18.3.2007 | 22:55
Húsmóðir hugsar sitt...
Er ekki hægt að þrífa burtu skítinn sem situr í þessari veröld. Gera hana skinandi hreina eins og heimilið og vaskinn?
Skúra skrúbba og bóna burtu eigingjarnar hvatir valdamanna sem sjá ekki hvar meinið liggur og með gjörðum sínum auka á misréttið og rykið sem hylur augu almennings?
Nýir vendir sópa best segir einhversstaðar.....Við þurfum svo nýja vendi sem sópa glaðir burtu draslinu og vita að á bak við þetta hugtak að slá ryki í augu almennings...er eitthvað annað sem skiptir máli. Að segja okkur satt um tilgang verka þeirra og gefa okkur raunverulegt val. Hætta að éta af trénu með ávöxtunum sem var ætlað okkur öllum.
Húsmóðir hugsar sitt. Rottugangur er ekki góður. Það þarf að afeitra hugarfarið og hætta að trúa á að rottur vilji eitthvað annað en éta og verða feitar. Sjá að það er til afl sem við getum virkjað og stýrt í miklu mannvænlegri átt. Og hvernig?
Með því að vita hver við erum og hvers við erum megnug. Húsmóðir las fínan pistil um hvernig standi á því að vilja hins almenna manns um frið og jöfnuð er hent út í hafsauga. Við erum svo miklu fleiri sem viljum það sama...sem viljum betri heim og bjartari framtíð. Við þurfu að láta í okkur heyra og ná sambandi við hver við raunverulega erum og hundsa hið falda vald sem er að éta okkur út á gaddinn á öllum sviðum.
Vera í sambandi við innri rödd og styrk. Og muna þegar við göngum að kosningaborðinu hver verk þeirra eru sem tala sem hæst núna og sækjast stíft eftir stuðningi okkar við hugmyndir þeirra um að halda okkur í skefjum næstu 4 árin. Stöndum með okkur sjálfum og því sem við vitum að er rétt.
Svarið er ekki þarna úti....það er í þér. Húsmóðir telur að þar liggi lausnin. Að tengja sig við almættið og hlusta vel. Og merkja svo við það sem skiptir mestu máli. Mannréttindi fyrir alla. Og að segja sig úr stríðsbandalagi sem er bara dauði og djöfullegt afl. Upp með ljósið og kjarkinn til að breyta.
Já þannig hugsar húsmóðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.3.2007 | 17:46
Ekki allt sem sýnist....
Ég hafði bara ekkert að gera eftir hádegið svo ég skellti mér út að tína epli. "Epli á dag kemur heilsunni í lag" segjum við á íslandi meðan að í englandi segjum við.."An apple a day keeps the doctor away"!!! Páskasólin og vorkoman fengu mig til að fækka aðeins fötum enda verður manni bæði heitt við að klifra upp í stóru eplatrén og hrista þau duglega og syngja um leið hástöfum...Vorið er komið og grundirnar gróa..tra la la.
Nýju nágrönnum mínum líst örugglega bara vel á mig því þeir voru allir úti í glugga..samt smá feimnir ennþá því þeir földu sig bak við gardínur og ég sá bara í nefbroddinn á þeim. Gasalega lekker nýju laufin sem maður getur klætt sig í þegar maður er komin úr fötunum. Maðurinn minn kallaði mig Evu.."You Eva Me Adam "sagði hann og blikkaði mig.
Já þetta var bara alveg frábær dagur. Svo gerðist nú eitt skrítið og kom þá í ljós að spekingar hafa alveg rétt fyrir sér. The Wise Guys kalla ég þá alltaf enda er ég svo léttlynd....já sko þegar þeir segja að það sé nú ekki allt eins og það sýnist í henni veröld. Að oft sé flagð undir fögru skinni eða að maður eigi ekki að láta glepjast af umbúðunum.
Þessi sannindi eru dagsönn og viturlega mælt. Sjáiði bara með eigin augum. Rosalega var ég hissa. En nú er farið að kólna og ég ætla að fara úr laufblaðinu og skella mér í lopapeysuna mína og gammosíur. Eigið bara gott sunnudagskvöld öll sömul. Adam biður að heilsa...hann er enn með einhvern undarlegan glampa í augum þegar hann horfir á mig. Örugglega laufblaðið sem er að hafa þessi áhrif á hann..hann er forfallinn náttúrunnandi þessi elska eða að hann er svag fyrir konum á hælaskóm. Lengir lappirnar sko.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.3.2007 | 09:16
Bráðum
Bráðum kemur betri tíð með blóm
í haga...sæta langa sumardaga. Svona lifum við svo mörg.
Bráðum.
Þegar ég er búin að byggja..þegar ég er búin að ná þessu eða hinu..þegar ég á meiri peninga og búin að borga meira niður af skuldunum...þá ætla ég að njóta þess að eiga börn og maka, þá ætla ég að fara og ferðast og skoða þennan merkilega heim. Þegar þetta og þegar hitt er úr veginum þá ætla ég heldur betur að lifa og leika mér. Svo líða árin og jafnvel áratugirnir og allt í einu eru börnin farin að heiman og árin framundan færri og jafnvel heilsan farin að gefa sig af öllum þessum látum. Og augnablikin sem maður ætlaði að njóta farin hjá án þess að nokkur yrði þeirra var.
Ég á fullt af ókláruðum verkefnum og skuldum og öllu þessu dægurþrasi sem getur tafið fyrir manni og ég held að ég verði að klára áður en ég get í alvöru farið að njóta lífsins í botn. En ég ætla að hætta að segja bráðum. Ég ætla bara að gera allt í dag sem mig langar og taka tíma í það sem mér finnst mikilvægt og leyfa svo bara morgundeginum að koma eins og hann kemur. Núna er t.d tilvalið að fá sér almennilegan sunnudagsmorgunverð..egg og beikon og brætt smjör á rístuðu brauði. Skríða svo öll uppí aftur því það er rok og rigning og kúra og kjafta og bara vera til. Muna að ævintýrin gerast hér og nú.....
Sunnudagur til sælu hér og nú og ekkert bráðum kemur betri tíð. Þá förum við í gegnum lífið eins og ansinn sem eltir gulrótina sem hangir fyrir framan nefið á honum og sér ekkert annað og heldur að lífið sé bara um þesssa einu gulrót..sem hann svo fær aldrei.
Frekar sorglegt. Ég ætla bara að éta mína gulrót hér og nú og treysta því að það verði önnur gulrót fyrir mig Þarna úti á morgun..og hinn og hinn og hinn og borða þær jafnóðum...Jamm!!! Það er nefninlega einhvernveginn þannig að það þarf að vera pláss fyrir það góða í lífinu og þess vegna er fáránlegt að sanka að sér endalaust og troðfylla allar hirslur af drasli...þegar það eina sem maður þarf er ástvinir, samvera og svona eins og ein gulrót.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 18. mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari