Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hin mannlega hlið...upp eða niður???

Í dag má ég ekki mæla....í dag þarf ég að hugsa og svo mun ég mæla. Eða blogga réttara sagt. Fyrst þarf ég að koma skikki á þetta sem ég er að hugsa. Dagurinn í gær var svo margbreytilegur og magnaður. Og það er núna fyrst að hitta mig allt það sem gerðist og var. Er um tindr og algeran englasöng og fólk sem deyr beint fyrir framan augun á okkur og við látum sem ekkert sé. Horfum bara fram fyrir okkur og hristumst í lest og höggumst ekki. Algert tómlæti. Mér finnst þetta scarí og agalegt.

10160235

Veit ekki hvort mér hugnast þessi heimur sem við erum að skapa og hvort mér hugnast hrokinn sem skín í gegn i öllu hér gagnvart fólki.

Sem er bara eins og ég og þú. Af holdi og blóði með hjarta sem slær. Að sumum sé bara alveg skítsama svo framarlega sem þeir fái sitt. Að syndirnar 7 séu það sem ræður ferðinni.

Ég ætla að fá mér sterkan kaffi og hugsa mig aftur til baka í veröldina þar sem allt er mögulegt og það góða gerist því þar ríkir  einægur vilji til góðra verka. Kannski maður athugi hvort það sé til einhver staður þar sem annars konar lögmál ríkir..þar sem maður getur bara andað í takt og notið þess sem er í kringum mann?

Kona skyldi nú athuga hvað farið kostar..ha? Svo stoppar lestin bara í Hveragerði eða eitthvað! Jafnvel bara litfögur pláneta á sveimi í kringum jörð sem gott væri að hvíla sig á um stund.

200446899-001

Kem svo aftur þegar ég er búin að fara á hugrænt heilsuhæli og jafna mig á lífinu sem blasir við manni.  

Aftur og aftur þarf maður að tala í sig bjartsýnina og blíðuna og bretta svo upp ermarnar og halda áfram að sjá allt sem er fagur og gott í mannshjartanu. Því það er svo sannarlega hin hliðin á peningnum sem var kastað upp í gær og kom niður á röngunni. Ég sný honum hér með við.

200417131-001

Knús.

 

 


Dagur mikilla breytinga

Já. Ég er búin að hugsa mig um.

Það er kominn tími á breytingar.

 Ég þarf að breyta útliti bloggsins míns..skipta um liti og form og svo er ég að gæla við hugmynd um breyttara blogg. Fara að blogga allt öðruvísi um eitthvað allt annað og á öðrum nótum. Það liggja bara svona breytingar í loftinu og þær renna um æðar mér núna.

 Eftir helgina ætla ég svo að fara og fá mér nytt hairdo og umbylta því hvernig ég lít út og ég ætla meira að segja í kirkju á morgun. Þetta eru breytingar með meiru hjá konu sem er reyndar þekkt fyrir að vera alltaf að breyta....heima hjá sér.

Segir örugglega eitthvað um karakterinn.

200136908-001

Og ef 12. maí 2007 er ekki tilvalinn dagur til mikilla breytinga og gleði þá veit ég ekki hvað.

Kemur út með töluna 8 sem er góð tala.

Best að skjótast aðeins út og ná í meðlæti með dýrðlegu íslensku lambakótilettunum sem við ætlum að naga yfir góðu kvöldsjónvarpi og kosningaáhorfi í gegnum netið.

Ég vil einnig tilkynna það hér og nú að ég hef fengið það mikilvæga hlutverk í næstu viku að vera fyrsta manneskjan sem fær það hlutverk að passa litlu Alice Þórhildi í svolítinn tíma. Af því er ég stolt og hlakka mikið til.

20070503160414_3

Breytingar eru af hinu góða..og stundum eru þær líka mjög hollar.

Mæli með þeim reglulega.

Oft var þörf en nú er nauðsyn!!!

 

 


MÁ vera með áróður á kjördag á blogginu?

Var bara að velta þessu fyrir mér því ég er svo kýrskýr svona snemma á morgnana. Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur af hverju ég er vöknuð svona snemma á laugardagsmorgni er það vegna þess að við vorum að skutla yndislega gestinum okkar á lestarstöðina svo hann ....hún....kæmist heim í eruvisionpartý, kosningar og fertugsafmæli. Íslendingar eru alltaf svo uppteknir og mikið að gera hjá þeim. Góða ferð elskuleg og takk fyrir að klára flatkökurnar og hangiketið sem þú komst með fyrir okkur..hehe.

Í ryðguðu minni mínu minnir mig að það megi aldrei vera með áróður á kjördag...svo spurnningin er..hvar stendur bloggið í þeim málum? Eru einhverjar reglur hér um hvað má blogga um og hversu mikinn áróður má reka hér á kjördag..eða hefur bloggið sitt persónulega speis..rétt eins og ég væri bara að opna muninn og tala við vin á laugaveginum um mínar kosningabrellur?

á stallinum

Annars óska ég ykkur góðs gengis og megið þið kjósa eftir bestu sannfæringu og ekki láta eitt eða neitt til að hræða ykkur í annað. Ég mun fylgjast með ykkur í gegnum netið í kvöld um leið og ég horfi á Eurovision með öðru auganu. Og vona af öllu hjarta að þessi dagur og úrslit kosninganna muni marka tímamót hjá frábærri þjóð sem getur enn betur. Að það takist að byggja hér samfélag sem er outstanding á allan hátt á heimsmælikvarða. Gott fyrir alla þegna sína og framsýnt, mannlegt og með skýr gildi um hvað skiptir í raun mestu máli þegar upp er staðið.

Já og þar sem veðrið verður aðeins skárra!!!

200219598-001

Smjúts...

Er að hugsa um að skríða aftur uppí áður en ég fer að segja eitthvað sem gæti gert mig að áróðurmeistara á kjördag.

 


Á taflborði lífsins

10146328

Á morgun ráðast úrslitin. Hvernig vill þjóðin tefla næstu misserin? Hverjum viljum við tefla fram veginn..þeim sem tipla á svörtum reitum eða hvítum reitum. Hver mátar hvern...og ætlum við að tefla fram til sigurs fyrir þjóð sem vill verða það besta sem í henni býr og sigla framhjá því að verða skák og mát?

Eins og staðan er núna þegar gengið er til kosninga er taflborðið autt...enginn taflmaður "á" sinn reit...þú velur hverjir tefla næsta leik.  Allt er mögulegt. Ég spurði einu sinni getur fiðrildi brotið egg? Svarið er þegar fiðrildin taka vængjum saman geta þau allt..líka brotið eggið. Og þá kemur í ljós að fyrir innan skurnina sem hélt þeim fyrir utan er bara tóm. Það var aldrei neitt að óttast. Ekki kjósa eða velja hverjir tefla út frá ótta..kjóstu út frá hjartanu og voninni og fyrir framtíðina. Þannig teflum við fram til sigurs á taflborði lífsins. Og uppskerum ríkulega eins og við eigum skilið!

þróun

Núna er tími umbreytinga og timabært að hætta að skríða og fara að fljúga.

Eigið frábæra helgi öll sömul.

 

 


Með vitring á annari öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni!

Þetta er endurbirt færsla síðan í janúar á þessu ári og er sett fram sem stuðningur fyrir Ómar Ragnarsson og gegn þessari kæru á hann fyrir náttúrurspjöll sem ég er yfir mig hneyksluð á.

Mætur maður hallaði sér yfir öxlina á mér áðan og rýndi á bloggið mitt. "Ef þú ætlar að ná árangri á blogginu verður þú að tala um það sem allir hinir eru að tala um" sagði hann.

Held honum finnist ég ekki nægilega pólitísk eða þenkjandi á stjórnmálasviðinu. Og hvað er það að "ná árangri" á blogginu? Ég held ég verði bara árangurslaus bloggari og haldi mig við það markmið mitt að halda geðheilsu langt yfir áttrætt og skipta mér ekkert að því sem er greinilega að gera ykkur hin gráhærð og skrifa bara um það sem mér liggur á hjarta hveru sinni óháð öllum vinsældarlistum.

Þetta segir vitringurinn sem situr á öxlinni á mér..og ég tek fullt mark á honum. Ætla samt að tala um einn mann sem allir hinir eru að tala um. Hann gerir mig nefninlega alls ekki gráhærða. Hann gleður mitt litla hjarta og gefur mér von. Og þannig fólk nenni ég að tala um og hugsa um.

Við Ómar eigum okkur nefninlega langa sögu. Kynntumst fyrst þegar ég var aðeins fjögurra ára og afi kom heim einn daginn með litla vínilplótu sem hann setti á fína grammófóninn í stássstofunni. Þar lærði ég að baka og loka og læsa allt í stáli..eða var það áli.? Man ekki alveg. Svo kenndi Ómar mér það að það er allt hægt þegar hann söng um bílinn sem sem skrölti áfram þó hann væri bara á þremur hjólum. Og Ómar hefur haldið áfram að gera allt sem öðrum hefur þótt óhugsandi.

Núna er hann t.d að gera allt sem hann getur til að vekja upp sofandi stjórnmálamenn sem gera venjulegt fólk gráhært langt fyrir tímann og rænir það geðheilsu. Ómar passar líka uppá allt sem er raunverulega dýrmætt. Það að hafa skoðun og kjark og fylgja því eftir sem manni finnst rétt sama hvað hver segir. Hann stendur líka vörð um landið og náttúruna meðan sumir aðrir lita á sér hárið.

Ég held að ég sé bara vel sett með vitring á annarri öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni. Set hér inn ljóð eftir sjálfa mig sem Vitringurinn hvíslaði eitt sinn í eyra mér og tileinka það hér með baráttunni fyrir landinu okkar, náttúrunni og plánetunni. Og Náttúrunnanda íslands númer Eitt Ómari.

200516425-001

Því bænin svo heit

brennandi biður

um líkn þína, Móðir.

Á krossgötum stendur

rennandi á

kitlar þar ókunnar strendur.

Stattu þar einn

og horfðu þar á

fegurstu ljóðlínur heims

er á heljarþröm stendur

og bíður þess eins

að þú vaknir

og þvoir þínar hendur


Blómabað og bleikur veruleiki

Ég ætla að gefa þér blóm í tilefni dagsins. Og hvert er tilefnið spyrð þú.

Og ég segi ...bara!

200523756-001

Kannski bara af því að það var nóg súrefni til að anda að okkur í dag og að sú viðleitni sem við sýnum hvern dag til að halda okkur á lífi skilar sér í því að við erum enn hér. Það er næg ástæða til að fá blóm fyrir ....ekki satt? Það er ekkert smá átak að halda sjálfum sér gangandi. Anda, næra sig, baða, hvíla, vinna, blikka augum, greiða sér, anda aftur og oft, kyngja og horfa. Hefur þú nokkurn tímann þakkað þér sjálfum og virt allt sem þú gerir daglega til að halda þér á lífi? Blómin eru frá þér til þín með þakklæti fyrir að elska sjálfa/n þig það mikið að þú ert enn hér!!!

 

Ég gekk eftir undarlegri götu í undarlegum bæ í dag.

Kom þar að húsi sem hafði fallegar bleikar dyr og undurfögur hvít blóm fyrir utan. Bankaði laust og lítið svín kom till dyra. "Vertu velkomin frú" sagði það um leið og það brosti fallega til mín. Eins og það hefði beðið komu minnar og bauð mér inn. Hafði ekki tekið eftir því áður að svín hefðu svona geislandi bros.

200504248-001

Ég hugsaði með mér að ég hefði ekki mikinn tíma til að skoða mig um þar sem ég yrði að drífa mig heim áður en Eiríkur stigi á svið í Eurovison með íslenska lagið. Það væri líka gott að komast í gott bað áður og slappa aðeins af.

Ég bara verð að komast í vatn og liggja í bleyti reglulega. Það eykur allt flæði..sérstaklega hugmyndaflæði og hægir á huganum. Tala nú ekki um ef í baðinu fljóta rósablöð. En það er auðvitað draumur hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég gekk eftir löngum gangi.

Svínið gekk á eftir mér og brosti með sjálfu sér eins og það læsi hugsanir mínar. "Má bjóða frúnni að koma með mér hérna inn" sagði það og benti á aðrar bleikar dyr. Ég elti og það sem við mér blasti var hrein dýrð. Núna situr sæta svínið og bloggar fyrir mig. Ég er að slappa af í draumi. Kem með smá blómabaðvatn fyrir ykkur hin þegar ég kem aftur heim. 

200509768-001

Ahhhh....Njótið blómanna og súrefnisins.

Þið eruð svo rosalega dugleg að vera til.Heart


Ný nótt, nýr dagur.

Enn á ný kemur nóttin.

 Stundum er hún dimm og köld stundum er hún hlý eins og flauel og gefur hvíld. Björt sumarnótt, dimm vetrarnótt. í nóttinni lifir draumur og ferðir á fjarlægar slóðir mannsins. Upp úr hinu daglega inn í hið hulda. Augu sjá það sem ekki sést í deginum. Nú er nótt, á morgun er nýr dagur.

 Dagurinn sem tekur fram í dagsljósið það sem felst í myrkrinu. Mér þykir vænt um þetta orðtak í  íslenskunni...það kemur í ljós. Allt kemur á endanum í ljós. Í ljósinu verður ljóst hvað var myrkur. Og það eyðist og hverfur. Þegar það sem var áður hulið verður sýnilegt og þá sést andstæðingurinn sem faldist.

Verði ljós með íslenskri þjóð.

 Bara þannig kemst hún fram þann veg sem lýsir. Upplýstur hugur og ljós í sinni.

10109177

Tungl og sól.

Hugarins ból.

Á heimsins hól.

Með birtu i mynni

sól í sinni

í hendinni þinni.

200125764-001

Sé ég þig.

 


Hver veit?

200501166-001 

Er þetta áróður frá einhverjum flokknum?

Veist þú það?

Ég gerði stjórnmálakönnunina..tók prófið og skítféll.

Var alveg vissum að ég myndi lenda í flokknum stjórnmál án pólitískra flokka. Nei ekki svo gott. Sú hugmynd hefur enn ekki náð að kitla íslenska hugsun.Var sett í VG og ég fékk strax hroll niður bakið. Það er bara öfgamanneskja þar innanborðs sem ég get ekki sett xið mitt við.

Annars er ég ekkert að hafa áhyggjur því ég kýs ekki. Styð bara ekki systemoið í heild sinni og vil fá að kjósa fólk og málefni. Og þangað til einhver fer að mínum vilja ætla ég að vera stikkfri hvað sem hver röflar um ábyrgð og að tapa ekki lýðræðislegum rétti mínum. Fyrst vil ég sjá alvöru ábyrgð hjá höfðinu sem limirnir dansa eftir og mun því bara kjósa Eirík ef hann kemst áfram.

Set hér inn mynd sem segir í raun allt sem þarf.

Hin íslenska þjóð með sagnaminningar og ljóð.

10150263

"Við getum ekki lagt á það nægilega áherslu að þú notir rétt þinn og kjósir okkur."

Annars er bara öryggi þjóðar og lýðræðis stefnt í voða.....

okkar flokkur mun standa vörð um velferð þjóðar.

Og ég mun standa vörð um mína.

 


Talandi tréð segir ekki orð.

Ég fór og stóð lengi fyrir framan talandi tréð í skógargöngunni minni í morgun en tréð sagði ekki orð. Ekki eitt aukatekið orð.

200522330-001

Horfði bara niður á litla hvíta kanínu sem gerði sig heimakomna upp við stofninn og það vantaði ekki að hún væri til í spjall. Sagði mér frá nýja lekkera bleika jakkanum sem hún fékk á útsölunni í Debenhams og að hin dýrin í skóginum öfunduð hana af glæsileik hennar. "Ég fékk meira að segja stílista til að aðstoða mig við valið. Finna fyrir mig rétta litinn og snið sem hæfi mínum dúnmjúka vexti sagði hún og strauk yfir annað eyrað. Er að spá hvort ég ætti að fá mér eitthvert skart með sagði hún svo hugsi. Eitthvað svona fallegt sem stirnir á í sólskininu. 

"Þú hefðir nú gott af að fá smá aðstoð með stílinn"sagði hún svo og renndi augunum upp eftir mér. Þessir brúnu óburstuðu skór segja til um að þú sért ekki hæf í business, gamlar upplitaðar gallabuxur með uppábrotum og karlmannsflíspeysa gera heldur ekki mikið fyrir þig kona góð. Hvað ertu eiginlega gömul?

Ég leit upp í örvæntingu eftir aðstoð frá trénu mínu talandi og vonaðist að það myndi segja eitthvað viturlegt við þessa heimsku hvítu kanínu.  Að það myndi segja henni að fötin skapa ekki manninn né konuna og að hún ætti bara að sjá hvað ég væri fín og vel tilhöfð innan í mér. Tréð leit til himins og það var greinilegt á öllu fasi þess að það ætlaði ekki að blanda sér í svona eldfimar umræður kanínu og konu. Ég ákvað að taka ekki þátt í þessu. Gat samt ekki á mér setið þegar ég strunsaði heim á leið að gera tignarlega handarhreyfingu og glenna framan í hana neglurnar mínar. Passaðu bara að ég klóri þig ekki sagði ég hvassmælt. Það vita allir sem vita eitthvað um stíl að konan er neglurnar. Og nú sit ég hér með nýlakkaðar neglur. Langar og flottar.

10161595

 

 Bara vesen samt hvað ég á erfitt með að pikka á lyklaborðið því þvær þvælast svo fyrir mér. En ég klippi þær ekki. Ekki fyrir mitt litla líf mun ég láta í minni pokann fyrir kanínu í ógeðslega ljótum bleikum jakka. Og ef þið trúið mér ekki.....nú þá er það bara ykkar vandamál.

 Ævintýri gerast nefninlega enn og ég get sannað það

Sko!!!

10040575

Og við allar pjattaðar kanínur segi ég bara ...þið ættuð að skammast ykkar að tala svona við næstum hálfrar aldar gamla konu. Og bara svo þið vitið það á ég kjól og hatt og fína skó. En það sem vitur kona veit er að þannig fer kona ekki í skógargöngu. Hnuss!!!

10120271

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband