Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Óklukkanlega konan bærir á sér og bregst við ákalli klukkara.

Afsakiði kæru bloggvinir sem hafið verið að reyna að klukka mig og ég bara látið eins og ég væri algerlega óklukkanleg kvensnift. Nú verður bætt úr þessu og ég mun svara spurningum eftir minni þar sem ég man ekki alveg listann yfir allt. Eina sem ég man að það er nóg að nefna 4 störf, 4 heimili o.s.frv þó svo að í mínu tilfelli mætti talan alveg vera fjörtíuog fjórir í stað 4.

Og hefjast nú uppljóstranirnar.

4 mottó sem má alveg nota svona yfir daginn.  fer eftir því hvernig liggur á manni.

9966~Normal-People-Worry-Me-Posters8344~Amazingly-Enough-Posters9109~I-Didn-t-Say-it-Was-Your-Fault-Posters007_FXIW1_ITS_WONDERFULL_LIFE~It-s-a-Wonderful-Life-Posters

 

 

 

 

 

Fjórir helstu fegurðarblettirnir..

á hægri öxl, vinstri efrivarabrún, neðarlega á mjóbaki og á miðjum þumli.

Hef búið á 444 stöðum en læt nægja að nefna fjóra

Reykjavík, Ísafjörður, Hafnarfjörður, Suður England.

Vinnumál.....vá ég hef svo mikla og víðtæka reynslu að ég mun meðvitað reyna að hemja mig þegar ég byrja..!!

Tómatsósugerð, Humarhalasnyrting, Kaupfélagskona, fiskverkakona, Pulsusali, ísskona, bókasölukona, straujárnssölukona, markaðskona, auglýsingasölukona, tæknikona, útvarpsþáttagerð, barnapössun, Sölustjóri,  ráðgjafi, unglingavinnan,storyteller, listakona, hreingerningakona,  leikkona..stóð einu sinni í röð skólabarna þegar verið var að mynda börn fyrir umferðaráð, orkukona og bloggkona. Hef reyndar ekkert fengið borgað fyrir að blogga ennþá. En það getur samt alveg verið starf útaf fyrir sig..eruð þið ekki sammála því?? Tek þþað fram að þessi störf hafa verið unnin á löngu tímabili enda er ég kona með fortíð og heilmikla reynslu eins og sjá má. Sumt nefni ég ekki einu sinni hér.

Hvað finnst þér best að borða.

Vel snyrta humarhala, löðrandi í hvítlaukssmjöri, tartar steik...nei ég lýg því..ojojoj. Hrygg með góðri puru og jarðaberjasjeik. Auk þess finnst mér margt annað enn betra en man ekki í augnablikinu hvað það er.

Skemmtilegustu bíómyndirnar.

Rocky horror picture show, Gestaboð Babettu, Kryddlegin hjörtu, Óbærilegur léttleiki tilverunnar. 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt

Santa Fe New Mexico, Italia, Frakkland, Sviss 

Fjórir hlutir sem ég nenni ekki að tala um/hugsa um

Stýrivextir,egóismi, innmatur og  draslið í fataskápnum mínum. Verð að fengshjúa hann á morgun.

Hvað var nú aftur eithvað fernt til viðbótar??

Fjögur bestu augnablikin...aha!!

InLoveHaloWizardKissing

Og nú gef ég ekki upp neitt meira.

Úpps gleymdi  bókunum en nefni bara fjórar því það er engum hollt að verða fyrir of miklum áhrifum af mínum bókmenntasmekk.

Ímyndir... Richard Back

War of art ...Steven Pressfield

Ný Jörð...Eckhart Tolle

og þarna ein af bókum Milan Kundera sem var svo geðveik að það var eins og að vera nakin í margra hæða konfektkassa að lesa hana..Vú!!! 

Nú tekur við fjögurra daga bloggfrí og hvíld í svart hvítu.

Hafið það gott a.m.k 4x þangað til næst!!

22

 


Fegin er ég að vera ekki flökkukona og geta bara setið sem fastast með allt mitt drasl

Enn og aftur kemst ég að því að ég á allt of mikið af dóti og drasli sem safnast upp i einhverjum ósýnilegum skúmaskotum þar til stóru tiltektirnar fara fram og þá kemur sko ýmislegt í ljós. Ég er svo guðslifandi fegin að vera ekki förukona sem ferðast um með allt sitt..þó það segi sig auðvitað sjálft að þá væri ég löngu hætt að draga svona dót heim til mín ef ég þyrfti að ferðast um með það á bakinu.

200147625-00242

Ég hef þess vegna ákveðið að vera svona minimalismi í vetur og hafa bara það allra nauðsynlegasta uppi við. Ekkert óþarfa smádót eða krúttmola hér og þar, krúsir eða krukkur sem yfirfyllast af óskrifandi pennum, klinki og ógreiddum stöðumælasektum. Ekkert punt og prjál sem þarf að lyfta upp til að þurrka af og í kring.  Nei...aldrei meir.

Nú er það bara stóll, sófi, borð og sjónvarp. Rússnesk ljósapera í hvert herbergi og dívan. út með allt draslið og dótið sem ég er að drukkna í og þarf ekkert á að halda. Bara alls ekki neitt. MINIMALISMI skal það vera eins og í alvöru húsbúnaðartímariti. Allt spikk og span og alls engin merki um mannaferðir eða móðu á rúðum eftir andardrætti fólks.

Nú er ég tilbúin til að láta allt fara og fara að lifa eins og nútimakona í alvöru rými!!!

xo0YIc7oaCrt0Mo1Hj4tDvSp7ynqozwD

Held þær verði þó áfram hjá mér bækurnar mínar...það lætur engin heilvita manneskja frá sér bækur..ha?.... og litlu sætu krúttlegu kistlarnir sem innihalda alls kyns verðmætar minningar í formi ljósmynda, orkusteina, fjaðra og fuglshjarta. Og það er ekki séns að ég láti litakassana og marglitu blöðin flakka..hvað þá öll flottu og skemmtilegu póstkortin sem ég hef safnað á ferðum mínum hingað og þangað.  Að ég tali nú ekki um mínar mörghundruð glósubækur..ekki fer ég að setja lærdóminn og það sem ég gæti þurft að muna eða kunna í einhvern kassa í kjallarann..nei held ekki. Og aldrei að vita nema ég þurfi svo að nota lakkið sem lætur neglurnar vaxa svaðalega hratt og vel...eða allar þessar prufur af andlitsmöskum, heklaðar húfur og úrvinda yfirhafnir sem gætu komið sér vel ef illa árar.

Já ég sé það núna að ég kæmist ekki spönn frá rassi væri ég förukona með flakkaraeðli.

Set hér með myndir af sjálfri mér síðan á einhverjum áratug svo þið getið dáðst að húsmóðurlegu útliti mínu og yfirbragði.

9ejENekklsbviOHRV5BVkLH8C42lMyg7

Haldið ykkur fast...rokið sem spáð var er komið og það hreinlega hvín í öllu. Og ég sem þarf að fjúka í konupartý á eftir.... eins gott að ég er alltaf með tuðruna mína með. Hún er svo full af drasli að ég haggast ekki þó vindstigin verði yfir 18.

Það væri munur ef þetta væru fimmtíukallar sem gerðu hana svona þunga....Kissing

....og fimmtíu kallar sem gerðu mig svona unga!!!

 

 

 


silfurkrús og kirsuber

M_M-C02tn_tnM-C02-026Suma daga vaknar maður og veit bara að það liggur eitthvað skemmtilegt í loftinu og að súrefnið sem maður andar að sér á svona dögum er meira glitrandi en svona hversdagssúrefni. Maður væntir þess meira að segja að þegar maður opnar augun þá sé velpússuð silfurkanna á náttborðinu sneisafull af kræsilegum kirsuberjum. Kannist þið ekki við svona eftirvæntingu? Svo opnar maður augun og það eru engin kirsuber og ekkert silfur á náttborðinu..bara staflar að blöðum úti á stétt og vindurinn gnauðar og regnið bylur og ekki enn orðið bjart? Og ekki ein taug í kroppnum sem örvast við veðurhljóðin til að koma manni á lappir og út

Svo er kona bara komin út og veðrið er frískandi, rokið orðið að golu, dimman að birtu og blöðin öll komin í sína lúgu. Og hún lætur sig dreyma um að koma heim og skipuleggja ferðina með einni vinkonu til annarrar vinkonu seinnipartinn og hugsar um að taka með sér gulrótarköku, pendúl og englaspil.

untitledlkpk Og meðan við stelpurnar keyrum út úr bænum með gulrótarkökuna og pendúlinn leikur trúður fyrir okkur lag á flautu sem fjallar um hversdaginn og það að allir töfrar eru faldir í honum. Að á milli hversdagslegra atburða og kringumstæðna sé endalaust magn af glitrandi augnablikum og kyngimögnuðum litríkum kraftaverkum sem mannsaugað sér ekki en getur bara fundið með sínu innra auga. Bara ef við stöldrum við á augnabliki sem talar til okkar og hlustum. Þá verður þetta allt ljóslifandi og glitrandi og fer ekki framhjá neinum sem nennir að tipla í gegnum þetta líf á örlítið skemmtilegri sveiflutíðni en býr í grámanum.

Jæja best að fara í þvottahúsið og taka niður af snúrunum nýþvegin sængurverin og vaska svo upp eftir morgunverðinn. Gera innkaupalista fyrir Bónus og muna að setja á hann kirsuberin áður en ég helli mér í vinnu. Verð að vera tilbúin þegar við stelpurnar brunum út úr bænum seinnipartinnDance-of-Cranes-Print-C10087637

 Kannski ég kveiki á eins og einu blómakerti í tilefni dagsins. Blómakertin eru sparikertin mín..vax á tréspýtum í laginu eins og blóm. Ég á þau í öllum litum og held ég velji eitt lillablátt fyrir daginn í dag. Sá litur er góður fyrir endurnýjunina og breytingarnar sem ganga nú yfir allt mannfólk.

Og ég er enn að undirbúa að mála nokkur af húsgögnunum mínum hvít en vantar veður til að skutla þeim í garðinn svo ég geti pússað.  Það sagði mér nefninlega maður að engin óbrjáluð kona léti sér detta það í hug að lakka  bara beint á viðinn ópússaðan.

Ehemmm....svo ég fór og keypti sandpappír enda alveg óbrjáluð. Bíð bara eftir veðrinu.

Sjáumst!!!! 

p.s upphaflega átti þessi færsla að vera klukkfærsla því Guðný Anna og Sigríður Jósefs hafa nú báðar klukkað mig...ég bara veit ekki hvað kom yfir mig eða hvernig þessi færsla varð tiil eiginlega.. Klukkið kemur í næstu færslu og þar upplýsi ég allt sem er 4x leyndó og 4 uppáhaldsritvek, myndverk og matur!!


Notalegheitin númer eitt og lag um tvö á göngu.

480ff50b7ad09prirodlub_01480ff50db814cprirodlub_15480ff50bb8188prirodlub_04480ff50e4e1faprirodlub_20Æ það er eitthvað notalegt við svona haustvindahviður , rokhrinur og regnhljóð. Fær mann til að langa til að kúra og hjúfra sig að sínum.

Ég með þér og þú með mér í lífsins vindum og logni.

Var að lesa svo fínt efni í bók í morgun.Sem hafði áhrif á útsýnið mitt. Elska svona efni sem hreyfir við manni og færir mann um eitt skref eða svo. 

Hlustaði líka á lag..við gengum tvö, við gengum tvö við gengum tvö ....og man ekki meir af textanum. En þetta textabrot var líka alveg nóg í bili. Og þessar myndir af tveimur.

Eigiði góðan dag og vonandi finnið þið einhverja manneskju til að hjúfra ykkur upp að í rokinu. Veit samt ekki hvort það er sniðug hugmynd að gera slíkt í strætóskýlum eða á læknabiðstofum við bláókunnugt fólk. Ef það er enginn nálægur sem er þér náinn til að kúldrast með  má alveg faðma og kreista mjúkt flísteppi eða fá sér heitan kakóbolla á næsta kaffihúsi eða í eldhúsinu sínu.  Svo má alltaf styðjast við sjálfan sig og kreista hina hendina á sér ef allt annað brestur. Bara um að gera að finna þessa tilfinningu um notalegheitin.

Það er einhver góður fílingur í þessum degi. Segi ekki annað.Heart

 


Að uppskera eins og maður sáir.

81359_tnbHverju sáir þú í kringum þig daglega?

Er þetta spurning sem skiptir máli?

Páll Óskar segir í auglýsingu í sjónvarpinu að maður eigi að eiga fyrir því sem maður kaupir. Ég er nú alveg sammála því enda langt síðan ég henti kreditkortinu mínu og versla nú eingöngu með alvöru silfurpeninga frá Olympíu.

Borgaði með peningum..eða sko debetkortinu ...í  dag þegar ég verslaði hvítt lakk og grunn til að mála gömul og lúin húsgögn skjannahvít. Er með hvítt á heilanum núna og vil bara hafa allt hvítt  í kringum mig. Eins og ég get samt verið litaglöð á stundum. 

N_N-K02tn_tnN-K02-034 Kannski hefur þetta eitthvað með samviskuna að gera. Að hafa hreina skjannahvíta samvisku og uppskera eins og maður sáir. Ekki það að ég hafi verið að gera eitthvað sem blettar samviskuna....þetta er bara sama tilfinning og þegar maður vill standa tandurhrein upp úr dásamlegu bubblebaði með sápukúlur í hárinu. Vita að maður viti hvað maður er að gera.

Kannski er líka bara flott að hafa marglita og skemmtilega samvisku og  sá marglitum fræjum og uppskera heimili  og heim í öllum litbrigðum regnbogans.

Við Zordís  sátum einmitt á hvítum skinnum í dag og ræddum um lögmálin og töfrana, að það skipti máli hvort maður málaði heiminn með svörtu eða hvítu. Hvort að kringumstæðurnar væru fyrirfram litaðar eða lituðust af okkar eigin viðhorfi og snilli með málningarpenslana. Réðust af okkar eigin útsýni og hjartalagi.

En ég ætla  sem sagt að lakka gömlu kommóðuna hvíta og setja á hana gamlar silfurhöldur. Og svo kannski skenkinn í ganginum og stóra stofuskápinn. Og litla gamla snyrtiborðið með djúprauðu höldunum sem skreyttar eru marglitum gimsteinum.

Eða ég mála bara nýjar myndir á hvítan striga. Með hvítu. Og hugsa um hverju ég sái og spái með sporunum á þessari plánetu jörð.

Ungi heimur, hvíslaðu að mér ljóði um fyrirheit þín.

480d6e33a1c95002_pics


Stoppistöð

Það er nú einu sinni svo í lífiinu að eitt tekur við af öðru og stundum er lítið stopp á milli lífsins uppákoma. Núna erum við að pakka og undirbúa flutinga fyrir mægðurnar fallegu sem hafa búið hjá okkur sl 10 mánuði, Litla Alice Þórhildur ömmustelpa og mamma hennar hafa fundið sér hreiður sem er bara hér í næata húsi við okkur stórfjölskylduna og við erum öll alsæl með það. Frábært verkefni eftir opnun sýningarinnar um helgina og ég segi bara takk fyrir frábæra mætingu og svakalega gott andrúmsloft

Mig langar a vekja athygli á einu verki sem ég setti upp í Ráðhúsinu og er ekki málverk heldur einhvers konar gjörningur sem ég hef kosið að kalla Stoppistöð. Þar koma við sögu tveir veglegir bekkir frá Reykjavíkur borg og með þeim fylgja 3 sögur. Tilvalið að tylla sér á bekk  og staldra aðeins við í lífsins amstri og hverfa  á braut inn í sagnaheim. þessar sögur eiga það allar sameginlegt að vera óraunverulegar en samt alveg dagsannar og gerðust í raun. Þið veljið ykkur bara spilara og smellið a ykkur heyrnartólum og ýtið á play og hlustið.  Og til að þið hafið það bara enn betra á meðan þið hlustið eru hvít mjúk skinn á bekkjunum sem færa ykkur hlýju og notalegheit.

Njótið vel og ég er farin að kaupa málningarrúllu og hvíta málningu því ég hef ákveðið að gefa nokkrum mublum andlitslyftingu í tilefni komu haustsins og gera  fínt og flott fyrir Herra vetur konung.  Set inn myndir síðar..er svo upptekin núna...má  reyndar líka segja uppnumin yfir þessari bráðskemmtilegu og töfrandi veröld.

480d6e420d04f144_pics1 Jiiii ekki segja mér að þessi mynd sé um það sem ég held að hún sé um. Ég verð að fara að láta athuga í mér sjónina..sá ekki fyrr en eftir á að það má líklega misskilja textann um það að vera uppnuminn þegar maður skoðar þessa mynd í almennilegri stærð..hehe.

 

En þetta er allavega hippaleg apaynja með eyrnalokk að dunda sér við sitt. Hvað sem það nú er.Errm

Muna að setja á "To do" listann minn að fá mér betri gleraugu.

 

p.s Í sambandi við myndina... Ég sá apaynju með flotta eyrnalokka snyrta á sér neglurnar og eintóm bros í kring...en þegar ég var búin að setja inn myndina í réttri stærð kom nú eitthvað annað í ljós. En ég ákvað að láta hana standa.

Hvet ykkur eindregið að koma við á stoppistöðinni...og segja mér hvað þið upplifðuð því það er framhald af þessum gjörningi og hvað hann framkallar. Einhverskonar rannsóknarverkefni. Og skiptir máli fyrir framhaldið. Hvaða máli skiptir að deila reynslu og upplifun með öðrum?

47f3b74348473004_naturesbest


Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband