Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
23.9.2007 | 01:05
There must be an angel playing with my heart
Mikil er virðing mín fyrir öllum þessum listamönnum sem stöðugt eru að nota hæfileika sína til að leggja góðum málefnum lið og vekja athygli á því sem betur má fara. Er núna í þessum töluðum orðum að hlusta á Annie Lennox syngja þennan fallega söng "There must be an angel"...sem hennar framlag til friðar. Hún er einstök manneskja og hefur með söng sínum og hæfileikum lagt svo mörgu málefninu lið og unnið mikið t.d með Aidsveikum konum í Afríku. Sterk og einstök kona.
Það fer friðarbylgja um heiminn
Verum góð við okkur sjálf og alla hina.
Ný vitund er að ryðja sér til rúms..og það eru merki um það alls staðar.
Fólkið...ég og þú..... erum farin að láta röddina okkar yfirgnæfa sérhagsmunahópa stjórnmálamanna sem stjórnast eingöngu af eiginhagsmunum. Mikið eru þetta spennandi tímar til að vera til á. Hvað getur þú gert til að bæta ástandið...kannski bara í þínu lífi..þinni fjölskyldu eða þínu hverfi???
Allir geta gert eitthvað!!
Líf í tómi
er enginn sómi
þess sem lifir þannig.
Gefðu það sem gott er
og geymdu hitt með sjálfum þér.
Það sem lýsir
er það sem okkur fýsir
að sjá og njóta.
http://www.rekindering.com/peace/waveofpeace2007.htm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.9.2007 | 22:09
Bjargaði hundi frá dauða......bara með því að vera ekki OF kurteis!!!!
Bretar geta verið OF kurteisir. Í morgun þegar við fórum að horfa á fótboltann þar sem strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir að tapa með tveggja marka mun...þá munaði nú litlu að lítill hundur tapaði stöðunni. Við mömmurnar sátum í okkar fínu grænu veiðistólum og horfðum á leikinn og töluðum um nýjar hárgreiðslur og megrunarkúra. Rétt við hliðina á okkur var maður með lítinn sætan gráan hund í ól..í æsingnum..eins og karlmenn eiga til að gera..gleyma öllu nema boltanum og hvort hann er utan marks eða innan og hvernig strákar sparka honum á milli sín..steingleymdi hann litla hundinum sínum. Hélt bara ólinni yfir öxlina og æpti allt um hvernig strákar skyldu sparka og gefa boltann.
Á hinum enda ólarinnar hékk litli hundurinn..rétt náði niður til jarðar með afturfótunum og dinglaði þarna hálfkyrktur og reyndi að krafsa í eigandann með framfótunum og gelta sem hann gat auðvitað ekki þar sem hann var hálfhengdur þarna. Kerlurnar sem sátu með mér voru hálflamaðar yfir þessu og voru ein augu yfir þessari meðferð á litla hvutta en hreyfðu hvorki legg né lið þar sem þær vildu ekki vera að MÓÐGA hundeigandann með því að skipta sér af!!!.
Ég sem er íslensk frenja stóð auðvitað upp hljóp að hundeigandanum og handsnéri hendina á karlinum niður sem var algerlega dottinn inn í heim fótboltans..og sagði með þjósti.."You are killing your dog"
Litli hvutti komst til jarðar og úr hengingarstöðunni og andaði djúpt..karlinn bara hváði og hafði greinilega ekki hugmynd að hann var kominn langleiðina með að hengja hundinn sinn. Kerlurnar voru agndofa yfir framgöngu minni og fannst ég hugrökk að blanda mér í málið. Fannst það samt ekki KURTEISI að segja öðrum til og vildu meina að þær myndu gera hið sama bara ef þær þyrðu. Maður yrði nú að kunna sig!!!!
Stundum held ég að fólk sé ekki alveg með fulle femm...Ein þeirra sagði.."Manni hefur bara verið kennt að blanda sér ekki í annarra mál"... Og svo vill maður ekki að aðrir haldi að maður sé afskiptasamur og maður gæti orðið óvinsæll.
Ég hef hér með ákveðið að vera aldrei þátttakandi í veraldarinnar vinsældakosningu sem gengur út á það að vera óvirk, aftengd og afskiptalaus. Og ég held að litli grái hundurinn sé mér þakklátur fyrir það og að ég kunni mig ekki neitt. Skipti mér af því sem gerist fyrir framan nefið á mér og tapa þar með öllum helstu vinsældarkosningum í heiminum...enda skiptir engu máli hvað sumu fólki finnst. Sé það núna. Og ætla að sofa vært með mína afskiptasemi á samviskunni. Stundum held ég að við mannfólkið séum bara eins og fiskar á þurru landi..vitum ekkert hvað snýr upp eða niður á þessari veröld..hvað þá okkur sjálfum. Við verðum jú að vera stöðugt á verði um hvað aðrir gætu verið að hugsa og halda vinsældum okkar sem steinsofandi og aðgerðarlausar mannverur. Auðvitað eigum við að bregðast við neyð hvors annars , hvort sem um er að ræða litla gráa hunda eða annað mannfólk.
Einn besti kennari sem ég hef haft sagði..
"To be responsible is to respond to what is here now and act. That is what life is about. That makes you human!
Og ég tek undir með henni.
Við erum algerlega lost um leið og við hættum að láta okkur varða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.9.2007 | 20:01
Ég er að gera mig tilbúna fyrir helgina
Laga á mér hárið og elda smá kjötsúpu um leið og ég fræðist um fína og fræga fólkið.
Ég verð að vera samræðuhæf, södd og snyrtileg á fótboltaleik sonarins í fyrramálið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
20.9.2007 | 23:41
Ég stíg mínum netta fæti til jarðar til að minna á að....
....húmor er fyrir öllu.
Alls ekki taka lifinu og sjálfum ykkur of alvarlega.
Englar elska húmor..lífið á að vera skemmtilegt og fullt af gleði.
Sáuð þið ekki myndina City of angels?
Muniði hvað engillinn þurfti að fara á mis við allan unað þessarar jarðar?
Bragð og ilm, snertingu og unaðinn af því að fara i sturtu og njóta vatnsins? Vindblærinn og regnið. Að geta átt samskipti og njóta tilfinningarinnar um nærveru og ást. Hann var tilbúinn að fórna eilífðinni fyrir þennan unað sem aðeins fæst hér á þessari dásamlegu plánetu Jörð. Og við erum öll á fullu að fatta þetta ekki.
Njótið og njótið!!!!!
Hættið að hafa áhyggjur og hafið bara gaman og gott af lífinu.
Það er bara yndi!!!
Það vita kisurnar. Þess vegna eiga þær sér níu líf.
Eru ekki tilbúnar að yfirgefa svona unað.
Bloggar | Breytt 21.9.2007 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.9.2007 | 16:36
Ég er siðprúður bloggari
......eftir að hafa tekið siðprýði 101 hjá halkötlu í hádeginu og nú eru mér allir vegir færir. Þó ég sé sjómannsdóttir og eigi það til að tala hreinræktað togaramál og spýta í sjó...já meira að segja míga í saltan sjó hefur það allt verið barið úr mér og ég er troðfull af siðprýði, kurteisi og geng tígulega hvar sem ég kem eins og ég haldi tíkalli á milli minna mjúku rasskinna.
Hvað???
Víst er það hámark siðprýðinnar að útlista hvernig maður labbar og með hvað.
Og til að ég sé nú ekkert að fela fyrir ykkur þá ætla ég að setja inn getraun og þið megið geta hvar uppáhaldsbloggstaðurinn minn er. Hvar ég blogga best og fallegast og á hvaða tíma dags.
Smá vísbending.
Og ef einhver er að spá í að bjóða mér vinnu þá vil ég bara segja ef þetta er ekki að nýta tímann vel og auka afköstin verulega þá veit ég ekki hvað. Munið að tíminn er peningar!!!
Og já.
Ég er fullnuma í siðprýði 101 og góðum siðum og líð ekki dónalegar athugasemdir um litinn á mínum fallegu naríum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.9.2007 | 09:15
Kaffi og meðí í morgunsárið
Hvort má bjóða gestinum Kaffi Latte, Expresso eða Cappuccino með morgunspekinni? Hvort er betri köttur sem malar eða kona sem talar? Mér skilst á fréttum sem ég hefi heyrt og lesið..nei þetta er ekki fréttablogg...að Jésú sé aðalgæinn á Íslandi núna og hreinsi menn af gömlum syndum, breyti vændishúsum í safnaðarheimili, glæponum í góðmenni og myrkri í ljós. Þetta er kannski bara akkúrat rétti tíminn fyrir heimkomu. Ég er nefninlega meira fyrir ljós en myrkur og vel frekar góðmennsku en glæpi. Ætli Íslandi eigi bara ekki eftir að breytast í Paradís á jörðu?
Ég svo sannnarlega vona það og er viss um að þessi þjóð hefur margt magnað í sér til að láta ótrúlega hluti verða að veruleika. Nýjum veruleika þar sem heilbrigð skynsemi, hjartahlýja og viska ræður för.
Jamm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.9.2007 | 00:44
Kona með höfuðið í himnunum
En samt með fæturna algerlega á þessari jörðu.
Haf og himinn.
Eldur og jörð
Í hverju felst okkar þakkargjörð?
Kerling í fjallahjörð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
18.9.2007 | 21:55
Hvernig kveður maður bestu vinkonu sína??
Þessa konu sem ég hitti fyrir tilviljun á kaffihúsi fyrir nokkrum árum og hefur verið mér eins og systir síðan? Þann dag sátu englarnir okkar á húsþaki kaffihúss og leiddu okkur saman...sögðu "Þessar tvær passa sko vel saman og gera hvor annarri gott...hjálpum þeim að kynnast! Og þar með upphófst fallegast vinkonusamband sem ég hef kynnst.
Ég þarf ekkert að gera. Bara vera ég og henni finnst ég frábær þannig..í sorg eða gleði. Alveg sama hvað... hún er þar og ég fyrir hana. Og núna þarf ég að yfirgefa hana og skilja hana eftir því mín leið liggur núna á annan stað. En ég get ekki tekið hana með..hún hefur fjölskyldu og skyldur eins og ég, en leiðir okkar liggja ekki í sömu átt og það er bara hrikalegt. Það er ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir þessa vinkonu mína, langar að gera ALLT en samt svo margt sem ég get ekki gert. Leiðir eru að skilja og við grátum báðar hátt og sárt. Svona getur vináttan stundum verið sár. En ég veit í hjarta mínu að ekkert mun nokkurn tímann skilja okkur að. Það er Guðsgjöf að hitta hana hina sig í annarri manneskju. Æ hvað þetta er samt vont!!!
Ég bið hér með um allar blessanir himnanna fyrir hana og fjölskyldu hennar alltaf!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.9.2007 | 08:53
Svo fýk ég eitthvert út í geim..kannski alla leið heim.
Veit ekkert hvar ég enda í þessum degi.
Maður veit aldrei hvað býr í ferðalagi um haust.
Blástu á biðukollu og fáðu far með henni eitthvað út í buskann.
Segðu mér svo hvað þú sást.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.9.2007 | 10:38
Storyteller á steinþrepi og englar sem elska næturklúbba!
Vandamálið var hins vegar það að hún hitti aldrei neinn sem passaði henni og varla nokkurn sem hafði áhuga sagði hún. Samt var hún búin að leita í mörg mörg ár með engum árangri. Við sátum á steintröppunum fyrir utan skólann sem var svona mitt kaffiþrep eða afdrep og þar sat ég öllum stundum og fólk settist hjá mér og fékk eina og eina sögu sem passaði fyrir vandamálin þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari