Leita í fréttum mbl.is

Bráðum

Bráðum

Bráðum kemur betri tíð með blóm

í haga...sæta langa sumardaga. Svona lifum við svo mörg.

Bráðum.

Þegar ég er búin að byggja..þegar ég er búin að ná þessu eða hinu..þegar ég á meiri peninga og búin að borga meira niður af skuldunum...þá ætla ég að njóta þess að eiga börn og maka, þá ætla ég að fara og ferðast og skoða þennan merkilega heim. Þegar þetta og þegar hitt er úr veginum þá ætla ég heldur betur að lifa og leika mér. Svo líða árin og jafnvel áratugirnir og allt í einu eru börnin farin að heiman og árin framundan færri og jafnvel heilsan farin að gefa sig af öllum þessum látum.  Og augnablikin sem maður ætlaði að njóta farin hjá án þess að nokkur yrði þeirra var.

Ég á fullt af ókláruðum verkefnum og skuldum og öllu þessu dægurþrasi sem getur tafið fyrir manni og ég held að ég verði að klára áður en ég get í alvöru farið að njóta lífsins í botn. En ég ætla að hætta að segja bráðum. Ég ætla bara að gera allt í dag sem mig langar og taka tíma í það sem mér finnst mikilvægt og leyfa svo bara morgundeginum að koma eins og hann kemur. Núna er t.d tilvalið að fá sér almennilegan sunnudagsmorgunverð..egg og beikon og brætt smjör á rístuðu brauði. Skríða svo öll uppí aftur því það er rok og rigning og kúra og kjafta og bara vera til.  Muna að ævintýrin gerast hér og nú.....prinsinn bjargar

Sunnudagur til sælu hér og nú og ekkert bráðum kemur betri tíð. Þá förum við í gegnum lífið eins og ansinn sem eltir gulrótina sem hangir fyrir framan nefið á honum og sér ekkert annað og heldur að lífið sé bara um þesssa einu gulrót..sem hann svo fær aldrei.

Frekar sorglegt.   Ég ætla bara að éta mína gulrót hér og nú og treysta því að það verði önnur gulrót fyrir mig Þarna úti á morgun..og hinn og hinn og hinn og borða þær jafnóðum...Jamm!!! Það er nefninlega einhvernveginn þannig að það þarf að vera pláss fyrir það góða í lífinu og þess vegna er fáránlegt að sanka að sér endalaust og troðfylla allar hirslur af drasli...þegar það eina sem maður þarf er ástvinir, samvera og svona eins og ein gulrót.

gulrót


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Góð hugleiðing í morgunsárið :-)

Kristján Kristjánsson, 18.3.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Að vera meðvitaður um að lifa í núinu er verðugt verkefni

Guðrún Þorleifs, 18.3.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

á eftir er minning núna er nú, og núna er ég og lifi.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.3.2007 kl. 10:30

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bráðum ætla ég sko að lifa í núinu..... svo margir hafa viljann og ætlunina til að lifa í NÚINU..bara ekki akkúrat núna!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.3.2007 kl. 10:36

5 Smámynd: www.zordis.com

ég ætla að fá mér bita af gulrótinni, hún er svo góð! Núna, akkúrat núna er yndisleg tilfinning sem hríslar um mig, kanski er það gulrótin og allt karotínið sem gefur mér kikkið!  Eigðu dásamlegan dag!

www.zordis.com, 18.3.2007 kl. 11:48

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta kemur allt með aldrinum. Maður er að læra njóta "núsins" smátt og smátt. Vandinn er bara sá að á sama tíma fer núið hraðar yfir.

Haukur Nikulásson, 18.3.2007 kl. 12:06

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Falleg hugrenning, dagurinn í dag verður sá besti.

Björn Heiðdal, 18.3.2007 kl. 12:12

8 Smámynd: bara Maja...

Ég er í bráðum pakkanum (þess vegna sá ég peningana fjúka út um gluggann í fyrri færslunni þinni) ! En er jafnframt svo meðvituð um það að ég passa uppá að lifa í núinu líka og skapa minningar með stelpunum mínum...  En hvar finnur þú þessar fallegu myndir ?

bara Maja..., 18.3.2007 kl. 12:13

9 Smámynd: Birgitta

Bráðum kemur ekki betri tíð, Því betri getur tíðin ekki orðið .
Svo er þessi alltaf mjög góð til þess að kippa mér útúr "bráðum" pakkanum:
Yesterday is history
Tomorrow is a mistery
Today is a gift
That's why it's called the present
Enjoy each present.

Birgitta, 18.3.2007 kl. 12:38

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eins og talað út úr mínu hjarta andans systir. Myndirnar líka skemmtilega lýsandi fyrir efnið.  Gulrótin, sem við eltum og náum aldrei. Og ef við þá náum henni....hvað þá?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2007 kl. 13:24

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er miklu betra að borða gulrótina strax því gulrætur vilja mygla við geymslu.

Svava frá Strandbergi , 18.3.2007 kl. 13:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já daginn sem maður lærir að lifa í núinu er dagurinn sem lífið byrjar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2007 kl. 14:24

13 identicon

Gulrætur eru æðislegar og það er hollt og gott að þurfa elta stundum... - tek undir með Guðnýju Svövu hérna ... miklu betra að borða gulrótina strax!

Dagurinn í dag er góður. Mér líður illa í bakinu og það er vont veður úti ... páskaölið er orðið volgt ... en allt það hverfur þegar maður sér hið yndislega umfram allt annað? Eins og t.d. þessa vini sína hérna í bloggheimum... knús og kossar!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 16:37

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábær orð, elsku Katrín mín!

Guðríður Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 310930

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband