Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Night night

Trú von og kærleikur

Þar sem myndakerfi Moggabloggs virkar ekki verð ég bara að nota mínar myndir þessa dagana og býð ykkur bloggvinum bara góða nótt með merkjum minnar eigin myndar sem táknar Von kærleika og trú á allt hið góða í lífi ykkar. Sem er allt um kring.

Góða nótt!!!


Ljóð um heimþrá

kærleiksandi

Flest fólk sem ég hitti er með einhverja óútskýranlega heimþrá.

Veit samt ekki hvar "heim" er,

Hér er lítið ljóð fyrir ykkur.

Því hjá þér vil ég vera í ljósinu bjarta,

það veit ég svo vel og þekki í mínu hjarta.

Á jörðinni bíð ég í myrkrinu svarta,

og segi við þig:,,

"Ég er ekki að kvarta,

en mig langar svo heim.

 


Hugvekjandi efni

kritsmynd

Langar að benda ykkur á magnað lesefni.

www.christblueprint.com

Það er hægt að kaupa e bókina þarna fyrir lítinn pening.

Góða helgi.

 


Skafarinn, skafarinn.

Man eftir því þegar skafarinn keyrði um göturnar þegar ég var lítil. Þetta var risastórt gult tryllitæki sem skóf göturnar og sléttaði úr öllum almennilegum drullupollum og stíflum sem við dunduðum okkur við að gera þegar ringdi. Og þegar skafarinn kom og keyrði eftir götunum hlupum við krakkarnir í hópum á eftir honum og öskruðum til að yfirgnæfa hávaðann..skafarinn skafarinn!!!!

Aldrei grunaði mig þá að einn góðan veðurdag yrði ég svo sjálf skafari með meiru. Ekki það að ég æði hér um götur og skafi þær..enda allar malbikaðar og fínar og ekkert pláss fyrir almennilega drullupolla. Nei ég er annars konar skafari.

Ég er skafmiðaskafari.

Þegar ég fór í litlu matvörubúðina í miðbænum í gær var afgreiðslumaðurinn upptekinn við að brjóta saman langa lengju af svona skafmiðum. Mér hefur einhvernveginn aldrei dottið í hug að fá mér einn, en þarna hvíslaði einhver rödd að mér.."Fáðu þér einn, fáðu þér einn". Og áður en ég vissi af var ég búin að kaupa mér skafmiða og á leið með að verða skafari.

Þegar ég kom heim skóf ég með viðhöfn af miðanum og viti menn. Haldiði ekki að ég hafi unnið heil 12 pund!!! Svo ég rölti mér aftur þangað úteftir í gærkveldi og rétti afgreiðslumanninum sem þá var á vakt miðann minn. Hann er krúttikarl sá afgreiðslukarl. Með skjannahvítt liðað hár og myndi örugglega heita Glókollur ef mamma hans væri íslensk. Það liðast fallega um  allan kollinn á honum og alveg niður á háls. Hann borgaði mér 12 pund. Ég rétti honum þau strax til baka og sagðist ekki hafa áhuga á peningunum..ég vildi frekar fá 12 skafmiða í staðinn. Hann horfði á mig og sagði.."Ef þú vinnur hundrað þúsund pund þýðir ekkert að koma hingað og fá borgað...þá verður þú að fara í höfuðstöðvarnar" Sagði mér svo frá karli sem hafði aldrei á ævinni tekið þátt í neins konar happdrætti en keypti sér svo skafmiða og vann hundrað þúsund pund og dó svo stuttu seinna. Svo ég er mjög fegin að vera að byrja á þessu ekki  nema 44 ára gömul. Svo nú sit ég með 12 skafmiða í hendi og undirbý mig fyrir að skafa og skafa . Hugsið ykkur...það getur bara vel verið að eftir allt skafið hafi líf mitt breyst og ég geti bara rölt upp á fasteignsölu og borgað inn á óðalssetrið sem á að vera svona heillahreiður fyrir fólk í leit að sjálfu sér. Þar er líka draumastúdíóið mitt og frábær galleríssaðstaða. Skrifstofa, nokkrar litlar íbúðir og vinkjallri undir húsinu. Og í endanum er lítið cottage..íbúð sem hentar mér og mínum milljón prósent vel. Hobbitastigi upp á loft..og...úff best að halda áfram með skafmiðana.

Það skyldi þó aldrei vera...??? Ég verð svo spennt að hugsa um alla möguleikana sem geta falist á bak við þetta silfurgráa skaf að ég tími hreinlega ekki að skafa alveg strax. Geri það kannski bara síðdegis.

Litagyðja

Legg svo á og mæli um

að pottur minn fyllist

af gulli og geimsteinum.

Þegar ég hef lokið sköfuninni geri ég tilkall um að verða hér eftir nefnd..Skafarinn mikli frá Skagafirði. Þó ég sé ekki beint og alveg þaðan þá hljómar skafari og skagafjörður eitthvað svo vel saman.

Rosalega er gaman að vera svona eftirvæntingarfull.

Það getur vel verið að ég skafi bara aldrei af þessum 12 skafmiðum. Geymi þá í silfurkonfektkassanum og alltaf þegar ég held að mig vanti eitthvað sárlega þá get ég handfjatlað þá og hugsað um hvað sé undir silfurgráa skafinu. Kemst svo að því að ég hafi alveg nóg í bili og set þá aftur undir rúm í í konfektkassanum. Það er nefninlega svo gott að vita að maður eigi möguleika því með þeim kemur vonin og með von í hjarta getur maður allt, alltaf.

Megi dagurinn ykkar vera troðfullur af öllum hugsanlegum möguleikum.


Ég er klikkuð..úpps..ég meina KLUKKUÐ!!! Örugglega bara sitt lítið af hvoru.

Ásthildur og Kristín Katla hafa báðar klukkað mig og nú á ég að segja 8 hluti um mig og klukka 8 aðra sem eiga þá að segja 8 hluti um sig á síðunni sinni og segja að ég hafi klukkað þau. Einfalt og skemmtilegt ekki satt???

Í dag er ég í eldrauðum skóm og með splunkunýjan eldrauðan hring á fingri. Rauðu skóna nota ég þá daga þegar ég vakna og veit ekkert hvert ég er að fara. Elti bara skóna og læt þá vísa mér leið þann daginn. Bregst aldrei að ég enda oft á mjög spennandi stöðum. Rauði hringurinn hefur ekki enn tjáð sig um hvað hann er.

Gleraugun mín eru græn eins og augun í mér og ég rosalega mikið af grænum fötum. Allt er vænt sem vel er grænt og ég elska náttúruna.

Ég geri mest lítið en ég er alveg helling. Ég er móðir, lífsförunautur, listakona, skúlptúristi og málari, verðandi rithöfundur..já ég er byrjuð á bókunum...lífskúnster, tvíburi, róllyndislegur galgopi og vil helst að allt sé heilt í kringum mig. Þess vegna er ég líka heilari. Og ég hreinlega elska sögur og sé ævintýri í hverju horni.

Úrið mitt er keypt í secondhand búðinni eins og nýji sumarkjóllinn minn. Úrið er skreytt grænleitum demöntum og var örugglega í eigu Katrínar Miklu einu sinni og var smyglað hingað til Englands af sjóræningjum.

Mér finnast hægar kvikmyndir miklu skemmtilegri en hraðar kvikmyndir. Verð svo þreytt að láta henda mér á milli atriða..vil frekar fá að upplifa aðeins meira á lengri tíma.

Fjórir englar ákváðu þegar þeir hugðu á ferð til jarðar að ég væri heppileg í mömmuhlutverkið fyrir þá. Ég hins vegar veit að þeir komu til að kenna mér ýmislegt um þolinmæði og óskilyrta ást. Karen, Sunneva, Nói og Theodóra Hugrún. I love you!!!

Mér finnst gott og gaman að elda mat. Það er listgrein í sjálfu sér. Og að hann sé fallegur á litinn og borinn fram með kertaljósum og blómaskreytingum. Það er gjörningur í sjálfu sér að næra aðra á hvaða hátt sem er.

Mig dreymir um að opna stórt óðalssetur þar sem útúrstressaðir íslendingar og aðrir útlendingar geta komið í fjársjóðsleit. Fjársjóðurinn er auðvitað þeir sjálfir og leitin fer fram í gegnum listsköpun, náttúrugöngur og samtöl við jarðdverga og trjáanda, og fullt af englavinnu og sögustundum. Ef einhver getur séð af svona milljón pundum þá er rétta húsið þegar fundið!!! Og af því að ég er komin með  8 atriði lauma ég því hér með að ég er ástfangin.InLove

Eftirfarandi eru hér með klukkaðir af mér

Ibba Sig

Beta

Jón Steinar

sarcastic bastard

Steingerður

Marta Smarta

Maja Solla

Gurrí...þ.e ef það eru till einhver átta atriði sem við ekki vitum nú þegar um þessa frægu vinkonu mína..hehe.

Have a wonderful day!!!!

Stattu þig stelpa

 

 

 

 


Englar og IRA

Ég bara verð að segja ykkur skemmtilega englasögu.

Þannig var að um daginn þá fór ég að hitta vini mína á kaffihúsinu mínu. Það er náttla stranglega bannað að reykja þar inni svo við skruppum út í yndislegan bakgarð sem snýr að stórri steinkirkju..sem er rammkaþólsk. Þegar maður situr úti horfir maður yfir grafreiti. Einn þeirra hefur stóran stein sem á eru grafin nöfn þeirra þriggja síðustu sem voru brennd á báli í Englandi.

 Í bænum mínum þar sem núna er venjulegt hringtorg voru stundaðar nornabrennur í miklum mæli. Fólk..oftast konur... sem voru ekki stóru steinkirkjunnar mönnum þóknanlegar létu lífð á sannleikans báli. En kannski voru þau bara eins og ég er í dag...vissu örlítið lengra en nef þeirra náði.

En ok....þarna sátum við og ræddum lífisins gang og drukkum rjúkandi kappúsínó.

 Þau voru eitthvað down og ekki alveg hress með lífsleiðina sína svo ég fór að segja þeim ævintýrasögur að að það séu alltaf englar alls staðar til að aðstoða og hjálpa manni þegar maður þarf á að halda og MAN eftir að biðja um aðstoð. Því eins og allir vita eru englar mjög kurteisir og eru ekkert endilega að troða sér fram nema algera nauðsyn beri til.

Við sátum þarna og veltum okkur upp úr ævintýrasögum um að allt sé mögulegt og að alheimurinn kunni alltaf að staðfesta ævintýrin. Þau voru ekkert endilega að trúa mér og mínum sögum svo ég dró upp úr galdratöskunni minni mögnuð Meistara spil. Hafði ranglað inn í bókabúð örfáum dögum áður og rótað í bókahillu þar sem bækurnar lágu í hrúgum en voru ekki í almennilegri röð eins og bækur eiga að vera í hillum.. Ætlaði aðeins að raða þeim og datt þá ekki meistaraspilastokkurinn beint í fangið á mér? Svo ég auðvitað keypti hann enda greinilegt að Meisturunum lá eitthvað mikilvægt á hjarta. Svo þarna sátum við og ég að segja þeim frá þessum duttlungum tilverunnar og leyfa þeim að draga um leyndardóma lífins þegar reffilegur karl gekk framhjá í gegnum kirkjugarðinn. Hann snarsnéri við og kom til okkar. "Hvaða spil eruð þið með þarna" spurði hann.

Svona Meistaraspil sagði ég..viltu draga eitt?

"Já takk" sagði hann og dró spil um feminísku orkuna.  Aha sagði ég..sérfræðingur í svona spilum..það er greinilegt að þú þart að mýkja þig upp og komast í samband við þína mýkri hlið.

Hann bara hló og sagði "já..hvort ég þarf. Ég er hermaður sem hef barist á mestu vígaslóðum og séð margt mjög ljótt sem herti hjarta mitt og gerði mig tilfinningalausan og harðann.

"En ég vinn núna með englum" sagði hann svo og brosti.

 Svo fór hann að segja okkur ótrúlegar englasögur..hvernig englarnir tala til hans og kenna honum og hvernig við mennirnir þurfum að læra að hlusta og meðtaka alla hjálpina sem okkur stendur til boða. Sagði okkur m.a sögu af því þegar hann var í London þegar IRA voru að sprengja þar allt í tætlur...Hann var á sinni daglegu gönguferð þegar rödd sagði við hann. "Stoppaðu og farðu hér inn" og sendi hann inn í bókabúð..hann sem var á leið á pöbbinn að fá sér pintu.

Eitthvað við þessa ósynilegu rödd var þannig að hann gat ekki annað en hlýtt. En þar sem hann er ekki hrifinn af bókum staldraði hann ekki lengi við og hélt af stað á pöbbinn sinn. Þegar hann er rétt ókominn að honum sprakk þar sprengja..hann var allt í einu inn í miðri þvögu af líkamspörtum og dánu sundursperngdu fólki. Þá áttaði hann sig á því að honum var naumlega bjargað frá dauða vegna þessarar raddar. Þessar englaraddir hafa síðan fylgt honum og leiðbeina í hvívetna. Hann sagðist bara hafa stoppað hjá okkur til að staðfesta við okkur að englar væru raunverulegir og okkur stæði til boða öll sú hjálp sem við vildum meðtaka. 

Að við ættum að fara okkur hægar og læra að hlusta og skilja um hvað þetta líf væri. Svo brosti hann bara og labbaði burtu. Vinir mínir voru agndofa yfir þessari heimsókn en ég brosti bara með sjálfri mér.

Svona er nefninlega lífið. Algert ævintýri eins og ég er alltaf að reyna að segja ykkur. Tilviljanir eru ekki til!!!!

Gamall hermaður með bakpoka og birtu í auga.

Ég með Meistaraspil í rauðri tösku.

 Og englar allt um kring.

Hippaenglar

 

Heart

Thats life!


Listræn mistök og alls engin eftirsjá. Thats life!

Stjörnuspá

TvíburarTvíburar: Skrýtnustu stjörnunar á himninum, elta þig á röndum. Þú mátt búast við að gera mistök sem þú sérð ekki eftir. Listræn mistök.
Ja hérna hér...það er þó ekki komið að því að mistökin mín fari bara að margborga sig???Joyful
Mistök sem maður þarf ekki að sjá eftir og með runu af stórskrítnum stjörnum í eftirdragi...I like this!!!InLove Listræn mistök....wohoaaaa!
Ef þetta er ekki rétti tíminn til að byrja á listaverki þá veit ég ekki hvað.

Ástæðan fyrir að ég er ekki að blogga. (Þetta er ekki blogg, heldur tilkynning!)

Það er svo margt sem ég á eftir að blogga um að ég fæ svima þegar ég hugsa um það.

Þetta er bara örlítið brot af listanum yfir verðandi blogg

Græni geimsteinninn minn..ekkert smá spennandi saga. Athugið...GEIM steinn en ekki gimsteinn.

Gönguferð kringum vatn...the Lake.... með Skotum, börnum og björgun fótbrotinnar risabjöllu.

Litli fuglsunginn sem maðurinn með trésögina næstum drap!

Afmælisveislur í löngum bunum í júlí og vandfundna afmælisgjöf tengdasonarins sem kemur í stað veðurfrétta

Reykingapása í bakgarði kirkjugarðs og engill sem er fyrrverandi hermaður sem leitar hinnar kvenlegu hliðar sinnar eftir ískyggilegar reynslur í stríði

Skúlpturinn sem ég gerði blindandi og var svo enginn annar en....!!!!!Þarf að taka myndir af honum svo ég geti sett inn þegar myndakerfið kemst í lag.

Hætt að rigna og sólin LOKSINS farin að skína.

Já um allt þetta gæti ég bloggað væri ekki eitthvert ansans ólag á tölvunni minni og myndakerfið bara alls ekki að virka...en aðalástæðan er sú að ég á eftir að vaska upp!!

Og það geri ég núna með skærgulum uppþvottalegi með sumarlykt og einhverju sérstöku efni í sem gerir glösin glansandi. Og á meðan ég gleðst yfir sápukúlunum horfi ég út um gluggann og dansa í huganum um túnið með litlu blómálfunum sem fylgdu fallegu plöntunum sem ég var að setja á mína veranda

Veranda er svona ítalíulegt orð yfir stétt

 

 


Ohh...erfitt að horfa á fréttir af börnum í stríði!!!

Lítil fiðrildasaga fyrir börn í stríði. Stundum er bara komið nóg!

     Ef ég væri fiðrildi og gæti flogið hvert sem væri myndi ég fljúga til barnanna í Írak og segja þeim að við séum ekki búin að gleyma þeim. 

Ég myndi  setjast á eyrað á litla drengnum sem situr í hnipri og heldur skjálfandi höndum utan um sjálfan sig og hvísla í eyrað hans. Elsku vinur veröldin getur verið svo grimm.  Hvers á saklaust barn eins og þú að gjalda?  Hvar eru áhyggjulausu dagarnir sem þú naust svo.  Vinir þínir og þú að hlaupa um með boltann ykkar, hláturinn og kátínan sem einkenndi leiki ykkar?  Mamman sem hélt utan um þig og sagði þér að þú værir besti strákurinn og bakaði svo handa þér pönnukökur með sultu, fór út í búð og kom ekki aftur.  Ég skil angist þína elsku hjartans vinurinn minn.  Ég skil ótta þinn við þessa veröld.  En trúðu mér, hún er ekki bara svona. Ég er bara lítið fiðrildi komið alla leið frá Íslandi .  Á leið minni sá ég margt ljótt en líka margt fallegt, og ég geymdi allt það besta og fallegasta handa þér undir vængjum mínum. 

Hér er kærleikur í lítilli krukku, þegar þú ert einmana og hræddur skaltu opna krukkuna og lykta uppúr henni.  Hjarta þitt fyllist þá kærleika og ást til allra, líka þeirra sem vita ekki hvað þeir gjöra.  Hafðu ekki áhyggjur af því að þú klárir kærleikann, hann vex eftir því sem þú notar hann meira.  Ég færi þér líka flösku fulla af von og trú og þú skalt fá þér sopa þegar þú getur ekki meir.  Ég  vildi óska að þú gætir komið með mér heim og fengið hlýja mjúka sæng sem ég myndi vefja þig inní, sungið fyrir þig vögguvísuna blíðri röddu eins og mamma þín gerði alltaf og halda þér þétt upp að mér.  Ég vildi geta sagt þér að þetta yrði allt í lagi, að bráðum yrði allt gott og bráðum yrði allt hljótt.  Elsku hjartans vinur.  Ég ætla vera hjá þér á meðan þú þarft á mér að halda. Fljúga í kringum þig og gleðja þig með litunum mínum.  Sjáðu ég á gulan, ég á rauðan og ég á bláan.  Hvaða lit viltu?  Við skulum teikna stiga sem nær alla leið til himna.  Himnastiga.  Já elsku vinur þú mátt klifra upp alla leið, hún mamma þín bíður þín þar uppi.  Hún ætlar að faðma þig og halda þér fast í fanginu sínu á meðan hún segir þér að þú sért besti strákurinn hennar. 

Og svo ætlar hún að baka handa þér risastóra pönnuköku með sultu. 

Farðu nú, hún bíður.Þessi veröld sem við höfum skapað er enginn staður fyrir börn.

GÓÐA FERÐ ANGINN MINN.  

Fiðrildastelpa


 


Skilst að það sé engin kona með konu núna nema blogga um köngulær

 

Var að lesa það einhversstaðar á blogginu svo ég set bara inn gamla köngulóarfærslu enda alltaf verið langt á undan minni samtíð. Ég var farin að blogga um köngulær í janúar!!!!

Einu sinni var ég skíthrædd við köngulær. Og auðvitað lögðu þessi kvikindi mig í einelti. Þó ég byggi á þriðju hæð í blokk um hávetur á íslandi og allar eðlilegar köngulær í dvala var alltaf ein sem vakti og sprangaði um á koddanum mínum eða í hárinu á mér. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að ég hafi argað og gargað, hoppað og skoppað ef eitthvað hreyfðist nálægt mér og gæti verið könguló. Innri terrrorrinn sem fóbíunni fylgdi var sko ekta.

Man þegar ég lagði land undir fót og heimsótti ameríku í fyrsta sinn. Sat í bíl á hraðbraut og krakkagemlingar í aftursætinu. Bílstórinn var að spjalla við mig þegar hann skyndilega steinhætti að tala og starði skelfingu lostinn á minn langa og fagra háls. " Ekki hreyfa þig "stamaði hann. Það er risastórt köngulóarkvikindi á hálsinum á þér og ég veit ekki nema það sé baneitrað.

Ég fylltist ótrúlegri skelfingu en hlýddi því að hreyfa mig ekki, þar sem ég átti enn eftir að sjá  ýmislegt í ameríkunni og vildi ekki enda ferðina nýkomin og vera send heim steindauð með köngulóarbit á hálsinum. Man bara að innra með mér argaði ég hljóðlaust af skelfingu og tærnar á mér voru í tryllingskasti í skónum. " Oj" sögðu krakkagemlingarnir í aftursætinu og störðu hugfangin á skrímslið. "Hún er brún" sagði annað þeirra. "Og loðin" bætti hitt þeirra við. Og við á miðri hraðbraut þar sem hvergi var hægt að stoppa. Bílstjórinn var svo hræddur sjálfur að hann var með svitadropa á efri vörinni og allt í einu greip hann hálsklút sem lá í kjöltu minni og henti honum á köngulónna sem rann beinustu leið niður hálsmálið á kjólnum mínum.  Þarf ég eitthvað að lýsa því hvernig mér leið? Haggaðist ekki því ég trúði því algerlega að ég mætti ekki hreyfa mig því þá myndi kvikindið bíta mig og drepa. Innri tryllingurinn bara jókst og það var alveg að steinlíða yfir mig af streitu og skelfingu. Loksins, loksins gátum við stoppað og ég hentist út úr bílnum út á engi og argaði og gargaði og öskraði og dansaði trylltan stríðsdans og  hristi mig frá hvirfli til ylja.  Gat ekki hætt að öskra í langan tíma. Veit ekki hvað flaug í gegnum huga þeirra sem keyrðu framhjá þessari snarbrjáluðu konu enginu..hehe.56108650kóngulóarkaka

 

Ekki skemmtileg lífsreynsla get ég sagt ykkur.

Núna er ég ekkert hrædd við köngulær. Maður venst þeim hangandi í hverju horni og meðan þær skríða ekki beint upp í munninn á mér er mér nokk sama um þær. Las líka áhugaverða kenningu um að köngulær tákna innri styrk og ástæðan fyrir að flestar konur séu svona óstjórnlega hræddar við þær þýði að þær óttist svo mikið sinn eigin styrk. Þessu trúi ég algerlega. Núna er ég alveg óhrædd við minn innri styrk og hætt að hræðast köngulær. Það er örugglega engin tilviljun og nú get ég allt sem ég vil. Myndi meira að segja skreyta afmæliskökuna mína með könguló og fagna því að með aldrinum verði ég stöðugt vitrari og sterkari.

Já svona er nú lífið oft skrítið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband