Leita í fréttum mbl.is

Sérhannaðar prjónasokkabuxur og nýtt útlit

Er búin að fara úr einum búningi í annan í dag og endalausa hringi. Er að reyna að ákveða lúkkið á síðunni og líkar best við formatið sem ég er með núna en finnst athugasemdaformið frekar ruglingslegt og samanþjappað.

Setti inn mynd efst á síðuna sem Sunneva listakonan mín tók og notaði sem þema í hönnun á sokkaverkefni sem hún var að gera í skólanum sínum. Hönnunarfyrirtæki hafði svo samkeppni um bestu hönnunina og auðvitað varð Sunneva í öðru sætinu. Það var ekki að því að spyrja. Systir mín sagði þegar hún heyrði það "Já þetta eru asnar, hún hefði átt að vinna þetta" Ég hlakka til þegar hún verður búin að læra alllt sem máli skiptir í hönnun og getur farið að hanna mömmu sína frá toppi til táar. Ég get alveg hugsað mér að vera sérhönnuð og falleg dama svona á efri árum.

Sjáið þið mig fyrir ykkur að ganga um tignarlega í sérhönnuðum prjónasokkabuxum og vera ferlega spes??? Eins og vatnadís og með vatn í poka sem gutlar og sullast í svo maður sé í stíl við vatnsþemað á myndinni.

 Nú fer ég í bað. Væruð þið til í að kommenta svo í ruglingslega athugasemdadálkinn. Ég hef nefninlega svo gaman af að leysa ráðgátur og finna út hver skrifaði hvað.

okk Svona lítur eitt sýnishorni út..mjög flott!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Komment, komment.

Sammála, þetta er snyrtilegt og skemmtilegt form á síðunni.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: www.zordis.com

Væri hægt að sjá sýninshornið á fyrirsætunni?  Kann vel við lúkkið þitt, minnir mig á mitt.  Einfalt og þægilegt .....

www.zordis.com, 23.1.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Ibba Sig.

Er þetta gamall og lúinn íþróttasokkur með táfýlu í? Hvers konar þema er það í hönnunarkeppni? Held þú verðir að setja inn betri mynd.

Ibba Sig., 23.1.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: www.zordis.com

Hva, bara alltaf að breyta! Blái hausinn var flottur hjá þér .......

www.zordis.com, 23.1.2007 kl. 20:55

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

komið aftur...en bloggvinirnir eru horfnir og ..uhh!

Einhver vitringur sagði að maður gæti ekki fengið allt og virðist hafa haft rétt fyrir sér þar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband