. Maður lítur líka svo miklu betur út í "almennilegri"fölleitri birtu.  Svo er líka oft svo skemmtilegt að rýna í búðarglugga. Hanga fyrir utan og kíkja á hvað er til og hvað það kostar. Rölta svo rólega yfir í næsta búðarglugga og skoða meira. Láta sig langa í og dreyma um.

kerlingar kíkja í glugga

Núna ætla ég einmitt á bæjarrölt og kíkja í búðarglugga í góða veðrinu og jafnvel í bókabúðina. Það elska ég að gera . Hanga í bókabúðum og lesa aftan á bækur.Heart

bókakiljur

 


Í sól og sumarbyl....

í blóma

Svona er nú dýrðin hérna megin við hafið. Trén þung af blómum sínum og páskaliljur sperra sig framan í heiminn og brosa til sólar og ljúfrar golu. Ég get ekki íslenskan vetur. Hann er of langur og of kaldur og drungalegur fyrir mig. Ég er sólarvera og lifna við í sólskininu og helst vildi ég líka eiga heima við hafið. Er að hugsa um það þegar ég verð aðeins eldri að eiga kofaskrifli í fjöruborði með bakgarði og stórum trjám. Víst er hægt að hafa allt.  Sendi ykkur sól og yl heim. Vona að þið séuð ekki eins og ég verð í kuldanum. Eins og samanherpt rúsína með viprur í kringum munninn og geðill með afbrigðum. Brrr....Íslendingar eru náttla hetjur að geta lifað og starfað í svona erfiðri veðráttu. Held að það sé samt það sem gerir íslendinga að íslendingum. Þessi elja og úthald.Það sér maður ekki víða. Vona að vorið fari að koma til ykkar.....er nokkuð bylur?

blómstrandi

Gullkorn dagsins kemur svo frá Jón Ruskin

Ég óska yður dálítils af ferskri gleði yfir fegurð og svolitlu meiri gleymsku á vonbrigði og dálitlu meira stolts yfir hrósi og örlitlu meiri friðar fyrir asa og umstangi og svolitlu þéttari skjólveggjar gegn áhyggjum.


Bara svo skringileg

 

kona hvílir sigÞetta orð er mér kært. Að vera skringileg. Hef svo oft heyrt að ég sé skringileg.Thats me. Sé hlutina bara öðruvísi. Kaupi ekk almenningsraddir. Ekki eftir það sem ég hef verið að læra. Að við séum svo viljug að taka okkur far með öllum hinum. Og útiloka okkar eigin reynslu sem eitthvað mikilvægt sem á erindi. Hver sem við erum. Að reynsla okkar og upplifun skipti máli. Að við verðum hvað sem það kostar..jafnvel geðheilsu og hamingju að falla í kramið. Ég vil ekki falla í kramið....bara fá frið til að hugsa mitt og mynda mér skoðun út frá því og vera talin með. Engar fjöldahugsjónir hér. Þessvegna er ég skringileg. Þegar ég komst inn í flottan háskóla í OxFORD og fékk leyfi til að vera eins skringileg og ég gat...gerðust undur og stórmerki.

Ég fór í gegnum allan óttan við að vera ekki venjuleg... og það að hugsa öðruvísi væri gott og jafnvel bara mjög gott. Fyrir mig og aðra. Þessi ótti við að falla ekki í kramið hvarf og upp reis tilfinning að stundum þarf einhver að segja eitthvað annað en það sem er viðtekið...og láta sig hafa það þó einhverjir vilji láta mann finna að það eigi ekki að gera svoleiðis. En það var vegna þess að ég fann kennara sem voru á allt annari bylgjulengd en flestir aðrir. Sem skildu og vissu hvað skipti máli.

Sögðu...Hey...við erum ekki hér til að troða neinu í þig..heldur til að ná út því sem býr innra með þer og á erindi. Svoleiðis finnst mér að menntastefnur eigi að vera. Ná því besta fram hjá hverjum og einum. Þannig leysast svo mörg verkefniaf sjálfu sér. Að leysa úr fjötrum það besta sem býr í hverjum og einum. Og finna farveg til að virkja það. Sama hversu skringilegt það kann að virðast.

Verum skringileg. Og tökum við fæðingarrétti okkar til að vera við. Og koma okkar hæfileikum til skila á hvaða sviði sem það kann að vera. Leyfum fólki að vera það sjálft.

regnbogi fangaður

VERUM

 


Follow your heart!

follow your heart

Fylgdu hjartanu segja sumir...en er raunin kannski sú að við séum með hjartað í eftirdragi og erum þessvegna alveg í köku? Að reyna að draga aumingjans hjartað í einhverja átt sem því ekki sæmir eða hugnast??? Er allt öfugsnúið? Hjartað segir..nei nei nei....og við segjum jú jú jú við verðum.

Og svo kemur togstreitan og svo kemur frútrasjónin og svo endum við uppiskroppa með veikt hjarta sem er úrkular vonar um að við heyrum hvað að var að reyna að segja meðan það var dregið í gegnum auðnina? Aumingja mannshjartað í nútímanum. Enginn er að hlusta. En það reynir að slá sínum síðustu slögum...og vekja okkur upp.

purple surroundings

Má ég líka tala????


Ha???

Er maður ekki alveg utan við sjálfan sig?

Ég er búin að vera samfagna vinum mínum eins og Jóni Steinari og Cesil fyrir frábæra aðsókn á síðurnar þeirra. og að maður tali nú ekki um Gurrí sem er bara að taka sér sæti með vinsælustu bloggurunum....Jón kominn yfir 5000 heimsóknir...Cesil yfir 200 bara í gær og Gurrí á toppnum. Hefur einhvernveginn ekkert hvarflað að mér að kíkja einu sinni á mína stöðu enda skiptir hún ekkert öllu máli meðan ég hef gaman af að vera hér í góðra vina hópi. Kíkti samt áðan og var að spá hvort ég væri kannski að ná 1000 og viti menn. Yfir 6000 heimsóknir bara síðan ég byrjaði fyrir stuttu síðan og töluvert yfir 200 í dag!!!!! Hvað er eiginlega að gerast??? Ég segi bara takk fyrir frábærar viðtökur. Hélt ég væri sérvitrasta mannvera ever og að það myndu líklega mjög fáir nenna deila með mér áhuga mínum og skrifum. Annað er að koma í ljós og það gleður mig svo mikið. Setur í mig kraft....og hugrekki. Þúsund þakkir. Skiptir mig máli eins undarlega það kemur mér mikið á óvart.Heart

æi galleríinu

Hoppa bara hæð mína. Takk aftur góðu bloggvinir.


Vertu nú yfir og allt um kring...englatal.

englar

Má tala um engla? Hitti eina nágranna konu mína sem er í kirkju og sækir hana stíft og elur upp sín börn vel eftir boðskapnum. Bauð henni einu sinni inn í vöfflur og rjóma og við áttum áhugavert spjall um heima og geima. Henni fannst sonur hennar frekar óþægur og baldinn,  stríðinn og strákalegur eins og 7 ára guttar eiga til að vera. En sagði mér að hún hefði alveg tök á þessum ólátum. Segði stráknum litla að hann myndi örugglega og pottþétt lenda hjá djöflinum og brenna í helvítislogum um alla eilífð léti hann ekki af þessari hegðun. Og hann væri orðinn svo hræddur að hann varla svæfi svefni hinna réttlátu vegna ótta og örvilnunar og fannst það bara gott á hann. Þannig myndi hann læra sína lexíu. Mér fannst þetta algerlega hræðilegt og sagði henni að ég segði bara mínu krökkum frá englum og góðmennsku sem þau ættu stöðugt aðgengi að og að börn væru bara börn að læra á heiminn og upplifa og uppgötva. Konan saup hveljur  og horði illilega á mig.

 Sagði að ég væri klárlega útsendari djöfulsins sem ætti ekki tilveru rétt í heimi Guðs. Það væri rangt að tala um engla...og manni yrði harðlega refsað fyrir slíkt þar sem englar væru þeirrar gerðar að eiga ekkert samneyti við þetta skítuga og synduga mannfólk. Við værum öll syndug og ljót og yrðum að vinna fyrir himnaríkisvist með ótta og guðshræðslu. Þessi kona hræddi mig ekki.....en það sem hræddi mig var hvernig sumir geta umsnúið öllu því fallegasta yfir í ömurleika, ótta og fáfræði.

Stundum held ég að sum trúarbrögð séu hreinlega ekki af ljósinu komin. Hvernig er hægt að afskræma og hræða fólk svona mikið? Ég er handviss um að englar eru allt um kring og mjög virkir í að aðstoða okkur..og að þeir hafi ekki bara kærleika í miklu magni heldur og mikinn húmor og skilning. Og að þeir eru til í alls konar gervum Ekki bara hvítklæddir með fjaðravængi, Jafnvel getur þú mætt einum á morgun án þess að vita að þar var engill á ferð. Ég held með englum..sama hvað hver segir.

be mine


Bókin sem enginn veit hver skrifaði

Ég á bók sem enginn veit hver skrifaði. Hún er svo full af fallegri visku og ég glugga reglulega í hana. Bókin heitir Kristur í oss.

við gluggann2

Formáli þýðandans.

Bók þessi sem hér kemur fyrir sjónir almenning er þýdd úr ensku og var fyrst gefin út í New York árið 1919. Þýðingin er gjörð í þeirri útgáfu. Í tuttugustu og fimmtu lexíu er þess hins vegar getið að hún hafi verið rituð á englandi 1907. Að öðru leyti en þessu er þýðandanum ókunnugt um uppruna bókarinnar og höfund hennar...en boðskapur sá, sem hún flytur verður að mæla með sér sjálfur.

Set hér með smá kafla fyrir þá sem vilja lesa en þar er komið inn á orkusveiflur og hversu mikilvægt það er að vera í samræmi og í sambandi við kjarna sinn. Núna er einmitt heimurinn að uppgötva þessi sannindi vísindalega.

Fjórða lexia. Bænin.

"Ég skal nú segja þér hvað gerist þegar þú talar út frá guðlegum miðdepli tilveru þinnar. Ósannar sveifluhreyfiingar missa algjörlega lífsmátt sinn fyrir krafti hinnar rólegu sannfæringar sem í  þér býr. Þau myrkradýpi eru ekki til að Guð sé þar ekki, og á sama augnabliki og þú sendir út hugsunina kemur þú sambandi á milli þess manns sem er í nauðumstaddur og Guðs.Þessu hefi ég oft verið vottur að. Þú getur ekki gjört þér í hugarlund hvers virði sönn bæn er. Frá oss að sjá, er eins og þér mennirnir séuð eins og börn sem eruð að leika ykkur inni í stórri rafmagnsstöð. Þið vitið ekki hvaða hnappa þið eigið að snerta, né heldur hvaða öfl þið setjið í hreyfingu með því að styðja á þennan hnappinn eða hinn hnappinn. Þið bíðið eftir að fá þekkingu á öflunum umhverfis ykkur en eruð oft eins og blind og heyrnarlaus"

við gluggann

Einhver spurði hvernig á að vera hægt að breyta öllum þessum heimi sem virðist vera hörmungar einar hvert sem litið er og engin takmörk fyrir vonsku og heimsku mannsins. Ég held að svarið liggi einfaldlega í því að taka til í sjálfum sér og laga brestina sem þar eru. Veröldin er einfaldlega að endurspegla okkar innri bresti í sjálfri sér.

Þetta var svona smá sunnudagshugleiðing. Sunnudagar eru einmitt fínir til að spá og spekúlera.

Eigið góðan og blessaðan dag öll sömul.


Athugun 7...Velkominn inn og finn að þú átt heima hér...

welcome

Hvar ertu mest velkomin?

Vinsamlegast setjið svör, hugleiðingar og tilfinningarannsóknir í athugasemdir.


Haugar af jáum á réttum stöðum.

leirtau

Svona byrjaði dagurinn..allt á hvolfi og í hrúgum og kössum um allt hús. Og versnaði bara eftir því sem meira drasl kom upp og það leit út fyrir það á tímabili að við yrðum bara að fara á móel og sofa þar svo draslið fengi sitt pláss. En með gula gúmmíhanska að vopni og einbeittan vilja til að gefa í góðgerðarbúðir og sorpeyðingarstöðina tókst okkur að koma okkur fyrir eins og fólk. Og nú er sko allt komið á sinn stað.still

Heimili er bara samansafn af þér og þínum í öllum myndum. Okkar er með hrein skúmaskot, pússuð millistykki og röðuðum skrúfum í verkfærakistu. Karl og kvenskúlptúrabodys í baðglugganum og barnaherbergi með engu drasli eða dóti...litum í boxum og ekkert no no undir rúmum. Nýja náttborðið mitt samanstendur af 17 heimsálfubókum sem maður getur lesið allt um allt í heiminum sem er staflað upp og lampi settur á toppinn svo ég geti lesið í rúminu mínu sem smellpassar á milli veggja. Ég pant vera fyrir utan og þurfa ekki að rúlla mér yfir kallinn..hann má hins vegar rúlla yfir mig hvenær sem hann er í stuði. Og eftir svona langan og skuggalega skapandi dag verður kona auðvitað að fara í heitt og gott bað í bláa baðherberginu og blúsa smá með sjálfri sér um framtíðina.

í baði

Já og fyrir þá sem hafa áhuga er alveg geggjuð málverkasýning á háaloftinu. Krókurinn að hleranum er þarna á bak við hurð..maður bara krækir og opnar og niður dettur álstigi sem maður klifrar upp og kveikir svo með því að toga í spottann sem hangir níður úr loftinu og voila!!! Heil málverka sýning.!!!!!

 Þetta minnir á flottu sýninguna hennar Yoko Ono þar sem fólk klifraði upp stiga og las eitt lítið   MEÐ STÆKKUNARGLERI efst í loftinu. Best að setja já á miða þarna uppi svo maður geti verið eins fólkið fræga. Muna bara að segja já oftar og við fleiru í lífinu.

JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ

Loftið


Dagdraumur, álfadans og ljóð

Allt þarf að byrja einhvers staðar. Stundum bara eins og grunur eða tilfinning...kannski eins og hugmynd eða draumur. Og ef maður gefur því gaum og vökvar og ræktar og hlustar þá er aldrei að vita hvað getur gerst...eða gerist. Óendanlegir ósýnilegir möguleikar. Sköpun.

í hendi

Ég var að koma úr bláu baði og fara í appelsínugulan topp og bæta vatni á bleiku túlípanana mína sem standa á eikarborðinu og les nú ljóð eftir gamlan vin.

 

kona og náttúra

 

Úr marglitum

augnablikum lífsins

spinnum við okkur hjúp

sem hylur

öll okkar leyndarmál

Í þöglum unaðsleik

líðum við fram

veginn

Gefum hvergi á okkur höggstað

Í sætleika

draumsins

hverfum við

úr hjúpnum

og dönsum

hinn sanna álfadans.

 

Heimir Már Pétursson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband