28.1.2007 | 20:08
Tillaga um stofnun nýrra stjórnmálasamtaka og dans skógardísanna.
Hvað gerir fólk eiginlega í janúar annað en sofa?? Mér finnst hreinlega allt sitja fast og bara ekkert hreyfast. Er virkilega til fólk sem getur hugsað um vinnu og kosningabaráttu á þessum árstíma? Er það ekki augljóst að janúar er hvíldarmánuðurinn á árinu? Eftir að spennan byggist upp jafnt og þétt yfir árið og nær svo hámarki um jól og áramót ..og ekki láta neinn ljúga að ykkur að hátíðar séu einhver hvíldartími......þá kemur að hvíldinni. Í janúar á maður að fara sér hægt og hugsa. Skoða og skipuleggja og safna orku fyrir komandi átök á árinu. Ég og vinkonur mínar förum út í skóg og dönsum hvítklæddar í kringum tré og áköllum tunglgyðjuna á milli þess sem við tökum okkur fegrunarblundi og syngjum fagra söngva. Klikkar aldrei. Ég er nú kannski aðeins að láta hugmyndaflugið hlaupa með mig í gönur hérna og ýkja smá, en samt. Fyrir mér byrjar árið ekki deginum fyrr en í febrúar því janúar er bara ekki minn mánuður. Þess vegna hef ég valið að sitja undir sæng og blogga þar til fer að birta og byrja þá á öllum góðum fyrirætlunum. Og mig langar að fá ykkar álit á því hvort þetta sé ekki bara alveg hárrétt athugað hjá mér. Ef það eru mjög margir sammála þá væri ekkert vitlaust að við myndum stofna ný stjórnmálasamtök og beita okkur fyrir því að janúar verði hvíldarmánuður. Veit að við myndum fá gífurlegt fylgi og pant vera formaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2007 | 17:53
Textar og tré...Sýning fyrir gesti og gangandi.
Þessa trjámyndaseríu málaði ég 1998. Textabrotin spruttu svo út frá myndunum. Myndirnar eru 70x70 cm og málaðar með olíu. Því miður varð ég að nota ensku þýðinguna en vona að það komi ekki að sök.
"So I go back home and I am under a spell. I experience that I am a tree with roots that go deep into the earth and with a huge leaf crown. I grow from my home, even when I go to work my roots are at home but I try to spread my branches as far as I can. My children are sitting in my branches, they play, sing, hang, climb and fall and I respond to it all. When the heat becomes to much they crawl under my branches and cool down in my shadow. When the wind is strong and rain comes they crawl under my branches and find shelter and I feel that I am useful and that I am a good tree."
"In the Greek myths there were powerful and strong Goddesses with unlimited energy to create. They did things their way and didn't let anyone, not the Gods or Kings tell them what to do or how to be. But the Gods and Kings did not like that, so they put a spell on the Goddesses and changed them into trees and they had to stand at the same place for century's and couldn't move at all until the Gods decided to free them, which was when it pleased them to do so."
"Is it not time that we cast away the spell and become participants in a world that has been without us for to long? I can feel somewhere deep inside my tree there is a Goddess about to awake from her long sleep, and God help the Kings when she rips up her roots and shakes her leaves and walks into the world in all her glory, coming to stand powerfully in her rightful place."
Kveðja, Katrín
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2007 | 15:04
Kerlingarótti og köngulær.
Einu sinni var ég skíthrædd við köngulær. Og auðvitað lögðu þessi kvikindi mig í einelti. Þó ég byggi á þriðju hæð í blokk um hávetur á íslandi og allar eðlilegar köngulær í dvala var alltaf ein sem vakti og sprangaði um á koddanum mínum eða í hárinu á mér. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að ég hafi argað og gargað, hoppað og skoppað ef eitthvað hreyfðist nálægt mér og gæti verið könguló. Innri terrrorrinn sem fóbíunni fylgdi var sko ekta.
Man þegar ég lagði land undir fót og heimsótti ameríku í fyrsta sinn. Sat í bíl á hraðbraut og krakkagemlingar í aftursætinu. Bílstórinn var að spjalla við mig þegar hann skyndilega steinhætti að tala og starði skelfingu lostinn á minn langa og fagra háls. " Ekki hreyfa þig "stamaði hann. Það er risastórt köngulóarkvikindi á hálsinum á þér og ég veit ekki nema það sé baneitrað.
Ég fylltist ótrúlegri skelfingu en hlýddi því að hreyfa mig ekki, þar sem ég átti enn eftir að sjá ýmislegt í ameríkunni og vildi ekki enda ferðina nýkomin og vera send heim steindauð með köngulóarbit á hálsinum. Man bara að innra með mér argaði ég hljóðlaust af skelfingu og tærnar á mér voru í tryllingskasti í skónum. " Oj" sögðu krakkagemlingarnir í aftursætinu og störðu hugfangin á skrímslið. "Hún er brún" sagði annað þeirra. "Og loðin" bætti hitt þeirra við. Og við á miðri hraðbraut þar sem hvergi var hægt að stoppa. Bílstjórinn var svo hræddur sjálfur að hann var með svitadropa á efri vörinni og allt í einu greip hann hálsklút sem lá í kjöltu minni og henti honum á köngulónna sem rann beinustu leið niður hálsmálið á kjólnum mínum. Þarf ég eitthvað að lýsa því hvernig mér leið? Haggaðist ekki því ég trúði því algerlega að ég mætti ekki hreyfa mig því þá myndi kvikindið bíta mig og drepa. Innri tryllingurinn bara jókst og það var alveg að steinlíða yfir mig af streitu og skelfingu. Loksins, loksins gátum við stoppað og ég hentist út úr bílnum út á engi og argaði og gargaði og öskraði og dansaði trylltan stríðsdans og hristi mig frá hvirfli til ylja. Gat ekki hætt að öskra í langan tíma. Veit ekki hvað flaug í gegnum huga þeirra sem keyrðu framhjá þessari snarbrjáluðu konu enginu..hehe.
Ekki skemmtileg lífsreynsla get ég sagt ykkur.
Núna er ég ekkert hrædd við köngulær. Maður venst þeim hangandi í hverju horni og meðan þær skríða ekki beint upp í munninn á mér er mér nokk sama um þær. Las líka áhugaverða kenningu um að köngulær tákna innri styrk og ástæðan fyrir að flestar konur séu svona óstjórnlega hræddar við þær þýði að þær óttist svo mikið sinn eigin styrk. Þessu trúi ég algerlega. Núna er ég alveg óhrædd við minn innri styrk og hætt að hræðast köngulær. Það er örugglega engin tilviljun og nú get ég allt sem ég vil. Myndi meira að segja skreyta afmæliskökuna mína með könguló og fagna því að með aldrinum verði ég stöðugt vitrari og sterkari.
Já svona er nú lífið oft skrítið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 28. janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari