Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Mitt brjálæðislega djamm um miðja nótt

Nenni ekki að hugsa meira um köngulær...sit hér og djamma á laugardagskvöldi.  Mitt helgardjamm er að fara alltaf rúntinn á Rás 1. Er núna að hlusta á Kvöldgesti Jónasar Jónassonar þar sem vinkona mín Unnur Lárusdóttir Gyðjusöngkona er í skemmtilegu viðtali. Hún samdi einu sinni fyrir mig lag við ljóð sem var partur af verki sem ég flutti og hún gerði það sko með glans. Svo þarf ég líka að hlusta á Óskastundir....gömlu íslensku lögin.  Og veðurfréttir um súld og sunnangolu austan heiða.

 Ef þetta er ekki almennilegt djamm þá veit ég ekki hvað.

spirit

Nóttin líður

og hún bíður

með þér.

Og lokalagið í þættinum sem ég er að hluta á akkúrat núna í Kvöldgestir

er tónlistin mín uppáhalds.

Bliss.

Diskurinn sem ég keypti þegar ég fór að sjá

 Neale Donald Walsh í Birmingham í vor.

One hundred thousand angels

 

 


Maður á að vera góður við öll dýr...líka köngulær

Bara leyfa ykkur að fylgjast með risaköngulóarfaraldrinum hér. Núna rétt áðan hljóp enn ein yfir gólfið. Þær koma alltaf undan sjónvarpinu og ég verð enn og aftur að standa uppi í sófa til að verkstýra því hvernig þær eru fangaðar. Ég er samt alveg stóískt róleg..ég meina ég arga hvorki né garga..bara hypja mig hratt og vel uppí sófa og læt hlutina gerast þaðan. Sest svo rólega þegar ég veit að köngulóin er örugglega komin í garð nágrannans. Mér dettur ekki í hug að drepa þær..það boðar ekkert gott en vá hvað ég hugsa stundum um að.....óprenthæft!!!

 Ég hef samt smá áhyggjur af þessari ró minni. Hvar eru öskrin og tryllingurinn sem heltóku mig hér áður fyrr...eru þau kannski bara að safnast upp innra með mér og svo einn góðan veðurdag þegar ég stend við tannkremshilluna í súpermarkaðinum þá bara brestur stiflan og ég arga og garga..hoppa og reyti hár mitt í óviðráðanlegum köngulóartryllingi??? Og hvað í ósköpunum eru þær að gera þarna undir sjónvarpshillunni??

Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að kíkja þar undir.

 Er bara í skónum inni.

Ohhhh..best að setja inn mynd sem lætur mig gleyma

 að ég sé heima

 með áttfættum skrímslum sem sitja um líf mitt.

enlightment

Ef þær koma aftur og ég sit hér í sakleysi mínu

set ég bara fyrir mig hendina og segi.."Talk to the hand

and leave me alone!!

Innri ró

Innri ró

Innri ró og friður

sé með yður

sagði Risaköngulóin sem 

sat í hárinu á mér og brosti.

Hér er ein rosaleg saga sem ég lenti einu sinni í...Varúð ekki fyrir viðkvæma!!http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/110510

 

 


Heft peningastreymi út af skítugum ofni og opinni klósettsetu. Dauðþreytt en alsæl húsmóðir.

Hrikalegt eldhúsið hjá mér í dag eftir að hafa steikt beikonið, spælt eggin og kreist allan þennan ávaxtasafa. Ég er bara svo heppin að kallinn minn er svo hjálpsamur og skilningsríkur þegar mér fallast hendur yfir húsmóðurstörfunum. Þá tekur hann um axlir mér og telur í mig kjarkinn til að halda áfram. Að ég sé einmitt svo flink í öllu svona og ætti að vera þakklát fyrir að hafa einhverja hæfileika. Það séu nú ekki allar konur svo heppnar svo ég varð glöð og byrjaði á fullu að þrífa.

skítugt eldhús 

Og fyrst ég var byrjuð ákvað ég að þrífa bakaraofninn líka. Það er sko verk sem ég fresta eins lengi og ég kemst upp með. En svo sagði einhver kona í útvarpinu einu sinni að ef maður þrifi ekki ofninn vel og vandlega myndi maður verða blankur eða peningastreymið snarminnka til manns. Ég bara þorði ekki öðru en að skrúbba og skrúbba ofninn. Rosalegan tíma og krafta þarf í það ansans verkefni. Var reyndar sniðug og spreyjaði einhverju töfraefni á allar grindurnar og henti þeim svo í uppþvottavélina og bíð núna spennt eftir árangrinum. Kallinn er svo yndæll. Kallar fram hvatningarorð í hverju hléi í fótboltanum og brosir uppörvandi til mín þegar hann kemur og nær sér í meiri bjór. Það er sko munur að vera vel giftur. Gvöð..svo mundi ég eftir öðru sem maður getur sparað sér peminga á...LOKA klósettsetunni. Ef hún er alltaf opin fjúka allir peningar í burtu. Feng shui fræðin. Ég hentist upp á loft og viti menn! Setan uppi!!! Er það nema von að reikningarnir hrúgist upp.  Ég vona að hún detti á sprellann á þessum herramönnum sem hér búa svo þeir muni eftir að setja hana niður sjálfir næst. Notaði tímann vel og þreif klóið í leiðinni svo nú er það glansandi fínt.

wc 

Já svona er nú lífið gott á laugardögum. Ég get ekki beðið eftir að komast í bankann á mánudaginn og gá hvað ég græddi á öllum þessum þrifum. Bæði ofninn tandurhreinn og klósettsetan niðri. Ég límdi hana niður með galdragripi bara svona til að fyrirbyggja frekari blankheit. Sé fyrir mér feitan bankareikning og hef lofað sjálfri mér að þrífa ofninn daglega núna og taka ekkert límið af klósettsetunni. Við getum bara migið í koppa eins og fólk gerði hérna áður fyrr. Erum ekkert of góð til þess.

Ahhh...ég var að tékka á skúffunum og grindunum í uppþvottavélinni. Tandurhreint og glimrandi skínandi hreint allt saman. Núna tekst þetta hjá mér. Núna getur ekkert komið í veg fyrir að ég verði milljónerakona.  Æ ég er svolítið þreytt eftir öll lætin og skrúbbin og ætla aðeins að leggja mig og muna að biðja til Guðs í leiðinni að mér verði fyrirgefin öll lygin sem ég er búin að ljúga upp á minn betri helming í þessum pisitli.

Amen.

uppþvottavelin og eg

Ég bara varð að setja inn gamla færslu svo ég færi ekki að blogga um minn raunverulega dag eins og hann var...jeminn eini hvað ég get sundum bara ekki skilið það sem sagt er við mig...haldiði ekki að ég hafi bara mætt á....jussumía. Segi frá því síðar þegar ég er búin að jafna mig smá. Ég hefði betur verið heima hjá mér að þrífa.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband