Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Mismunandi englar

Angels2

Ég ætla að sofa eins vært og ungur engill í nótt.

Og þakka fyrir það góða sem lífið færir mér á hverjum einasta degi...Einasta sem maður þarf að vita og gera er að vita að allt er eins og það á að vera. Moi be an angel tonight.

I am little and alone

lost in the world

doesnt know where to go

So please lead me my father

to the light so bright

and then never leave me

alone.

GreenfeldClowns

Allir eiga sér engil þó þeir þekki ekki endilega formið hans. Eða andlit hans.

Munið að englar geta birst í allskonar myndum.

Þið verið bara að afsaka en ég er með engla á heilanum núna.

Spurningin er sú þekkir þú þinn...þína engla?

Sama í hvaða formi þeir birtast þér?

Stundum eins og ekki englar en með slík skilaboð að þau umbreyta öllu til hins betra?

Great_Silence-2

Hér söfnum við englabænum í athugasemdum.

Og góðum óskum til allra sem þurfa á að halda.

Við skulum ekki gleyma að allt sem við látum frá okkur fara

 gott eða vont,

 heimsækir heimahagana í einhverri mynd.

Svo vertu vakandi hvað þú sendir frá þér.

 

 


Lífsbreidd

shadow

Hver maður hugleiðir yfirleitt meira um lengd lífs síns en breidd þess.  Vildir þú vera í sporum mannsins sem vildi lifa lengi, sem hann og gerði, en á stund þeirri sem við öll mætum að lokum, sá líf sitt í langri mjórri línu, sem strengdan þráð og svartan að auki?  Veltu fyrir þér breidd lífs þíns fremur en lengd þess. 

Lifðu lífinu, gerðu það sem hugur þinn býður, hjartað þráir og sjáðu það sem augu þín vilja sjá.  Fylgdu fótum þínum um ótroðna stígu og gríptu þéttingsfast um ónotuð tækifærin sem bíða þín við hvert fótmál.  Haltu upp á tindinn þrátt fyrir ótta þinn við stórgrýtið í gilinu og augu þín nema birtu og geisla stjarnanna ef þú þorir að líta til himins og halda af stað.

ART_GoddessSet4

Stattu svo við enda lífs þíns á stundinni sem við öll mætum, glaður í bragði og mældu breidd lífs þíns fremur en lengd.  Því breiðara sem það mælist því minna máli skiptir lengdin.  Þá.. og einungis þá, finnur þú og heyrir innra með þér röddina stoltu sem segir: 

,, Ég hef lifað " !

fögnuður


Blúsaður raunveruleiki um nótt

Vaknaði eftir miðnættið búin að sofa vært á mitt græna síðan einhverntímann í kvöld. Man að ég sofnaði út frá My family..bæði sjónvarpsþættinum samnefnda og minni raunfjölskyldu sem kúrði með mér í sófanum. Og nú er ég bara ekkert syfjuð.

 Er samt aðeins að geyspa golu um stofuna.

Vaknaði með einhvern óróa í sálinni. Það er eitthvað voða mikið að brjótast um í mér þessa dagana og ég veit ekki alveg hvað það er. Eitthvað sem vill láta taka eftir sér og heyrast. Ég bara heyri ekki enn. Hlusta eins fast og ég get en veit samt alveg að núna er tímabært að gefa bara eftir og leyfa þessum skilaboðum að detta í kollinn þegar ég er tilbúin að skilja um hvað Þau eru.

 Held bara fast í fingur forsjónarinnar á meðan eins og lítið barn.

Þetta er erfið hugmyndafæðing sem er í gangi núna.

people

Nóttin er svo hljóð og mjúk og vakandi.

Blá og full af tónlist.

Fuglarnir löngu þagnaðir og hvílast undir væng á grein meðan refir læðast um skóginn og öskra eins og konur í neyð. Stundum ámátleg í þeim veinin.

 Lognið hefur meira að segja sinn óm, hljóm.

Sé fyrir mér bláleita engla á skýjunum sem máninn veður í.

 Spilandi himnatóna á hljóðfærin sín sem koma svo niður sem draumur fyrir þig um blámann í fjarskanum.

Þinn bláma.

angels4

Blúsaður raunveruleiki um nótt.


Af hverju heitir helgin helgi?

Af hverju heitir ekki helgin hlé eða hvíld eða hægferð?

Ætli helgi eigi að helgast einhverju sérstöku eða að vera sérstök helgistund í vikunni? Fyrir kristna á sunnudagurinn auðvitað að vera heilagur hvíldardagur. Er til fólk sem gerir ekkert á sunnudögum og tekur sér heilaga hvíld?

Hvernig notar annars fólk helgarnar best?

Fyrir mér eru helgarnar til að njóta samveru með fjölskyldunni og vinum sínum, gera eitthvað saman, elda góðan mat, oft til að þvo og þrifa eftir vikuna, kaupa inn mat og kíkja í heimsóknir eða gera eitthvað skemmtilegt. Stunda sportið..eða horfa á krakkana stunda sportið og bara chilla. Hvíla sig eftir annríki vikunnar og undirbúa næstu törn. Eða bara fá sér góða köku.

mackenziechildsbday

Jamm. Fáið ykkur bara bita af köku elskurnar.

Ég veit að föstudagsannríkið getur gert útaf við venjulegt fólk og þá er ekkert betra en að setjast niður og fá sér rjúkandi kaffibolla og væna kökusneið meðan ég syng frumsamin lög um frábæra þvottahæfileika mína og nýtingu á einstökum þurrki.

Að hengja út í góðri golu

hvítþveginn þvott og samvisku

er verkefni húsmóður 

um heilaga helgi. 

 

Þegar skýin svo hrannast upp

við sjóndeildarhringinn

er tímabært að

taka inn þvottabinginn.

 

Já heilaga helgi

hér kem ég

með kökubitann kæra

til að fjöldann ég megi mæra.

1angelsangels2

Já við erum sko algerir englar í þessari familí...og njótum helganna saman. Og snilldarkveðskapar móðurinnar auðvitað.

Verði ykkur að góðu og njótið helgarinnar og hvíldarinnar. Það er eðlilegt að vera smá skrítinn seinnipartinn á föstudögum rétt áður en maður byrjar að hvíla sig. Munið það þegar þið lesið þessa færslu.

Og ekki dæma!!!Whistling

Smjúts

 

 


.

w_imagine
...all the people living for today.
You might say I am a dreamer
 but I am not the only one.

Sumar...endalaust sumar í minni sál.

Gleðilegt sumar bloggvinir og allir sem hér líta við.

Mér fannst alveg við hæfi að klæðast sumarlegri litum í tilefni dagsins og vera bjartari og litríkari í sumarkomunni.

Þetta er hin nýja ég.

X06-apro

Kona með tengingu við jörð en samt einhvernveginn alltaf með hugann þarna uppi..sveimandi hugsandi og dreymandi.

Við fögnuðum sumarkomunni með því að fara út í skóg þar sem rennur lækur á milli trjáa. Þar sem bláklukkurnar lita allt í þessum magnaða fjólubláa lit og stórir klettar klofna fyrir styrk trjáróta sem komast allt. Settumst í lautu og borðuðum nestið okkar og nutum veðurblíðunnar. Trjáandar ræsktu sig og ég settist undir tré og fékk  fjólubláa hugljómun.

Hugljómun um að allir eru alltaf þar sem þeir þurfa að vera.

Sín vegna og sálar sinnar vegna.

200312138-001

Þvotturinn minnn hangir enn úti á snúru. Einhver spurði mig hvort það væri ekki tímabært að fara að taka hann inn eftir margra daga útiveru. Ég hélt nú ekki. Maður notar svona brakandi þurrk til hins ýtrasta. Missi ekki einn dag úr. Tek hann svo inn þegar það fer að verða þungskýjað.

Þá er ég búin að græða eins mikinn þurrk og ein húsmóðir getur fengið fyrir ekki neitt.

Alsæl.

Sumarið er minn tími.

Svo gott þegar grámi vetrarins víkur. Litleysið er drungalegt.

 

nature

Svo kemur sumratíð og litagleðin fyllir augað hvert sem litið er.

Nú er sumar gleðjist gumar.

Gaman er í dag.

nature1

Gleðilegt sumar!

 


Ó borg mín borg.....

angels5

HeartEnglavaktin er nú sett á yfir Reykjavík!Heart


Uss.....

silence
Ef þú ert hér værir þú þá til í að læðast og hvísla bara niðri í athugasemdunum.
Er að njóta þessarar dásamlegu þagnar.
Góðir vinir geta þagað saman.

Fjúkandi reið og róleg

GardenGoddesses_brighter

Er þetta hægt???

Ég er orðin óvinsælli núna en þegar ég byrjaði að blogga??

Eins gott að hætta á toppnum segja sumir en mér finnst alveg við hæfi að hætta á botninum.

 Er það ekki eini rétti staðurinn til að hætta?

Hvaða heilvita kona hættir á toppnum?

padma

Annars er ég öskureið.

Ekki yfir bloggvindsældalistanum sem er örugglega bara sanngjarn heldur yfir því sem ég lét hafa mig í í kvöld.

Sat á stól og leið eins og ég væri 5 ára og hugsaði mitt.

Hvernig í ósköpunum datt mér í hug að ég ætti að vera þarna???

Tek það fram að ég var ekki á stjórnmálafundi.

Jeminn eini hvað það getur tekið mann langan tíma að fatta.

Thats it!!!

Á morgun ætla ég að vakna og muna að ég get meira en ég held.

 Það er alveg ljóst.

Reiðin er vekjandi og frábær drifkraftur.love%20untitled

Ég er alsæl yfir að hafa reiðst svona!!!

Núna get ég verið róleg.

Allt á sér andstæður og hliðstæður.

Ég á mér andstæður og hliðstæður í sjálfri mér!


Töfrar og tíu tær

Ég veit að lífið er allt fullt af töfrum.

Töfrarnir sveima stöðugt í kringum mann og syngja dansa og pota í mann. En meðan maður er Þyrnirós og sefur vært trúandi á veröld sem á enga töfra þá galdrast ekki neitt til manns. Það hreinlega nær ekki í gegnum svefninn.

Þess vegna sagði ég alltaf þegar ég var lítil að ég ætlaði að verða Vekjaraklukka þegar ég yrði stór.

Mér fannst það göfugasta hlutverkið af öllum.

Að vekja allt sofandi fólkið og leyfa því að njóta töfranna. Hvað getur verið betra starf en það?

trees

Og það sem meira er. Ég er enn ákveðin í að vera VEKJARAKLUKKA.

Snara inn atvinnuauglýsingu í Moggann og býð mig fram til starfa.

Er handviss um að það verður brjálað að gera hjá mér. Allir stjórnmálaflokkarnir munu örugglega vilja fá mig til starfa til að vekja upp kjósendur.

Umferðarráð fær mig til að vekja upp sofandi ökumenn svo við fáum betri umferðarmenningu og svo get ég alveg séð fyrir mér að skólarnir þurfi mig líka. Já og fjöldi vinnustaða.

Vá hvað það verður mikið að gera hjá mér!!!

skúlptúr klukka

Kirkjan gæti líka alveg notað vekjarklukku til að vekja upp sofandi sauði sína. Svo þarf auðvitað að vekja upp alla sem hafa sofnað á verðinum gagnvart vísitölunni og kærleikanum.

Það eru töfrar í sjálfu sér að vera með tíu tær.

 Þannig heldur maður jafnvægi á þessari jörðu. Og töfrarnir og töfrabrögðin snúast öll um að að finna jafnvægi.

Gera ekki of mikið eða of lítið. Vera í þessum heimsfræga "ballance" sem allir tala um en fæstir eru í. Líkamlega, andlega og tilfinningalega.

samræmi

                                 HeartJAFNVÆGIHeart                                 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband