Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

There must be an angel playing with my heart

Mikil er virðing mín fyrir öllum þessum listamönnum sem stöðugt eru að nota hæfileika sína til að leggja góðum málefnum lið og vekja athygli á því sem betur má fara. Er núna í þessum töluðum orðum að hlusta á Annie Lennox syngja þennan fallega söng  "There must be an angel"...sem hennar framlag til friðar. Hún er einstök manneskja og hefur með söng sínum og hæfileikum lagt svo mörgu málefninu lið og unnið mikið t.d með Aidsveikum konum í Afríku.  Sterk og einstök kona.

untitleduhig

Það fer friðarbylgja um heiminn

Verum góð við okkur sjálf og alla hina.

Ný vitund er að ryðja sér til rúms..og það eru merki um það alls staðar.

 Fólkið...ég og þú..... erum farin að láta röddina okkar yfirgnæfa sérhagsmunahópa stjórnmálamanna sem stjórnast eingöngu af eiginhagsmunum.  Mikið eru þetta spennandi tímar til að vera til á. Hvað getur þú gert til að bæta ástandið...kannski bara í þínu lífi..þinni fjölskyldu eða þínu hverfi???

466%20HEAVENLY%20ANGEL

Allir geta gert eitthvað!!

Líf í tómi

er enginn sómi

þess sem lifir þannig.

 

Gefðu það sem gott er

og geymdu hitt með sjálfum þér.

 

Það sem lýsir

er það sem okkur fýsir

að sjá og njóta.

 

http://www.rekindering.com/peace/waveofpeace2007.htm


Bjargaði hundi frá dauða......bara með því að vera ekki OF kurteis!!!!

Bretar geta verið OF kurteisir. Í morgun þegar við fórum að horfa á fótboltann þar sem strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir að tapa með tveggja marka mun...þá munaði nú litlu að lítill hundur tapaði stöðunni. Við mömmurnar sátum í okkar fínu grænu veiðistólum og horfðum á leikinn og töluðum um nýjar hárgreiðslur og megrunarkúra. Rétt við hliðina á okkur var maður með lítinn sætan gráan hund í ól..í æsingnum..eins og karlmenn eiga til að gera..gleyma öllu nema boltanum og hvort hann er utan marks eða innan og hvernig strákar sparka honum á milli sín..steingleymdi hann litla hundinum sínum. Hélt bara ólinni yfir öxlina og æpti allt um hvernig strákar skyldu sparka og gefa boltann. 

Á hinum enda ólarinnar hékk litli hundurinn..rétt náði niður til jarðar með afturfótunum og dinglaði þarna hálfkyrktur og reyndi að krafsa í eigandann með framfótunum og gelta sem hann gat auðvitað ekki þar sem hann var hálfhengdur þarna.  Kerlurnar sem sátu með mér voru hálflamaðar yfir þessu og voru ein augu yfir þessari meðferð á litla hvutta en hreyfðu hvorki legg né lið þar sem þær vildu ekki vera að MÓÐGA hundeigandann með því að skipta sér af!!!.

Ég sem er íslensk frenja stóð auðvitað upp hljóp að hundeigandanum og handsnéri hendina á karlinum niður sem var algerlega dottinn inn í heim fótboltans..og sagði með þjósti.."You are killing your dog"

Litli hvutti komst til jarðar og úr hengingarstöðunni og andaði djúpt..karlinn bara hváði og hafði greinilega ekki hugmynd að hann var kominn langleiðina með að hengja hundinn sinn. Kerlurnar voru agndofa yfir framgöngu minni og fannst ég hugrökk að blanda mér í málið.  Fannst það samt ekki KURTEISI að segja öðrum til og vildu meina að þær myndu gera hið sama bara ef þær þyrðu. Maður yrði nú að kunna sig!!!!

Stundum held ég að fólk sé ekki alveg með fulle femm...Ein þeirra sagði.."Manni hefur bara verið kennt að blanda sér ekki í annarra mál"...Gasp Og svo vill maður ekki að aðrir haldi að maður sé afskiptasamur og maður gæti orðið óvinsæll.

 219

Ég hef hér með ákveðið að vera aldrei þátttakandi í veraldarinnar vinsældakosningu sem gengur út á það að vera óvirk, aftengd og afskiptalaus. Og ég held að litli grái hundurinn sé mér þakklátur fyrir það og að ég kunni mig ekki neitt. Skipti mér af því sem gerist fyrir framan nefið á mér og tapa þar með öllum helstu vinsældarkosningum í heiminum...enda skiptir engu máli hvað sumu fólki finnst. Sé það núna. Og ætla að sofa vært með mína afskiptasemi á samviskunni. Stundum held ég að við mannfólkið séum bara eins og fiskar á þurru landi..vitum ekkert hvað snýr upp eða niður á þessari veröld..hvað þá okkur sjálfum. Við verðum jú að vera stöðugt á verði um hvað aðrir gætu verið að hugsa og halda vinsældum okkar sem steinsofandi og aðgerðarlausar mannverur.  Auðvitað eigum við að bregðast við neyð hvors annars , hvort sem um er að ræða litla gráa  hunda eða annað mannfólk.

Einn besti kennari sem ég hef haft sagði..

"To be responsible is to respond to what is here now and act. That is what life is about. That makes you human!

Og ég tek undir með henni.

Við erum algerlega lost um leið og við hættum að láta okkur varða.

 


Ég er að gera mig tilbúna fyrir helgina

PL106

Laga á mér hárið og elda smá kjötsúpu um leið og ég fræðist um fína og fræga fólkið.

Ég verð að vera samræðuhæf, södd og snyrtileg á fótboltaleik sonarins í fyrramálið.


Ég stíg mínum netta fæti til jarðar til að minna á að....

....húmor er fyrir öllu.

 Alls ekki taka lifinu og sjálfum ykkur of alvarlega.

Englar elska húmor..lífið á að vera skemmtilegt og fullt af gleði.

untitled48

Sáuð þið ekki myndina City of angels?

 Muniði hvað engillinn þurfti að fara á mis við allan unað þessarar jarðar?

Bragð og ilm, snertingu og unaðinn af því að fara i sturtu og njóta vatnsins?  Vindblærinn og regnið. Að geta átt samskipti og njóta tilfinningarinnar um nærveru og ást. Hann var tilbúinn að fórna eilífðinni fyrir þennan unað sem aðeins fæst hér á þessari dásamlegu plánetu Jörð.  Og við erum öll á fullu að fatta þetta ekki.

 Njótið og njótið!!!!!

Hættið að hafa áhyggjur og hafið bara gaman og gott af lífinu.

 Það er bara yndi!!!

untitledkisur

Það vita kisurnar. Þess vegna eiga þær sér níu líf.

Eru ekki tilbúnar að yfirgefa svona unað.


Ég er siðprúður bloggari

......eftir að hafa tekið siðprýði 101 hjá halkötlu í hádeginu og nú eru mér allir vegir færir. Þó ég sé sjómannsdóttir og eigi það til að tala hreinræktað togaramál og spýta í sjó...já meira að segja míga í saltan sjó hefur það allt verið barið úr mér og ég er troðfull af siðprýði, kurteisi og geng tígulega hvar sem ég kem eins og ég haldi tíkalli á milli minna mjúku rasskinna. 

 Hvað???Pouty

Víst er það hámark siðprýðinnar að útlista hvernig maður labbar og með hvað.

Og til að ég sé nú ekkert að fela fyrir ykkur þá ætla ég að setja inn getraun og þið megið geta hvar uppáhaldsbloggstaðurinn minn er. Hvar ég blogga best og fallegast og á hvaða tíma dags.

Smá vísbending.

c_documents_and_settings_katrin_baldurs_my_documents_my_pictures_bloggmyndir_bloggdella_123318

Og ef einhver er að spá í að bjóða mér vinnu þá vil ég bara segja ef þetta er ekki að nýta tímann vel og auka afköstin verulega þá veit ég ekki hvað. Munið að tíminn er peningar!!!

Og já.

Ég er fullnuma í siðprýði 101 og góðum siðum og líð ekki dónalegar athugasemdir um litinn á mínum fallegu naríum.

 

 


Kaffi og meðí í morgunsárið

44untitledluntitled45

Hvort má bjóða gestinum Kaffi Latte, Expresso eða Cappuccino með morgunspekinni? Hvort er betri köttur sem malar eða kona sem talar? Mér skilst á fréttum sem ég hefi heyrt og lesið..nei þetta er ekki fréttablogg...að Jésú sé aðalgæinn á Íslandi núna og hreinsi menn af gömlum syndum, breyti vændishúsum í safnaðarheimili, glæponum í góðmenni og myrkri í ljós.  Þetta er kannski bara akkúrat rétti tíminn fyrir heimkomu. Ég er nefninlega meira fyrir ljós en myrkur og vel frekar góðmennsku en glæpi.  Ætli Íslandi eigi bara ekki eftir að breytast í Paradís á jörðu?

Ég svo sannnarlega vona það og er viss um að þessi þjóð hefur margt magnað í sér til að láta ótrúlega hluti verða að veruleika. Nýjum veruleika þar sem heilbrigð skynsemi, hjartahlýja og viska ræður för.

Jamm.


Kona með höfuðið í himnunum

X06-apro

En samt með fæturna algerlega á þessari jörðu.

Haf og himinn.

Eldur og jörð

Í hverju felst okkar þakkargjörð?

Kerling í fjallahjörð.

 

 


Hvernig kveður maður bestu vinkonu sína??

angelstalking

Þessa konu sem ég hitti fyrir tilviljun á kaffihúsi fyrir nokkrum árum og hefur verið mér eins og systir síðan? Þann dag sátu englarnir okkar á húsþaki kaffihúss og leiddu okkur saman...sögðu "Þessar tvær passa sko vel saman og gera hvor annarri gott...hjálpum þeim að kynnast! Og þar með upphófst fallegast vinkonusamband sem ég hef kynnst.

 Ég þarf ekkert að gera.  Bara vera ég og henni finnst ég frábær þannig..í sorg eða gleði. Alveg sama hvað... hún er þar og ég fyrir hana. Og núna þarf ég að yfirgefa hana og skilja hana eftir því mín leið liggur núna á annan stað. En ég get ekki tekið hana með..hún hefur fjölskyldu og skyldur eins og ég, en leiðir okkar liggja ekki í sömu átt og það er bara hrikalegt. Það er ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir þessa vinkonu mína, langar að gera ALLT en samt svo margt sem ég get ekki gert. Leiðir eru að skilja og við grátum báðar hátt og sárt.  Svona getur vináttan stundum verið sár. En ég veit í hjarta mínu að ekkert mun nokkurn tímann skilja okkur að. Það er Guðsgjöf að hitta hana hina sig í annarri manneskju. Æ hvað þetta er samt vont!!!

10165013

Ég bið hér með um allar blessanir himnanna fyrir hana og fjölskyldu hennar alltaf!!!

HeartHeartHeart


Svo fýk ég eitthvert út í geim..kannski alla leið heim.

183

Veit ekkert hvar ég enda í þessum degi. 

Maður veit aldrei hvað býr í ferðalagi um haust.

 Blástu á biðukollu og fáðu far með henni eitthvað út í buskann.

Segðu mér svo hvað þú sást.


Storyteller á steinþrepi og englar sem elska næturklúbba!

 Ég fékk svo sætt e mail með ástarsögu sem gerðist fyrir tilstilli lítillar bænar eða tengingar við Guðssálina. Og ég ætlaði að senda smá svar sem varð svo bara að að heilu bloggi. Svo ég set það hér svo þið getið haft eitthvað skemmtilegt að hugsa um og prufa í dag..ok?
"Já sko þetta er það sem ég er alltaf að reyna að segja öllum.  Gott að þú ert búin að uppgötva þetta. Það breytir lífi manns og gerir það að algeru ævintýri.
Man eftir einni skólasystur minni þýskri sem var barnlaus og makalaus 37 ára en átti flott fyrirtæki og fína íbúð. Búin að ferðast mikið en var nú komin á þann stað að langa til að eignast kall og krakka og kött og fannst lífið frekar einmanalegt og hryllilega tómlegt.
þaumín leið

Vandamálið var hins vegar það að hún hitti aldrei neinn sem passaði henni og varla nokkurn sem hafði áhuga sagði hún. Samt var hún búin að leita í mörg mörg ár með engum árangri. Við sátum á steintröppunum fyrir utan skólann sem var svona mitt kaffiþrep eða afdrep og þar sat ég öllum stundum og fólk settist hjá mér og fékk eina og eina sögu sem passaði fyrir vandamálin þeirra.
"Sko" sagði ég .."ekki hafa neinar áhyggjur. Biddu bara englana þína að finna fyrir þig mann sem hentar þér.  Segðu þeim svo í aðalatriðum og jafnvel smáatriðum líka hvers konar félaga þú leitar að og hvaða eiginleika þú vilt að hann hafi. Þýska bekkjarsystir mín sem fæddist 11. júní 1963 og er þar með aðeins tveimur dögum eldri en ég og þar af leiðandi heldur hún að hún sé líka vitrari sem er ekki alveg rétt...horfði á mig eins og ég væri greinilega tveimur dögum yngri og ekki alveg með fulle femm. Engla?? Hvaða engla ertu að tala um??? Ekki segja mér að þú trúir í alvöru á engla???Horfði á mig eins og ég hefði haldið því fram að hafið væri rautt og himinninn grænn
Þar sem ég er orðin ýmsu vön sitjandi þarna á þessu steinþrepi daginn inn og daginn út, segjandi skrítnar en dagsannar sögur, lét ég þessi viðbrögð ekkert á mig fá.
"Sko mín kæra...gerðu bara eins og ég segi þér. Settu svo verkefnið í hendur englanna þinna og hættu að hugsa um það. Þeir munu finna fyrir þig the perfect man."Belive you me" sagði ég svo með áhersluþunga og horfði beint í augun á henni. Mundu bara að bregðast við innri tilfinningum þínum og svara alheiminum þegar hann byrjar að færa ykkur saman. Ef þú færð furðulega hugdettu sem er algerlega ólógísk..er það líklega það sem þú þarft að gera.
 Skilurðu mig?? ´
MC2501526863819_ca1d92c3bb
Þetta var á fimmtudegi og vikuna á eftir kom þýska einmana skólasystir mín með tómlega og karllausa lífið sitt og settist hjá mér á steinþrepið. Hún hreinlega tindraði og glitraði og hamingjan skein af henni skærar en sólin.
  "Veistu hvað..ég ákvað að gera þetta sem þú sagðir mér..þú veist þetta með englana..ha? Ég meina ég trúi ekki svona dellum en þar sem ég hafði sossum engu að tapa ákvað ég að prófa. Á föstudaginn var ég á gangi niðri í þorpi þegar ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að fara til London og dansa alla nóttina í næturklúbbi..bara alein. Sem er bara biluð hugmynd og alls ekki við mitt hæfi. En þessi hugmynd lét mig ekki  friði svo ég ákvað bara að skella mér, minnug orða þinna um að ég ætti bara að bregðast við og framkvæma hugdettur mínar. Allavega ég fór til London með lestinni..fann næturklúbb labbaði inn á gólf og byrjaði að dansa. Útundan mér sá ég hávaxinn og myndarlegan mann..hann var að horfa á mig og ég horfði á móti. Mér fannst eins og ég þekkti hann en kom honum ekki fyrir mig.Hann færði sig nær og við byrjuðum bara að dansa saman án þess að tala.
A184
Við dönsuðum saman alla nóttina eins og gamlir elskendur. Undir morgun kom það í ljós að hann býr í litla þorpinu þar sem skólinn okkar er og var að fara þangað..hafði sjálfur fengið þessi klikkuðu hugmynd um að fara til London að dansa...hann er hálfþýskur og á fyrirtæki í þýskalandi eins og ég. Og fer þangað aftur í sumar..eins og ég!  Og veistu...það er svo skrítið það er eins og þetta hafi átt að gerast, allt verið planað og undirbúið. Svo brosti hún og horfði á mig. 
Kannski af englum??
Hver veit??
untitled
Síðast þegar ég frétti af þeim bjuggu þau alsæl og hamingjusöm saman einhversstaðar í þýskalandi.
Já englar hafa nefnilega smekk fyrir öllu..hávaðasömum næturklúbbum í London og geta látið allt gerast þrátt fyrir vantrú okkar jarðlinga.
 Er það ekki bara hughreystandi og gott að vita??

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband