Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Skortur á heilbrigðri skynsemi og aflangur rebbaskítur

Loksins er kominn júlí.

Ég er búin að bíða síðan í febrúar eftir að júlímánuður rynni upp.

Í  febrúar ætlaði ég að skipuleggja líf mitt og verða meistari í success, vita alltaf hvað ég ætlaði að gera á hverjum degi og muna allt sem ég á það til að gleyma ef ég skrifa það ekki hjá mér. En nei. Þessi samfélög sem eru ekki með heilbrigða skynsemi að leiðarljósi þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir fundu upp á því að selja bara dagbækur sem virka frá júlí til júlí og þar sem fáir kaupa dagbækurnar júlí 2006 til júlí 2007 eftir áramótin  eru þær bara teknar úr sölu þar til hinar nýju júlí 2007 til júlí 2008 koma í verslanirnar. Klikkað!!!! Sem þýddi það að ég hef ekkert getað gert í marga mánuði og líf mitt er í rúst því það segir sig sjálft að ef ekkert er skipulagið og ekkert hægt að muna fer ekki vel.

En núna er allt betra. Í dag fer frúin í verslunarleiðangur og kaupir dagbók og skipuleggur líf sitt og nær bæði frægð og frama á mettíma. Best að merkja við einnhvern flottan dag í september fyrir þann atburð.

Í skipulagsbókina mun ég byrja á að skrifa niður allt það allra helsta og mjög áríðandi hluti sem þurfa að komast í framkvæmd ekki seinna en strax!

Kaupa ísskáp.

 Þessi litli, ljóti, gamli lekur og ég varð vot í fæturnar í morgun þegar ég útbjó súkkulaði köku í morgunmatinn í tilefni þess að Nói sonur minn varð táningur. Þrettán og á föstu.

Og hvernig haldið að það sé að vera með lekan ísskáp í teppalaögðu eldhúsi. Þessir bretar eru alls ekki með heilbrigða skynsemi. Teppaleggja líka baðherbergið, enda verð ég brjáluð þegar strákarnir pissa út fyrir. Ojjj!!!

Já svo þarf að þrífa rebbaskítinn sem er á stéttinni fyrir utan hjá mér. Rebbi kemur reglulega í leiðangur um nætur að leita sér að æti og skítur á stéttar. Ojjj!!!!

Þarf að fara með bílinn í viðgerð þar sem hann komst ekki í gegnum skoðun. Ég held að það sé vegna þess að hann er svo ljótur á litinn greyið og ömurlega leiðinleg tónlistin í útvarpinu í honum. Ojjjj

Eins og þið sjáið mun það breyta öllu að fá svona dagbók og geta farið að laga og leiðrétta allt sem ég hef ekki getað sinnt síðan í febrúar og farið að breyta öllum þessum ojjjum í Vá eða æðislegt!!!!

Eitt enn...lappinn minn er svo hægfara að hann haggast ekki..reyndi að kveikja á honum í gærkveldi og hann er ekki enn kominn í gang. Skrifa það hjá mér að atuga það betur svo ég þurfi ekki eins og núna að brjóta allar fagurfræðilegar reglur og blogga án mynda. Þið verðið bara að reyna að ímynda ykkur hvernig pissugult teppi lítur út og aflangur rebbaskítur. Mikið ofboðslega verður líf mitt auðvelt og frábært núna. Skipulag skipulag og aftur skipulag er málið.Wink Og hugsið ykkur...þetta eru bara atriðin sem ég á eftir að skipuleggja síðan í gær..listinn síðan í febrúar er hrikalega langur. Verð örugglega ekki búin með það sem á honum er fyrr en ég er orðin kerling.

Farin í bæinn.

Bæ.

 


Hvað ertu að lesa í sumarfríinu??

1books

Segðu mér...ég er að leita að einhverju verulega krassandi til að lesa í garðinum ef sólin sést einhvern tímann aftur hér í þessu guðsvolaða regni.

 Get svo sem lesið meðan rignir.

 En hverju mælið þið með og hvers vegna??

 


Out of nothing and out of nowhere.....

Það gerist ekkert hér nema það rignir. Og það rignir alveg rosalega mikið og á sumum stöðum er hreinlega allt á floti og þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Eins og regnið er nú gott og hressandi þá er þetta nú einum of mikið af því góða. Sem betur fer höfum við sloppið vel.

Í gær var enn einn rigningardagurinn og við mæðgurnar einar heima. Það var alger fásinna að setjast út í garð og fá sér jarðarber eins og við gerum oft svo við ákváðum í staðinn að fara á nýju bensínstöðina.

u18969741

Á bensínstöðinni þar sem núna fæst ilmandi heitur kaffisopi, bakkelsi og tímarit fengum við okkur ýmislegt góðgæti og hvor okkar valdi sér eitt tímarit til að lesa. Ætluðum bara að kúra saman í sófanum og hafa það gott og ímynda okkur hvernig það er að lenda í alvöru syndaflóði.

KS94090

Það er samt á svona rigingarmomentum sem maður fer að láta sig dreyma um sumar og sólskin, fjarlæga staði þar sem maður getur bara slappað af við ströndina og upplifað eitthvað nýtt og skemmtilegt. Theodóra fór upp að lesa og ég sat niðri og kíkti í heimsókn til bloggvina minna. Staldraði við hjá Hugarflugu sem er einmitt farin í frí til Ítalíu vinkonu minnar sem ég elska mest af öllum.

Og ég var einmitt að biðja Hugarflugu að muna eftir að koma með hana með sér í eftirdragi fyrir mig og láta mig dreyma um sumarfrí þar...þegar dóttirin kom skoppandi niður stigann alveg rosalega spennt og glöðW00t

Hún hafði fengið með tímaritinu sínu svona happrdættisskafmiða einhvern og lukkulega fengið þrjú tré sem þýðir að þú hafir unnið veglegan vinning. Við vorum ótrúlega spenntar og hringdum í línuna sem segir hvað maður vinnur.

Við fengum ekki 100.000 pund og ekki BMW bíl og ekki heldur stórt veggsjónvarp.

GetLostGetLostGetLost

En.....

Við fengum ferð fyrir 2 til Toscany á ítalíu og gistingu á fínu hótli  í 6 nætur!!!!!

orizzonte_1g

Og ég var akkúrat í miðjunni á því að öfundast..á jákvæðan hátt og auðvitað samgleðjast hugarflugu bloggvinkonu..að vera farin í sumarfrí til ítalíu.

Er þetta ekki bara aldeilis magnað hvernig lífið getur látið við mann stundum og glatt mann svona óvænt!!!

Ha?  Haldiði að þetta hafi verið tilviljun sem er ekki til? Nei held ekki.  Einhvernveginn svona er nefninlega þessi veröld. Svo frábær!!

Svo núna eru í gangi plön um að kaupa tvo aukamiða fyrir pabbann og bróðurinn og fara bara öll saman til Tuscany sem er víst eitt fegursta hérað ítalíu..liggja á hvítum sandströndum og gleyma hverjum einasta rigningardropa sem hér hefur fallið undanfarinn mánuð og  skoða vínekrur og fagurt land.

Og fyrir vantrúar menn og konur sem trúa ekki svona daglegum undarlegum ævintýrauppákomum er hér beinhörð sönnun um athugasemdina sem ég var akkúrat að skrifa þegar þetta ítalíuævintýri henti sér inn í veröldina og beint í fangið á okkur. Sem sýnir auðvitað svart á hvítu að akkúrat meðan þú óskar þér af öllu hjarta þá bara birtist óskin hér og núHeart

Athugasemdin

Hurru þegar þú kemur aftur heim viltu þá gera mér einn lítinn greiða?? Ertu til í að koma með hana Ítalíu vinkonu mína með þér??

Jeminn eini...núna þegar ég var í miðj kafi að skrifa þetta þá gerðist svolídtið merkilegt....ég verð bara að blogga um það...Heart

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 17:09

Nú fæ ég einstakt tækifæri til að nota hvíta sumarkjólinn minn með rauða rósarmunstrinu og setja upp dömulegu sólgleraugun í stíl. Maður þarf að vera svolítið smartur þegar maður fer til ítalíu og láta líta svo út að maður hafi eitthvað vit á hönnun og listum. Ég þekki náttla strákana Mikaelangelo og Leonardo Da Vinci mjög vel eftir alla tímana í listasögunni og þvælinginn um Flórens. Get líka alveg drukkið heilmikið rauðvín undir leiðsögn vínfræðingsins míns og látið eins og ég sé veraldarvön heimsdama þegar ég fer að heiman.

lasinn

Atsjú..svei mér þá að maður sé ekki bara að kvefast í öllu þessu votviðri.

Mikið hlakka ég til að fara þarna suðureftir.!!

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 310949

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband