Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
4.5.2007 | 13:51
Geðveikt góð gubbupest
Jæja...ég spratt svoleiðis framúr eins og fjöður sjöþrjátíu í morgun til að gá hvort ég væri enn svona fræg og vinsæl og hjúkkett..hún er yfirstaðin þessi geggjun sem átti sér stað í gær.
Langt yfir 500 heimsóknir
Mætti halda að ég hefði verið að blogga um kynlíf annarra miðað við vinsældir en þannig kona er ég bara ekki. Ég er of mikil pempía til að geta skrifað um eitthvað sem er fyrir neðan mitti nema skó. Ein vinkona mín á það til að ætla að fara að segja mér frá hvílubrögðum sínum og mannsins hennar en ég flýti mér alltaf að troða upp í hana 5 molum og hella meira kaffi í bollann hjá henni. Vil bara halda mínum saklausu ímyndum sem flögra um minn fína koll daglega hreinum, og læt engan troða í minn haus sínu subbulega kynlífi. Ó nei takk. "Not my cup of tea! eins og við hefðarfrýr segjum hér í englandi.
Þetta var samt furðulegur morgun.
Þegar halda átti af stað í morgungönguna og heilsa upp á talandi tréð og anda að sér fersku lofti ákvað ég að vera heima án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sem var eins gott því stuttu seinna fékk ég þessa líka hroðalegu magapínu sem hefur haldið mér í bólinu í allan dag. Og af því að ég er pempía fer ég ekkert nánar út í hvers vegna það er best fyrir mig að vera bara heima og nálægt ákveðnu herbergi í húsinu. Það er bara svoleiðis.
Anyway. Það sem ég ætlaði að segja var að eftir hrikalegar kveisur og gjörninga lá ég eins og steindauð fluga undir sæng og fékk eina bestu hugmynd sem ég hef fengið sl tvo daga. Hún bara datt í hausinn mér eins og lítill dropi dettur í vatn og svo byrjaði hún að stækka og stækka og verða magnaðri og magnaðri með hverjum andardrættinum sem ég tók. Núna bara veit ég að ég verð heimsfræg. Og líka auðkýfingur.
Það er bara ekkert annað í spilunum þegar maður fær svona mikið af góðum hugmyndum. Þið vitið að þær eru búnar til í kristalshellum á himnum og detta svo niður í hausa þar sem er pláss fyrir þær? Ég hlýt að vera frekar höfðustór miðað við hvað ég fæ rosalega margar hugmyndir. Það hefur samt enginn sagt neitt.
Hugmyndin tengist líka broti úr draumnum sem mig dreymdi í fyrrinótt. Tveir fiskar og vitundir sem mætast. Núna bara verð ég að finna mér risastúdíó þar sem ég get gert bæði stór olíumálverk og magnaða skúlptúra sem þið fáið auðvitað að sjá þegar þið komið á samsýninguna okkar Í ráðhúsinu 2008.
En fyrst verður kveisan að klárast. Tekur ekki svona sólarhring vanalega að losna við svona magapöddur?
Annars er ég hæstánægð með þessa kveisu og gubbupest...lít á þetta sem hreinsun á líkama og sál og fæ heilan dýrðardag í rúminu þar sem ég get bara lesið og lært allt sem ég þurfti, á milli þess sem ég gubba í rauða fötu og....já. Algerlega frábært bara.
Erum að stúdera þetta EFT sem ég setti inn link á um daginn. Emotional Freedom Techniques. Þetta er magnað fyrirbæri og virkar sko vel. Ég er t.d hætt að naga neglurnar og sit hér og pikka á lyklaborðið og lít út eins og bankamær um hendurnar. Svo fallegt! Núna vantar mig bara hring á hvurn fingur. Best að draga að sér demantahringa í tugatali með þessu nýja lögmáli sem allir eru að tala um.
Fór ekki einhver að sjá The Secret í Háskólabíói í gær eins og ég sagði ykkur??
Hvernig var fyrirlesarinn?
Bæ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2007 | 00:38
Katrín og Katrín og Katrín og Katrín
Svo margt sem ég les hér á blogginu er í mínu nafni. Katrín. Hvernig stendur á því að svona margar konur sem heita mínu nafni eru að tjá sig hér??? Nei segi svona. En það er greinilegt að það fylgir nafninu óendanlega mikil tjáningaþörf!
Katrín Katrín eða Katrín?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.5.2007 | 23:26
Takk fyrir meira en 500 hundruð heimsóknir í dag!!!
Algert met..ég þori ekki að fara að sofa svo ég sjái endanlega niðurstöðu heimsóknametsins fyrir daginn. Held samt ennþá að þetta sé eitthvert plott. Sé ekki alveg svona cool.
Vegna þess að ég veit alveg að svona sérvitringur eins og ég næ ekki athygli fjöldans. Skrifa hvorki um pólitík eða kynferðislega draumóra vinkvenna sem aldrei nokkunr tímann trúa mér fyrir neinum afrekum á þeim sviðum. Og ef ég ætti að blogga um mín afrek þar á vitleysingahetjudraumum...myndu flestir bara sofna og hrjóta. Hef sjaldnast haft þá getu eða hugaróra til að lenda í svo klikkuðum aðstæðum. Já svo yndislega boring er ég nú. Læt ekki tannlækna né tantrajógasnillinga spila mig uppí einhverja vitleysu. Svo gasalega jarðbundin og raunsæ sem ég er..eins og lesa má af bloggi mínu. En eingetin börn gæti ég átt með einkennilegum himnaverum sem er miklu dagfarsprúðara en hitt.
Kona bara spyr sig eftir einn af þessum skritnu dögum..hvað gæti svo sem ekki gerst??
Þýðir að magi sem stendur út fyrir mæld umfangsmót gallabuxna þýði eitthvað annað en að það sé tími kominn á súkkulaði og egglos? Um miðjan mánuðinn er ekki um neitt annað að ræða. Og svei þeim sem halda eitthvað annað. Unaðslegt súkkulaðitímabil er hafið!!!Jummí!!
Njótið lífsins konur..og menn. Súkkulaðið gerir þetta allt bærilegra.
Hvílík byrjun á draumi í dós???
Sjáið það oftar en 500 sinnum á þessari síðu.
Er á meðan er!!!
Ég er samt svo algerlega á því að þetta sé eitthver rugl. Ég meina hver nennir að spá í svona hluti eins og hér koma fram meðan framsókn og sjálfstæðismenn eru á fullu að rústa veröldinni?
Er ekki alveg ljóst að ég er svoooo ópólitisk??? Og mun ekki kjosa neitt!
Held bara með
nýjum sjónarhornum.
Hæna sem enn á eftir að komast upp í turninn og njóta úsýnisins?
Bloggar | Breytt 4.5.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.5.2007 | 20:54
Skrítnir draumar og villandi tölur. Kosningatölur???
Það er ekkert eins og það á að vera í dag. Meira að segja moggabloggsteljararnir eru í rugli. Ég er með hundruði heimsókna sem og aðrar vinkonur mínar ...við erum samt flestar á sama róli svona dagsdaglega. Núna er allt á blússi og ég veit ekki hvort mér líkar. Þetta er eins og að vera partur af leikritinu. Vera partur af einhverri samkeppni sem maður skilur ekki. Við hvað er verið að keppa og hvar??? Þjónar mér ekkert að tölur rjúka upp en engin ærin ástæða til. Mér finnst bara fínt að hafa mína daglegu bloggvini hér og spjalla við þá í gegnum kommentin...engin ný komment frá neinum nýjum en hundruðir heimsókna og enginn segir neitt eða kommentar???
Nei ég er ekki að kaupa þetta. Gengur ekki upp!!!! Ef maður tæki svona flug allt í einu sæjust þess einhver merki einhversstaðar. En það er ekki svo. Gæti alveg hlýjað egóinu undir vængjum....en samt svo augljóst að einhver stjórnar einhversstaðar.
Passar ekki.
Vissi það bara þegar ég vaknaði í morgun að þessi dagur væri ekki eins og hann sýndist. Dreymdi að Ómar Ragnarsson væri að keyra um á stórum svörtum forstjórajeppa um göturnar og horfa niður á almúgann. Íklæddur svörtu frakka og svörtum hönskum. Merkilegur með sig og nennti ekki að tala við fólk. Keyrði framhjá litlum verlsunum þar sem hálsmen voru til sölu eftir mig, sem ég hefði hannað sem voru tveir fiskar spyrrtir saman og neðan úr sporðunum hengju glitrandi þræðir. Og í draumnum fannst mér fiskarnir tákna kristsvitund að mæta annarri vitund hér á jörð og þræðirnir væru merki þess að það myndi breiðast út. Og ég þurfti svo að komast á ákveðinn stað en enginn vildi taka mig þangað. Svo ég lagði af stað ein en eftir langa göngu áttaði mig loks á áttinni sem ég þurfti að fara. Sömu átt og Ómar og hans bíll. Í átt að einhverri birtu bak við fjöllin.
Ummm..skrítið.
Hvaða form talar til okkar þarna??? Hver er leiðin?
Kannski á morgun verður þetta allt skýrt en í dag er það í loftinu.
Hvað snýr fram og hvað snýr aftur? Hvað er eiginlega hvað?
Horfðu í spegilinn og mundu ásjónu þess sem segir satt.
Núna eru mikilvægir tímar..við verðum að sjá hvað er hvað.
Hlustaðu og skoðaðu.
Þessi draumur segir að ekki er alllt sem sýnist og þú verðir að vera vakandi og sjá.
Hvað???
Bara rosalega skrítinn dagur eitthvað.
Og metaðsókn að blogginu.
Hmmmm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2007 | 11:09
Ekki dagur
í dag er ekki föstudagur
Í dag ætla ég ekki að slóra við vinnuna
Ekki að gefast upp þó jólaskapið láti á sér standa og standi fyrir jólakortagerðinni
Ekki að hugsa um að það er frekar svalt úti i dag
Ekki að trúa mínum eigin augum um bilaðan teljara á moggablogginu..hehe
Ekki að umbera lengur bullandi klikkað heilbrigðiskerfi www.gjonsson.blog.is
Ekki að blogga um talandi tréð sem ég fann í morgun
ekki að halda eitt augnblik að þetta sé ekki besti dagur lífsins.
Og það er ekki bannað að setja inn athugasemdir nema þær séu
ekki skemmtilegar eða jákvæðar á þessum ekki degi.
Ekki brosa!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.5.2007 | 19:26
Sögu og ljóðakeppni...vertu með!!!
Hér koma 5 myndir. Þú mátt ráða hvort þú semur sögu um þær allar saman,
hvort þú velur eina þeirra til að semja sögu út frá
eða hvort þú vilt deila hugsýnum, setningum eða ljóði fyrir hverja mynd.
Þetta þarf samt allt að vera þitt eigið..frumsamið sem sagt.
Já þetta eru frekar skrítnar myndir en ættu að ýta hressilega undir hugmyndaflugið. Og það eru að sjálfsögðu verðlaun eins og síðast. Bloggarar kjósa svo bestu söguna, ljóðið eða innsýnina. Mundu bara að gefa upp númer hvað myndin/myndirnar er/eru sem þú velur til að skrifa um.
Sögukeppnin er opin fram á föstudagskvöld og svo verður kosið um helgina..ok?
Góða skemmtun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.5.2007 | 09:00
Uppnumin bloggfærsla og elskaðar frumur
Nú gæti ég grátið. Er búin að sitja hér og setja saman algerlega einstaka bloggfærslu. Þið hefðuð átt að sjá myndirnar og umræðuefnið.
Það er ekki oft sem andinn kemur svona allsvakalega yfir mig eins og hann gerði í morgun. Og nú hún er horfin, eitthvað útí geiminn eða í holu þessi bloggfærsla. Ég er með hjartslátt og neita að trúa þessu. Lífið verður aldrei eins fyrir ykkur án þessara upplýsinga. Og ég hef ekki tíma til að gera hana aftur enda man maður ekkert hvað maður skrifar þegar maður er á svona flugi þegar maður loksins lendir. Eina sem ég man að þetta var bara frábært.
Jæja. Verð að lifa með því.
En..eitt skemmtilegt. Einn vitringanna vinur minn er að koma í morgunkaffi. Við ætlum að ræða efni og innihald bókarinnar Biology of belief. Gamli vitri vinur minn fór nefninlega á ráðstefnu með höfundinum fyrir nokkru síðan og er uppnuminn af þeim upplýsingum sem þar komu fram. Hann hringdi í mig og sagði "Katrin my darling. You have to buy and read this book and then we have coffe together..ahh?It is how you can transform your life...it is about how to be healthy and happy. Be good to your cells". Read and then we have coffe..ok? Svo nú er komið að morgunstund með gull í mund..sem þýðir í þessu tilfelli..ferðalög um lendur hugans og andlegir fjársjóðir uppgötvaðir.
Farið vel með frumurnar ykkar. Þær eru svona 50 billjón trilljón og hver og ein einasta bregst við því sem þú hugsar og hvernig þér líður. Og líf þitt er útkoman af því hvernig frumurnar þínar hafa það..andlega og líkamlega..hehe. So be good!!! Besta útkoman fæst með því að elska sjálfan sig skilyrðislaust. Það er mottó dagsins.
Heyrumst!!
p.s rakst á þessar upplýsingar á síðunni hjá Guðjóni Bergmann og set þær hér inn og veit að Guðjón fyrirgefur mér stuldinn..ég bara kann ekki að linka ennþá. Mæli eindregið með að þið sjáið þessa mynd. Örugglega frábært að sjá hana á stóru tjaldi.
The Secret
Fimmtudaginn 3.maí verður heimildar-/innblástursmyndin The Secret sýnd í stóra salnum í Háskólabíói. Ég er búinn að sjá myndina tvisvar og er svona 90% ánægður með það sem þar kemur fram (að mínu mati vantar dálítið inn í jöfnuna og svo eru loforðin í stærri kantinum - að öðru leyti er þarna um að ræða frábæran innblástur og góða innspýtingu í umræðuna um stjórn og mátt hugans). Það eru Stjórnarfélag Íslands og Salka sem standa fyrir þessari sýningu.
Hægt er að nálgast ÓKEYPIS MIÐA á sýninguna með því sem smella á http://www.stjornandinn.is/mail/user/maillist/viewletter/ccc4e142be73/535
Sjálfur kemst ég því miður ekki. Hefði haft gaman að því að sjá fyrirlesarann sem kemur sérstaklega frá Bretlandi til að tala um "aðdráttarlögmálið".
Ég mæli með því að sem flestir kíki á sýninguna og myndi sér sína eigin skoðun á innihaldinu í stað þess að sveigjast með eða móti í samfélagsumræðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2007 | 20:36
Gömlu góðu dagarnir þegar Guð var ekki bankastjóri!
Æ er þetta ekki nefndin sem þarna.. man aldrei neitt og veit ekkert alveg hvað er hvað eða hverjar reglurnar eru???
Eða er þetta framsóknarflokkurinn með sitt víðfræga útsýni?? Eða var það víðsýni??' Eins gott að ég er ekki í nefnd..gæti sossem notað monninginn en líkar ekki að taka að mér störf sem ég kann ekki..eða man ekki hvernig á að gera. Held mig bara við að lita. Lita samt alls ekki blátt.
Ég man líka þegar ég var lítil og fór í sunnudagaskóla í litlum skúr á fótboltavellinum. Þar lærði ég um Guð og mann og þeirra fína samaband. Alls konar skemmtilegar sögur og ævintýri um logandi runna, engla og regnboga. Núna held ég að Guð sé orðinn bankastjóri. Þar gerast sko kraftaverkin nú á dögum !
Fimm aurar og tvö skuldabréf verða bara að Rauða hafinu að umfangi sé ekki borgað á réttum tíma. Svo rignir ekki lengur eldi og brennisteini. Bara peningum. Já það eru breyttir tímar.
Held að ég sé gamaldags. Fer eftir boðorðinu um að dæma ekki nema hafa verið í annars manns skóm. Reyndar hefði ég aldrei efni á Gucci leðurskóm..en mínir eru alveg ágætir þó gamlir séu. Og ég get gengið í þeim framhjá jeppunum á bílastæði bankans.
Jamm.
Lífið er gott ef maður á góða skó.
Og man hvað er hvað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.5.2007 | 12:35
Jól eða sumarból?
Jólin, jólin, jólin koma brátt..
...jólaskapið kemur smátt og smátt...!!!
Hugsið ykkur það er fyrsti maí og ég er að gera smá jóla...og þarf að vera í jólaskapi og jólastemmningu svo ég geti skapað eitthvað afskaplega jólalegt..hugsa um jólabjöllur og jólasnjó, jólasveina og hreindýr en eina sem kemur eru einhver ævintýratré með álfum og furðuverum sitjandi í greinum spilandi á töfraflautur og flögrandi litfögur fiðrildi í kring.
Það er af því að það er sumar hér og ég er í miðjum skóginum og sólin skín og Cliff Richard ómar í útvarpinu...We are going on a summerhollyday..jejeje. Ó hjálp!!!
Ég veit hvað ég geri.
Pálmi minn Gunnarsson bloggvinur..ef þér fer að líða eitthvað skringilega þá er það bara af því að ég skellti Jólaplötunni með þér og stráknum þínum á fóninn. Er að hlusta á Friðarjól núna. Klikkar ekki!!!!
Og svo upp með rauða litinn og...tra la la..gleði og friðarjól. Dreg fyrir og kveiki á kertum og læt kallinn baka piparkökur og setja á sig skotthúfuna. Þá reddast þetta.
Gleðilegar jóla og hátíðarkveðjur til bloggvina nær og fjær, til sjávar og sveita, í uppsveitum og á granaskjóli koma hér á jólahjóli...Sko ég er búin að missa það.
Borgar sig ekkert að vera að rugla með árstíðirnar..maður verður bara ga ga.
Happy kröfugangs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari