Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
16.4.2007 | 22:20
Hvort?
Finn ekkert sniðugt til að blogga um.
Er sybbin og ætla bara að skríða í ból.
Margt að fást við á morgun.
Ætli maður myndi nokkuð nenna vakna ef maður vissi hvernig dagurinn yrði?
Ef maður vissi allt sem myndi gerast?
Ævintýrin og hið óvænta er drifkrafturinn minn.
Þekki fólk sem gæti ekki lifað við allar mínar óvæntu uppákomur á meðan ég myndi ekki lifa af fyrirsjáanleikann í þeirra lífi.
Sumir vilja allt á sínum stað og rútínuna eins og vanalega og alls ekkert óvænt. Finnst það gott og það skapar öryggi.
Allt á sínum stað!
Gleraugun svo maður sjá skýrt.
Regnhlífin svo maður verði ekki blautur og Hálfullt vatnsglas.
Eða er það hálftómt? Úff þoli ekki svona erfiðar spurningar. Hvort er það? Þetta setur alveg daginn úr skorðum. Gat það ekki bara annað hvort verið galtómt eða alveg fleytifullt?
Óþolandi.
Nú þarf ég að hugsa og komast að niðurstöðu.
Hangi bara yfir sjónvarpinu þar til ég hef gleymt þessu fjandans vatnsglasi.
Já nú man ég!
Öryggið er í bangsanum mínum. Kúri með hann undir sæng og loka augunum og ekkert óvænt getur gerst svo lengi sem Bangsi kúrir hjá mér og ég hjá honum.
Frábært. Thats life.
Bangsinn minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.4.2007 | 00:03
Að róla sér um miðja nótt í tunglskini.
Kyrrð í húsinu.
Sofið í öllum rúmum og litla ömmustelpan sefur vært uppi á lofti með mömmu sinni og frænku..og annarri frænku og einum frænda. Ekki alveg öll í sama rúmi en samt í sama rými. Uppi.
Ró í hjartanu. Ég sef í sjálfri mér og hugsunum mínum. Skoða þær betur í dagsbirtunni.
Sumt lítur bara betur út í deginum en það gerir um nóttu í húmi. Sumt er fallegra í fölleitri birtu..ég t.d er undurfögur við rétta kertaljósið en þess agalegri í skjannahvítu ljósinu.
Tunglið getur samt verið bæði fagurt um miðjan dag og miðja nótt. Hef aldrei séð sólina gera það að vera til um miðja nótt. Tunglið kann og getur bæði. Pant vera tunglgyðja. Óg vera dularfull og hál...með ál.
Vantar verönd fyrir utan húsið mitt með svona rólandi bekk sem brakar í. Svo ég geti setið úti og hugsað með stjörnunum. Svona hús þar sem allt gerist í í öllum alvöru bíómyndum. Þegar hjónin setjast út eftir daginn í nóttina og finna svörin. Róla sér og hugsa og vita.
Rólur eru róandi. Synd hversu margir fullorðnir róla sér sjaldan. Fúlt að missa af rennibrautarlistaverkinu í London. Risarennibrautir fyrir stressaða borgarbúa í Tatesafninu. Hefði haft gott af eins og einni bunu. En hugsa mig bara út á verönd og túnglið er auðvitað oftast á sínum stað með sinn kyngimagnaða kraft. Allar konur eiga að eiga tungl, verönd og rólu. Og heila nótt bara fyrir sig.
Þá væri þessi heimur betri.
Þegar konan finnur og notar viskuna sína óhefluð og sterk.
Í tunglskininu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.4.2007 | 14:29
Bloggað í blíðunni!!!
Jehey!! 26 stiga hiti...bongóblíða og verið að setja saman grillmatseðilinn.
Frú Alice Þórhildur er á leiðinni að njóta veðurblíðunnar með ömmu sinni og Sunneva í eldhúsinu að hræra saman himneskt kryddsmjör fyrir bökuðu kartöflurnar. Getur ekki verið lengur í sólskininu og gerir bara þarfari hluti innandyra. Amman sprangar hins vegar úti á brjóstunum löðruð í sólarolíu og býður nágrönnum í gleði og þeir fá að mæta svo framarlega sem þeir skrúfa á sig hausinn rétt!!!!
Sendum sólarkveðjur til ykkar heima!!!
Man núna hvað það var sem freistaði mín með því að fara til fjarlægra sólarlanda.....nennti ekki lengur að njóta lífsins út um gluggann. Ég vildi bara vera þar í alvörunni...og ekkert gluggalíf fyrir mig . Nei takk!!!
Hvort mynduð þið grilla kjúklingabringur eða kótilettur...pylsur eða bara allt af þessu?
Og hvað skyldum við drekka með gómsætum grillmatnum? Best að ná í skræpótta sólhattinn minn svo kona fái ekki sólsting. Vá hvað lífið er gómsætt og dásamlegt.
Gott að vera ég núna.
Vantar reyndar hafið...en sonur minn sér alveg um að gera öldur í garðinum sem myndast úr vatnsslöngunni.
Hann er mesta krúttið. Fór í ferð með vini sínum og fékk með sér nokkur pund til að kaupa sér sælgæti og drykki en neitaði sér um það allt til að færa mömmu sinni undurfagurt glerhjarta með alvöru blómi innan í. Himinblátt og mjúkan koss með þeim orðum að hann ætti bestu mömmuna. Svo hann má sprauta eins og hann lystir vatninu um allan garð. Bara ekki á grillið.
Njótið dagsins elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.4.2007 | 12:03
Nágrannar mínir eru besta fólk!!!
Má ég kynna fyrir ykkur nýju nágranna mína?
Mér finnst þeir bara fínir..ehhh...maður getur náttla ekkert ætlast til að allir séu eins!! Fólk er bara eins og það er og maður á ekkert að vera að dæma bara eftir útlitinu...ha? Það er innri maður eða kona sem skiptir máli. Og hver segir að það sé eitthvað að því að koma úr afskekktu litlu þorpi þar sem skyldmenni áttu saman börn og burur í aldir? Ég meina fólk velur auðvitað bara fyrir sig með hverjum og hvernig það vill lifa.
Æ set bara inn myndir svo þið getið sjálf séð að nágrannar mínir eru besta fólk. Og munið að dæma ekki!!! Umburðarlyndi og skilningur eru orð dagsins.
Synir þeirra eru svolítið nútímalegri í hegðun og útliti og bera með sér að hafa séð eitthvað af nútímanum og veröldinni. Þeir komu í heimsókn um páskana og eru allir ógiftir.
Þeir heita þeim alíslensku og skemmtilegu nöfnum Gísli, Eiríkur og Helgi.
Munið...UMBURÐARLYNDI OG SKILNINGUR!!!!
Ég er hálffegin að nágrannar mínir skilji ekki íslensku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2007 | 01:01
Ömmur og flugfiskar
Orð.
Einskis verð þegar þau eru mælt af munni þess sem meinar ekki.
Öll orðin sem maður segir ekki þegar þau þurfa að heyrast. Látin liggja og rotna af því að á bak við þau er ekki hugrekkið til að segja "Mér finnst". "Mér líður".
Og því sem lengra líður þorir viðkomandi ekki að gefa þeim líf. Vagga bátnum sem lekur samt sem áður.... því með orðunum væri hægt að fylla upp í götin. Svo sekkur alllt. Ósögð orðin drekkja því sem var hægt að bjarga frá drukknun.
Er stundum að velta fyrir mér hvað má segja og hvenær og hvenær satt má kyrrt liggja. Er ekki alltaf flink í því. Er sagt að ég hafi erft það frá ömmum mínum að liggja ekki á orðum mínum. Að segja það sem er augljóst. Svo er manni stundum hent út í myrkur og sorta fyrir orðin. Líka þegar þeim fylgir bara góð meining. Fer svo mikið eftir þeim sem heyrir hvað hann nemur.
Uss!
En ömmur mínar voru kjarnakonur og eru enn. Bæði hér og hinu megin.
Kenndu mér svo margt skemmtilegt. Um hvernig maður gerir slátur og prjónar sokk. Hvernig túllið felur sig í skýjum og hvernig Alþingishúsið þarf að vera skúrað fyrir klukkan sex um morgun. Fimm kall í lófa og harðfiskmylsna sem treat eftir hafragrautinn. Og maður megi ekki segja ósatt eða halda að maður sé eitthvað.
Hver kannast ekki við setningar eins og..."Hvað heldurðu eiginlega að þú sért"?
Ekki vera neitt og alls ekki halda að þú sért eitthvað.
Þetta er gamaldags. Maður má halda að maður sé eitthvað og að það sé gott að vera eitthvað. Allavega maður sjálfur. Ef þú ert ekki þú...hvað ertu þá?. Hvað getur þú þá haldið að þú sért eiginlega ekki? Hmm.....
Hentu þér bara upp úr skálinni þar sem allir hinir eru...og líttu ekki til baka.
Vertu fiskur á flugi án vatns.
Leyfðu engum að halda þér þar út af sínum eigin ótta við að yfirgefa gullfiskabúrið.
Fiskar geta víst flogið!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.4.2007 | 16:42
Hundrað þúsund englar og frábært útsýni.
Ég er komin aftur heim....Heim er samt umdeilanlegt hugtak. Þýðir það að ég er komin aftur í húsið sem ég skildi eftir hér..eða er ég komin aftur til sjálfrar mín? Og ef ég er komin til sjálfrar mín eru það þá mín endanlegu heimkynni?
Ég er allavega hér.
Og ferðin var dýrð og dásemd því hún opnaði augun á mér fyrir hlutum sem ég hafði ekki áður séð eða sett í samhengi við mig og mitt líf. Hversu lengi og langt er hægt að ganga blindandi á sjálfa sig?
Lærði margt og uppgötvaði margt. Sé betur. Skil betur. En alls ekki allt. Svo raðast atburðir saman og fólk og upplifanir...inn í það blandast draumar og sýnir og einn góðan veðurdag finnur maður pússlið sem vantaði og veit hvað er hvað.
Þá heldur maður heim á leið. Heill og glaður í hjartanu og samlagast öllum hinum sem eru búnir að finna sitt pússl. Í dag hafa englar setið um hvert einasta fótspor mitt. Himnarnir opnast og sólin skinið inn í skúmaskotin. Allt er eins og það á að vera.
Hinn gullni lykill á sínum stað í minni hendi til að ljúka upp hirslum leyndardómanna.
Opnist mín sál og mitt hjarta.
Eftir að hafa íhugað og skoðað ýmislegt og dreymt mikilvægan draum sem tengdi sumt saman og setti í ljós.....er ég loksins komin aftur heim.
Skrifa nú lífsbókina sjálf og tek ábyrgð á því sem þar stendur og ritast jafnóðum og ég lifi. Stundum í takt og stundum eins og dansari sem stígur á tær meðleikara sinna því hann finnur ekki taktinn. Taktinn við hjartsláttinn og lífið. Tónana sem lífið yrkir um og kennir þér að humma með þrátt fyrir lagleysi.
Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt eða gamalt.
Endurmuna raunveruleikann.
Að hann á sér jafnmargar myndir og við erum mörg. Að minn raunveruleiki er ekki réttari en þinn og að við leikum hlutverk i þeim öllum.
Að það sem ég sé út um minn glugga ...í gegn um mín augu á jafn mikinn rétt á sér og þitt útsýni.
Þess vegna dæmir maður ekki og nýtur útsýnisins. Takk fyrir þitt útsýni og megir þú njóta míns.
Gott að vera komin aftur heim!!!!
Hundrað þúsund englar samankomnir á einum stað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.4.2007 | 10:25
Húsmóðir leggur land undir fót og verður eitt með öllu.... og kemur svo aftur heim.
Ohhh ég er svo spennt!!!
Er að þvo gallabuxurnar mínar og taka til það sem ég ætla að taka með mér uppeftir.
"Uppeftir" þýðir að ég er að fara upp eftir landakortinu..í norðurátt. Fyrst bruna ég í bíl með dóttur og kærastanum hennar til Stafford þar sem ég ætla að gista eina nótt á vindsæng. Svo vakna ég í fyrramálið og tek lestina til Birmingham sem er ekki langt frá Stafford og fer að sjá Neal Donald Walsch rithöfundinn sem skrifar bækurnar Conversations with God...Samræður við Guð.
Þetta er mitt litla einakahúsmæðraorlof.
Mér finnst skemmtilegt að fara ein og kynnast nýju fólki og upplifa spennandi stemmningu. Þegar fyrirlestrinum er lokið tekur svo við tónlistarhátíð sem stendur til hálfellefu um kvöldið og þá brunar húsmóðir aftur með lestinni til Stafford og sefur aðra nótt á vindsæng í stofunni. Væntanlega með heilmikið nýtt í kollinum til að dreyma um og tóna sem syngja hana í svefn. Svo keyrum við hingað suðureftir...sem sagt niður eftir landakortinu.... á miðvikudag og mamman kemur heim endurnærð á sál og líkama og til í allt!!!
Jæja best að gá hvort þvottavélin er búin og klifra upp á háaloft eftir fínu svörtu töskunni sem er svo tilvalin í svona styttri ferðir. Passar akkúrat utan um náttföt, tannbursta, kremin mín ásamt snyrtivörum sjampói og greiðu..hehe nei engar greiður eða hárburstar því ég greiði mér aldrei. Og það er dagsatt!!! Svo þarf ég föt til skiptanna og bækurnar sem ég er að lesa og mitt fína ferðaskap. Ég hef sérstaka tilfinningu fyrir þessari ferð. Þegar ég sá þesssa uppákomu auglýsta fékk svona innri tilfinningu og gæsahúð..og sterka ætlun um að koma mér þangað. Alltaf þegar það gerist...bíður eitthvað merkilegt og spennandi fyrir húsmóður.
Við heyrumst svo síðar þegar ég er komin aftur heim í heiðardalinn.
Veðrið er meiriháttar,23 stiga hiti og sól...og ég segi ykkur allt um hvernig kærleiksbyltingin gengur.
Lengi lifi allt það góða og skemmtilega.
í tilefni þess að þessi fundur sem ég er að fara á er undir yfirskriftinni.."Við erum öll eitt" set ég hér inn klausu um lögmál einingar úr bókinni Lögmál andans eftir Dan Millman.
Við birtumst á jörðinni
sem einstaklingar með ólík örlög
en eins og hluti af hafinu
erum við á sama hátt hluti
af vitundarhafi og
líkama Guðs.
Finndu kærleika og frið
djúpt í þeim æðsta sannleika
að við erum öll ein stór fjölskylda.
Losaðu þig við klyfjar
ótta, öfundar og gremju
fljúgðu á vængjum skilnings
inn í land ótakmarkaðs umburðarlyndis
Við erum öll einstök hvert á okkar hátt.
Þannig á það að vera og þannig má það vera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.4.2007 | 23:12
Guðdómleg tónlist og hlustun.
Vohahhh...páskar á næsta leiti.
Núna verðum við að vera góð og gera rétt.
En hvað er rétt????
Það eru nú einu sinni páskar.
Eggið eða unginn.
Hvort kom á undan? Ef eggið var fyrst þá hvað? Allt í býgerð eða allt tilbúið...bara eftir að koma út?
Og ef unginn var á undan hvað þá? Hvað verður þá um eggið? Japps.
Fíllinn stendur á sápukúlunni...en það er óraunverulegt. Fíll getur ekkert staðið á sápukúlu.
Hún myndi springa samstundis eða hvað? Hvað heldur hverju uppi? Ert þú að halda einhverju uppi sem er byrði eins og fíll en í raun bara eitthvað sem myndi sprengja sápukúlu væri það sett þar?
Eru byrðar þínar bara hugarfluga?
Máttu bara blása og þá er hún farin og horfin? Vá rugl er þetta.....maður getur ekkert verið að bera byrðar sem eru kannski sápukúlur? Eða hvað?
Því betur sem maður trúir á byrðar sínar því þyngri verða þær. Því minna vægi sem maður gefur þeim því minna vega þær. Alveg satt.
Verða bara skugginn af sjálfum sér. Skugginn af óttanum. Skugginn sem lætur þig trúa því að allt sem þú heldur að geti farið úrskeiðis geri það. Trúðu bara á bestu hugsanlegu útkomuna og það verður svo. Bara skemmtilegt!!!!
Góða páska öll sömul...ég er farin að sofa troðfull af góðum og jákvæðum hugsunum og tilfinningum. Það er það eina sem gerir lífið þess virði að vakna aftur á morgun. Og gera ítarlega leit af páskaeggjunum sem eru falin í þurrkaranum og á bak við sjónvarpið.
Hlusta bara á lagið með Robbie...There must be an angel....somewhere.
Bara nice.
Er eitthvað betra en að hlusta á sinfóníur??? Þessa guðdómlegu tóna sem flytja manni heimsókn á staði sem mannlegur máttur kemst ekki nema í gegnum eyrun? Tóna sem hljóta að hafa komið til jarðar í gegnum himnana? Sem mannlegur máttur gæti ekki meðtekið nema vera tengdur við almættið? Það hlusta ég á núna. Guðdómlegt. Ave Maria. Gratsía plena.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.4.2007 | 16:21
Viltu faðma mig?
Ég skrapp á kaffihúsið mitt áðan og hitti þar kæra vinkonu. Meðan ég beið eftir henni kom askvaðandi vinur minn sem ég hef ekki sé lengi og hreinlega faðmaði mig í klessu. Knúsaði og kyssti á báðar kinnar eins og ég væri frönsk yngismær og ég furðaði mig á þessum innilegu móttökum.
Hann sagði mér að hann væri að koma af knús og faðmlagssamkomu og hann væri bara alveg í skýjunum eftir það. Það væri hér stödd dönsk kona sem ferðast um heiminn og faðmar fólk!!!
Er það ekki alveg frábært starf?? Þessi kona er bæði með einkafaðmlög og hópsamkundufaðmlög. Það þykir víst einstakt að fá faðmlag frá henni. Það er heilandi og kærleiksríkt og einstaklega gefandi. Fólk hreinlega endurnærist við að faðma þessa einstöku konu. Hún faðmar líka dýr og tré.
Mér fannst þetta alveg frábært og hef í hyggju að fara og fá svona faðmlag eftir páskahelgina.
En þangað til ætla ég að faðma mitt fólk vel og vandlega og af öllu hjarta því þessi páskahátíð er um að minnast og muna það sem Kristur boðaði. Kærleikann í sinni öflugustu og fegurstu mynd. Kærleika á milli allra manna. Hvernig sem þeir eru á litinn, hvaða menningarheimi eða trúfélagi þeir tilheyra, ungir eða gamlir, góðir eða vondir, litlir eða stórir. Kærleikurinn er fyrir okkur öll og á valdi okkar allra að gefa.
Og nú ætla ég að senda þér huglægt og kærleiksríkt faðmlag kæri bloggvinur og lesandi og vona að þú finnir hvað ég faðma þig innilega og óska þér alls hins besta. Knúsa þig með kærleika og vona að þú látir þetta faðmlag ganga til allra sem í kringum þig eru. Þannig er fallegt að halda upp á þessa páska finnst mér. Og ég tek við öllum faðmlögum sem til mín koma með gleði og þakklæti fyrir að eiga svona fína handleggi og faðm sem passar fyrir hverja og eina einustu mannveru í þessari veröld.
FÖÐMUMST!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.4.2007 | 16:29
Fólkapáskaegg.....
Já það er svolítið furðulegt páskaeggið mitt í ár...
ég er enn að velta fyrir mér hvort það sé nammi eða málsháttur þarna einhversstaðar eða hvort þetta páskaegg sé bara um eitthvað allt annað.
Líklega ekki til að borða svo mikið er víst.
Hmmm...?
Klór í haus.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari