Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ekki orð..bara tóm. Eða ein lítil mynd sem segir allt.

4127

Þegar himnarnir opnast!!!!

Og það er engin leið út eða inn.

Um hvað er það???


Marglituð veröld....litar allan daginn.

litasinfónía

Og ég bíð þolinmóð við enda regnbogans...

eftir að þú segir mér sögu þína sem kemur okkur öllum við.

Ekki taka ást þína burtu frá okkur.

Þegar þú getur ekki brosað lengur leyfðu mér að brosa fyrir þig.

Um leiðina okkar um hvað það er að vera mannlegur.

Ég get ekki afneitað mennskunni.

 Þegar ég skynja hvað mennskan í kringum mig er að gera

 mun hún aldrei dofna og verða að engu.

innrabarn

Hún er þar með fædd og verður alltaf til.

My light will shine uppon the world.

Þetta eru bara lítil textabrot úr lögum sem ég er að hlusta á.

Mjög falleg!!!


Ég finn lukku í þessum laugardegi

Lifðu í lukku en ekki í krukku á laugardegi eins og þessum.

Það er eitthvað gott og lukkulegt við daginn.

Bíð bara spennt að sjá hvað það er..ósýnileg tilhlökkun og eftirvænting.

10007859~Creatures-of-the-Woods-in-Their-Toadstool-Hats-Posters

MAMMAN með ungana sína. Ég er að strolla af stað með Theodóru og Kareni með litlu ömmustelpuna Alice Þórhildi að horfa á Nóa spila fótboltann.  Svo ætla ég að drekka kaffi með vinkonu minni og tala um tilveruna og framtíðina sem bíður okkar.

Hún hér og ég þar.

Drekkum kappúsínó og horfum á stækkandi fjölskyldur okkar.

Einu sinni vorum við bara tvær ungar konur sem fóru sínar leiðir. Núna förum við um í flokkum eða hópum af fólki á öllum aldri með mislitt hár og marglit augu. Fáum okkur meira kaffi og brosum yfir auðlegðinni og látunum.

1566~Chuckwagon-Coffee-Posters

Já við erum ríkar og litríkar ömmur

 Lífið er í lit og við vitum ekkert hvert það liggur

 fyrr en það liggur

 við fætur okkar. 

 


.

9966~Normal-People-Worry-Me-Posters

Hljóð bæn húsmóður fyrir mannréttindum og frelsi fólksins í Burma

Ohh hvað það er ömurlegt að vera bara húsmóðir úti í heimi og horfa upp á hvernig illskan rænir völdum yfir mannlegri reisn og réttlæti...að illvirkjarnir ráðist gegn friði og frelsi án þess að veröldin bregðist við af krafti. Og að þeir sem við höfum kosið til að fara fyrir þessum gildum fyrir hönd þjóðarinnar séu svona máttlausir í mannrétttindabaráttu þeirra sem eru troðnir undir skítugum skóm aflanna sem við viljum ekki sjá. Við ættum öll sem eitt að flykkjast út á götur og stræti til að standa saman í þögn og sýna þessu hugrakka fólki samstöðu og um leið að krefjast þess að við tökum skýra afstöðu gegn öllum mannréttindabrotum á þessari jörð.

Setjum a.m.k eitthvað saffranlitt í gluggann hjá okkur svo allir geti séð að hjarta okkar slær með fólkinu í Burma og förum með hljóða bæn að réttlætið og friðurinn sigri að lokum.

1200-1075~Unique-Posters


Minningarnar flæða...og bræða fortíð inní framtíð.

1586

Svo margt sem ég man úr faðmlaginu okkar. Sumt á ekkert erindi á prent en sumt má alveg eiga heima þar. En við geymum það með okkur sjálfum og vitum að það er það sem lætur lifið halda áfram eins og það gerir. Höldum áfram að horfa fram á við með arminn utan um öxl hvors annars.

Ég fyrir þig og þú fyrir mig.

Aldarfjórðungur líður og annar bíður.

651088~Herbal-Extract-Used-for-Oriental-Massage-Posters

Í einlægu samræmi við hrynjandann í lífsins dansi.

 

 


Ég er svo syfjuð að ég gæti sofnað

TCP7248~Avenue-of-Trees-Posters

Eitthvað sækir svona á mig...veit að ég á ekki von á gestum.

Hlýtur að vera draumur á leið til jarðar. Legg mig í smástund.

Held ekki augunum opnum mikið lengur.

Svaf samt eins og engill í alla nótt.

Sleeping


Bara fyrir ykkur!

AA-WP327~Take-Five-PostersM82~Dance-Alfred-Souza-Posters

untitled0j


Gæti ég fengið að heyra eitthvað íslenskt??

M141~Everything-Will-Be-OK-Unknown-Posters

226-J~Chocolat-Chaud-Posters

Það er haustlegt um að litast úti núna. Laufblöðin hafa fokið af trjánum í trilljónatali í nótt og þekja nú allar götur, rennandi blaut og brúnleit og regnið heldur áfram að lemja. Ég er að hita mér kakó áður en ég sest niður til að vinna. Svo verður tekið til við að plana og pæla. Það er meira en að segja það að flytja aftur heim eftir 7 ára fjarveru. En alveg rosalega spennandi og skemmtileg tilhugsun.

Ég sé fyrir mér dásemdina við að skafa fagrar frostrósir af bílrúðunni á morgnana, sitja föst í umferðarsultum og fjúka á milli bílastæða með hárið klesst oní augu og maskarann rennandi eins og stórfljót eftir andlitinu. Man það núna að það er næsta ógjörningur að vera fín dama um vetur á íslandi. Borga mun meira fyrir matinn og geta hangið í sturtu þar til ég er gegnheit og hrein.

Hver staður hefur sína töfrastund og sinn kost. Og núna kallar mín ljúfa fósturmold á mig að koma aftur heim. Veit vel að ég á eftir að sakna hundrað ára eikanna, rólegheitanna, skógarins og milda veðursins hér. En ég er til í að takast á núna , bryðja þakrennur og fara á útopnu næstu 7 árin eða svo. Lífið hefur sinn rythma og hjartað ólmast og allt í mér brennur. Já ég er svo eldheit núna að jöklar munu bráðna og vindar þagna þegar ég stíg á íslenska grundu. Komin til að segja hæ!!!Joyful Gott að sjá ykkur aftur.

Vinnumál ættu að skýrast fljótlega og svo er bara að finna hlýlegt hreiður fyrir litlu familíuna pakka panta far og koma á vængjum þöndum flugfélagsins sem býður best.

Og bíl þurfum við og skólavist fyrir krakkana og muna að skrá sjónvarpið svo maður fái nú örugglega að borga afnotagjöld eins og sannur íslendingur. Skyr og flaktkökur með hangikjöti, nýtt hairdú og byrja að kaupa á visarað einhvern óþarfa sem allir verða að eiga. Já það er engu líkt að vera íslendingur. Maðurinn minn segir að ég sé greinilega búin að steingleyma hvað ég var fegin að komast burtu og sjái nú allt íslenskt fyrir mér í hillingum en ég segi bara á móti að hann skilji ekki konur.

2425

Þegar ég fór frá eldhúsborðinu heima  var ég frekar þreytt húsmóðir en kem núna heim sem ný kona með fortíð og reynslu frá ítalíu, frönsku ríveríunni, fjallatindum í Wales og strauma og stefnur frá landi Elísabetar drottningar.

Og mitt margrómaða og róttæka raunsæi!!

Get ekki beðið.

 

 


Eftir langa og afslappaða helgi er mjög mikilvægt að muna eftir...

240547b~Women-in-Yoga-Posture-Together-Posters

kvöldleikfiminni og gera æfingar sem styrkja líkama og sál.


Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband