Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
6.4.2007 | 10:55
Páskahænur og ofursnöggir hanar
Í gær fórum við í yndislega göngu í góða veðrinu og röltum framhjá bóndabænum þar sem hamingjusamar hænur hoppa og skoppa út um öll tún og rogginn hani reygir sig og galar yfir púdduhópinn. Þær eru gestrisnar og glaðar hænurnar þegar þær fá heimsókn og þyrpast að girðingunni og gagga hver í kapp við aðra. Þær sem eru lengra í burtu engjast um í forvitni og koma á harðahlaupum gaggandi og kjagandi og ætla sér ekki að missa af neinu. Mér finnnst voða gaman að heilsa upp á þær. Þegar það var kominn álitlegur hópur fyrir framan girðinguna og gaggandi púddum tók haninn sig til og rigsaði stórstígur og rogginn í miðjan hópinn. Skyndilega tróðst hann upp á eina hænuna og stóð keikur á bakinu á henni!!!!!
....Innri feministinn í mér varð bara hneykslaður yfir svona framkomu. "Hva...hvernig dettur hanabjánanum að standa bara á bakinu á hænugreyinu"??? spurði ég í heilagri skírdagsvandlætingu.
Borgardaman náttla alveg græn fyrir því hvernig páskaeggin og páskaungarnir verða til....og gerði sér enga grein fyrir að þetta var alvöru hanadráttur sem þarna fór fram á þremur komma sjö sekúndum heilum. Svo vippaði haninn sér af og spígsporaði rogginn um svæðið og hænan virtist bara sæl með sitt. Og komin með páskaegg í framleiðslu á skírdegi.
Borgardama lærði sem sagt ýmislegt um náttúruna á göngu sinni um náttúruna..hehe.
Mér fannst þetta samt frekar snaggaraleg skemmtun fyrir hænuna verð ég að segja. Takk Guð fyrir að hafa ekki verið púdda í þessu lífi. Væri hreint ekkert sæl með það held ég. En svona hugsa ekki dömur á löngum degi og ekki má láta sér stökkva hér bros fyrr en um miðjan dag á morgun.
Gleðilega páska!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2007 | 23:01
Moggablogg í rugli og lesturinn á mínum snilldarpistlum hríðfellur. Greinilega bara bilun.
Bloggið er í rugli. Bæði birtast "nýtt" hjá öllum og líka þeim sem eru ekkert að blogga og engin ný svör komin í athugasemdir. Hjá sumum eru bara allar nýjar færslur sl 2 mánuði horfnar og ég hef haft verulegar áhyggjur af Zordísi og öllum hennar dásemdarfærslum og hvar þær geti eiginlega verið??? Svo er ég búin að sitja alveg sveitt við að lesa allt sem birtist sem "Nýtt" og svo er bara gamalt??? Jiiii hvað ég er spæld yfir þessum tapaða tíma. Og það á skírdegi sem maður hefði kannski átt að lesa eitthvað í trúarbókinni.
Svo er náttla alveg skandall..og það er að lesturinn á mínu bloggi hríðhrapar og ég er sannfærð um að það er vegna þess að það er eitthvað að Moggablogginu
Teljararnir eru annað hvort stilltir í vitlausa átt eða sá sem stjórnar Moggablogginu er á móti mér og fær bónus fyrir að hefta hraðferð mína hér. Ég bara finn það á mér og ég er ekki næm og nösk fyrir ekki neittt get ég sagt ykkur. Hann er skolhærður og lágvaxinn þessi vondi gutti og áran hans er drapplituð..
Maðurinn minn sagði að það hefði bara eitthvað með hvernig ég skrifa og um hvað..en ég var nú fljót að snúa fast upp á hendurnar á honum og láta hann vera sammála mér..að Moggabloggið sé bara í algeru rugli þesssa dagana og að maður segi ekki svona við konu ef hann vill halda í hana og vera bara ekki látinn sigla sinn sjó . Og það ekki einu sinni á sjómannadaginn heldur sjálfan skírdaginn.
Þessi hugmynd og ímynd fékk hann alveg til að segja allt sem ég vildi að hann segði. Hver vill líka sigla aleinn á hálfum báti í stórsjó um páska og eiga kannski bara stundir með mæðulegum hafmeyjum??? Ekki minn kall..svo mikið er víst.
Vona að dagurinn langi á morgun verði bara stuð hjá ykkur. En munið að taka ekki í spil því það skemmtir víst skrattanum..og það vill enginn almennilegur maður hafa á samviskunni nema Sæmundur.
Hvaða Sæmundur? Það eigið þið öll að vita ef þið lærðuð eitthvað í barnaskólanum.
Jæja best að halda áfram að skoða myndir af barnabörnum. Þau eru ekkert venjulega falleg og hlýja mér óendanlega mikið í hjartanu.
Hlakka líka til að borða íslensku páskaeggin og lesa málshættina. Ég fæ alltaf sama málsháttinn ár eftir ár alveg síðan ég var unglingur.
Ekki er sopið álið þó í klausuna sé komið í Hafnarfirði.
Örugglega bara af því að ég er gaflari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.4.2007 | 01:15
Vegbúi lýstu mér leið...
Hvort ætlar þú að velja þegar þú kemur að gatnamótunum í þínu lífi???
The Easy street eða the Hard road?
Vissiru ekki að þitt væri valið?
Hvað valdir/velur þú?
Alltaf spurning um hvað þú raunverulega vilt....erfiða leiðin eða sú auðvelda.
Og hvor er í raun betri og hvar lærir maður mest?
Bara einföld spurning en samt ferlega flókin ef grannt er skoðað.
Ég hef svo oft farið flóknar leiðir sem leiddu mig í þrot...líka flóknar leiðir sem leiddu mig á betri braut.
Og auðvelda leiðin er ekki alltaf auðveld þegar upp er staðið.
En hún getur samt verið svo góð.
Hvað er erfitt og hvað er létt...
og hver er leiðin þegar maður veit ekki neitt?
Hvað heldur þú?
Ég sé lífsins tré...á háum hól.
Og ég hugsa með mér...þetta er yndisleg jörð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.4.2007 | 22:41
Vindasamt í kerlingarhaus
Vindasamur dagur. Allar góðar fyrirætlanir fuku út í veður og vind.
Nú er sko fokið í flest skjól segir veðurfræðingurinn og leitar skjóls.
Það fauk bara í mig að heyra manninn láta þetta út úr sér.
Veit maðurinn ekki að á eftir logninu kemur stormurinn. Eða var það á eftir stormi kemur logn?
Hvað veit kona sem er með hárið út um allt eftir rok?
Æ þetta er bara stormur í vatnsglasi segir forsætisráðherrann þegar það hvín í kerlu.
Þannig lauk þeirri stormasömu sambúð stríðs og friðar.
Að leysa vind í lognmollu er ekki kurteisi.
Sunnangolan strauk henni um kinn og kyssti burtu brakandi brosið.
Þessi færsla er vindhögg!
Lognið er best þegar allt er kyrrt og hljótt.
USS!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.4.2007 | 16:41
Fyndið flækjulíf
Ha ha ha...ég hef bara ekkert að gera akkúrat núna nema hlægja að allri þessari vitleysu.
Og ég hlæ hátt og dátt.
Halla mér aftur svo það strekkist smá á mallanum og brjóstin leka aðeins til hliðanna og leita auðvitað suður af því að þau eru alvöru og hlæ að því hvað mér finnst gott að geta hlegið innilega í stað þess að láta hluti og sumt fólk pirra mig. Er reyndar svo gæfusöm að þessa dagana er bara yndislega skemmtilegt og gott fólk í kringum mig og svo heppilega vill til að þetta eru fjölskyldumeðlimirnir mínir...maður getur ekki valið sér familís bara vini...svo mér finnst ég rosalega heppin með mitt fólk. Og líka vini mína. Og ekki undanskil ég bloggvini mína frá þessari kátínu.
Já nú get ég glaðst og skelllihlegið. Svo dásamlega glöð með nýju hvítu sportsokkana mína. Mér er alltaf svo kalt á hnjánum en ekki lengur!
Það er líka lítill pjakkur í heimsókn sem fInnst allt skemmtilegt og allt sniðugt. Bara ef það hreyfist og það heyrist eitthvað hljóð með þá ljómar litli kútur og gefur himneskt tannlaust bros yfir heiminn.
Já það er gott að hlægja stundum og lengja lífið og leikinn sem það er. Því þetta er bara leikur...kannski bara leikrit þar sem við erum aðalleikarinn sem þarf ekki að læra neina rullu heldur hefur fullt skáldaleyfi til að skálda jafnóðum hvernig hann vill hafa sitt leikrit.
Hvort það á að vera mikið og magnað drama, tragedía og táradalur eða gamanleikur troðfullur af skopi og skondnum atburðum. Kannski bara allt af þessu í mismiklum hlutföllum.
Lífið er kannski bara ein furðuleg flækja sem er svo okkar að leysa úr með tíð, tíma, þroska og visku.
En samt held ég að það sé mikilvægast að muna að hafa bara gaman í sínum bekk og hlægja dátt þegar flækjan verður hvað mest. Hlægja hátt og taka hreinlega bakföll af hlátri yfir þessu bráðfyndna lífi sem er að drepa flesta úr alvöruleikanum. Sem eru búnir að gleyma að þeir sjálfir eru höfundurinn. Og að það má endurskrifa, stroka út og betrumbæta allt..eða ekkert.
Tjallið fellur.
Og nú má klappa því nú vita allir sem hér voru að þetta var bara enn eitt leikritið og höfundurinn situr uppi í höfðinu á sjálfum sér og brosir kumpánlega til ljósameistarans. Þeir vita fyrir hverju er klappað.
Takk fyrir komuna kæru meðleikendur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.4.2007 | 00:41
Sveppur eða sveppir
Þetta moggablogg er hugsanavilla hvers þess sem telur það mælikvarða á persónulegar vinsældir. eftir því sem fleiri lesa t.d bloggið mitt því hraðar hrapa ég í vinsældum..hehe.
Eftir að hafa skoðað og skilgreint um hvað telur er ég því engu nær. Hins vegar er bloggið gríðargóður völlur fyrir alla sem vilja láta ljós sitt skína sem og skoðanir. Hvað þá þeir sem eru í framboði og eru á atkvæðaveiðum.
Allt þarf að vera í jafnvægi. Epli og appelsínur. Perur og kartöflur.
Moggablogg tekur tíma...tekur sér tíma til að láta mann halda að maður þurfi að líta við of oft.
Ég vil ekki líta við of oft. Nema þegar ég sjálf skrifa. Til að tékka á mér. Sjálfhverfan vill taka sér völd.
Sjá hver commentaði á hvað.
Hver er að gera hvað og hvers vegna. Og hver fyrir mig og hver fyrir þig. Æi.
Sé þetta bara öðruvísi núna í bili....kannski breytist það fljótlega. En hef ekki akkúrat núna löngun til að geysast um á Moggabloggi. Fann eitt mikilvægara. Sem er mitt.
Bloggedí blogg....einu sinni voru þrír sveppir og svo fóru þeir að fjölga sér. Segja hver öðrum að þeir væru frábærir sveppir og þá kom regn og sól og vindur sem hjálpuðu þeim að fjölga sér enn meir.
Þeir héldu að þeir væru góðir og gegnir...af því að þeir voru 3 saman.
Þegar þeir svo vöknuðu einn morgunn og sáu að þeir vorðu orðnir fleiri og flottari vissu þeir að þeir væru soldið.
Það var þá sem ég ákvað að fara bara heim og hvíla mig.
Vil ekki verða sveppatýnslu kerling!
Telja sveppi hjá öðrum sem eru lika að telja sveppi. Ef þetta er ekki kúl er það vegna þess að ég er algjör sveppur!
Allt þetta sprettur út frá því að í dag skar ég niður sveppi í ómældu magni í Pítur með íslenskri pítusósu......og var að hugsa um hvað er eiginlega að halda manni í einhverju sem manni finnst algjör sveppur.
Sveppasýking?
Best að fara í alvöru að forgangsraða. Samt svo það verði ekki misskilningur þá gerist margt gott á Moggabloggi. Fallegt og vinakært. Sem ég er ekki að vanmeta. Ég elska að eiga samskipti við bloggvini mína.
Fyrst forgangur og svo sveppir.
Moggablogg bara tekur of mikinn tíma frá konu sem þarf að snúa sér öðruvísi um stundir. Og fara að koma mikilvægum hlutum í verk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.4.2007 | 19:25
Leyndarmál moldar
Ég um mig
Þú um þig.
Rúllum okkur upp
og geymum
leyndarmálið.
Sprettum úr sömu moldu
og verðum
hin sama mold.
Þegar þú hefur sagt mér
og ég sagt þér.
Þangað til snúum
við
bökum saman
og geymum leyndarmálið.
Ég í þér
og þú í mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari