Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
17.9.2007 | 09:05
Hinn svarti dagur dómaranna.
Látum nöfnin þeirra standa í svörtu í allan dag á bloggsíðum okkar. Þau tala fyrir sig sjálf verkin þeirra. Og við erum með þögla yfirlýsingu um hvað okkur finnst um þau.
Það voru hæstaréttardómararnir; Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.
Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir???
Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Vona að fleiri geri slíkt hið sama á sinni bloggsíðu undir yfirskriftinni
Hinn svarti dagur Dómaranna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.9.2007 | 13:33
Bara rjúkandi grænmetissúpa getur bjargað þessum degi!
Þegar það haustar og næðingurinn hefur ekki í sér neina hlýju og sendir manni tóninn með vini sínum vindinum, kælir í manni blóðið og beinin er bara eitt að gera. Rjúkandi grænmetissúpu. Með brokkoli og baunum, kartöflum, laukum og gulrótum. Kjötbita og kryddi að hætti hússins ásamt súpujurtum og nýbökuðum smábrauðum. Kraftmikil grænmetissúpa er best upphituð og getur dugað í nokkra daga og virkar alltaf þegar kuldinn læðist að. Það er bara ekkert betra en að setjast með sínum við borðið þar sem stóri potturinn er fullur af rjúkandi súpunni með öllum gjöfum jarðar svamlandi um í eigin næringu og vítamínum og ilmandi smábrauð syngja borðsálminn.
Haustið er komið.
Áður en ég hefst handa við eldmennskuna og saxa grimmilega niður allt góða grænmetið ætla ég að gera annað sem er líka best á fyrsta degi hausts. Fara í heitt bað með bubblum og bregða á leik með litlu gulu baðöndina mína. Setja sítrónuilm í hárið og þurrka mér svo með mjúku handklæði og fara í bómullarkjól og innskó úr ull. Setja svo ilmjurtir í krús og halda áfram að lesa Kundera svo ég geti tekið þátt í umræðunum hjá Mörtu með leshringnum mínum um upplifanir af bókinni
Lífið er annarsstaðar.
Já hvort það er.
Í mér og þér.
Líka hér.
Gleðilegt haust.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.9.2007 | 19:49
Að fara og sækja sinn innri auð....
Vildi bara deila með ykkur gleði minni. Er loksins búin að fatta leyndóið um hvers vegna sumir verða vellríkari en aðrir. Maður á bara að fara úr landi og gera eitthvað í einhvern tíma. Svo kemur maður heim aftur og er þá vellríkur íslendingur.
Og ég er einmitt búin að gera það.
Fara að heiman og gera eitthvað. Á bara eftir að koma heim!!!
Hvað ætli sé ódýrasta farið heim núna???
Bloggar | Breytt 16.9.2007 kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Og hlakka ti að sjá hvar þessi hjólatúr endar. Alveg klár í slaginn með hatt og hálsslæðu og í bláum munstróttum kjól. Framhjá trjánum mínum burt burt.....hvar endar þessi stígur eiginlega?
Já í litla bænum þar sem allir vita allt um alla. Sitja við árbakkann og horfa á gulu húsin og velta fyrir sér lífi íbúanna. Rabba svo saman um sögurnar sem verða til í kolli þeirra. Svo sem ekkert annað við að vera í svona hljóðu þorpi. Getgátur geta verið spennandi gátur þó þær eigi ekki við rök að styðjast. Hver þarf á rökum að halda í veröld sem tifar án nokkurra sýnilegra raka?? Skáldskapurinn ræður ríkjum og öllum er sama um það. Bara ef þær kitla eitthvað sem er að sofna.
Svartur köttur situr um bráð sína í hjátrúarfullum stellingum. Ekki láta hann sleppa og hlaupa í veg fyrir þig. Það boðar eigi gott í þessu litla þorpi. Sögur og sagnir verða að fá að lifa meðal manna sem hafa lítið við að vera. Kötturinn sá svarti hefur sín níu líf og nærist vel..en sögurnar hafa níuhundruð líf og umbreyta raunveruleika allra í hinu þögla þorpi. Það nærir íbúana líka vel.
Píanótónlistin lyftir andanum og minnir alla á að hlusta vel og njóta þess sem er.
Hvílast, anda og leyfa hinu að vera. Þurfa samt aðeins að kíkja á glugga til að vera vissir um að allir séu að lifa sínum níu lífum í takt. Við hinar níuhundruð sögur svo allt sé rétt.
Segðu mér sögu úr þínu Þorpi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.9.2007 | 21:18
Í einu laufblaði liggja margar leiðir....
Í hinu smæsta er hið stærsta.
Hvað er það pínulitla sem kallar...sem þú hvorki sérð né heyrir
en hefur kannski stærstu skilaboðin fram að færa???
Ekki horfa framhjá því.
Þessi litla rödd hið innra sem er að drukkna í ærandi hávaða nútímans.
Hlustaðu!!!!
Hvísl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.9.2007 | 18:32
Lífið er ekki bara fiskur og franskar
Í mér býr leyndarmál sem ég er alveg að farast úr spenningi yfir. Bloggið sem ég bloggaði í gær um hvítu dúfuna var greinilega svona óafvitandi forspá því í dag tala ég nýtt tungumál og líka fólkið í kringum mig.
Hvað gerist næstu daga sker svo úr um það hvort ég geti sagt ykkur frá þessu spennandi dæmi. Verð að líma fyrir munninn á mér og fara í lopavettlinga svo ég missi þetta ekki út úr mér. Eina sem ég get sagt núna er...Life is not only Fich and Chips.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
12.9.2007 | 00:28
Og hvít flýgur hún...
...út í rauðan nátthiminn sem bíður!
Dúfan sem kunni ekki mannamál.
Helsærð á stéli
en á vængjum sem sögðu allt sem segja þurfti.
Á morgun verður til nýtt tungumál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.9.2007 | 21:39
Frægðarferðir skóparanna á ströndu og dýrmætur froskadraumur!
Mikið var gaman hjá okkur vinunum um helgina. Fórum að týna steina á fallegri ströndu þar sem ritari þessarar færslu hefur fundið sér framtíðardraum til að dreyma. Sá draumur er um lítið cottage sem stendur á kletti með útsýni yfir haf, himinn og sjö skjannahvítar systur.
Sjáið hvernig rétt glyttir í þau húsin þarna í fjarskanum, hinu meginn við flóann. "Þar gæti verið gaman fyrir okkur að búa" sagði ég við skópörin en þau létu sem þau heyrðu ekki í mér og grænu stígvélin duttu á hlið af einskærri undrun yfir svona hugsun húsmóður. "Megum við ekki bara fara og leika okkur hér á ströndinni á meðan þú lætur þig dreyma" spurðu svörtu skólaskórnir sem eru orðnir ansi snjáðir eftir langa skólagöngu. "Jú endilega" sagði ég og hallaði mér bara og naut veðurblíðunnar og dreymdi um storma og öldur frussandi fyrir neðan litla húsið mitt á klettinum.
Skópörin þrömmuð eftir steinaströndinni framhjá einni af skjannahvítu klettasystrunum. Þær standa þarna tígulegar sjö saman og þykja einstaklega fagrar og tígulegar.
Stöldruðu við til að njóta útsýnisins yfir hafið bláa hafið og létu hugann bera sig hálfa leið yfir hnöttinn til fjarlægra ævintýralanda sem eru þarna hinu megin við bleytuna.
Söfnuðu fallegum steinum og tróðu á sig eins miklu grjóti og þau gátu borið. Grænu stígvélin voru einum of gráðug og voru hreinlega afvelta og komust hvorki lönd né strönd!! "Það er alltaf gott að kunna sér hóf" sögðu inniskórnir. !Líka þar sem eitthvað er ókeypis eins og steinarnir hér. Reyndar væri rétt að segja að við öll sem göngum á þessari jörðu eigum þessa steina saman". Inniskórnir voru mikið fyrir að segja eitthvað vitrænt en voru svo sjálfir troðfullir af ókeypis steinunum.
Mary Poppins fór að vaða í drullu í flæðarmálinu. Það er mjög ólíkt henni en stundum verða jafnvel fínar frúr að skvetta smá úr hælunum og láta eins og lífið sé eitthvað meira en alvörugefni og afturhaldssemi. Hún meira að segja renndi niður rennilásnum á öðrum skónum svo það sá í blátt fóðrið. Og eins og það væri ekki nægur léttleiki á einum degi losaði hún um brúnu silkireimarnar og brosti stríðnislega. Og þó hún væri að ganga í leðju mátti vel sjá að göngulagið var mun djarfara en hennar er von eða vísa. Það er eitthvað frelsandi við sjávarsíðuna!!
Grænu stígvélin óðu ógrenjandi með rauðu skóna út í miðjan poll og voru mjög hughraust miðað við hvað þau eru miklar skræfur svona dagsdaglega. Voru líka svolítið upp með sér að fá að hafa rauðu lífsreyndu spariskóna í sér. Fundu til sín og að líf og hælbönd hinna rauðu voru í raun í þeirra skóbotni.
Svörtu snjáðu skólaskónum fannst bara fínt að hafa útsýni yfir allt og viðurkenndu ekki fyrir sitt litla líf að þau væru smeyk við að fara inn í þetta furðulega fjöruborð þar sem leyndust ýmsar hættur.
Gott að hafa Group HUG áður en haldið var heim á leið eftir skemmtilegan dag á ströndinni.
Á heimleiðinni hittu þau Kóerubúa sem hlógu og skríktu af gleði yfir að hitta svona fagran hóp af skóm.
Þau settust í grasið og spjölluðu heilmikið. Kóreubúarnir s0gðust vera hér til að læra ensku og sögðu skópörunum skrítnar sögur frá fjarlægum heimkynnum sínum. Að ef kona sem vildi eignast barn en gæti það ekki, rækist á aðra konu sem hefði dreymt froska væri það gæfumerki. Sérstaklega ef draumakonan væri tilbúin að selja hinni barnlausu konu froskadrauminn. Það þýddi að sú barnlaus myndi þá fljótlega verða með barni þar sem froskadraumar þykja mikil frjósemistákn.
Þetta fannst nú skópörunum merkilegt. "Og hvað þarf að borga fyrir svona froskadrauma"? spurðu skópörin. "Spurjið húsmóður ykkar og eiganda sem dreymir um hús á hvítum kletti" sögðu glöðu kóreubúarnir. "Okkur hefur verið sagt að hún hafi einmitt selt einn slíkan fyrir nokkrum árum".
Þau kvöddu svo Kóerubúana því þurftu að fara og læra meiri ensku áður en þau færu heim til sín.
í lok dags var gott að horfa yfir vatnið og njóta listrænna forma ljóss og skugga.
Gangið vel á skónum ykkar.
Skór eru nebbla líka ...ehh fólk???
Bloggar | Breytt 11.9.2007 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
9.9.2007 | 21:10
Of syfjuð til að blogga....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.9.2007 | 23:14
Á mínum tíma er 9.9.9.......að sumra mati mjög merkileg tímamót!
Svo ég bíð spennt eftir hvað muni gerast!!!! Og ég er farin í ullarsokkana og komin með heitt kakó á brúsa rétt til að vera viðbúin. Ég er sko einum klukkutíma á undan ykkur í tíma. Hef alltaf verið framtíðarmanneskja
So I am ready.
Bring it on!!
Þetta á að vera eitthvað merkilegt.
Hringið í mig í fyrramálið og látið mig vita af hverju ég missti!!!
Hér eru nokkrir stepping stones fyrir ykkur til að tippla á í gegnum 9.9.9.
Farin að sofa á mitt græna!
Get bara ekki haldið mér vakandi lengur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari