Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
7.5.2007 | 21:15
Litlir vinir og krikketbolti í ökla
Æ litli minn var að koma af krikketæfingu. Varð fyrir því að kasta krikketboltanum svo hann lenti í ökla vinar hans sem meiddist af því. Hann er núna á slysó að láta líta á ökklann sem lítur hreint ekki vel út.
Og minn bara grætur og er voða lítill í sér. Líður illa á sálinni að hafa valdið meiðslum vinar síns.
Við bíðum núna eftir fréttum af Sam og öklanum hans og vonum það besta.
Æ hvað maður vildi stundum geta tekið erfiðleikana og sársaukann fyrir börnin sín og borið harminn þeirra. En svona er lífið. Maður bara þerrar tár og huggar. Segir að allt verði gott og strýkur yfir lítinn koll.
Það að vera mamma felur í sér margt. Sérstaklega óskilyrtan kærleika. Það finnur maður á svona stundum.
Æ litli kútur minn..á morgun verður allt betra. Trúðu því.
Nóttin hvílir og heilar.
Svo spilið þið félagarnir saman krikket og fótbolta og fagnið sigrunum saman.
Já það verður svoleiðis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.5.2007 | 17:15
Gestur að koma að heiman..pöntunarlistinn lítur svona út!!
Ég nudda bara saman höndum og hugsa mér gott til glóðarinnar því það er gestur á leiðinni frá Íslandinu góða á miðvikudaginn. Þetta er það sem okkur bráðvantar hérna megin við hafið.
Remúlaði, remúlaði og remúlaði. Tími kominn á ærlegt pulsupartý.
Já og pítusósa, pítusósa og pítusósa. Tími líka kominn á ærlegt pítupartý.
Flatkökur og hangikjet
Harðfiskur og íslenskt smjer...vinir mínir hér hlaupa út þegar ég opna pokann. Frábær gestafæla.
Skyr og sjúrmjólk
Möndlur
Lambahryggur...MEÐ puru
Norðurljós...skilst að söluverð á þeim hafi aldrei verið hærra
Kosningastemmning og Eurovisionstemmning
Blár Capri
Útisundlaugar...tvær ættu að duga
Fjöll og dal og bláan sand ásamt útsýni yfir hafið
Ráðhúsið..ég þarf að kíkja á hvernig aðstaðan er fyrir sýninguna næsta sumar
Ef það er yfirvigt sendi ég reikninginn á núverandi stjórnarflokka því ég sé að þeir borga ALLT sem fólkið vill núna. Heppin er ég að þetta er nokkrum dögum fyrir kosningarnar.
Já það fæst nefninlega ekki ALLT í útlöndum.
Nú bara vona ég að gesturinn sé einn af þeim sem les bloggið mitt.
Endilega látið mig vita ef ég er að gleyma einhverju mikilvægu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.5.2007 | 07:51
Vinningshafi í sögu og ljóðakeppninni
Zordis hlaut flest atkvæði að þessu sinni fyrir frábæra sögu sína og ljóð. Zordis mín þú sendir mér bara meil kbaldursdottir@gmail.com og lætur mig vita hvaða eftirprentun þú hefur valið úr galleríinu og ég sendi þér hana um hæl. Þarf að fá nafn og heimilisfang. Kærar þakkir fyrir þátttökuna.
Hér kemur svo vinningssagan og ljóðið sem varð til út frá þessum myndum sem má sjá hér.http://www.katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/196598/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.5.2007 | 18:25
Að kenna það sem maður þarf að læra
La líf...La líf...La líf.
Algerlega flottast á köflum, regn og stormar þar á milli en alltaf styttir þó upp að lokum og lægir.
Syndandi svanur og syngjandi tré.
Var að fá svo frábært símtal frá einum krúttikennaranum mínum.
Skemmtilegir tímar framundan. Mikil sköpun og mikil vinna.
Það tvennt saman er bara meiriháttar.
Nemandi og kennari.
Kennari og nemandi.
Maður kennir það sem maður þarf að læra.
Eins gott að ég fari að kenna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.5.2007 | 13:52
Athugun 13
Jæja þá er komið að næstu athugun.
Það er orðið alltof langt síðan sú síðasta var gerð.
Fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í athgunum áður felast þær í að ég set inn myndir sem geta vakið upp alls konar hugmyndir. hugsanir eða viðbrögð lesanda. Jafnvel umræður eða ný sjónarhorn. Bara svona hollt að nota hugann dæmi.
Hvað dettur þér í hug þegar þú sérð þessar myndir?
Vinsamlegast skráið niðurstöður ykkar i athugasemdir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.5.2007 | 08:58
Norðvestan rok og Miss Potter með mikilvæg skilaboð til mín.
Unaðslegur sunnudagsmorgun.
Þó það sé enn snemmt svona af sunnudagsmorgni að vera er ég búin að borða morgunmúslíið mitt og hugleiða enn einn daginn af mínu 40 daga prógrammi. 40 dagar eru töfradagar. Það er hægt að umbreyta öllu og komast að nýjum skilningi á þessum tíma. 40 dagar og 40 nætur.
Strákarnir farnir út að spila og keppa í krikketi en við mægðurnar ætlum að kúldrast og horfa á Miss Potter sem var einstök kona sem skapaði einstakar sögur og myndskreytingar fyrir börn. Ég held að þetta sé akkúrat myndin sem ég þarf að horfa á núna.
Þið vitið.
Stundum koma til manns bækur eða tónlist..jafnvel dulbúnir englar sem ókunnugt fólk með mikilvæg skilaboð þegar við þurfum á að halda. Ég held að Miss Potter eigi við mig erindi núna. Mjög mikilvægt erindi.
Svo ég hlusta vel og heyri raddir úr fjarskanum og skynja nýjar ímyndir sem leysa upp gamla hnúta.
Lykillinn er í hendi og lásinn opinn. Hlekkirnir uppleystir og það skín dagsljós inn í kytruna.
Tímabært að uppgötva að vindur getur ekki bara verið mótvindur
Hann getur líka verið meðvindur.
Verði Rok!
Miss Potter bíður.
Theodóra mín bíður.
Og ég er hætt að bíða.
Eigið góðan sunnudag með sælu og sálarljósi.
Kirkjusóknin er góð í dag víða um land
ef fólk leyfir sér að vera í sjálfu sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2007 | 20:58
Brottnumin
Frekar blúsaður dagur og mig langar út til útlanda.
Væri ég sæhestur myndi ég svífa á brott út í geim..alla leið heim.
Haf og himinn, sál og sól.
Kona í bláum kjól.
Álfur uppi á hól.
Ó Jósef Jósef bágt á ég að bíða.
Voða er tíminn lengi að líða.
Hvar ertu veðurblíða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.5.2007 | 11:53
Kosning hafin í sögu og ljóðakeppninni. Endilega kjósið!!!
Hér neðar á síðunni eru sögur og ljóð sem bloggarar hafa sent inn.
Sjá hér http://www.katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/196598/
Vinsamlegast setjið atkvæði ykkar í athugasemdir þar.
Vinningshafinn fær svo að velja sér eftirprentun af einu málverka minna í galleríinu hér við hliðina.
Kosningin stendur yfir til miðnættis á sunnudagskvöld 5. maí.
Ég vil endilega hvetja lesendur til að kjósa og sýna þannig þakklæti sitt til þeirra sem skrifuðu fyrir okkur að þessu sinni sögu eða ljóð.
Góðar stundir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.5.2007 | 22:27
Það breytist ekkert fyrr en við förum að HUGSA öðruvísi.
Þessi færsla er endurbirt í tilefni komandi kosninga.
Hugarfarsbyltingu núna!!!
Ég var að svara henni Halkötlu þar sem hún bloggar um reiði sína og örvæntingu og svarið varð svo langt..sorry Halkatla mín ég gat bara ekki stoppað þegar ég var komin af stað....að það varð eiginlega sjálfstætt blogg svo ég set það hérna líka því mér fannst vanta einhverja góða mynd með því og bara varð að laga allar stafsetningavillurnar sem fóru...úff! Æ þið vitið hvernig ég er...alltaf að dekkoreita!
Veistu það Anna Karen það er fullt fullt af fólki sem líður eins og þér yfir öllu þessu hróplega óréttlæti og vöntun á vilja og heilbrigðri skynsemi í þessu þjóðfélagi. Öllu venjulegu fólki ofbýður og sér alveg greinilega hvar hundurinn liggur grafinn. Meira að segja lausnirnar við flestum þessum vandamálum eru ekkert erfiðar fyrir venjulegt fólk að koma auga á. Vandamálið er hins vegar það að það er búið að ræna krafti þessarar þjóðar. Með því að tala óskiljanlega um flest mál sem okkur koma svo mikið við en botnum ekkert í þegar fræðingarnir fara að tala sérfræðitungumálið sitt. Og komumst sum okkar að þeirri niðurstöðu að það sé vegna þess að við séum bara svo heimsk og vitlaus og skiljum ekkert! Það stelur t.d krafti og baráttuþreki fólks. Efnahagsmálin, heilbrigðismálin, menntamálin, og öll hin málin er ekki talað um á mannamáli.
Annað sem þesssi þjóð er búin að glata líka er trú og traust. Hún er vonlaus og uppgefin. Uppgefin á því að horfa upp á það áratugum saman að öflin sem landinu stjórna er skítsama um fólkið okkar. Um sjúklingana..0mmur okkar og afa, krakkana og unglinga, láglaunafólkið og öryrkjana. Þeim er líka alveg skítsama hvað okkur finnst um þau. Því þau vita sem er að það er hægt..eða hefur verið hægt hingað til..að ljúga að okkur ölllum fjandanum fyrir kosningar til að fá atkvæðin til að halda völdunum sínum vitandi að við munum ekki nema 7 sekúndur eftir svikunum, geðheilbrigðismálunum og fólkinu sem enginn fæst til að sinna vegna lágra launa,kennurum sem hafa ekki mannsæmandi laun, bankaokrinu, skattpíningunni nema fyrir þá ríku...virkjanatröllunum og náttúrufjandmönnum og að við munum rölta spariklædd á kjördag og skila því til þeirra sem þeir telja sér bera.
Valdinu okkar og lífi okkar. Landinu okkar og framtíðinni okkar. Bjartsýni og sköpunarkrafti . Voninni.
Allt þetta hefur með hugarfar þjóðarinnar að gera. Til að breyta öllu þessu verðum við að breyta hugarfarinu. Reiðin er frábært afl til að vekja mann upp og láta mann langa til að fara og færa fjöll. En hún er ekki góður eða raunsær skipuleggjandi eða hugsuður mikill. Ég trúi því svo innilega að það sé glufa fyrir alvöru breytingar hérna. Fólk er farið að hugsa öðruvísi og standa meira upp fyrir sjálfu sér sem einstaklingar. Bera virðingu fyrir eigin skoðun og treysta hyggjuviti sínu og neita að láta fara áfram illa með sig. Stjórnarhættir sem taka ekki mið að þörfum fólksins í landinu eiga ekki að geta viðgengist.
Við getum tekið til baka kraftinn okkar og virðingu. Eigum ekkert að vera skömmustuleg og niðurlút þegar svínað er á okkur. Standa upp og segja..hey!!! Ég vil ekki svona framkomu, laun, heilsugæslu eða menntun þar sem allt er af skornum skammti og rugli. Og standa keikust þegar brotið er á þeim sem minnst mega sín og geta ekki varið sig. Þá eigum við hin að gera það! Algerlega svellköld og tilbúin að láta ekki tommu undan. Því það eru gildin okkar. Það sem við trúum á í hartanu og það sem okkur finnst. Og við segjum það á mannamáli svo allir skilji og allir geti verið með. En við gerum öðruvísi en áður. Finnum út hvað virkar raunverulega. Það sem virkilega skekur þennan valdastrúktur. Skyrslettur eð mótmælalspjöld heyra sögunni til. Við eigum að hugsa og vera vakandi og sterk og taka virkan þátt í öllu sem að okkur snýr. Vera alltaf að láta í ljósi skoðanir okkar og alltaf að segja nei þegar við meinum nei og já þegar við meinum já. Og krefjast þess að þannig hagi stjórnmálamenn sér líka. Segi það sem þeir meina og meini það sem þeir segja og meta þá síðan af engu öðru en verkum þeirra.
Límum fyrir munninn á þeim og látum þá leiða okkur í allan sannleikann um hvað hefur verið gert og hvernig. Hættum að hlusta á innihaldslaust blaður og horfum á verkin og fremkomuna við fólkið. Okkur.
Við erum engir aumingjar. Það er bara tímabært að fara að vakna og standa upp og vera eins og uppréttir og almennilegir íslendingar sem eru að springa úr óvirkjuðu hugviti, gæsku og sköpunarkrafti. Við erum þjóð sem gæti verið ein flottasta þjóð í heimi af því að við getum sameinast um að byggja samfélag sem byggir á raunverulegum og mannlegum gildum. Einn góðan veðurdag..ekki langt í vorið sem betur fer...kviknar ljós og við munum vita nákvæmlega hvernig við gerum. Og þá er líka auðvelt að vita hvað maður kýs og hvað maður kýs ekki og hvers vegna.
Blessi ykkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2007 | 18:17
Örblogg batnandi konu
Köttur með stýri
setti á sig mýri
"..hey dýri
hvar eru öll þessi ævintýri"?
Já svona er lífið á föstudegi eftir eintómar innantökur úr konu.
Nú syngja bara fuglar á höfði hennar um minningar Maríu.
Hver er María?
I Don´t know.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Myndirnar koma í réttri röð og ég stíg hér á stokk með heita putta og heitar tær!
Sagan mín er um ást og mann!
Dreyminn og gleyminn horfði ég á uppdúkað borðið. Raunveruleikinn var svo fjarri mér, reyndist eins og gömul svarthvít bíómynd sem missir aldrei gildi sitt. Ég gat ekki annað en tímasett fund okkar á þessum degi, ég varð bara að sjá þig á ný, þig sem stalst hjarta mínu og yfirgafst mig. Tár mín eru sem lækur í landi sem enginn sér og jörð sem engin snertir. Hjartlaus og hryggur ég biðla til þín eftir öll þessi ár. Lífið er ekki til þar sem tré lífsins hefur klofið sál mína. Ég er ekkert í engu án þín.
Í heimi þar sem enginn býr, þar sem hljóðið sefur og allt líf er slökkt hef ég verið og dormað. Hef legið við hliðina á öðrum hjartlausum persónum sem geta ekki meir. Þrátt fyrir fegurð heimsins tókst þú sýn mína og gerðir mig að engu í sjálfum mér. Ég elska þig samt og teygi anga mína til að snerta raunveruleikann, finna til á ný, gráta tárum eins og ég hafi aldrei gert annað.
Eftir jörð er annar heimur eins og annar dagur, annar engu betri, enginn ilmur og þó! Í heimi þar sem ástin er sýnileg sem tindrandi ljós verð ég, aleinn án þín. Ég er einn með sjálfum mér og verð að horfa framan í mig og taka mér eins og ég er. Ég er mín eigin ásýnd, þræll ástar sem er ekki endurgoldin.
Og, þó ....... til að elska þarf ég að byrja á sjálfum mér. Hvernig er hægt að elska án þess að vita hvað ást sjálfsins er, elska sjálfan mig. Ég lofa því að byrja að elska smátt og smátt ..... Ég mun láta mér líða eins silkimjúkum glöðum hundi sem er elskaður af öllum. Vera eins og ofur rogginn rakki sem konur á mínum aldri elska og tilbiðja. Þótt svipur minn sé súr þá verð ég elskaður af konum með ilm sem ganga í háhæluðum skóm, í pilsi með jakka í stíl.
Í huganum set ég hönd mína í greipar, keppist í takt við tímann að finna elskuna sem yfirgaf mig, fyrir karlinn í tunglinu. Karlinn sá hefur enga spegilmynd og er kaldur eins og ég var. Ég hef uppgötvað ástina og get horft í allar áttir, tiplað á taflborði lífsins og boðið þér upp í eilífðardans. Ég finn ilm af nátthúmi og heyri hvíslið sem mér berst í víndinum. Ég sé þig í fjarska þar sem þú situr og segir karlinum þínum sögur.
Í fjarlægðinni snerti ég hönd þína og bið þig afsökunar á lífi sem ég stal.
Með fangið fullt af Ást til þín,
Við stígum saman hamingjusöm.
Til framtíðar horfum elskan min,
Um litrík ástarinnar höf.
Ástareldur innra með,
svíður hjartarætur.
hrifninguna óspart kveð,
í draumaheimi um nætur.
Kannski finn ég hjarta mitt á ný og kem ef þú bara vilt það